Morgunblaðið - 18.01.1975, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975
Tal og Beljavsky
sigurvegarar á skák-
þingi Sovétríkjanna
Nú er lokið keppni i 1. deild á
Skákþingi Sovétríkjanna og
urðu úrslit þaú að þeir M. Tal,
fyrrvetandi heimsmeistari, og
A. Beljavsky, heimsmeistari
unglinga 1973, urðu efstir og
jafnir með 9,5 v. úr 15 skákum.
önnur úrslit urðu sem hér seg-
ir: 3.—4. R. Vaganjan og L.
Polugajevsky, 5.—8. L. Alburt,
M. Dvoretsky, og O. Romanisch-
in og J. Balashov, 8,5 v., 9. G.
Kuzmin 7,5 v., 10.—11. E.
Vasjukov og V. Zveschkovsky 7
v„ 12. V. Savon 6,5 v„ 13,—15.
K. Grigorjan, B. Gulko og M.
Taimanov 6 v. og 16. V. Kuprej-
itsch 3,5 v.
Eins og sjá má af þessari upp-
talningu var þetta mjög sterkt
mót og baráttan afar hörð, þar
sem ekki munar nema 3,5 v á 1.
og 15. manni. Tal tók forystuna
í byrjun og hélt henni allt fram
Skák
eftir JÓN
Þ. ÞÓR
undir lok mótsins. 1 næstslð-
ustu umferð mætti hann Belj-
avsky og hefði þá getað tryggt
sér sigur með því að vinna
skákina. En við skulum sjá
hvað gerðist.
Hvftt: M. Tal
Svart: A. Beljavsky
Tarrasch vörn
I. c4—c5, 2. Rf3—Rf6, 3.
Rc3—Rc6, 4. e3—e6, 5. d4—d5,
(Upphafsstaða Tarraschvarnar-
innar; hér standa hvítum ýmsir
góðir leikir til boða, auk þess,
sem hann velur, t.d. 6. cxd5 eða
6. dxc5).
6. a3 — a6,
(Aljekín lék hér gjarnan 6. —
Re4).
7. b3 — Bd6, 8. Bd3 — 0-0, 9.
0-0 — b6, 10. Bb2 — cxd4,
(10. — Bb7 hefði hvítur svarað
með 11. dxc5 — bxc5, 12. cxd5
— exd5, 13. Dc2 og síðan Ra4 og
hvítur stendur betur)
II. exd4 — Bb7, 12. Hel — Hc8,
(Ekki 12. — Ra5 vegna 13. c5!).
13. cxd5 — exd5,14. Re5(?)
(Hér er Tal helzt til fljótur á
sér. Sterklega kom til greina að
leika hér 14. Hcl, ásamt Bbl og
Dd3).
Mikhail Tal.
14. — Rxd4!
(Nú tryggir svartur sér bisk-
upaparið og varanlegt frum-
kvæði.
15. Bxh7+ — Rxh7, 16. Dxd4 —
Bc5, 17. Dd3 — d4,18. Re2?!
(Betra var 18. Re4 þótt svartur
stæði að vísu öllu betur eftir 18.
— Rg5, 19. Rxg5 — Dxg5, 20.
Rf3).
18. — He8, 19. Rg3
(19. Rxf7 hefði svartur svarað
með 19. — Df6).
19. — Dd5, 20. Rf3 — Rg5, 21.
b4 — Bf8, 22. Rh4
(Auðvitað ekki 22. Bxd4 vegna
22. — Hed8).
22. — Hxel+, 23. Hxel — Re6,
(Sterkara en 23. — Dxg2+, 24.
Rxg2 — Rh3+, 25. Kfl — Bxg2,
26. Ke2 — Rf4 + , 27. Kd2 —
Rxd3, 28. Kxd3).
24. Hdl — a5, 25. bxa5 — bxa5,
26. Re2?
(Hvíta staðan var mjög erfið,
en nú nær svartur óstöðvandi
sókn).
26. — Dh5!, 27. Rf3 — Bxf3, 28.
gxf3 — Rg5, 29. Rg3
(Eða 29. Rxd4 — Rh3+, 30. Kfl
— Rf4 og vinnur).
29. — Rxf3+ 30. Kg2 — Rh4+,
31. Kh3 — Dh6, 32. De4 —
Rg6+, 33. Kg2 — d.3!. 34. Bd4
— Hc4, 35. Bxg7
(Tal reynir I örvæntingu að
flækja stöðuna, en það kemur
fyrir ekki).
35. — Df4, 36. Da8 — Dg4!
(Nú tapar hvítur a.m.k.
manni).
37. h3 — Dxdl, 38. Bxf8 —
Rxf8, 39. Dd5 — Hcl, 40. Dg5+
— Rg6 og hvftur gafst upp.
M0B6VHBUS19
fyrir 50 árum
Brjefa- og verðpóstur, sem sendur var með „Merk-
úr" til Vestmannaeyja í þessari ferð, komst ekki í
land í Eyjum. Stormur og snjór var svo mikill við
Eyjarnar, að póstinum varð ekki komið á land.
Skipið fer með hann út, og skilar honum þegar það
kemur aftur, ef engin ferð fellur fyr.
Sú sorglega slysafregn hefir borist hingað suður, vestan af Snæfellsnesi, að
tvö börn hafi orðið úti frá Flysjustöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Fylgir það
frjettinni, að börnin hafi verið að gæta hesta. Síminn er enn bilaður vestur
þar, svo nánari fegnir hafa ekki borist af þessum sorglega atburði.
NÝJA BÍÓ — Hættulegur aldur, sjónleikur i 7 þáttum, leikinn af First
Nationál. Aðalhlutverk leikur: Levis S. Stone.
Kvikmynd þessi fjallar um eitthvert mesta vandamál af öllum. Einhvern-
tima kemur sú stund í lifi allra hjóna, að sól er hæst á lofti, og úr því fer hún
lækkandi. Ennþá verma geislar hennar, en úr þvi geyma þeir ekki sama Ijós
og hitamagn og áður. Allur Ijómi rómantiskunnar hverfur. Draumsýnirnar
hverfa. Menn lita á alt i köldu Ijósi — virkileikans.
Mynd þessi er ómissandi fyrir hjón og hjónaefni að sjá.
MATSEDILL
VIKUNNAB
Umsjón:
Hanna Guttormsdóttir
MÁNUDAGUR
Fiskbakstur (sjá uppskrift),
tatarasmjör,
skyrsúpa.
ÞRIÐJUDAGUR
Kjöt í karrý,
soðin hrísgrjón,
spergilsúpa.
MIÐVIKUDAGUR
Soðin lúða,
ítalskt salat (sjá uppskrift),
eggjamjólk.
FIMMTUDAGUR
Pylsuvafningur (sjá uppskrift),
grænmetisjaf ningur,
sítrónusúpa.
FÖSTUDAGUR
Fiskur í móti soðinn I
skrift),
hrátt salat,
eplagrautur.
sósu (sjá upp-
LAUGARDAGUR
Plokkfiskur á pönnu,
hrlsgrjónagrautur með rúslnum.
SUNNUDAGUR
Glóðað lambslæri (sjá uppskrift),
hrátt salat,
vaniljuís með súkkulaðisósu.
FISKBAKSTUR
750 g fiskflök
80 g smjörlíki
80 g hveiti
6 dl mjólk
'á tsk. múskat
salt
3 egg
Verkið fiskinn og flakið. Skerið hann I
smábita. Bakið upp þykka, hvíta sósu úr
smjörlíki, hveiti og mjólk. Kælið og bland-
ið eggjarauðunum og hráum fiskinum
saman við. Blandið kryddi og stlfþeyttum
eggjahvltum saman við. Leggið I smurt
eldfast mót og bakið við 200°C I 'á—3/4
klst.
TATARASMJÖR
125 g smjör
1 msk. klippt steinselja
'á tsk. sykur
2 tsk. sítrónusafi
Hrærið allt saman. Berið fram með fisk-
bakstrinum.
ÍTALSKT SALAT
150 g soðnar gulrætur
100 g soðnar grænar ertur
25 g makkarónur
2 dl majunes (oliusósa)
sinnep
salt og pipar,
Skerið gulrætur og makkarónur i litla
bita og blandið I ollusósuna ásamt græn-
um ertum. Kryddið með sinnepi, salti og
pipar.
PYLSUVAFNINGUR
6 pylsur
12 þunnar flesksneiðar (beikon)
Vefjið flesksneiðunum utan um pyls-
urnar (2 sneiðum á hverja pylsu), og
steikið þær á pönnu, þar til fleskið er
stökkt. Steikið, ef vill, pylsurnar I ofni, —
ofnhiti um 200°C.
FISKUR 1 MÓTI SOÐINN 1 SÓSU
'á kg fiskflök,
1 tsk, salt,
1 sl^emmtur karrýsósa,
sítrónusósa, sveppasósa eða tómatsósa,
rifinn ostur, ef vill
Skerið flökin úr roðinu, og skerið þau 1
bita. Leggið þá I smurt eldfast mót. Stráið
salti yfir. Sjóðið fiskbein, og notið soðið I
sósu. Hellið sósunni yfir fiskinn, og stráið
rifnum osti yfir, ef vill. Bökunartlmi um
30 mín., ofnhiti um 200 °C.
GLÓÐAÐ LAMBSLÆRI
1 lambslæri
2 tsk. salt
Ví tsk. pipar
'á tsk. hvltlaukssalt
Til að pensla með:
2 msk. vínedik
6 msk. matarolia
1 tsk. salt
'á tsk. pipar
'á tsk. pipar
'á tsk. hvitlaukssalt
'á tsk. paprika
1 tsk. sinnep
Takið beinið úr Iærinu og kryddið að
innan með salti, pipar og hvítlaukssalti.
Vefjið það þétt með bandi. Glóðið á teini
og penslið öðru hvoru með kryddblönd-
unni. Glóðartlmi a.m.k. 1V6 klst.
Kryddleginum má sleppa, en nota meira
af salti, pipar og hvltlaukssalti og nudda
kjötið að utan með þvl áður en það er
glóðað. Skolið skúffuna með soði, sjóðið
upp á þvl og berið með kjötinu.