Morgunblaðið - 18.01.1975, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.01.1975, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975 21 Matthías Johannessen: sem aldrei Bréf var svarað Vladimír Ashkenazy og faðir hans, David, f Lundúnum 1967. Þórunn og Vladimir Ashkenazy hafa haldið jólin heima á íslandi, en eru nú farin í enn eina hljómleikaför. Hér í blaó- inu var skýrt frá því í desember s.l. að sovézk yfirvöld hefðu enn einu sinni neit- að David Ashkenazy, föður Vladimirs, um fararleyfi til að heimsækja son sinn, tengdadóttur og barnabörn hér á landi. „I fimm ár hefur Vladimir átt í stöðugri baráttu á ári hverju fyrir því að fá slika ferðaheimild fyrir föður sinn, en í október s.l. fékk faðir hans synjun á nýjan leik.“ íslendingar skilja ekki þessa ómannúð- legu afstöðu Sovétstjórnarinnar. Þeir hafa lagzt á eitt um að reyna að koma vitinu fyrir sovézk stjórnvöld, en án árangurs. Sovézkir sendiherrar hér hafa verið beðnir um að hafa samband við stjórn sína og skýra henni frá því, að íslendingar vænti þess að David Ashkenazy fái leyfi til að skreppa hingað. Utanríkisráðherra íslands hefur snúið sér persónulega til Sovétstjórnarinnar með sömu ósk — allt án árangurs. Einari Ágústssyni hefur ekki einu sinni borizt svar frá sovézkum stjórnvöldum, hvað þá meir. Mér er ekki kunnugt um, hvort diplomatískt langlundargeð hans þolir slíka móógun til eilifðarnóns. Laugardaginn 30. des. 1972 var birt opió bréf til Leonids I. Brezhnevs frá 129 ís- lendingum, þ.á m. nokkrum alkunnum marxistum, svohljóðandi: „Oss undirrituð- um rikisborgurum lýðveldisins islands er kunnugt hversu erfitt það hefur verið fyrir David Ashkenazy, píanóleikara i Moskvu, að fá leyfi til aó heimsækja son sinn, hinn heimsfræga pianósnilling Valdimir Ashkenazy, sem búsettur ex_.i landi voru, Islandi, ásamt fjölskyldu sinni. Tregða yfirvalda og embættismanna í Moskvu til að veita David Ashkenazy þetta leyfi er í algjörri andstöðu vió hug- myndir vorar um mannréttindi, þvi að hverjum manni skyldi óhindrað heimilt að heimsækja fjölskyldu sina, enda þótt hún búi í öðru landi. Af þessu tilefni snúum vér oss til yðar og hvetjum yður í nafni mannúðar og rétt- lætis til að beita sérstökum áhrifum yðar i þvi skyni að horfið verði frá þessu rang- læti og David Ashkenazy sé heimilað að heimsækja son sinn.“ Svo mörg voru þau orð. En þessum 129 landskunnu íslendingum (m.a. meirihluta alþingismanna) hefur ekki einu sinni ver- ið svarað. Hið eina sem heyrzt hefur frá sovézkum stjórnvöldum á undanförnum árum er frétt um svokallað „opið bréf“ frá föður Ashkenazys, sem flutt var í enskri útsend- ingu Moskvuútvarpsins siðast i desember 1971, þar sem sagt er m.a. að hann hafi fordæmt „ögranir zionista gagnvart Sovét- ríkjunum." Síðan er talað um „afturhalds- blöð á Vesturlöndum“ og „andsovézkan tilbúnað" og „óvelkomna áróðursmenn", svo að tekin séu nokkur dæmi úr bréfi þessu. Þá er látið að því liggja að David Ashkenazy geti heimsótt son sinn hvenær sem er, en „hvorki hann né fjölskylda hans hafi nokkru sinni hugsað sér að yfirgefa heimalandió, Sovétríkin" — eins og einhverjum hafi dottið það í hug. Allt er þetta bréf þannig úr garði gert að það minnir mest á yfirlýsingar hinnar opinberu sövézku fréttaþjónustu sem ís- lendingar kannast svo vel við af „fréttatil- kynningum" APN og Nóvosti fréttastof- unnar. Fréttabréf þeirra dynja eins og skæðadrífa á íslenzkum fjölmiðlum — að sjálfsögðu í íslenzkum þýðingum, enda þótt enginn Islendingur hafi enn viljað gangast við afkvæminu og hefur þó verið margskorað á þýðendurna að gefa sig fram. Það var ,,fréttastofan“ Nóvostí sem sendi út hið „opna bréf“ í nafni Davids Ashkenazys. 1 tilefni af bréfinu sá Vladimir Ashkenazy sig tilneyddan að senda ís- lenzkum fjölmiðlum athugasemd, sem birtist hinn 1. júlí 1972. Þar segir hann m.a.: „Ég hef aldrei sagt neitt um efni þessa bréfs vegna þess að ég álít það ekki heppilegt með hliðsjón af viðleitni minni til að fá leyfi fyrir föður minn til að heimsækja mig til Islands 1) Þar sem ég veit hvernig bréf af pessu tagi eru skrifuð er hægur vandi að skilja, hvernig sovézkir embættismenn, sem kynntu svokallaðar staðreyndir fyrir föð- ur mínum, hafa rangtúlkað þær og skrum- skælt allt málið. Ég ætti ekki að þurfa að taka fram að faðir minn, sem er venjuleg- ur Sovétborgari, hefur að sjálfsögðu eng- an aðgáng að vestrænum blöðum sem ekki eru kommúnistablöð og gat þannig ekki komizt að hinu rétta í málinu. . . . . .Ég veit fyrir vist að vissir embættis- menn hafa boðið föður mínum að fara úr landi ásamt fjölskyldu sinni, án þess að eiga afturkvæmt. Fyrir honum var nákvæmlega skýrt, þegar honum var gert þetta boó, að hann gæti einfaldlega ekki fengið að heimsækja son sinn. Heilsa móð- ur minnar var höfð að yfirskini af hálfu þeirra manna sem neyddu föður minn til að skrifa þetta bréf. I raun réttri talaði ég við föður minn 31. desember 1971 sem er vissulega merkileg tilviljun (þann dag var bréfið undirritað) og þegar ég spurði um heilsu móður minnar var svarið: Eins og venjulega. .. Það er rétt að foreldrar min- ir myndu aldrei vilja fara frá Rússlandi fyrir full og allt, en um það hefur aldrei verið að ræða. Þetta hefur aóeins verið notað til að slá ryki í augu þeirra sem kynnu að fá áhuga á málinu... Ég get ekki áfellzt föður minn fyrir að skrifa þetta bréf. Þaó eru engar ýkjur að hann var kúgaður til að gera það. Ég átti heima í Rússlandi og þekki nákvæmlega undir hvers konar kringumstæðum bréf af þessu tagi eru skrifuð. Ef faðir minn hefði neitað að skrifa bréfið, hefði verið erfitt að sjá fyrir, hvers konar erfiðleikum hann hefði lent í. Á þennan hátt ráðskast sovézk yfirvöld með líf almennings í Rúss- landi. Ég vil bæta því við að ég hef talað við föður minn mörgum sinnum í sima eftir að bréf þetta birtist og hann hefur alltaf látið I ljós von um að koma og heimsækja mig, en...“ í blaðasamtali hefur Ashkenazy einnig skýrt frá þvi að honum sé ekki kunnugt um nein zionista- eða gyðingasamtök sem hafi haft afskipti af þessu máli. „Hvorki ég né neinn annar mér vitanlega hefur haft neitt samband við slík samtök vegna þessa máls,“ sagði hann i samtali við Morgunblaðið. Ennfremur segir hann i samtali við blaðið 30. des. 1972: „Það er ljóst að ekki er einungis fyrir hendi vilji hjá föður mínum að koma, heldur er hon- um einnig mjög áfram um það. Ég hef talað við hann margsinnis í sima á undan- förnum mánuðum og fengið frá honum bréf, svo að á þessu getur enginn vafi leikið." 1 þessu samtali sagði Vladimir Ashkenazy einnig að hann muni halda áfram að bjóða föður sínurn til Islands og ekki hætta baráttunni fyrr en hann fái fararleyfi. 1) Vladimír Ashkenazy hefur haft heldur hægt um sig setu á tslandi. Pétur Sigurðsson alþm. mínntist á þetta í frá því þetta bréf var skrifað, en þó hefur hann gagnrýnt ræðu f.vrir þingsályktunartill. sinni þess efnis — en Sovétstjórnina harkalega. Þegar Solzhenitzyn var rek- ekkert gerðist. Alþingi Islendinga undir vinstri stjórn inn úr landi í fyrra, lýsti hann yfir að það sýndi niikinn drap málinu á dreif og þar við sat. Þessi málsmeóferð er vináttuvott við skáldið ef tslendingar byðu honum bú- einn versti bletturinn á Alþingi tslendinga. Listaverkið sem týndist Prótest! Prótest! I Svíþjóð nenna þeir raunar ekki lengur að mótmæla með fótunum og er það þó sýnu létt- ara en að mótmæla með höfð- inu. Þeir kaupa hljómplötur með prótesti, mótmælasöngv- um. Við skulum prótesta geispa þeir í hægindastólunum og einn rís seinlega á fætur og setur plötu á fóninn. Stereó. Platan og tæknin taka ómakið af þeim. Því var öðruvísi farið með NonnaGisla. Hann var íslend- ingur og þramminu vanur, sterkastur í löppunum. Hann var nýkominn frá Róm, þar sem hann marséraði. NonniGísla, segi ég, — vinstri öxlin á þér er lægri en hin. Eg ber byrðar mannkynsins þeim megin, segir NonniGísla. NonniGísla, segi ég — þú verðskuldar brátt krossfest- ingu. NonniGisla í gula frakkanum á göngunni brosir undursam- lega, segir : Þakka þér fyrir — en hvorki er verkljóst né heldur hefurðu nagla. NonniGísla. Já. Þú varst á Italíu. Ég var þar. Hvurnin var þar? NonniGísla segir mér það. SAGAN AF NONNAGlSLA I KASSANUM NonniGísla er i fjallaþorpi hátt yfir Róm, hálfur inni í trékassa að saga út ýmisligar fígúrur. Hann hefur verið að bjástra I kassanum í fjóra mánuði. Um miðjan dag og á kvöldin fer hann í gula frakann með spælnum og gengur ljós á hár og hýr á brá í steikhús Miru NonnaGísla þykir rauðvin gott og drekkur jafnan hálfpott með matnum og það er nóg af því í vínkjallaranum þar sem gamli maðurinn situr að vanda og skarar eldinn fyrir Míru. NonniGisla sem talar ítölsku er hýr í framan og spyr þennan mann: Hvað starfar þú? Ég er atvinnuleysingi af ásetningi, segir hann og skarar. NonniGisla horfir hýr inn i vínkjallarann. Hve mikið rauðvin er í kjallaranum, spyr hann. Það segi ég þér ekki, hlær Míra yfir steikinni. Hún veit hvað hún syngur. NonniGisla ljómar. Svo reiðir hann lírur af hendi fyrir steikina og vino tinto og fer aftur í frakkann og heim í kassann. Langt fyrir neðan hann blika borgarljós Rómar. Fiu Fiu Fíu. . . Þrír byssuhvellir glymja. Lögreglan er að skjóta við Tíber. Það er ekki um annað talað í þorpinu. NonniGísla yfirgefur kassann og fer í frakkann. Hvað hefur gerst, spyr hann á torginu. Þrír verkamenn skotnir. Það á að demonstrera í Róm. eftir JOHANNES HELGA NonniGísla stigur orðalaust upp í næsta rútubíl niður fjallið. Hann hefur ekki eirð í sér. Það á að demonstrera. NonniGIsla. segi ég. Hvað varð um kassann? Það veit ég ekki. Ég fór til Rómar að demonstrera. Listaverkið. Nonni. Listin. Hvað varð um hana. Það vissi NonniGísla ekki. Það veit enginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.