Morgunblaðið - 18.01.1975, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.01.1975, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1975 25 Aukið öryggi hrossa og hestamanna Hafin er nú framleiðsla á endurskinsmerkjum á hross. Merkin eru framleidd fyrir til- stuðlan Umferðarráðs. Það framleidd hefur lengi verið brýnt verk- efni að auðkenna hestamenn og hross á ferð í myrkri og verður ekki annað séð af þeirri raunar litlu reynslu, sem komin er á þessi merki, henti til þessara nota. Merkin eru gerð úr plast- borða, sem á er saumað endur- skin. Borðanum er haldið sam- an með þar til gerðri smellu. Borða þennan á síðan að festa um neðanverða fætur hrossa. Endurskinsmerkin má nota bæði á einn fót eða fleiri, en bent skal á, að noti menn eitt endurskinsmerki er ráðlegt að festa það á vinstri framfót. Merki þessi eru aðeins ætluð á hross, sem eru í notkun. Bent skal á, að óhreinindi kunna að safnast á borðann og er þá nauðsynlegt að þrifa hann. Endurskinsmerkin verða til sölu í Reykjavík á skrifstofu Hestamannafélagsins Fáks og hjá hirðum hesthúsa félagsins og kosta kr. 200.—, þá verða merkin einnig til sölu í verslun- unum Goðaborg, Sport og Uti- líf. Þeir forráðamenn hesta- mannafélaga, sem óska eftir þessum merkjum geta snúið sér til skrifstofu Umferðarráðs og fengið merkin send. Hestamann sem nota þessi merki og kunna að vilja koma með ábendingar um lag- færingar á þeim, snúi sér til starfsmanna Umferðarráðs. Rétt er að vekja athygli hestamanna á að ekki er síður nauðsynlegt að þeir séu sjálfir auðkenndir með endurskins- merkjum. Geta menn þá bæði notað endurskinsplötu og borða, sem saumaðir eru á föt. Þá má minna forráðamenn hestamannafélaga í landinu á að Umferðarráð getur látið framleiða endurskinsmerki, sem bera auðkenni félags eða hverja þá áletrun, sem óskað er eftir t.d. mætti hugsa sér að hestamannafélag léti gera endurskinsmerki með merki félagsins. Þátturinn hvetur alla hesta- menn til að bera endurskins- merki. Það þekkja allir hversu erfitt getur verið að hemja hesta, þegar bifreið geysist framhjá með miklum hraða og fullum ljósum, en hafa verður í huga að það kann að vera að ökumaðurinn hafi ekki séð hrossin en hann hefði séð þau í fjórum til fimm sinnum meiri fjarlægð hefði hestamaðurinn notað endurskinsmerki. t.g. Hugleiðingar um reiðhestadóma FATlTT er að hestamenn séu sammála þegar rætt eða ritað er um dóma eða keppnisform fyrir gæðinga. Margt kemur þar til greina. Grundvallar- ágreininginn tel ég þó stafa af þvf að ekki er nógu vel skil- greint hvers vió leitum með núverandi fyrirkomulagi. Vilj- um við huga að gæðum hest- anna, dæma eðlisbesta hestinn, sem ég vil kalla svo, eða viljum við beina fþróttakeppni þar sem aðeins eru dæmdir áþreif- anlegir hlutir? Reynt skal að útskýra þetta sjónarmið. Fyrst er elsta gæð- ingadómakerfið. Þar var notuð lfk aðferð og við kynbótadóma, leitað að eðlisbesta hestinum og hugað að nokkru að eðli og kostum hrossanna. Vissulega gátu slfkir dómar komið hinum almenna áhorfanda spánskt fyrir sjónir. Núverandi kerfi er blanda af þvf gamla og öðru þar sem hest- urinn er tæki mannsins f fþróttakeppni. 1 slfkri keppni eru aðeins dæmdar gangteg- undir og fegurð f reið, með öðrum orðum aðeins það sem hægt er að sjá og meta af ör- yggi. 1 slfkri keppni er allra gangtegunda krafist og gæði þeirra allra metin, einnig feg- urð hestsins f reið ásamt knapa. Alls ekki gefin einkunn fyrir það sem ekki er sýnt. Vilji og geðslag, látið liggja milli hluta enda illdæmanlegt nema rfða hestinum. Lftum aftur á núverandi dómskerfi L. H. Gerðar eru kröfur til að ekki séu gefnar einkunnir fyrir það sem hestur- inn ekki sýnir eða mistekst f keppni. Ætla má að þctta atriði skyldi færa gæðingakeppnina nær þvf að vera fþróttakeppni. A þessu hefur þó orðið mikill misbrestur í framkvæmd. Aðalástæðuna fyrir ósam- ræmi dómara tel ég þá að sumir spá f hestana, dæma eftir gamla kerfinu, aðrir reyna að gefa aðeins einkunnir fyrir hluti sem sýndir eru f keppni. Núna er dæmdur vilji og mýkt. Aðalatriði sem einungis eiga heima í keppni þar sem leitað er að eðlisbesta hestinum. Aft- ur vil ég benda á að þessi atriði verða ekki dæmd af öryggi nema að dómari rfði hestinum. Þetta fullyrði ég vegna þess að ég hef rekið mig á þetta f keppni oftar en einu sinni. Benda má á fleiri atriði sem einkennilega eru upp sett. Dæmdur er hægagangur, tölt. Þar er dæmdur með töltinu fet- gangur og ef hann vantar getur hesturinn ekki fengið hærra en níu þótt ganghæfni á tölti sé upp á tfu. Mikilvægt er að gæðingar geti gengið frjálsan og góðan fetgang, en miður að töltið skuli ekki hafa yfir heilli einkunn að ráða. Dæma mætti fetið eitt sér. En töltið er einnig dæmt á hraðgangi og það á kannski að jafna sakirnar Hjá klárhestum er dæmdur yfirferðargangur, hraðtölt og eða brokk. Blandað er saman óskyldu efni nema hvað gerðar eru kröfur til hraða. Hesturinn getur ekki fengið einkunnina tfu nema að sýna bæði brokk og tölt og get- ur fengið nfu með brokkinu einu saman. Hesturinn getur einnig fengið háa einkunn fyr- ir einungis tölt. Með þessu er verið að snið- ganga mat á hverri gangtegund fyrir sig. Tilgangurinn með þessu fyr- irkomulagi, að dæma tvö atriði saman, hefur verið að spara tíma í dagskrá móta. Er ekki takmarkað hagræði f þessu fyr- ir okkar illa þjálfuðu dómara? Eg held að þeir hljóti að þurfa lengri umhugsunartfma til ákvörðunar tveggja atriða í senn. Tölt er aðeins dæmt á hæga- gangi hjá alhliða hestum. Kannski alhliða hestar geti ekki gengið yfirferðargang, tölt, svo ekki sé minnst á brokk sem er alveg sleppt. Nú munu ýmsir segja að þegar dæmd er fjölhæfni og hlýðni sé gerð krafa um að hesturinn sýni allar gangteg- undir, þar á meðal brokk. Rétt er það, en gæði þeirra eru ekki metin. Hesturinn þarf aðeins að sýna örfáa metra á hverri gangtegund og þá er allt f lagi. Margir eru óánægðir með núverandi gæðingadóma, marg- ir voru óánægðir með gamla kerfið. Næsta stigið tel ég vera þar sem hesturinn er tæki knapans I fþróttakeppni, mesti keppnis- og sýningarhesturinn sigrar, með öðrum orðum sam- spil manns og hests f hásæti. Metnar séu allar gangtegundir hestsins hver útaf fyrir sig, en ekki í sameiningu, og fegurð f reið. Ég vil benda á að vilji, mýkt og fjölhæfni eru dæmd óbeint. Með þessu fyrirkomulagi fer enginn hestur hátt f dómum nema sá sem skilar öllum gang- tegundum af mýkt, rými og drift. 1 Einnig fyndist mér sjálfsagt að halda mót þar sem dæmt væri eftir gamla kerfinu. þar sem bændur og aðrir hesta- ræktendur gætu fengið dóm á eðlisgæði geltra hesta, vilja, geðslag, byggingu, gangtegund- ir og svo framv. Allt eru þetta atriði sem vert er að hugsa um. Sitt sýnist hverjum og bezt er að sem flestar hugmyndir komi fram. Að mfnu viti er koininn tfmi til að taka upp keppni f vinsa'l- ustu gangtegund íslenska hestsins, töltinu. Ég vil leggja áherslu á. að slík keppni yrði ekki hraðkeppni, heldur keppni um bezta og fallegasta töltarann. Dæma mætti til dæmis þessi atriði, TAKT, RÝMI, FOTAHREYFINGAR, FEGURÐ. Einnig mætti gefa hestinum þrjár einkunnir, fyrir hægatölt, millitölt, og yfirferðartölt. Spennandi tölt- keppni má byggja upp með út- sláttarfyrirkomulagi, líkt og á Þingvöllum 1970. ÍJrslitakeppnin gæti síðan verið framkvæmd sem endur- skoðun á röð efstu hestanna en ekki endurtekning á dómum f heild. Mikilvægt er að minum dómi að lokakcppnin, kynning sigurvegara og verðlauna- afhending séu ein órofin heild. Verðlaunaafhendingin sé há- punktur keppninnar en ekki slitin frá henni og höfð sér á parti. A hestamótum er keppni f skeiði. stökki, brokki og þátt- taka ekki bundin við félags- menn viðkomandi félags. Gæðingakeppni er aftur á móti bundin slfkri þátttöku. Örfáir útvaldir komast sfðan á fjórð- ungs- og landsmót. Með því að hafa töltkcppni opna á sem flestum hestaþingum fengju gæðingarnir, töltararnir, fleiri tækifæri til að koma fram og væri það vel. Samræming keppnisvalla fyrir reiðhesta er aðkallandi verkefni. Ég tel að þar eigi hringvöilurinn einn rétt á sér. Þá geta dómarar fylgst með hestunum frá hlið allan dóm- tímann. Sá tími sparast sem fer oft til spillis þegar knapar viljandi eða óviljandi ríða of langt út eftir okkar bcinu brautum. Það sem hér hefur verið fest á blað verður vonandi til þess að fleiri og betri uppástungur komi fram. Framámenn hestamanna verða að halda augunum opn- um fyrir nýjum hugntyndum. eðlilegri endurskoðun reið- hestadóma og jafnvel meiri fjölbreytni þeirra. Eyjólfur lsólfsson. Eyjólfur lsólfsson á Roða frá Klatartungu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.