Morgunblaðið - 18.01.1975, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1975
IÞROITAFRETTIR MORCUniBLAÐSINS
móti, aö FH-ingar myndu freista
þess að stöðva slíkar sóknir Þjóð-
verjanna í fæðingu, og sennilega
leika FH-ingar 4—2 vörn i leikn-
um í dag. Er líklegt að slíkt bjóði
upp á mikil átök og spennu, og er
vonandi að FH-ingum takist að
stöðva sóknarlotur Þjóðverjanna í
tíma, þar sem varia þarf að óttast
að FH-ingar skori ekki mörg mörk
í leiknum — það gera þeir nær
undantekningarlaust.
Þegar Þjóðverjarnir ræddu við
blaðamennina kom fram hjá
þeim, að þeir hafa heyrt að
íslenzkir áhorfendur styðji vel við
bakið á sínum mönnum og óttast
Islendingana ekki sízt þess vegna.
Og víst er um það, að íslenzkir
áhorfendur hafa oft fleytt íslenzk-
um liðum yfir erfiðan hjalla á
tvísýnum augnablikum.
• %
V.#'
Er vonandi að svo verði
einnig í dag. ÁFRAM FH
þarf að hljóma kröftug-
lega. Hafnfirðingarnir
eiga skilinn stuðning
áhorfenda, fyrir frækilega
frammistöðu sína til þessa,
og í dag ríður á. Allir sem á
leikinn í Höllinni koma
þurfa að vera þátttakendur
í leiknum, og þá er aldrei
að vita — ef til vill verður
það liðið sem fyrirfram er
talið lakara sem vinnur sig-
ur.
Geir Hallsteinsson — er nú að komast f sitt allra bezta form, og reynist
vonandi Þjóðverjunum erfiður f leiknum f dag.
I DAG fer fram fyrri leikur
íslandsmeistara FH og a-
þýzku meistaranna í hand-
knattleik, Armeesportklub
Vorwárts Frankfurt Oder,
í Laugardalshöllinni. Er
leikurinn liður í Evrópu-
bikarkeppninni í hand-
knattleik meistaraliða, —
átta liða úrslit, en þetta er í
annað sinn, sem FH-ingar
komast svo langt í keppn-
inni, og út af fyrir sig er
það mjög glæsilegur árang-
ur hjá þeim.
Leikurinn hefst kl. 15.00,
og er búizt við fullu húsi
áhorfenda. Dómarar í
leiknum verða norskir:
Bolstad og Larsen, þeir
hinir sömu og dæmdu leik
SAAB og FH í Laugardals-
höllinni í fyrstu umferð
keppninnar.
Öhugsandi er að geta sér til um
úrslit I þessum leik. Þó er óhætt
að fullyrða að a-þýzka liðið er
Einn reyndasti leikmaður þýzka
liðsins er Hans Engel, en hann
lék f a-þýzka landsliðinu sem var
hér á dögunum og skoraði mikið
af mörkum.
geysilega sterkt og leikur
skemmtilegan handknattleik,
sennilega mikið byggðan upp á
„taktik“. Sögðu þjálfarar liðsins á
fundi með fréttamönnum I fyrra-
kvöld, að liðið léki „taktik" eftir
því sem mótherjarnir leyfðu
hverju sinni. Birgir Björnsson,
þjálfari FH-inganna, sagði aftur á
Lið FH og ASK Vorwárts, sem leika
í Laugardalshöllinni í dag, verða þannig skipuð:
Nr. 1 Hjalti Einarsson Nr. 1 Wolfgang Pötzsch
Nr. 16 Tíirgir Finnbogason Nr. 12 Stefan Schurer
Nr. 2 Geir Hallsteinsson Nr. 2 Dietrich Glásmann
Nr. 3 Guðmundur Á. Stefánsson Nr. 3 Joachim Pietzsch
Nr. 4 Viðar Símonarson Nr. 4 Wilfried Weber
Nr. 5 Gils Stefánsson Nr. 5 Josef Rose
Nr. 7 Árni Guðjónsson Nr. 6 Dietmar Schmidt
Nr. 9 Jón Gestur Viggósson Nr. 7 Hans-Joachim Engel
Nr. 11. Tryggvi Harðarson Nr. 8 Wolfgang Volter
Nr. 13 Gunnar Einarsson Nr 9 Wilfried Fiedrich
Nr. 14 Ólafur Einarsson Nr. 10 Harald Muller
Nr. 15 Þórarinn Ragnarsson Nr. 11 Rolf Meier
Nr. 13 Hans-Georg Beyer
Nr. 14 Rainer Westphal
Nr. 15 Dietmar Riedel
Þjálfari: Birgir Björnsson
Þjálfari: Valdemar Pappusch
Dómarar:
Bolstad, Noregi
Larsen, Noregi
Hljomsveit
o
Þorsteins Guðmundssonar
frá Selfossi.
leikur á fyrsta dansleik ársins
Rándýrt miðaverð — hreint okur
FELAGSHEIMILIÐ FESTI
Grindavík
ADir þurfa að taka þátt
í leiknum og hjálpa FH
gegn sterku þýzku liði
Hlj ómskálahlaup
EINS og undanfarin sex ár mun
Iþróttafélag Reykjavfkur gangast
fyrir hlaupum fyrir börn og ungl-
inga og hefjast þau að þessu sinni
með Hljómskálahlaupi félagsins,
hinu fyrsta á þessum vetri,
sunnudaginn 19. janúar.
Hlaupið hefst kl. 14.00 og það
byrjar og endar eins og áður við
Hljómskálann, nánar tiltekið við
styttu Jónasar Hallgrfmssonar.
Hlaupið er einn hringur, um
það bil 800 metra langur, og er
leiðin óbreytt frá undanförnum
árum. Hlaupið er öllum opið, sem
vilja spreyta sig og verður keppt
til verðlauna og i flokkum eftir
fæðingarári og kynjum.
Þátttakendur í þessum hlaup-
um félagsins hafa á undanförnum
árum verið geysilega margir og til
þess aö forðast þrengsli á síðustu
stundu eru væntanlegir þátttak-
endur beðnir að mæta til skrá-
setningar og númeraúthlutunar
helzt eigi síðar en kl. 13.30 og er
það mikilvægt nú við fyrsta hlaup
ársins að svo sé gert.
Enda þótt hlaupið sé fyrst og
fremst fyrir börn og unglinga eru
allir ungir í anda, sem vilja vera
meö, boðnir velkomnir til hæfi-
Iegrar hreyfingar.
(Frétt fráíR)