Morgunblaðið - 08.02.1975, Síða 2

Morgunblaðið - 08.02.1975, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975 2 Ráðið í stöður leikli&t- ar- og tónlistarstjóra 2. 4. mgr. A-Iiðar 8. gr. falli niður, en í þess stað komi ný mgr. í B-lið 8. gr. svohljóðandi: „Fjárhæð lána til kaupa á eldri fbúðum skal nema að minnsta kosti hálfri fjárhæð gildandi hámarksláns til nýrra íbúða. Ráð- herra setur með reglugerð nánari ákvæði um veitingu lána, láns- tíma og tryggingar slíkra lána, að fengnum tillögum húsnæðismála- stjórnar." Jakob Hafstein sýn- ir í vestursalnum FUNDUR var haldinn í gær f húsnefnd Kjarvalsstaða. Var þar ákveðið, að sýningu Jakobs Hafstein skyldi komið ' upp f vestursai hússins. Mun þvf ekki verða hreyft við mvndum meistara Kjarvals f hinum saln- um, eins og upphaflega var ætlun- in. Sýning Jakobs hefst hinn 15. þessa mánaðar. Risabingó SJALFSTÆÐISFÉLÖGIN í Austurbæjar-, Norðurmýrar-, Hlíða- og Holtahverfi efna n.k. sunnudagskvöld, 9. febrúar, til veglegs bingós f Sigtúni við Suðurlandsbraut. Bingóið hefst kl. 20.30. f frétt frá félögunum segir, að hér sé um að ræða sannkallað risabingó. Spilaðar verða 25 umferðir. Fimmtán happdrættisvinningar eru í boði. Þrjár utanlandsferðir eru í verðlaun, ein til Mallorka og tvær til Kanarieyja. Þá verða einnig veitt i verðlaun þrjú málverk, átta veiðileyfi i laxveiðiám, veiðistangir og föt, húsgögn, hjólbarðar, úrvalsbæk- ur, rafmagnsheimilistæki og ótal margt fleira. I fundi húsnefndarinnar í gær voru einnig samþykktar nokkrar umsóknir um sýningaraðstöðu á Kjarvalsstöðum á næstunni, að sögn Alfreðs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Kjarvalsstaða. Umsækjendur voru myndlistar- mennirnir Baltazar, Halla Haraldsdóttir, Gunnar J. Guðjóns- son og loks ljósmyndasýning John McCurdy. Sýning Jakobs Hafstein er þannig næst á döfinni, þvi næst verður sýning Jóns H. Baldvins- sonar, þá minningarsýning Guðmundar Einarssonar, leir- munasýning Steinunnar Marteinsdóttur en sfðan mun kín- verska alþýðuveldið efna til sýn- ingar I húsinu. Þá sýnir Sveinn Björnsson og einnig verður Germanía á ferðinni í húsinu með Gutenbergsýningu. Einar sýnir ekki Morgunblaðinu barst í gær afrit af bréfi Einars Hákonarsonar list- málari til stjórnar Kjarvalsstaða þar sem hann afþakkar frátekna sýningaraðstöðu i húsinu í september n.k. I bréfinu kveðst Einar ekki geta sýnt að Kjarvals- stöðum við núverandi aðstæður, og beri að líta á þessa ákvörðun sem mótmæli gegn athöfnum meirihluta borgarráðs varðandi starfrækslu hússins. Tónlistarmennirnir, sem fram koma á tónleikunum á morgun. Kammersveit Reykja- víkur 1 MH á morgun ÞRIDJU tónleikar Kammersvcit- ar Reykjavíkur á þcssu fyrsta starfsári svcitarinnar eru á morg- un kl. 16 f sal Mcnntaskólans við Hamrahlfð. Á efnisskránni eru verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Mozart og Schubert. Fyrst verður flutt tríó í E-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, þá hornakvintett í Es-dúr eftir Mozart og loks eitt viðamesta kammerverk Schu- berts, — oktett í F-dúr. Fyrr í vetur hefur Kammer- sveit Reykjavíkur haldið tvenna tónleika, en fyrstu tónleika sfna hélt sveitin á s.l. sumri. Aðsókn að öllum tónleikunum hefur verið með miklum ágætum, svo og viðtökur áheyrenda. Sfðustu tónleikar vetrarins verða haldnir 20. april n.k. I GÆR var ráðiö í stöður leiklistar og tónlistarstjóra við útvarpið til næstu fjögurra ára. Klemenz Jónsson var ráðinn í stöðu leiklistastjóra og Þorsteinn Hannesson i stöðu tónlistarst jóra. Klemenz Jónsson, hinn nýi leiklistarstjóri, er fæddur 29. febrúar 1920 í Klettstíu í Norðurárdal. Hann lauk kennaraprófi árið 1942 og stundaði leiklistarnám hjá Haraldi Björnssyni í tvo vetur. Hann var við framhaldsnám í leiklist í Royal Academy of Dramatic Art í Lundúnum og lauk prófi þaðan árið 1948. Hann var ráðinn leikari við Þjóðleikhúsið þegar starfsemi Nýtt íslenzkt vélgœzlutœki Á næstunni verður tekið í notkun nýtt véigæzlutæki í Fiskimjölsverksmiðjunni h.f. f Vestmannaeyjum, en það er fyrsta tækið sinnar tegundar á landinu. Tækið er smfðað hjá Iðn- tækni h.f. og hófst hönnun þess fyrir tveimur og hálfu ári með smíði svipaðs tækis til notkunar í vélarúmi skipa. Fyrsta tæki þeirrar gerðar var sett i flutningaskipió Vega (áður m.s. Laxá). Slfk tæki eru fram- leidd til vélgæzlu í verk- smiðjum, virkjunum o.fl., en tækin segja til um bilanir, auk þess sem það gefur upplýsingar um hvar orsök bilunar sé að finna. Nú er að hefjast fjöldafram- leiðsla á tækjum þessum, sér- staklega með þarfir innanlands f huga, en jafnframt mun Iðn- tækni h.f. hyggja á útflutning þeirra til Norðurlanda. Að sögn Gunnlaugs Jósefs- sonar framkvæmdastjóra Iðn- tækni h.f. kostar tæki eins og það, sem fer til Eyja tæpar tvær milljónir króna. Áskorun borgarstjórnar: Lán til kaupa á eldri íbúðum hækki í 530 þúsund krónur þess hófst, en hafði áður leikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann hefur gegnt starfi blaðafulltrúa Þjóðleikhússins frá 1958, en hefur jafnframt starfað sem leikari og leikstjóri. Kona hans er Guðrún Guðmundsdóttir. Þorsteinn Hannesson, tón- listarstjóri, er fæddur á Siglufirði 19. marz 1917. Að loknu samvinnuskólaprófi stundaði hann söngnám við The Royal College of Music í Lundúnum og var síðan aðaltenór við Covent Garden um sjö ára skeið. Hann kenndi söng við Tónlistarskólann i Reykjavík á árunum 1955 til 1966 og var um skeið innkaupafulltrúi hjá ÁTVR. Þorsteinn átti sæti í stjórn Bandalags íslenzkra listamanna i mörg ár og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir það. Hann átti sæti i útvarpsráði árin 1963—1971 en hefur verið tónlistarfulltrúi hjá Ríkisútvarp- inu frá 1969. Eiginkona Þorsteins er Kristín Pálsdóttir. Fundur um fjárhags- áætlun Akureyrar SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akureyri halda almennan fund mánudaginn 10. febrúar n.k. ki. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu, neðri sal. Rætt verður um fjárhagsáætl- un Akureyrarbæjar fyrir árið 1975. Öllum er heimill aðgangur. Klemenz Jónsson Þorsteinn Hannesson P ----------------------------□ Sjá einnig frétt á bls. 16. □ ---------------------------□ BORGARSTJÖRN Reykjavfkur samþykkti sl. fimmtudag áskorun til Alþingis og rfkisstjórnar, þar sem lagt er til, að húsnæðismála- stjórnarlán til kaupa á eldri fbúð- um verði hækkuð þannig að þau nemi hálfri fjárhæð gildandi hámarksláns til kaupa á nýjum fbúðum. Með þcssu móti myndu lán til kaupa á eldri fbúðum hækka úr 200 þús. kr. eins og meöallánin voru á sl. ári upp f 530 þús. kr. Samþykkt þessi var gerð að til- lögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og samþykkt með 15 PANKASTM — Hviiu? FTt? samhljóða atkvæðum. Samþykkt- in fer hér á eftir. „Húsnæðismálastjórn er heim- ilt í dag að veita lán úr Byggingar- sjóði ríkisins, allt að 80 milljónum króna, til kaupa á eldri fbúðum. Af þeirri reynslu, sem þegar hefur fengizt af lánum þessum, má fullyrða, að þau eiga mikinn rétt á sér. Því miður hafa þessi lán ekki náð tilætluðum árangri vegna þess hvað lítið fjármagn hefur verið veitt út á hverja íbúð. Á s.l. ári yoru meðallánin um 200 þús. kr. á íbúð. Borgarstjórn Reykjavíkur telur mjög brýnt, að lán til kaupa á eldri íbúðum verði hækkuð veru- lega frá þvi, sem verið hefur, og samþykkir að skora á Alþingi og ríkisstjórn að taka nú þegar til endurskoðunar ákvæði laga nr. 30, 12. maí 1970 um Húsnæðis- málastofnun ríkisins og reglugerð nr. 202 frá 1970 um lánveitingar húsnæðismálastjórnar úr Bygg- ingarsjóði ríkisins. Borgarstjórn leggur til að gerð- ar verði eftirfarandi breytingar: 1. 1. mgr. A-liðar 8. gr. 30/1970 hljóði svo: „Lánin veitast til byggingar nýrra íbúða, meiriháttar viðbygg- inga og meirihátta endurbóta á eldra húsnæði eða til kaupa á nýjum eða eldri íbúðum. Lánin skulu greidd lántakendum í pen- ingum og koma til útborgunar, eftir því sem húsnæðismálastjórn ákveður, og þá f hlutfalli við það, hversu langt er komið byggingu húsnæðisins, eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð. Plngum einstaklingi skal veitt ián skv. þessari mgr. nema út á eina íbúð.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.