Morgunblaðið - 08.02.1975, Side 4

Morgunblaðið - 08.02.1975, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR ® 22 022- RAUDARÁRSTÍG 31, (g BILALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOIXJCECEr* Útvarp og stereo kasettutæki KIPAUTGCRÐ RIKISINS M / s Esja fer frá Reykjavik um miðja næstu viku vestur um land í hringferð. Vörumóttaka: föstudag, mánu- dag og þriðjudag til Vestfjarða- hafna, Norðurfjarðar, Siglu- fjarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Raufarhafnar, Þórs- hafnar, Bakkafjarðar, Vopna- fjarðar og Borgarfj.-eystra. | STAKSTEINAR Happdrættishugarfar verðbólgusjúks efnahagslífs Jón Baldvin Hannibalsson flutti f fyrradag þrumuræðu um efnahagsmál f sameinuðu þingi, þar sem hann m.a. veittist harkalega að vinstri stjórninni sem einum höfuð- orsakavaldi efnahagsvandans. Hann sagði: „Vinstri stjórnin gat framfylgt miklum útgjalda- áformum sínum svo lengi sem hagsveiflan, sem mótast af undirstöðustærðum hinnar ís- lenzku efnahagsjöfnu, og er al- gjörlega óháð vilja stjórnvalda, reyndist ríkisstjórninni hag- stæð og gjöful. Meðan lukku- hjólið snerist henni í vil, lék allt í lyndi. En um leið og hag- sveiflan snerist á hinn veginn, hrundi þessi rikisstjórn eins og spilaborg í vindi. Þessi þriðja rfkisstjórn „vinstri aflanna" á tslandi var greinilega heltekin happdrættishugarfari okkar verðbólgusjúks efnahags- lífs... “ „Ekki verður hjá því komist að viðurkenna, að orsakir þeirr- ar algeru kollsteypu, sem við nú stöndum frammi fyrir, má að verulegu leyti rekja til þess, að á árinu 1973, löngu eftir að fyrirsjáanlegt var hvert stefndi, brugðust fslenzk stjórnvöld þeirri skyldu sinni að grípa til aðhaldsaðgerða í tæka tíð, til þess að að tryggja jafnvægi, hægari en öruggari vöxt. — Menn verða að hafa í huga, að það er miklu sársauka- minna að grípa til aðhaldsað- gerða þegar vel árar; að þá er miklu meira svigrúm til að beita aðgerðum með árangri, þegar allar helztu stærðir þjóðarbúskaparins eru hag- stæðar.“ „Það er mikill misskilningur að halda, að frumvarp Ólafs Jóhannessonar, vorið 1974, hafi verið dæmi um framsýna eða ábyrga efnahagspólitík. Þá þegar var fyrir löngu komið f óefni og frumvarpið fól ekki í sér annað en örþrifaráð eftir dúk og disk, eftir að svigrúm til viðnámsaðgerða var stórlega skert orðið. — Það er engin tilviljun, að skýrsla OECD (Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu) um Island fyrir árið 1974 var einn samfelldur áfellisdómur yfir þeirri fyrir- hyggjulausu og vanhugsuðu „grútarbræðsluhagfræði“, sem réð lögum og lofum um stefnu rfkisstjórnar í efnahagsmálum á árunum 1973 og 1974.“ Hvað stoðar það .. ? „Hvað stoðar það bótaþega al- manna trygginga nú, þótt hæst- virtur fyrrverandi ráðherra, Magnús Kjartansson, hafi sannanlega af góðum hug og þekkilegu pólitísku innræti viljað tryggja hag þeirra á veltiárum vinstri stjórnarinn- ar? Hvað stendur eftir af þvf, þegar afleiðingar af efnahags- stjórn vinstri stjórnarinnar hafa komist til skila?“ „Hvað stoðar okkur lands- byggðarmenn auknar fjárveit- ingar í hafnir, vegi og brýr á tímum vinstri stjórnarinnar, ef afleiðingarnar af efnahags- stjórn sömu stjórnar leiða til þess óhjákvæmilega, að við verðum, nauðugir viljugir, að horfast í augu við algjöran niðurskurð f 1 til 2 ár, eða jafn- vel lengur, á fjárveitingum til eflingar iandsbyggðinni?“ „Grundvallar staðreyndin er sú, að hinar ytri aðstæður þjóðarbúsins hafa snúist við. Við búum nú þegar við skertar þjóðartekjur og þær fara minnkandi. Menn verða að horfast f augu við þær stað- reyndir, að það er minna til skiptanna en var.“ „Það er nú þegar svo komið, að það er ekki hægt að halda áfram uppi gervikaupmætti í þjóðfélaginu lengur en erlendir lánardrottnar fást til að borga reikninginn. Þurrð gjaideyrisvarasjóðsins og við- skiptahalli á einu ári upp á 16 milljarða þýða í mæltu máli það, að við getum ekki lengur lifað á öðrum." „Þetta er ekki aðeins ,vanda- mál hæstvirtrar rfkisstjórn- ar... Þetta er líka vandamál hagsmunasamtaka- og félags- málahreyfinga fólksins í land- inu.“ Rannveig Vigfúsdóttir: Kvennaárið 1975 Þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að sýna kvenþjöðinni þá virðingu að helga henni þetta ár hefur áreiðanlega vak- að fyrir þeim, að kvenþjóðin beitti sér fyrir stórum og göf- ugum málefnum jafnframt bættri afstöðu kvenna til rétt- inda þeirra. Vonandi tekst þeim að gjöra það á virðulegan hátt og til bóta mannkyni öllu. Ég meina ekki með smámuna- legri kröfu á hendur karlmönn- um um embættisveitingar eða að maðurinn eigi að ryksuga og þvo upp, hátta börn o.s.frv., það gera allir góðir og nærgætn- ir eiginmenn og hafa gert hér áður fyrr. Meðan lifsbaráttan var svo hörð að bæði hjónin urðu að leggja hart að sér, fundu karlmenn yfirleitt til með konum sínum og reyndu að létta undir með konu sinni, þar eð börn voru yfirleitt mörg og stór heimili. En með bættum efnahag þjóðarinnar hefir að- staða konunnar breytzt sem betur fer. Nú hafa konur yfir- leitt öll heimilisþægindi til sjávar og sveita. Hér á landi höfum við jafn- rétti á öllum sviðum, getum sótt hvaða stóla sem er og sótt uml embætti eftir þvi sem við höf- um áhuga á; er það mikils virði að mörgum finnst. Konur hafa bæði menntun og hæfileika til jafns við karlmenn, en konan er þannig byggð að geta ekki unnið öll karlmannsverk og eru þvf laun misjöfn af þeim ástæð- um. Islenzkar konur voru með þeim fyrstu sem fengu kosn- ingarétt. I Austurlöndum sér maður konur með blæju fyrir andliti svo sér aðeins i augun. Þær ganga svartklæddar í síð- um pilsum, sumstaðar verða konur að vera nokkrum skref- um á eftir karlmanninum og bera byrðar en hann gengur laus og liðugur. Þá kemur að því stóra spurs- máli: Á konan að vinna jafn mikið út á við og hún gerir í dag? Ég tala ekki um þær kon- ur sem þurfa að vinna að miklu leyti fyrir heimilinu vegna fjár- hagsaðstæðna. En hversu marg- ar konur vinna ekki úti þó mað- urinn hafi ágætis atvinnu. Þá spyr maður: Er þetta þörf, er ekki verið að brjóta móti nátt- úrulögmálinu, er ekki réttmæt sæla konunnar að vera heima og hugsa um börnin, annast uppeldi þeirra, vera vel upp- lögð að taka vel á móti eigin- manni er hann kemur þreyttur heim úr vinnu, fremur en að bæði komi þreytt úr vinnu? Hrædd er ég um að þá geti myndast óánægja og streita sem jafnvel bitni á börnunum. Það eru ekki allir svo heppnar að hafa húshjálp, og fer líka meira í súginn þegar konan er hvergi nærri og kostar ekki Rannveig Vigfúsdóttir. meðlag á barnaheimilum mikla peninga? Barnaheimilin eru ágæt, það sem þau ná, en ekkert jafnast á við góð heimili þar sem móðirin er alltaf við höndina að hlynna að og vernda börnin. Fyrstu tvö árin er nauðsynlegt og einnig er það móðurinni mikils virói að missa ekki af þeim yndislega tíma á þroskaskeiði þeirra. Kaldranalegt finnst mér aó smábörn séu rifin upp snemma á morgnana úr hlýjum rúmum sínum og farið með þau í vögn- um eða kerrum i öllum veðrum því ekki hafa allir bíla. Þetta er gert allt árið um kring og þau drifin í fóstur yfir daginn. Líða ekki börnin fyrir þetta líkam- lega og andlega sem kemur svo fram á þeim ef til vill síðar? Ég er hrædd um það. Það er búið að læða því inn hjá konum i langan tíma að það sé eitthvað lítilfjörlegt að vera bara húsmóðir. Það er mesti misskilningur. Þau börn sem mest njóta móðurinnar á upp- vaxtarárunum hafa ánægjuleg- ar bernskuminnningar. Minnsta kosti hafa skáldin kveðið sín fegurstu ljóð um ind- æla bernskudaga hér áður fyrr. Mér finnst ömurlegt að sjá öll þessi lyklabörn og þegar þau mæta mótlæti á margan hátt geta þau ekki flúið i móður- faðm og fengið huggun. Þau verða að bjarga sér sjálf. Öðru máli gegnir þegar börnin eru uppkomin og konan hefir að- stöðu til að leita út á vinnu- markaðinn. Þá er gott að hafa sina menntun sem flestar hafa /komdu nu W II v BLSKAN r ' C,-*' X MLÝT AO WAFA FARIÐ HÚSAVILLT FRD // ÉG bLKKI EN6A 5V0MA NAUDSKÖLlÓTTA l s—\ /i. ' \ J )l l fengið meðan þær voru ungar. Annars held ég að það sé ekki mikil tilbreytni að því að skrifa á ritvél allan daginn eða öðru líku. Það er talað um að sömu störfin séu unnin dag eftir dag heima. En þar er konan sjálfs sín húsbóndi og getur hagað störfum sínum eftir hentugleik- um. Það er mikið rætt um að konur taki þátt í stjórnmálum. Það geta og gera þær. Það að konur ná ekki eins langt og þær kysu jafnvel i prófkosningum er vegna þess að annaðhvort eru þær hlédrægar eða þá að þær hugsa með sér, að betra sé að treysta karlmanninum. Kon- ur geta orðið ráðherrar og þing- menn þær sem áhuga hafa á og ekki er síður hægt að treysta þeim en karlmönnum hafi þær hæfileika og menntun. Þá er það mál sem konur hafa látið sig skipta þar sem eru fóstureyðingar. Er það að mín- um dómi bæði ómannlegt og ókristilegt. Hvað hugsa konur? Eru þær ekki að steypa sér í ógæfu? Mörg konan hefur beð- ið tjón á sálu sinni eftir þær aðgerðir. Ég álít að slíkt komi ekki til greina nema um líf konu sé að ræða. Þetta geta þær ekki gert eingöngu að sínu máli. Manninn ókvæntan eða kvæntan langar oft til að eiga börn og reynast börnum sínum vel. Hversu mörg óskilgetin börn hafa ekki reynst þjóðfé- laginu nýtir þegnar og móður sinni stoð og stytta. Orðið henni til gleði og ánægju. I dag er lika hægt að sporna á móti frjóvgun með ýmsum ráðum. Ég álít að fóstureyðingar auki á lauslæti og allt þetta skraf og skrif hafi ekki tilælluð not. Eykur það ekki á forvitni unglinganna? Mér finnst að foreldrar eigi að fræóa börn sín um þessi mál en ekki vandalaust fólk og reyna að hafa þau áhrif á unglinga að þeir fari ekki út í léttúðugt líf. Þá erþað hugsjón kvenna á þessu kvennaári að beita sér fyrir friði, aó styrjaldir hætti og öryggi vaxi meó þjóðum. Vissulega er sú barátta erfið. Þar er bæói við stjórnmál að eiga, vopnaframleiðendur og afskiptasemi þjóða á miili. Allir þeir fjármunir sem fara í ófrið væru nægilegir til að metta hin- ar sveltandi þjóðir sem er svart- ur blettur á mannkyninu i dag. Stríð kemur hart niður á kon- um ófriðarþjóðanna. Menn eru sendir á vígvöliinn — eigin- menn, synir, bræður. Margir koma ekki aftur en margir koma heim örkumla menn lík- amlega og andlega. Konur ættu að beita sér fyrir að fá því áork- að að frióur kæmist á á jörðu. Rannveig Vigfúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.