Morgunblaðið - 08.02.1975, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975
5
Italir heimsmeistarar
í bridge eins og venju-
lega. — Aldrei eins erfitt
að verja titilinn og nú
Italska bridgesveitin með
Belladonna og Garozzo í farar-
broddi sigraði enn einu sinni
heimsmeistaramótið i bridge,
sem haldið var að þessu sinni á
Bermudaeyjum — en 25 ár eru
liðin síðan fyrsta heimsmeistara-
mótið fór fram en þá var það
haldið á þessum sama stað.
I undanúrslitunum höfðu Italir
Bridge
eftir ARNÓR
RAGNARSSON
malað sveit Indónesíu en banda-
riska sveitin sem jafnan hefur
verið höfuðandstæðingur Itala
rétt náði að merja sigur yfir hin-
um geysisterku Frökkum.
Italska sveitin, Belladonna,
Garozzo, Franco, Pittala, Facchini
og Zucchelli, átti i miklum örðug-
leikum i úrslitakeppninni — enda
engin furða eftir allt það sem á
undan hafði gengið — en i undan-
úrslitunum urðu Italirnir
Facchini og Zucchelli að þola það
að vera brigzlað um að svindla —
nota vissar fótahreyfingar meðan
á sögnum stóð og áður en spilað
var út.
Ekki skal lagður dómur á mál
þetta hér — en harla ósennilegt
tel ég að jafnsterkt par sem þetta
láti með réttu koma slíku orði á
;ig. — Þeir félagar hafa einu
sinni unnið hina óform-
legu tvimenningsheimsmeistara-
keppni, Sunday-Times mótið, og
segir það sina sögu um styrkleika
parsins.
Úrslitakeppnin er sú skemmti-
legasta í sögunni og höfðu Banda-
rikjamennirnir ávallt forystuna
eða þangað til örfá spil voru eftir
að bezta par heims Belladonna og
Garozzo fóru í alslemmu all-
varasama en þegar Belladonna
„sigldi henni heim" var sigur Ital-
anna staðreynd.
Staðan eftir 32 spil 42—40
Staðan eftir 64 spil 99—53
Staðan eftir 96 spil 156—110
Lokastaðan 189 — 215
Sennilegt er að kæran á
Facchini og Zucchelli muni hafa
einhver eftirköst á komandi árum
— en tíminn verður að segja til
um það — en því verður aldrei
neitað að árangur Itala í bridge-
íþróttinni er aðdáunarverður og
ískyggilega glæsilegur. — Þeir
hafa aldrei tekið þátt i heims-
meistaramóti öðru vísi en að fara
heim sem sigurvegarar.
UMBOÐ
UTANBORÐSMOTORAR
Við óskum eftir að komast í samband við umboðsfyrirtæki, sem qetur
tekið að sér innflutning, sölu og þjónustu á Suzuki utanborðsmótorum.
Framleiðslan er:
Vörurnar eru í háum gæðaflokki og á mjög samkeppnishæfu verði.
Álíka módel eru vatnskæld og hafa fullkomna gírskiptingu.
Þeir, sem hafa áhuga, hafi samband við:
E. SANDE A/S,
Hausmannsgate 27, Oslo 1, Norge.
r
Mývetnskir
kiwanismenn
gefa vinnu-
ljósatæki
Björk, Mývatnssveit —6. feb.
KIWANISKLUBBURINN Herðu-
breið í Mývatnssveit var stofnað-
ur árið 1972. Klúbburinn hefur
síðan m.a. unnið að öflun fjár til
styrktar líknar- og menningarmál-
um. Hinn 25. janúar sl. afhenti
stjórn klúbbsins Gisla Auðuns-
syni héraðslækni vinnuljósatæki
til nota i lækningastofunni í
Alftagerði í Mývatnssveit, en þar
hefur verið komið upp aðstöðu
fyrir lækna til móttöku og skoð-
unar. Þangað koma læknar frá
Húsavík tvisvar i mánuði. Þetta
vinnuljósatæki mun hafa kostað
um 160 þúsund krónur. Ber að
þakka Kiwanisklúbbnum Herðu-
breið fyrir þetta myndarlega
framtak.
— Kristján.
fEnripttiM&íót!*
óskar eftir starfsfólki
í eftirtalin störf:
Blaðburðarfólk:
AUSTURBÆR
Óðinsgata, Sóleyjargata, Lauga-
vegur 101—171, Laufásvegur
2 — 57, Hverfisgötu 63 — 1 25.
ÚTHVERFI
Hluti af Blesugróf, Fossvogsblettir,
Selás, Ármúli, Laugarásvegur
1 —37, Skipholt 35 — 55.
VESTURBÆR
Nýlendugata, Tjarnargata I og II.
SELTJARNARNES
Upplýsingar í síma 35408.
SENDILL ÓSKAST
Á afgreiðsluna Skeifunni 19 fyrir
hádegi. Sími 101 00.
Seyðisfjörður
Umboðsmaður óskast til að sjá um
dreifingu og innheimtu Mb. Uppl.
hjá umboðsmanni og í síma
10100
Látid okkur skipuleggja verkefnid -
njótid góds af tuttugu óra reynslu ó svidi
A ’ISLANDI
J