Morgunblaðið - 08.02.1975, Page 10

Morgunblaðið - 08.02.1975, Page 10
K) MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975 ... pví nýja veröld gafst pú mér... VIII Leiðin frá óvissu til fullvissu „Kennarar mínir í guðfræðideildinni voru ólíkir menn allir þrir, prófessor Haraldur, prófessor Sigurð- ur Sívertsen og prófessor Magnús Jónsson, sem var yngstur þeirra. Prófessor Sigurður Sfvertsen var lærður maður og göfugmenni. Prófessor Magnús Jónsson var lærður guðfræðingur, lifandi fjörmaður og gæddur hæfileik- um málara til að setja hugmyndir sínar fram í mynd- um. Og prófessor Haraldur Nielsson var gáfumaður og lærdómsmaður með fágæta hæfileika eldhugans til að móta unga menn og hafa áhrif á þá. Á þessum árum fór um guðfræðideildina hressandi andblær. Af mínum stúdentsárgangi innrituðust 17 í guðfræðideildina af 42 samstúdentum mínum og átti prófessor Haraldur Níelsson ríkastan þátt í þvi. Það sýnir líka hvernig hann gat talað til ungra manna. Vinátta þessara kennara okkar var heil og varan- leg. Prófessor Sigurður Sívertsen var í stjórnarnefnd fyrir guðsþjónustur séra Haralds í Fríkirkjunni öll árin og daginn eftir að séra Haraldur dó kom Magnús Jónsson um morguninn, gekk upp í kennarastólinn og ávarpaði okkur guðfræðinemana með þessum orðum: „Mér duldist ekki er ég hlustaði á séra Harald meðan hann var dómkirkjuprestur, að þar var mikill predik- ari á ferðinni, en ég sá síðar að hann var orðinn risavaxinn predikari eftir að sannfæringin um gildi sálarrannsóknanna var farin að kynda eldana undir prédikun hans.“ Prófessor Magnús hafði fylgzt með Haraldi Nfelssyni og þekkt hann náið i áratugi, þegar hann lét sér þessi orð um munn fara. Þegar Magnús Jónsson lá banaleguna, heimsótti Páll ísólfsson hann í Landspítalann. Þetta var ör- skömmu áður en Magnús dó og báðum var ljóst, að hverju stefndi. Þegar Páll kveður Magnús, ber lífið eftir dauðann á góma og þá segir Magnús: „Þetta er afskaplega spennandi." Ég hef tilhneigingu til að vera sömu skoðunar og Magnús Jónsson kennari minn. Ég kviði engu og tel mig hafa fullgild rök fyrir því, að engu sé að kvíða. En löng leið er milli þeirrar fullvissu og óvissu unga stúdentsins sem vissi ekki hvaða nám hann ætlaði helzt að stunda að loknu prófi. En svona er nú þetta samt.“ IX. „Sagði hann þá einnig þetta?“ í prédikanasafni sinu, Kirkjan og skýjakljúfurinn sem út kom 1958 getur séra Jón Auðuns þess að nafn bókarinnar sé táknrænt. Hann segir í formála: „Ég gef þessu safni nafn eftir fyrstu predikuninni: Kirkjan og skýjakljúfurinn. Þessi hugtök eru tákn þeirra meginafla sem berjast um mannssálina í dag. Skýjakljúfurinn rís, studdur menning sem er viðskila kristinni trú. Er það mannin- um hollt að kirkjan þoki fyrir honum? Má sú menning sem skýjakljúfurinn skapar við því að verða viðskila Kristi, kristinni lifssýn og trú? Með þessi meginöfl tvö í huga: Kirkjuna og skýja- kljúfinn, kristinn dóm og guðlausa lifsstefnu hef ég samið flestar þessar prédikanir, og þess vegna valdi ég þeim þetta nafn. Ef einhverjum verður ljósara en fyrr, hve geysileg alvara er hér á ferðum og hve mikiu það skiptir mannlega farsæld, að kirkjan sé ekki rifin niður og skýjakljúfurinn byggður I hennar stað, á hennar gamla grunni, er ég þakklátur fyrir það tækifæri sem mér er gefið til þess að koma þessum hugsunum á framfæri." 1 kirkjunni og skýjakljúfinum hafði sr. Jón Auðuns einnig sagt (Kletturinn, prédikun 2. hvítasunnudag): „Leiðin er til, ef menn vilja aðeins gera sér ljóst, hvílíkan meginmun vér verðum að gjöra á kenningu sjálfs Krists í guðspjöllunum og hinu, hvernig menn hafatúlkað hana siðar. Megnið af deilunum um hvað sé kristindómur, snýst Haraldur Nfelsson prófessor. ekki um sjálfa kenningu Krists, heldur um það, sem síðar er um hana kennt, jafnvel I N.tm. sjálfu. Fjöl- margir guðfræðingar hafa séð þetta, en svo rik hefur ihaldsemin verið innan kirkjunnar og guðfræðinnar, að sporið hefur aldrei verið stigið, sem stíga þarf. En er ekki Kristur sjálfur kletturinn, sem kirkjan hefur reist hús sitt á? Við hlið hans verða jafnvel guðsmenn eins og Pétur postuli ekki annað en smá- steinar hjá stóru fjalli. Ég held að þeir timar muni koma, að menn sjá þetta og guðspjöllin verða viður- kennd sem hinn eini grundvöllur kristinnar kenning- ar, og ætti það ekki að nægja oss? Eigum vér að þurfa meira en Krist sjálfan til að vita, hvað sé kristindóm- ur?“ Hvernig lítur séra Jón Auðuns á þetta mál, ef nú er nánar að gætt: „Mér kemur oft í hug það heit sem ég vann á vígsludegi, þeim virðulega gamla biskupi dr. Jóni Helgasyni að predika hreint og ómengað guðsorð, eins og það er að finna i Heilagri ritningu, hinum spámannlegu og postullegu ritum og í anda evange- lísk-lúteskrar kirkju. Það hlutverk fannst mér auð- veldara þá, fyrir 43 árum, heldur en nú, eftir að ég hef kynnt mér margvislegar stefnur og strauma, sem upp hafa komið síðan, og haft daglega með höndum Heil- aga ritningu og lesið hana. Guðfræði siðari tíma er i margra höndum orðin tortryggnari á guðspjöllin sem vafalausa heimild um orð Jesú og verk hans en sjálf nýguðfræðin var, sem heittrúarfólk hneykslaðist ákaflega á og þeir gáfu- menn, prófessor Haraldur og dr. Jón Helgason, hófu öðrum fremur til vegs í íslenzku kirkjunni. A skólaár- um minum gekk ég þeirri stefnu heils hugar á hönd og ég hef aldrei séð ástæðu til að breyta þeirri afstöðu, en á siðustu árum hefur mér þrásinnis ofboðið hve rót- tækustu guðfræðingar eru nú iskyggilega neikvæðir. Ég skil naumást hvernig unnt er, án samvizkubits og innri baráttu, að predika út frá guðspjöllunum og hafa numið slíka guðfræði, enda hef ég fregnir af þvi víða að, að færri og færri, þeir sem numið hafa guðfræði, geti eða vilji leggja fyrir sig prestsstarf. Samt hefur mér orðið það Ijósara eftir langt prests starf, að til þess að verða ekki „af orðum sínum sakfelldur", svo að vitnað sé i Mattheusarguðspjall („af orðum þínum muntu verða réttlættur og af orðum þínum muntu verða sakfelldur"), verður kennimaðurinn að eiga glugga opna til margr» átta og gæta varúðar í notkun sjálfrar ritningarinnar, bókar- innar sem annars vegar geymir ómetanlega fjársjóði, en hins vegar léttvægar mannasetningar og mótsagn- ir. (í prédikun fluttri i Dómkirkjunni 16. ágúst 1970, sagði séra Jón m.a. um þessa tilvitnuðu setningu í Mattheusarguðspjalli, sem var guðspjall dagsins: „Þetta dómsorð vofir yfir hverjum þeim, sem mæla má, og þó yfir engum fremur en þeim, sem boða öðrum sannindi kristnidóms. Mun það ekki voðalegur dómur yfir duftsins barni í drottins þjónustu að heyra þetta við sig sagt. Og er það ekki þungur dómur yfir mér, að þennan texta skuli kirkja mín fá mér til að tala út frá, einmitt nú i dag, þegar ég lýk 40 ára prestsstarfi við kirkju Krists? Ég veit þá sem telja munu það réttlátan, maklegan drottins dóm yfir mér.“) Ég held að meiri háttar guðfræðingum hafi lengi komið saman um, að lokaorð Mattheusarguð- spjalls geymi ekki orð Jesú sjálfs, heldur orð sem guðræknir menn lögðu honum síðar í munn. Samt leggjum við út af þessum orðum eins og hann hafi talað þau sjálfur: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu“. Hann lofsöng auðmýktina, lítillætið, og gaf hógværðinni hið fegursta fyrirheit. Sagði hann þá einnig þetta? Uann dáði fyrirrennara sína í Gyðingalandi. Er það þá hugsanlegt að hann hafi einnig sagt það, sem eitt guðspjallanna ber hann fyrir: „Allir sem komu á undan mér voru þjófar og ræningjar"? Þegar naglar voru reknir'gegnum lifandi hold hans, bað hann: „Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“. En hefur hann þá einnig sagt: „Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er djöflunum og árum hans“? Hver getur trúað því? Ég nefni þessi dæmi til að sýna að á langri starfsævi á prestinum að lærast að nota með varúð helga texta. Margir munu segja við mig, að óþarft sé að draga þessa hluti fram, af nógu öðru sé að taka þegar predika skal. Það veit ég. En er það sannleiksþjónusta að fela þessar staðreyndir fyrir söfnuðunum? Gerði ekki meistari kirkjunnar þá játningu á hrikalegri örlagastund, að hann væri konungur sannleikans? Hver er þá skylda mín við hann, Drottin minn og Herra?“ M

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.