Morgunblaðið - 08.02.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975 11
Hvað varð
um Línu
langsokk ?
ÞAU eru vlst ófá blessuð börn-
in á ýmsum aldri, sem setjast
við sjónvarpið klukkan hálfsjö
á laugardögum til að horfa á
stelpuskottið hana Linu lang-
sokk, sem er sterkust af öllum,
gerir allt, sem henni sýnist, og
getur keypt upp heilu sælgætis-
búðina af þvi, að hún á kistil
fullan af gullpeningum.
Kannski krakkarnir hafi þá
líka af því eitthvert gaman að
glugga í eftirfarandi frásögn af
Línu — það er að segja stelp-
unni, sem fór með hlutverk
hennar, en það birtist fyrir
nokkru i einu dönsku dagblað-
anna.
,,Hér sérðu Linu langsokk —
koma hlaupandi að marki
keppinautanna og — skot að
marki — en — markvörðurinn
ver. Áður en hann nær að
kastla boltanum aftur frá sér,
er Lína löngu komin á sinn
stað, — því að Lina er sko bak-
vörður og veit, að hennar stað-
ur er i vörninni.
Já, hún Lina langsokkur
getur lika leikið handbolta, að
minnsta kosti, þegar hún er
Inger Nilsson, sænska stelpan,
sem varð heimsþekkt af kvik-
myndunum og sjónvarps-
þáttunum um stelpuna lang-
leggjuðu með kálfsfæturna,
rauðhærða og freknótta með
tíkarspena, sem stóðu beint út í
loftið. Þá hét Inger Larsson
sem sagt Lina langsokkur.
Nú er Inger — eða Lina —
eða kannski við köllum hana
bara Inger — Línu — nú er
hún fimmtán ára unglingur,
sem farinn er að hugsa af
alvöru til framtíðarinnar. Hún
ætlar kannski í menntaskóla
næsta vetur — siðan í leikskóla,
því ekki hefur hjá því farið, að
kvikmyndirnar og sjónvarpið
hafi haft sín áhrif á áhugamál
hennar.
Tikarspenarnir eru horfnir
— hún fékkst þó til að taka
utan um hárlubbann og stilla
sér fyrir framan myndavélina
með þykjustu tíkarsepna.
Annars vill Inger helzt gleyma
þessum árum í bili, hún vill
miklu heldur tala um hestana
sina tvo, sem eru þó tengdir
Línu-hlutverkinu, þvi að fyrir
peningana, sem hún fékk fyrir
þátttöku sína í sjónvarpsþátt-
unum, gat hún keypt hestana.
I bókum Astrid Lindgrens á
Lína sér þá ósk heitasta að eign-
ast hest og Inger segir: „Hefði
ég ekki leikið I Línumyndun-
um, hefði ég kannski aldrei
fengið áhuga á hestum."
Pabbi Inger-Línu er auðvitað
ekki skipstjóri einhversstaðar
langt í burtu og mamma hennar
er ekki engill á himnum. Inger-
Lina og fjölskylda hennar,
pabbinn, mamman, Lasse, stóri
bróðir, sem er átján ára, og sá
litli, Anders, sem er ellefu, búa
í skemmtilegu húsi í bænum
Kisa á Austur-Gotlandi. I Kisa
búa aðeins um 4000 manns og
það eru 55 kilómetrar til næsta
stórbæjar, sem er Lindköping.
Þið finnið hann, ef þið farið
með járnbrautarlestinni frá
Stokkhólmi til Malmö.
Pabbi hennar Inger-Linu er
ritstjóri og stjórnmálamaður í
heimabæ sínum, hann veit allt
um Kisa og það, sem þar hefur
gerzt, því að þar hefur fjöl-
skylda hans lengi búið, —
pabbi hans, afi og langafi.
Inger-Lína segist lika gjarnan
vilja eiga alltaf heima f Kisa, —
nema hvað þar er ekki hægt að
gera ýmislegt, sem hana Iangar
til, svo sem að fara I mennta-
skóla og leikskóla. Til þess
verður hún að fara burt.
Inger — Lina fimmtán ára
Inger-Lina hafði lofað að
segja okkur frá því, hvernig lif
hennar gengi fyrir sig nú orðið
— en fyrst varð hún að ljúka
handboltaleiknum í síðasta
tíma í skólanum, kl. 2—3.
Strákarnir i bekknum hvöttu
stelpurnar óspart — og það var
glöð Inger-Lína, sem hentist út
eftir að hafa farið i sturtubað,
— bekkurinn hennar hafði
unnið 1:0 og komizt í úrslit í
skólakeppninni.
Hún trúir okkur fyrir þvi, að
hún sé ekki alltaf með í liðinu,
þvi að hún taki ekki þátt í auka-
æfingum utan skólatíma. Hún
hefur nefnilejga meiri áhuga á
hestunum.
Við förum með Inger-Línu í
hesthúsið, það er á eyðibýli að-
eins fimm mínútna akstur frá
heimili hennar. Hún hefur
tekið hesthúsið á leigu ásamt
vinkonu sinni og þær hafa þar
þrjá hesta; vinkonan, sem er
dóttir bakarans á einn og Inger-
Lina tvo, Mirabellu Josefinu,
sem hún uppnefnir Tjejen og
Meastoso Boy.
Inger-Lína rekur hestana í
hús, það er að byrja að skyggja,
en það tekur dálftinn tima, þvi
að þeir stríða henni og hlaupa
nokkrum sinnum umhverfis
húsið. Þeir láta ekki undan fyrr
en hún freistar þeirra með fötu-
fylli af höfrum.
Þær vinkonurnar skiptast á
um að hjóla í hesthúsið og gefa
en Inger-Lína er þar næstum
daglega, þó hún eigi ekki hest-
húsvakt. ,,Ef ég kemst ekki inn
á leikskóla," segir hún, „vil ég
vinna eitthvað í sambandi við
hesta. Annaðhvort verða reið-
kennari eða vinna á dýra-
spítala."
Hún segir, að Tjejen eigi von
á folaldi í vor. Pabbi hennar er
hræddur um, að þá fari fólk að
flykkjast að, foreldrar og börn,
sem vilja sjá folaldið hennar
Línu langsokks og jafnvel
kaupa það. Þeim í Kisa er enn í
fersku minni, þegar pósturinn
kom með allt upp i 175 bréf á
dag frá börnum víðsvegar um
heim’. Og oft skrifuðu þau ekki
annað utan á en „Til Linu lang-
sokks". En það er nú kannski
engin furða, þó fólk nemi
staðar stundum, — ekki er
erfitt að finna húsið, þvi að úti i
garðinu er stór líkneskja af
doppótta hestinum hennar
Línu. Styttuna gerði afi Inger-
Línu — hann er múrari.
Bertil Nilsson, pabbi Inger-
Línu, gerði sér líklega litla
grein fyrir því, sem í vændum
var, þegar hann kvöld eitt hjó
eftir þvi að sjónvarpið væri að
auglýsa eftir börnum til að
leika í myndaflokk um Línu
langsokk. „Langar þig til að
leika í þessari mynd? kallaði ég
til dóttur minnar," — segir
Bertil — „hún var þá sjö ára og
nauðalik persónunni í bók
Astrid Lindgrens. Eg var ein-
mitt nýbúin að lesa bókina fyrir
elzta strákinn, en Inger var þá
ekki enn komin á bragðið.
I ljós kom, að 8.300 sænskir
krakkar, stelpur og strákar
vildu fá hlutverkið, og eftir að
hafa reynt að spreyta sig, féll
það i hlut Inger. Síðan varð hún
að fara til Gotlands og til Stokk-
hólms í upptökur og fleira
stúss, já og til útlanda, alla leið
til Barbados, þvi að Lína er
forfrömuð lítil dama.
„Þetta var ógurlega gaman,"
viðurkennir Inger, „við urðum
að hafa sérstakan kennara með-
ferðis, því að ekki máttum við
vanrækja nárnið."
En svo varð Inger leið á Línu.
Allar þessar frumsýningarferð-
ir hingað og þangað, innan
lands og utan, allar þessar veizl-
ur, allar þessar myndir, sem
þurfti að taka. Hún kom líka
víða fram og söng lögin úr
myndinni. —
Og Inger syngur enn. Hún
stundar söngnám í söngskólan-
um í Kisa og á að taka þátt í
óperettu í vor.
Inger þykir gaman að lesa, en
þar sem hún hefur svo margar
námsgreinar i skólanum (hún
er duglegust I ensku, frönsku
og efnafræði) hefur hún ekki
tima til að lesa annað — nema
helzt hestabækur.
Hún er hætt að horfa á barna-
tímana i sjónvarpinu, auðvitað
nema á Andrés önd á annan
jóladag. En hún horfir á ýmsa
þætti fyrir fullorðna og leikrit.
Uppáhaldsleikkonan er Liv
Ullman (sem leikur i Vestur-
förunum). „Ég gæti vel hugsað
mér,“ segir hún að lokum, „að
leika í sjónvarpsmyndum
aftur." Hún stingur upp i sig
þriðja súkkulaðibitanum. Hún
borðar kannski ekki 18 kiló af
súkkulaði á dag, eins og Lína
átti til, en súkkulaði er þó enn
það bezta, sem hún fær.
KLUBBFUNDUR
Heimdallur S.U.S. heldur klúbb-
fund í Útgarði, Glæsibæ, laugar-
daginn 8. febrúar n.k. kl.
12.00.
Gestur fundarins verður Geir
Hallgrímsson, forsætisráðherra.
Mun hann ræða um stjórnmála-
viðhorfið og svara fyrirspurnum
fundarmanna.
Félagar eru hvattir til að fjöl-
menna og taka með sér gesti.
Stjórnin.
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — n
I H > <
cc LLt > < UTSALA m 33 I r*
—J I Stórkostlegur afsláttur á málningu. H > < m
cc LJU > penslum o.fl. I
-J I 20%- 25% afsláttur r* H >
I QC Þetta gerum við þeim til hagræðis, sem eru að byggja, breyta eða bæta. m 33
> < H Þetta er sannkallað Litavers —kjörverð. r*
-J I Lítiö viö í Litaveri — LÍtSVGrjr H > < m
QC LLl > < (— það hefur ávallt borgað sig. Qrensásvegi 18. 33 I
Zj LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — r~ H