Morgunblaðið - 08.02.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975
15
umdeilanlegt og biði síðari tíma
með aukinni vitneskju um lífs-
skilyrðin í heild. En þó við get-
um sameinast um þetta, þá
kemur sannarlega „an po silla“
eins og norsararnir höfðu að
orðtæki á sinum sokkaband-
sildarárum hér.
Erfiðasta
verkefnið
Eins og meðfylgjandi kort
sýnir, er uppeldisslóð urig-
þorsks allt i kringum landið
nema rétt fyrir Suðurlandinu
vestanverðu. Stórfiskurinn á
leið sinni bæði af og á hrygn-
ingarslóðirnar hlýtur að bland-
ast smáfiskinum á sömu slóð-
um. Það er ekki um neinn veru-
legan aðskilnað að ræða, nema
á sjálfum hrygningarslóðunum,
og kannski þegar Grænlands-
fiskurinn er að ganga upp á
miðin fyrir Vesturlandinu.
Endranær og á allri annarri
slóð er um sambýli að ræða.
Það má að visu benda á ein-
stakar slóðir, þar sem smá-
fiskur heldur sig meir en
annars staðar á merktu slóðinni
á kortinu, en hann rásar mikið
til líkt og fullorðni fiskurinn i
leit að æti, líkt og búfénaður
rásar milli bithaga á afréttum
okkar. Það er sannar-
lega erfiðleikum bundið fyrir
okkur að finna haldgóðar for-
múlur fyrir fiskimenn okkar til
að vinza smáfisk frá stórfiski í
veiðunum.
Hugsanleg
aðferð
Ég hef litla trú á að hægt sé
að kvía smáfiskinn af á slóó-
inni, með því að draga ferninga
í kort og texta með dagsetning-
um í reitina: „á þessari slóð er
smáfiskur á tímabilinu.... og
því allar veiðar á þeirri slóð
stranglega bannaðar... “ stinga
síðan kortinu niður í skúffu og
geyma það þar, þangað til
minnisblokkin á skrifborðinu
sýnir að smáfiskurinn eigi að
vera horfinn af slóðinni.
Það veróur að fylgjast með
veiðunum, því að það er stað-
reynd að smáfiskur hnappast
misjafnlega mikið saman tíma-
bundið á einstökum svæðum,
og með því þarf að fylgjast.
Togari, sem hefði þvi hlutverki
að gegna, að færa sig um alla
slóðina á veiðunum, taka til-
raunahöl hér og þar um alla
slóðina, eftir því, sem ástæða
þætti til, væri máski nothæf
aðferð til að eftirlitið gæti orðið
raunhæft. Þegar togarinn bæði
af eigin raun og eins af kynnum
sínum af afla skipa á tiltekinni
slóð, sæi að smáfiskur innan 5
ára væri oróinn almennt svo og
svo mörg prósent af aflanum þá
ræki hann flotann af slóðinni.
Hvert flotinn ætti svo að fara
þaó veit ég ekki. Þaó vita þeir
kannski, sem keyptu alla
togarana.
ENDUR'S'KINS
Látum hrossaþjófnað
verða okkur aðvörun
A undanförnum árum hafa
oft komist á kreik sögur um
hrossaþjófnað en þessar
umræður hafa ekki leitt til þess
að niðurstaða hafi fengist utan
þess hvað í haust voru hand-
teknir tveir menn grunaðir um
hrossaþjófnað. Við yfirheyrslur
játuðu þeir að hafa stolið 9
hrossum og lógað fjórum
þeirra, einnig játuðu þeir
þjófnað á ýmsum smáhlutum,
aðallega úr vinnuvélum.
Rannsókn þessa máls var i
höndum rannsóknarlögregl-
unnar í Hafnarfirði og bárust
henni nær 30 tilkynningar um
hross, sem horfið höfðu. Nokk-
ur þessara hrossa eru nú fund-
in en sum hafa ekki enn komið
í leitirnar.
Að sögn Guðmundur L.
Jóhannssonar, fulltrúa bæjar-
fógetans i Hafnarfirði og sýslu-
manns i Gullbringusýslu, var
mál þessara tveggja manna
sent rikissaksóknara 14. janúar
s.l. til ákvörðunar um hvort
höfða bæri mál á hendur þeim.
Sé litið til þess hversu alvarleg
brot þessara manna eru, þykir
fullvíst að höfðað verði mál
gegn þeim. Þá sagði Guðmund-
ur, að eigendur hrossanna, sem
stolið var, og hinna ýmsu hluta
hefðu þegar lagt fram kröfur
um bætur.
Það að þetta mál hafi verið
upplýst hefur það óneitanlega
vakið hestamenn til umhugs-
unar um á hvern hátt megi
í stórum hópi hrossa getur oft reynst erfitt að finna hið rétta.
koma í veg fyrir að svona
nokkuð endurtaki sig. Senni-
lega verða lengi til staðar i sam-
félagi okkar einhverjir, sem til-
búnir eru til þess að fremja
þann ljóta verknað, sem hrossa-
þjófnaður óneitanlega er. Ekki
er með þessu verið aó halda því
fram, að framhald verði á
hrossaþjófnuðum. En hesta-
menn verða að sýna árvekni og
fylgjast vel meó hrossum
sinum.
Með vaxandi fjölda þátt-
takenda í hestamennsku og
fleiri hrossum færist mjög í
vöxt að fólk þekki ekki hross
sín. Eru til fjölmörg dæmi um
að hross hafi verið tekin af mis-
gáningi í stað annars og jafnvel
hefur þetta gengið svo langt að
búið hefur verið að taka hross á
hús, þegar komið hefur í ljós að
viðkomandi hafði tekið rangt
hross.
I framtíðinni hlýtur þvi að
verða nauðsynlegt að gera ein-
hverjar þær ráðstafanir, sem
stemma stigu vió að fólk ruglist
á hrossum og horfa menn þar
sérstaklega til frostmerking-
anna. Verður innan tíðar gerð
grein fyrir þeim hér i þætt-
inum. En þess má geta að á
siðasta ársþingi Lands-
sambands hestamannafélaga
var samþykkt að beina því til
Búnaðarfélags íslands að
hrinda í framkvæmd i sam-
vinnu við samtök hestamanna
frostmerkingum svo fljótt sem
auðið er. Þegar hefur verið
unnin nokkur undirbúnings-
vinna að þessu verki.
Ljóst er að enn líður nokkur
tími áður en frostmerkingar
verða almennar, því skal hér
bent á nokkur atriði, sem gætu
orðið hestamönnum til hjálpar
við að þekkja hross.
Mikill hluti hrossa á islandi
er markaður með eyrna-
mörkum. Er nauðsynlegt fyrir
hestamenn að setja á sig mörk
hrossa sinna. Þekki þeir ekki
sjálfir mörk, er gott að fá
markafróðan mann til aó lýsa
markinu. Hafi eigandi ekki sett
á sig mark hross en það týnist,
væri reynandi að hafa samband
við fyrri eigendur og þá ekki
síst heimafólk á þeim bæ, sem
hrossið er frá, sé það úr sveit.
Oftast er það á haustin, sem
menn eiga i mestum erfiðleik-
um með að þekkja hross sín. I
lok ágústmánaðar og í septem-
ber fara hrossin að skrýðast
vetrarfeldinum og verða mjög
loðin, auk þess sem litur þeirra
getur breyst töluvert. Þetta er
breyting, sem margir eiga erfitt
með að átta sig á. Rétt er því að
festa sér vel í minni útlit hrossa
á haustin, þegar þau eru klædd
vetrarskrúðanum.
Vilji menn reyna að tryggja
það að þeir þekki hross sin,
þegar þeir ætla að taka inn á
haustin er ráðlegt að klippa
merki i hrossin. En merki þessi
má ekki klippa fyrr en hrossin
hafa hárgast eitthvað og gæti
t.d. farið saman að draga undan
hrossunum og klippa þessi
merki í þau. Merkin gætu verið
bókstafir og tölustafir.
Þess verða menn að minnast
að merki, sem klippt er á vorin
í snögg hross, eins og algengt
er, endast aðeins þar til hrossið
byrjar að verða loðið.
Að einu atriði ættu hesta-
menn að gefa gaum i þessu
sambandi en það er svipmót og
hátterni hrossa. Hvert hross
hefur sin sérstöku einkenni, ef
vel er að gáð. Oft geta einnig
ýmsir þættir í byggingu hrossa
s.s. lögun höfuðs og lengd háls
orðið mönnum til leiðbein-
ingar.
Þó gefa megi ýmsar ráðlegg-
ingar verða hestamenn að hafa
í huga að mikilvægt er að fylgj-
ast vel með hrossunum. Alltaf
geta girðingar brostið eða
önnur óhöpp hent, þar sem
mannshöndin þarf að koma til
hjálpar.
— t.g.
umsjón: TRYGGVI
GUNNARSSON
Fræðslufundur hjá Fáki
Næstkomandi fimmtudag.
13. janúar, heldur Hesta-
mannafélagið Fákur fræðslu-
fund í félagsheimilinu við
Elliðaár. A fundinum ræðir
Brynjólfur Sandholt, dýra-
læknir, um fóðrun hrossa og
hrossasjúkdóma, einnig svarar
hann fyrirspurnum. Þá fjallar
Pétur Behrents, tamningamað-
ur, um reiðbúnað s.s. beisla-
búnað og meðferð unghrossa.
Að lokum verður svo sýnd
myndin TÖLT, sem þeir Ernst
Káttler, Þrándur Thoroddsen
o.fl. gerðu. Myndin er gerð til
kynningar á fslenska hestinum
á erlendri grund. 1 henni er
sýnd reiðmennska í íslensku
landslagi og gangtegundir og
litir hestanna eru sérstaklega
skýrðir.
Við þetta má svo ba'ta því, að
fyrsti áfangi hins nýja félags-
heimilis Fáks á Víðivöllum
var tekinn í notkun síðastlið-
inn sunnudag. t þessum
áfanga, sem í framtíðinni á
einvörðungu að verða fyrir
hreinlætisaðstöðu, hefur nú
verið innréttuð kaffistofa auk
salerna. Verða nýja félags-
heimilið og eldra félags-
heimilið við Elliðaár bæði op-
in framvegis á laugardögum
og sunnudögum frá kl. 14 til
18.