Morgunblaðið - 08.02.1975, Síða 19

Morgunblaðið - 08.02.1975, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975 19 Pater noster á miðöldum Eftir Halldór Laxness Það var gaman að lesa grein eftir úngan mentamann, reyndar guðfræðíng og prest, sr. Bolla Gústafsson (Mgbl. 25. jan. si.), og er blessunarlega laus við sagn- fræðilegan beinserk. I mjög svo greinagóðum athuga- semdum við ritgerðir mínar í Þjóðhátiðarrollu, um trúarlíf á Islandi fyrir kristni (Forneskjutaut) og þá grein sem þar kemur á eftir (hvað var á undan Is- lendíngasögum), telur hann mig nokkuð djarfan í fullyrðíngum um meðferð faðirvors í kaþólsku á Is- landi. Því er fyrst þar til að svara að ég er ekki sá ákafamaður í kirkjusögu að ég dirfist að tala túngum í þeirri fræðigrein. Mér þykir ólíku skemtilegra að fletta upp á hlutunum en kaupa þá að óséóu, og aldrei er ég mönnum þakklátari en ef þeir benda mér á að ég hafi lesið skakt eða skilið vitlaust. Að óreyndu mundi ég þó telja þann mann nokkuð góðan í kirkjusögu sem varast kynni að draga evangeliskar ályktanir af kaþólskum forsendum. í texta mínum um hvað verið hafi á undan Islendinga- sögum lýsti ég efa á að íslenskum almúga hafi verið kent faðirvor á móðurmálinu í þær sex — sjö kynslóðir sem liggja milli kristnitöku og upphafs íslendingasagna ca AD 1000 — 1200. Hitt er alkunna, svo ekki þarf á að minna, að fyrstir ritaðir textar í norrænu máli á íslandi voru, og hlutu að véra, „þýðíngar heigar“ handa prest- um að nota við trúboð, sálusorgarastörf og ræðusmíð. Helgar þýðingar hafa m.a. verið hómilíubækur kirkj- unnar, en í þeim er klerkum kend ræðulist. Þar eru m.a. sjö bænir faðirvorsins gerðar að jafnmörgum prédikunartextum; sömu skil eru þar gerð tíu boðorð- um guðs, sakramentunum sjö, höfuðsyndunum sjö, trúarjátníngunni frá Nikeu oþh. Hómilíubækur okkar eru að því leyti merkilegar að þeim kynni að hafa verið snarað áður en norræn málfræði var mynduð; eftilvill höfð hliðsjón af eingilsaxnesku. Hómilíur tilheyrðu ekki guðsþjónustunni sjálfri, tilgángur þeirra var fræðsla söfnuðinum til handa og því urðu þær að vera á móðurmáli hans. Alt sem varðaði guðsþjónustuna sjálfa, svo sem texti messunnar, saltaratextar í tíóasaung, formálar við kirkjulegar athafnir og sérlegar hátíðir, semsé hvaðeina sem ritúal snerti, var ófrávíkjanlega súngið á latínu undir skyldugum gregorískum lagboðum, og hefði verið kórvilla og bann- færingarsök að breyta þar útaf. Menn virðast hinsvegar litt hafa verið tamdir við frjálsar einkabænir, ellegar útausa sjálfum sér við guð með frjálsu orðavali, enda hefði slikt formleysi verið vísastur vegur til trúvillu. Fátt segir af þvi að börnum hafi verið kendar bænir á móðurmálinu einsog i evangeliskum sið sióar meir, held ur voru þau frá fyrsta fari vanin við formlega ritúal- texta hinnar latínumælandi kirkju. Viðræðandi minn hefur meó réttu bent á þann einan kirkjulegan ritúal- texta sem hafður var um hönd á móðurmálinu, og hverju mannsbarni alt niður i sjö ára dreingi var gert að kunna, en það var skírnarformálinn að nota við barnaskírn ef mikið lá við. I minni athugasemd um faðirvor á miðöldum, hélt ég mig meðal annars styðjast við þau tvö öndvegisrit íslensk frá 12tu öld, Jarteinabókina og Kristinna laga þátt, sem Bolli Gústafsson vitnar í til stuðnings þver- öfugri niðurstöðu. Stundum virðist mér ekki laust við að sr. B.G. ímyndi sér að frumkvöðlar rómversk- kaþólsku kirkjunnar á Islandi til forna hafi verið háevangeliskir menn. Jarteinabók Þorláks biskups (hin eldri) frá 1199 er samin að tilhlutun Páls Skálholtsbiskups Jónssonar og ýmist skrifuð eftir fyrirsögn hans eða hann hefur verið ritstjórinn. Þorlákur varð hallur af heimi 1193. Jarteinabókin nær yfir þriggja missera timabil nær aldamótum 1200, þeas. frá því er upp kom helgi dýr- língsins 1198 og þar til er helgur dómur hans er hafinn úr jörðu árið eftir. Helgi Þorláks var lýst yfir skömmu síðar á grundvelli þeirra órækra sönnunargagna sem jarteinabókin inniheldur að kirkjulegu mati. Bókin er mikilsvert kaþólskt skilríki opinbert frá þessum tíma. Evangeliskur maður tekur fljótt eftir þeirri „óbeinu línu“ sem tíókuð er við bænahald almenníngs einsog frá segir í Þorláks jarteinabók. Guð gyðínga, sem bæði kristnir og múhameðsmenn tóku upp, hefur einlægt verið nokkuð lángt burtu í samanburði við marga aðra þekta guði. Þó eingyðishugmyndin dygði gyðíngum vel hefur fleirgyðisþörfin verið rík í mannkyninu eins lángt og sögur herma. Af þeirri þörf hefur í kaþólsku myndast millisamband þar sem helgir menn eru. Að þvi leyti sem dýriíngarnir voru fyrverandi menn stóðu þeir nær biðjandanum en guð, en voru að hinu leytinu sakir helgi sinnar komnir nær guði en menn sem enn lifðu á syndugri jörð. Það er erfitt að kalla þessa meðalgaungu (forbón, intercessio) annað en góða lausn eftir atvikum á miklu vandamáli. Með ögn hrjúfri skilgreiníngu mætti kalla bænina í formi áheits nokkurskonar viðskiftaaðferð, minnir stundum á vátryggíngar. Maður kaupir sig með sér- stakri tegund fórnar undan „fári og neyð“, þarámeðal frá slysum og lífshættum, stundum yfirvofandi eigna- tjóni einsog veröur ef kýrin dettur ofaní pytt. Þegar efnugir höfðingjar áttu í hlut var heitið fégjöfum til kirkju dýrlíngsins, að sinu leyti einsog menn heita á Strandakirkju til heilla sér núna; nema ef vera skyldi að slík tröllatrú á einu saman húsi einsog Strandakirkja er, sé nær átrúnaði á stokka og steina. Sumir hétu að gefa dýrlíngnum ljósmeti og skyldi brenna kertum fyrir mynd hans eða skríni. Um lærða menn er þess getið að þeir súngu Þorláki sálm af saltara. Snauðir menn um 1200, og þeir voru flestir, urðu að láta við sitja að sýngja Þorláki þá bæn sem hverju mannsbarni í landinu var skylt að kunna að kirkjulögum, en það var pater noster. Margir súngu bænina fimm sinnum í striklotu til að tryggja sér meðalgaungu dýrlíngsins, aðrir fimtán sinn- um, nokkrir fimtíu sinnum, og fæ ég ekki betur séð en sama venja hafi enn haldist óbreytt með almenningi á Islandi 350 árum síðar, uns skrin Þorláks var brotið af siðbótarmönnum. Seint á þrettándu öld er reyndar önnur bæn til viðbótar fyrirskipuð af kirkjuyfirvöldum og látin jafngild pater noster bæði i kirkjuritúalinu og almennri bænrækni, en það er eingilkveðjan Ave Maria („maríusaltari“, 1269?). Ég sé hvergi móta fyrir þvi heldur í fornum skilríkjum, að Ave Maria hafi verið kend almenníngi á móðurmálinu, og þætti mjög fróðlegt að fá sönnun fyrir hinu gagnstæða. Kristinna laga þáttur (forni) er sagður saman settur af kirkjuhöfðíngjum þeim sem ritskoðuðu Islendínga- bók, en það voru þeir Ketill Þorsteinsson Hólabiskup (d. 1145), Þorlákur Runólfsson Skálholtsbiskup (d. 1133) auk Sæmundar fróða; þennan fróðleik er ástæðu- laust að reingja með því ekki er auðvelt að benda á aðra menn í landinu á þeim tima sem haft hefðu vald eða lærdóm til að semja svo mikilvægan texta. í Kristinna laga þætti eru gefin fróðleg svör við því hvað heilvita manni, úngum sem gömlum, er skylt að kunna i kristn- um fræðum eftir að lögin voru sett. Þrír formálar eru þar taldir lámarkskunnátta, og varðaði fjörbaugsgarð að kunna þá ekki; það var hörð refsíng. Tveir þessara formála eru tilgreindir með latneskum upphafsorðum sínum, pater noster og credo in dominum, og er hinn síðartaldi víst Níkeu-trúarjátníngin, líka kend við Kon- stantin keisara mikla, lángur texti og þvælinn á pörtum. Hinn þriðji, sem ég áður gat, er sá formáli sem hverju mannsbarni var skylt að kunna á móðurmálinu, og af orðalagi Iögbókarinnar verður séð að til þess er ætlast að hann sé mæltur fram en ekki súnginn eða tónaður sem skylt var um alt latínuritúal; og þetta er semsé skirnarformálinn. Textinn hefur, jafnvel á móðurmál- inu, það einkenni töfraformúlunnar að við notkun hans er ómálga barn án tilverknaðar síns gert hluthafi að hjálpræði Krists um eilífð. Fyrst er reynt að ná í vatn eða amk. fingur bleyttir, og þessi orð sögð: „Ég vígi þig vatn.“ Síðan er barnið vatni ausið eða, ef ekki vill betur, höfuð þess bleytt og sagt: „í nafni guðs föðurs, sonar og anda heilags,“; og skírn hefur verið framin. Um pater noster í Kristinna laga þætti virðist mér gegna sama máli og í Jarteinabókinni tæpum 70 árum síðar: þar er ekki ýjað að því að faðirvorið sé haft á móðurmálinu. Þó fara ekki sögur af því að nokkur maður á tslandi hafi verið gerður útlægur eða drepinn fyrir að kunna ekki pater noster á latínu, svo ekki hefur almenningur talið ofverk sitt að læra þessa stuttu latínuþulu. Að þvi er snertir credo, trúarjátninguna, er erfitt að hugsa sér að ólæst sveitafólk upp og ofan á miðöldum hafi hirt að læra svo lánga rollu fulla með harðsnúna guðfræði, samansoðna á kirkjuþíngum, hvort heldur var á latínu eða móðurmáli sínu; jafnvel enn erfiðara að læra þetta á móðurmálinu, þar sem skilníng og hugsun þurfti til, helduren á latínunni sem hægt var að læra einsog páfagaukur. Hér gæti spurníng- in verið um það, hvað i fornum lagagreinum sé frá byrjun hugsað sem einber formalismi og hverju er á hinn bóginn gert ráð fyrir að farið sé eftir í reynd. Þessari spurníngu hlýtur að hafa verið svarað í fróðleg- um bókum þó þær hafi ekki orðið á vegi minum. Þó faðirvorið sé stuttur texti, þá er hann ekki allur þar sem hann er séður. Við núna erum svo vön honum að við höldum ekkert finnist einfaldara né meira blátt áfram, nema ef vera skyldi sólaruppkoman á mornana. Höfundur hans eða höfundar virðast að vísu hafa verið eingyðismenn, einsog gyðingar voru, nema hvað föður- hugmynd faðirvorsins virðist fátt eiga skylt við guð gýðínga og þaðanafsiður hinn þrieina guð sem síðar kom upp. Upprunalegur texti faðirvorsins er grískur. Páll postuli sem skipulagði fornkristni virðist ekki þekkja faðirvorið að þvi er ráðið verður af bréfum hans, enda eru guðspjöllin, þar sem faðirvorið stendur, skrif- uð án samráðs við hann og að því er virðist eftir hans dag, enda samkvæmt ólíkri lærdómsstefnu þeirri sem Páll aðhyllist. En þó ekki væri nema þessi yndislega föðurhugmynd í pater noster, hlýtur hún að hafa orkað sem f jarstæða á vættatrúarmenn sem trúðu á stokka og steina einsog við gerðum á því méli sem okkur var fyrst boðað þetta af ruddaköllum úr Þýskalandi. Ekki bætti úr skák þegar farið var að leggja út af kenníngunni samkvæmt hómilíum á stólnum, og hinn góði og geðugi faðir er altíeinu orðinn ,,þrieinn“. Vandinn við útskýríngu á slíkum textum, blönduðum úr fornum heimspekikerf- um og dulfræðum af ókunnum heimshjara lángt framanúr öldum, hefur ekki verið neitt smáræði. Jafn- vel þó slept sé hinni harðviðjuðu guðfræði sem undír býr í pater noster, þá hafa hreint og beint orðin sjálf, þó norræn væru á ytra borð, verið bóklausum miðalda- bændum norðurvið heimsskaut nálega ókleifur múr. Ætli faðirvorið hafi ekki í upphafi verið okkur jafn óskiljanlegt og nokkur latína gat orðið? Tökum til dæmis orðið „himin", staðinn þar sem faóirinn er. i hálfkristilegu kvæði einsog Völuspá virðist orðið tákna hið sama og núna: loft. 1 heiðnari skáldskap fornum er himinn sama og hausinn á jötninum Ymi. Orðið „vilji", sem hjá fornmönnum þýddi gleði og gaman, jafnvel kvennaástir, hlýtur að hafa hneykslað forna menn meiren lítið í bæninni „verði þinn vilji“. Sama máli gegnir bænin „daglegt brauð", en sú fæðutegund hefur verið lítt kunn á islandi svo og i þeim bygðum þaðan sem obbinn af íslendíngum eru sagðir ættaðir. is- lendíngar máttu þakka guði fyrir ef þeir höfðu graut í þann tið. Faðirvorið virðist vera upprunnið í stöðum sem eru mótaðir af verslun: „fyrirgefníng" útaf fyrir sig hefur verið óþekkt orð og óskiljanlegt hugtak á islandi, og orðið „skuldunautar" hefur ekki verið til í málinu þegar faðirvorið var innleitt, heldur urðu þeir i fyrstu þýðíngu þess að nota þar um slíkan mann alút- lent orð: „skulderi“. Orðið „freistni“ er hugtak svo fjarlægt íslensku, að Konráð Gislason verður að leita í gotnesku og grisku til að finna orð sem hefur við það merkingarlegan skyldleika (Cleasby). Það hefur áreiðanlega ekki verið af meinbægni við fólk, eða mannfyrirlitníngu, að rómversk-kaþólska kirkjan lét ólæsan almúga læra jafn óislenskulegar þulur og faðirvor og „heill þér María" á latínu, heldur vel vitandi um að á máli kirkjunnar öðluðust þessir textar kraft töfraþulunnar sem veldur jarteinum, en á möðurmálinu hefðu þeir verið líklegir til að valda lítt sáluhjálplegum heilabrotum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.