Morgunblaðið - 08.02.1975, Qupperneq 20
20
MORG UNBLAÐI£»’ LA ÚGÁRD AG UR 8. FÉBRÚAR 1975
Styrktarfélag holdsveikra
gefur í Norðfjarðarsöfnun
FÉLAGSSKAPUR í Frakklandi,
sem hefur á stefnuskrá sinni bar-
áttu gegn holdsveiki, hefur sent
10 þúsund franka (um 270 þús.
ísl. kr.) til franska sendiherrans á
Islandi, M.J. de Latour Dejean,
með beiðni um að hann komi því í
Norðfjarðarsöfnunina hjá Rauða
krossinum. En tslendingar gáfu
rausnarlega til söfnunar þessa
félagsskapar til styrktar holds-
Tillaga Fords
felld í nefnd
Washington, 7. febrúar
Reuter.
FJARVEITINGANEFND full-
trúadeildar Bandarfkjaþings
hefur fellt skattalækkunar-
frumvarp Fords forseta og
samþykkt tillögu um meiri
skattalækkanir.
Ford forseti hafði lagt til, að
skattar yrðu lækkaðir um 16
milljarða dollara en fjárveit-
inganefndin samþykkti, að
skattar yrðu lækkaðir um 20
milljarða dollara.
Nefndin samþykkti tillög-
una með 28 atkvæðum gegn 5
og talið er, að hún komi til
umræðu f fulltrúadeildinni 18.
febrúar.
Áður hafði fulltrúadeildin
fellt með 309 atkvæðum gegn
114 tillögu Fords um tolla á
innflutta olfu. Talið er, að
repúblikanar og ef til vill
demókratar frá olíufram-
leiðslufylkjum muni beita sér
ákaft gegn þvf að frumvarp
Fords verði fellt í öldunga-
deildinni.
Samkvæmt skattalækkunar-
tillögu fjárveitinganefndar-
innar á að lækka skatta um 90
milljón skattborgara um 16,4
milijarða dollara og skatta fyr-
irtækja um 3,8 milljarða doll-
ara.
Samkvæmt frumvarpi Fords
á að lækka skatta einstaklinga
um 12 milljarða dollara og fyr-
irtækja um 4 milljarða dollara.
Amtmanns-
stígur 5A
í BLAÐINU í gær var sagt að
Reykjavíkurborg hefði boðizt til
kaups húsið að Amtmannsstíg 5,
en það átti að vera Amtmanns-
stfgur 5A. Það er steinhús á horni
Amtmannsstígs og Þingholts-
strætis.
RÉTTUR
DAGSINS:
Buff Strogonoff
og jarðarberjarönd.
Verð aðeins kr. 335.—
og nú kynnum við ekta
italskt
_—v
IW
Munið
okkar
ódýru /
sérrétti.
veikum i Kongo, á aiþjóðadegi
Sameinuðu þjóðanna vegna
holdsveikra fyrir tveimur árum,
og mátu þessi samtök það mikils.
Tildrögin, eru þau, að þessi
frönsku styrktarsamtök holds-
veikra sem nefnast Association
Francaise des Fondation Raoul
Follereau, eru aftur á ferðinni
með söfnun til holdsveikra og
spurðust fyrir um það hjá franska
sendiherranum á íslandi, hvort
áhugi mundi vera nú á slíkri söfn-
un hér. Hann svaraði því til að
ekki áraði vel hjá íslendingum og
nýlega hefðu þeir sjálfir orðið
fyrir áfalli, er snjóflóð féll í Norð-
firði sem olli skemmdum og
deyddi fólk. Og viðbrögð franska
félagsskaparins eru að senda fé í
Norðfjarðarsöfnunina, jafnframt
því sem hann ætlar að nota sína
kynningarmöguleika erlendis til
að segja frá Norðfjarðarslysinu
og hvetja til að send verði fram-
lög.
Leiðrétting
1 VIÐTALINU, sem birtist sl.
föstudag í Mbl. við E.B. Pilcher,
aðstoðarforstjóra Evrópudeildar
Union Carbide, um fyrirhugaða
járnablendiverksmiðju hér á
landi, var meinleg villa vegna
þess að orðið „ekki“ féll niður i
lokakafla viðtalsins, þar sem fjall-
að er um markaðshorfur á
ferrosilikoni. Pilcher var spurður
um markaðshorfurnar og hann
svaraði „Við teljum þær mjög
góðar og að efnahagskreppan
muni ekki hafa teljandi áhrif á
markaðina."
Grafíksýning
á Akranesi
GRAFIKSVNING Önnu Sigríðar
Björnsdóttur verður opnuð f
bókasafni Akraness í dag, laugar-
dag kl. 2. Þetta er farandsýning,
sem byrjaði I Keflavík hinn 1.
þessa mánaðar og hlaut þar góða
aðsókn.
Sýning Önnu Sigríðar verður
næst komið upp á menningarvik-
unni á Isafirði, sem þar er haldin
ár hvert í tilefni sólarhátíðahalda
bæjarbúa, og er það listafélag
Menntaskólans á Isafirði sem sér
um sýninguna.
Fitumagn loðn-
unnar innan
við 10%
KOMIÐ er í Ijós að fitumagn
loðnunnar á þessari vertíð
heldur sömu hlutföllum og á
fyrri vertíðum, en I upphafi
loðnuvertíðar taldi Jakob
Jakobsson líkur á því að loðn-
an mundi nú halda fitu lengur,
vegna þess hve kaldur sjórinn
er.
Við sfðustu fitumælingar á
loðnunni hjá Rannsóknastofn-
un sjávarútvegsins, sem
gerðar voru nú f vikunni, var
fitumagnið komið niður fyrir
10 af hundraði, sem er svipað
því sem verið hefur undan-
farin ár.
— Loðnuverð
Framhald af bls. 36
myndi kaupa loðnu á þessu verði
og svaraði hann því til, að Sölu-
miðstöðin sem slík keypti enga
loðnu, einstök frystihús innan vé-
banda SH yrðu að vega og meta
það hvert fyrir sig hvort þau
hefðu áhuga á að vinna loðnu við
þessar aðstæður. Benti hann á, að
sum frystihúsanna hefðu nægi-
legt hráefni annað til að vinna og
hefðu þar af leiðandi engan eða
lftinn áhuga á loðnufrystingu, en
önnur hefðu lítil verkefni þar til
netavertíð hæfist af alvöru, t.d.
eins og á Suðurnesjum, og gæti
því vel verið að forráðamenn
þessara húsa mætu aðstæður
þannig, að eins gott væri að frysta
loðnuna og aðhafazt ekki neitt.
Eyjólfur sagði ennfremur, að
Sölumiðstöðin teldi sig geta fryst
um 4—6 þús. tonn af loðnu fyrir
Japansmarkað í ár.
Jón Sigurðsson, formaður Sjó-
mannasambandsins, sagði, að
þetta hefði verið erfið verð-
ákvörðun, þar sem annar fulltrúi
kaupenda hefði setið hjá en hinn
greitt atkvæði með. „Okkur full-
trúum seljanda fannst verðið of
lágt, en vildum samt ekki koma í
veg fyrir að loðna yrði fryst og
sátum við þvi hjá.“
Kristján Ragnarsson, formaður
LlU, sagði, að þessi verðákvörðun
bæri glöggt með sér hversu slæmt
ástandið væri raunverulega í öll-
um verðlags- og markaðsmálum
sjávarútvegsins. Á sama tíma og
loðnan reyndist stærri og betur
fallin til frystingar en nokkru
sinni áður, væri verðið í lágmarki
og markaðsmöguleikar hverfandi.
Kristján sagði, að augljóst mætti
vera að þetta verðfall frystu loðn-
unnar ofan á gffurlegt verðfall
bræðsluloðnunnar ylli útgerðinni
gífurlegum erfiðleikum á sama
tíma og allur tilkostnaður I
hækkaði stórkostlega.
— Málm- og . . .
Framhald af bls. 36
milljarði, sem áætlaða er að
hallreksturinn á útgerðinni f ár
verði."
Sveinn Guðmundsson forstjóri
Héðins sagði Morgunblaðinu, að
ástandið þar væri mjög slæmt og
að hann hefði í gærmorgun til-
kynnt, að öll eftirvinna yrði felld
niður eftir viku, en slíkt hefur
ekki komið fyrir í mörg ár. Sveinn
sagði, að verkefnin hefðu
minnkað mjög undanfarið, enda
reksturinn nátengdur sjávar-
útveginum. Hefði nú verið tekið
fyrir verkefni, sem trygging fyrir
greiðslu lægi fyrir. Um úti-
standandi skuldir sagði Sveinn,
að hlutfallið hefði aukizt úr 35%
á sl. ári í 50% nú. Algert neyðar-
ástand ríkti og ekki Ijóst hvort
hægt yrði að standa við iauna-
greiðslur vikunnar.
— 4,8 milljarðar
Framhald af bls. 36
þegar seldur enda þótt ekki kæmi
til afskipunar fyrr en á þessu ári.
Morgunblaðinu tókst ekki að
afla upplýsinga um skiptinguna
milli einstakra greina afurðanna í
verðmætum. Hins vegar fékk
Morgunblaðið vitneskju um, að
alls muni hafa verið til um 19
þúsund tonn af frystum fiski í
landinu um áramótin, um 8 þús-
und tonn af fiskmjöli og var hluti
af því seldur, um 3500—4000 tonn
af saltfiski sem einnig er nú að
miklu leyti seldur, töluvert af
óseldri skreið en sama og ekkert
af niðurlagningarfiski.
— NATO beitir
Framhald af bls. 1
vitnaði til norskra blaða sem
heimilda.
Segir blaðið að þetta sé gróft
brot á alþjóðalögum um
frjálsar siglingar og muni að
auki skaða viðskipti landa á
þessu svæði. Einnig væri þetta
í andstöðu við vióleitnina til að
draga úr spennu í Evrópu.
— Eritrea
Framhald af bls. 1
Samkvæmt góðum heimildum
sprengdu frelsishreyfingarmenn
upp aðra brú á þjóðveginum úr
suðri til Asmara, en fyrr í vikunni
var brú sprengd í loft upp á sama
vegi. Rólegt var í Asmara í dag,
en fregnir bárust um götubardaga
hermanna og borgara í Addis
Abeba.
— Jörgensen
Framhald af bls. 1
sætisráðherraefni I dag. Jens
Möller, leiðtogi Kristilga þjóðar-
flokksins, sagði í blaðaviðtali i
dag: „Svar okkar við þessu er, að
við lokum ekki dyrum í þessari
aðstöðu að óþörfu. En við vildum
fyrst fá að vita hver yrði stefna
slíkrar stjórnar.
Takizt ekki að mynda fyrr-
nefnda meirihlutastjórn, sem
ekki er ólíklegt yrði líklegasta
lausnin ríkisstjórn Jafnaðar-
mannaflokksins og Radikale
Venstre með stuðningi Sósfalíska
þjóðarflokksins, og nauðungar-
stuðningi kommúnista og vinstri-
sósialista. En þar eð síðastnefndu
flokkarnir tveir yrðu ótryggir
stuðningsmenn er mikil þörf fyrir
stjórnina að fá stuðning úr hægri
áttinni á þjóðþinginu, og þar
kæmu Kristilegi þjóðarflokkur-
inn og íhaldsmenn inn í.
— Uppspuni
Framhald af bls. 35
lega forkastanleg. Undirritaður
kannaði þessar fullyrðingar hans
sérstaklega þegar hann var stadd-
ur í Kaupmannahöfn í sambandi
við mótið, og voru allir sammála
um það, bæði íslenzkir og danskir
aðilar, að um algeran uppspuna
væri að ræða.
—SS.
— Minning
Halldór
Framhald af bls. 27
Þau hjón Halldór og Sigríður slitu
samvistir 1933.
Halldór var hógvær í framkomu
allri, kurteis í viðmóti og hafði
ávallt opin augu fyrir öllu sem að
gagni mætti koma. Hann var
maður stórhuga, iðinn og ástund-
unarsamur við hina breytilegu en
sífellt nokkuð erfiðu lífsbaráttu
og gekk á ýmsu á hans langa
vinnudegi eins og vænta má. Það
má segja um Halldór eins og Jó-
hannes úr Kötlum orðar það, að
hann „hafi ýmist borið arfinn
hátt eða varizt grandi“.
Hann var alla tíð æðrulaus,
rólegur, ræðinn, fyrirmannlegur
og skemmtilegur og hélt þessum
mannkostum til æviloka.
Hann fékk hægt andlát, verð-
skuldaða náðargjöf frá forsjón-
inni, sofnaði að kvöldi dags og
vaknaði ekki aftur. Löngum og
erilsömum vinnudegi lokið án
langvarandi sviptinga við mann-
inn með ljáinn.
Ég sendi þessum aldna heiðurs-
manni hinztu kveðjur og votta
börnum hans, tengdadætrum,
barnabörnum og öðrum ættingj-
um, vinum hans og venzlamönn-
um samúð við andlát hans og út-
för.
Guðfinnur Þorbjörnsson.
— Þingfréttir
Framhald af bls. 21
hefur lagt fram frumvarp til
breytinga á lögum um Fram-
leiðslueftirlit sjávarafurða. Gerir
frumvarpið ráð fyrir þvi að Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins, í
samráði við Framleiðslueftirlit
sjávarafuróa, framkvæmi rann-
sóknir, er nauðsynlegar teljast
vegna þeirrar stofnunar. I
greinargerð segir, að við af-
greiðslu frv. í nefndinni i desem-
ber sl. hafi fallið niður þessi
breyting, sem teljist nauösynleg
til þess að ugglaust sé verkaskipt-
ing milli Framleiðslueftirlitsins
og Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins.
Fæöingarorlof kvenna
Bjarnfríður Leósdóttir (K)
flytur þingsályktunartillögu um
fæðingarorlof kvenna. I ályktun-
inni er ríkisstjórninni falið að
gera þær breytingar á lögum (nr.
67/1971) um almannatryggingar,
að konum verði tryggt 3ja mánaða
fæðingarorlof á fullum launum,
enn fremur að fæðingarstyrkur
verði greiddur hverri konu, en
dvöl á fæðingarstofnunum verði
ókeypis.
Sami þingmaður flytur þings-
ályktunartillögu, þess efnis, að
ríkisstjórnin láti semja lög fyrir
árslok 1975 um sameiginlegan líf-
eyrissjóð fyrir landsmenn alla.
Verði lífeyrisgreiðsiur sjóðsins
verðtryggðar.
— Hafnarbúðir
Framhald af bls. 16
að ný framkvæmdanefnd yrði skipuð
til þess að koma húsi yfir langlegu-
sjúklinga. Mjög þyrfti að hraða öllum
aðgerðum til þess að aðstoða
aldraða og sjúka í borginni.
Úlfar Þórðarson gerði fyrst að um-
talsefni fyrirhugaða heilsugæslustöð
i Domus Medica. Hann sagði, að
nokkrir læknar i Reykjavik ætluðu
að færa út starfsemi sina i einhvers
konar heilsugæslustöð Nauðsynlegt
væri að gera allt sem unnt væri til að
bæta heilsugæslu i Reykjavik og i
þvi skyni væri þetta gert. Þetta
væri þýðingarmikið skref til þess að
auðvelda læknum að gerast heimilis-
læknar i Reykjavik og vonandi yrði
þetta fyrirmynd að fleiri slíkum
stofnunum.
Borgarfulltrúinn sagði, að i
Hafnarbúðum yrði rúm fyrir a.m.k.
30 langlegusjúklinga, er einkum
myndu koma af endurhæfingardeild
Borgarspitalans. Nú væru í 30% af
rúmum Borgarspítalans sjúklingar,
er gætu verið á slikri stofnun sem
þessari. Kostnaður við breytingar
væri áætlaður um 10 til 15 millj.
króna, sem væri um 500 þús. kr. á
hvert rúm og væri ekki unnt að
koma upp slikri aðstöðu með jafn
litlum tilkostnaði.
Birgir ísleifur Gunnarsson borgar-
stjóri sagði, að það væri fagnaðar-
efni að heilbrigðismálaráð skyldi
hafa unnið að þvi að Hafnarbúðir
yrðu teknar sem hjúkrunarheimili
fyrir aldraða. Þessi ákvörðun hefði
verið tekin að undangenginni allitar-
legri athugun, bæði lækna og tækni-
manna. Nú yrði að vinna að þvi að
heilbrigðisráðuneytið samþykkti
þessa ráðstöfun. Um athugun á til-
boðum um kanadisku bráðabirgða-
húsin væri það að segja, að i tilboðin
vantaði allmikið af upplýsingum, þau
væru t.d. án raflagna og pipulagna,
en niðurstöður myndu liggja fyrir
innan skamms.
Kristján Benediktsson sagðist vera
sáttur við þessa lausn um notkun
Hafnarbúða. Ekki hefði verið vansa-
laust að láta þetta hús standa svo
lengi ónótað. Hann sagðist alltaf
hafa verið vantrúaður á þá hugmynd
að flytja inn timburhús til þess að
bæta úr þessum vanda. Umræður
um slíkt væru einvörðungu til þess
fallnar að drepa málinu á dreif. B-
álma Borgarsjúkrahússins væri eina
raunhæfa framkvæmdin á þessu
sviði og að þvi ætti að stefna að
koma henni upp.
Björgvin Guðmundsson sagðist
fagna þvi, að sérfræðingar teldu
unnt að nota Hafnarbúðir fyrir
aldraða. Hann sagðist búast við að
þetta yrði skemmtilegt umhverfi
fyrir þá öldruðu.
Úlfar Þórðarson sagði, að það væri
ósk borgarstjórnar að koma áfram
B-álmunni við Borgarspitalann.
Borgin hefði reynt að berjast fyrir
þessu og sjálfur hefði hann aldrei
hvikað frá þeirri skoðun að ráðast
ætti í byggingu B-álmunnar. Hins
vegar hefði legið bann við því frá
heilbrigðisráðuneytinu að hafist yrði
handa um þessa byggingu og ríkið
hefði ekki getað staðið við lögbundin
fjárframlög.
Albert Guðmundsson sagðist vera
sammála þvi, að æskilegt væri að
byggja B-álmuna við Borgarspítal-
ann. En það væri neyðarástand i
þessum efnum hjá öldruðum og sjúk-
um. Það ástand yrði borgin að leysa
og tillaga hans hefði gengið út á að
leysa þennan bráða vanda. Ekkert
þýddi að vera að tala um dýrar fram-
kvæmdir. Menn yrðu að einbeita sér
að neyðarúrræðum, sem kæmust
sem fyrst i notkun. Ekki væri unnt
að biða eftir þvi að rikisstjórnin
leyfði framkvæmdir við B-álmuna.
Hvað um fólkið, sem biði eftir
sjúkrarými? Hér væri um að ræða
250 til 400 manns. Þá spurði hann
hvort enginn skilningur væri á þessu
neyðarástandi. Timburhúsin væru
góð og vistleg. Sér hefði hins vegar
oft dottið í hug, að læknar og bygg-
ingarnefnd Borgarspitalans ein-
blindu á lúxusbyggingar eins og þær
gerðust bestar i kvikmyndum. Kom-
inn væri timi til að menn hættu
kjaftæðinu og færu að gera eitthvað.
Setja yrði á fót nýja framkvæmda-
nefnd til að leysa málið.