Morgunblaðið - 08.02.1975, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975 21
Þingsályktunartillaga:
Endurskoðun laga
um iðju og iðnað
Þingfréttir í stuttu máli
Gunnar J. Friðriksson (S),
Friðjón Þórðarson (S) og Jón
Árnason (S) flytja þingsálykt-
unartillögu um endurskoðun laga
um iðju og iðnað. Gerir ályktunin
ráð fyrir því að rikisstjórnin láti
endurskoða viðkomandi lög og
leggi frumvarp til nýrra iðnaðar-
laga fyrir næsta reglulegt Al-
þingi. Til þess að vinna það verk
skal ríkisstjórnin skipa fimm
manna nefnd. Skulu fjórir
nefndarmanna skipaðir sam-
kvæmt tilnefningu eftirtalinna
aðila: Fél. ísl. iðnrekenda, Lands-
sambands iðnaðarmanna, Lands-
sambands iðnverkafólks og sam-
taka iðnsveina. Einn nefndar-
manna skal skipaður án tilnefn-
ingar.
I greinargerð segir að núgild-
andi iðnaðarlöggjöf sé að megin-
stofni frá árinu 1972, þó síðar hafi
verið gerðar nokkrar breytingar á
þeim. Löggjöfin hafi í upphafi
verið sniðin eftir norskum lögum
frá árinu 1913. Það gefi auga leið
að nauðsyn beri til að endurskoða
þessa 50 ára löggjöf og færa til
samræmis við viðhorf breyttra
Gunnar J. Friðriksson
tima og aðstæður iðnaðar í dag.
Ör þróun í iðnaði geri raunar
þessa endurskoðun óhjákvæmi-
lega.
Orkumál
Norðurlands —
Laxárvirkjun
Oddur Ólafsson alþingismaður
hefur lagt fram á Alþingi eftirfar-
andi fyrirspurnir til iðnaðarráð-
herra, varðandi orkumál á Norð-
urlandi:
1. Er það rétt að íbúar Norður-
landskjördæmis eystra eigi i
heimabyggð niðursetta rafmagns-
framleiðsluvél, er gæti fullnægt
orkuþörf kjördæmisins næstu
árin ef hún væri fullnýtt, og að til
fullnýtingar þurfi aðeins nokk-
urra metra háan stíflugarð í Laxá,
stíflugarð er reisa mætti á fáum
mánuðum og mundi ekki kosta
meira en olían á dísilvélar svæðis-
ins næsta ár?
2. Sé svo, er þá ekki hugsanlegt
að hið breytta viðhorf i orkumál-
um ásamt margvíslegum örðug-
leikum íbúa svæðisins vegna
orkuskortsins hafi skapað grund-
völl fyrir endurskoðun samninga
um stíflubyggingu, jafnvel stíflu
er væri opin að nokkru eða öllu
leyti frá vori til hausts, eða stiflu
er skyldi rifin niður er hinni
heilsuspillandi orkukreppu
Norðurlands lýkur með rekstri
Kröfluvirkjunar?
Sparnaður í
notkun eldsneytis
Steingrímur Hermannsson (F)
o.fl. hafa flutt þingsályktunartil-
lögu, þess efnis, að ríkisstjórnin
skipi nefnd sérfróðra manna, er
geri hið fyrsta tillögur til ríkis'-
stjórnar um aðgerðir til þess að
draga úr notkun á eldsneyti, eink-
um oliu og bensíni.
Framleiðslueftirlit
sjávarafurða
Sjávarútvegsnefnd efri deildar
Framhald á bls. 20
Fóstru vantar
að Leikskóla Hveragerðis 1. apríl n.k.
Upplýsingar í síma 99—41 51.
Góður tannsmiður
óskast. Gull- og plastvinna. Framtíðar-
starf. Tilboð merkt: „Tannsmiður —
9628" sendist augl.d. Mbl.
Innheimtumaður
óskast
Sí/c/ og fiskur,
Bergstaðastræti 3 7.
Málarar
Kísiliðjan hf. við Mývatn vill komast í
samband við málara sem gæti tekið að
sér málningu og umsjón með vinnuflokki
við málun á byggingum, leiðslum og
tækjum kísilgúrverksmiðjunnar í 2 — 3
mánuði á komandi sumri.
Aðeins reglusamir og vanir menn koma til
greina.
Þeir, sem áhuga kynnu að hafa, sendi
nöfn sín skriflega til frkvstj. fyrirtækisins
fyrir 1 . marz n.k.
KÍS/L/ÐJAN HF.
Reykjahlíð, S. Þing.
Sími 96—41270
Hafnarfjörður —
brunavörður
Starf brunavarðar við slökkvilið Hafnar-
fjarðar er laust til umsóknar.
Umsækjendur skulu vera á aldrinum
21—30 ára og hafa meirapróf og véla-
þekkingu.
Umsókn skal fylgja hegningarvottorð,
læknisvottorð um andlegt og líkamlegt
heilbrigði svo og starfsorku ásamt upplýs-
ingum um menntun og fyrri störf og
meðmæli ef fyrir hendi eru.
Upplýsingar um starfið veitir slökkviliðs-
stJ°rL Bæjarritarinn í
Hafnarfirði.
Stýrimann,
II. véistjóra
og háseta
vantar á Mb. Stapafell frá Ólafsvík. Upp-
lýsingar í síma 93 — 6383 og 6319.
Skíðakennarar
Skíðakennari óskast nú þegar á Seyðis-
fjörð. Stór hópur áhugasamra nemenda.
Upplýsingar veitir Þorvaldur Jóhannsson
í síma 97-2293 og 97-2414.
Bæjarstjórinn.
Byggingartækni-
fræðingur
Akraneskaupsstaður óskar eftir að ráða
bæjartæknifræðing, er hafi yfirumsjón
með verklegum framkvæmdum bæjarins
og annist byggingareftirlit.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar n.k.
Umsóknum skal skilað til bæjarstjórans á
Akranesi, sem veitir allar nánari upplýs-
ingar.
Bæjarstjórinn
á Akranesi.
Fjölþætt
framtíðarstarf
Stofnun, sem hefur fjölþætt umsvif,
innanlands og utan, óskar að ráða stúlku
til skrifstofustarfa.
Viðkomandi þarf að hafa staðgóða þekk-
ingu á færslu bókhalds og góða æfingu í
vélritun og bréfaskriftum á íslenzku og
ensku. Lipur og alþýðuleg framkoma er
mikilvægt skilyrði.
Starfið býður fjölbreytt og lifandi verk-
efni, sem oft þarfnast skjótrar úrlausnar.
Umsóknir, með uppl. um aldur, menntun
og fyrri störf sendist Mbl. merkt:
„Framtíðarstarf 8568", fyrir 17. febrúar
n.k.
Sendill óskast
á afgreiðsluna fyrir hádegi.
Upplýsingar í síma 10100 eða Skeifunni
19
Morgunblaðið.
Verkamenn óskast
Sími 44460.
Aðalbraut h. f.
Vinnuveitendur
athugið!
Ég gæti verið maðurinn sem þið leitið að. Hef meira próf á bíl
og er vanur akstri og viðgerðum. Einnig vanur sölumennsku
og fleiru. Ég er að leita að góðu starfi á kjörum sem okkur
báðum líkar.
Allar nánari upplýsingar fúslega veittar í sima 37242.
Skrifstofustúlka
Óskum að ráða stúlku til almennra skrif-
stofustarfa.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf sendist skrifstofu okkar fyrir 12.
þ.m.
Endurskoðunarskrifstofa
N. Manscher & co,
Borgartúni 2 1.
Ritari —
framtíðarstarf
Óskum að ráða ritara til þess að annast
vélritun, umsjón með fjarrita, aðstoð á
bókasafni og önnur skrifstofustörf.
Auk vélritunarkunnáttu þarf umsækjandi
að vera vel að sér í íslenzku, ensku og
norðuriandamáli.
Við vinnum frá kl. 08.30 til 1 6.36 mánu-
daga til föstudaga, í annasömu en
skemmtilegu umhverfi.
Vinsamlega sækið eða fáið send
umsóknareyðublöð úr afgreiðslu að
Klapparstig 27.
IBM á Islandi.
Sími: 27 700.