Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975 25 — Kissinger Framhald af bls. 18 annars hefur aðstöðu til þess að fara i þá ferð. Bandaríkjamenn eiga einnig við erfiðleika að stríða fyrir sitt leyti þar sem þeir vilja vera vissir um að Rússar hafi samninginn í heiðri. Hjá báðum aðiljum eykur það á þennan vanda að framtíð Brezhnevs er í óvissu — á sama hátt og óvissan í fyrra um fram- tið Nixons forseta aftraði því að nokkuð miðaði verulega áfram í viðræðunum um takmörkun gereyðingavopna á toppfundin- um í Moskvu. Dr. Kissinger reynir að bera sig vel nú eins og þá, en Sait-viðræðurnar eru í hættu, að minnsta kosti i næstu framtíð, og sömu sögu er að segja um allan grundvöll utan- ríkisstefnu hans sem hefur að verulegu leyti byggzt á því að Salt-viðræðurnar, viðskipta- málin, ferðafrelsi Gyðinga og fleiri mál hafa verið tengd saman. Horfurnar eru vissulega góðar í fjarlægri framtið eins og haldið hefur verið fram fyrr í þessum dálkum — en í fjar- lægri framtíð erum við allir dauðir. —Læknirinn Framhald af bls. 12 og suði í eyranu. Þegar ég sagði honum að gat væri á hljóðhimn- unni, minntist hann þess, að hann hafði stuttu áður fengið handbolta í höfuðið i leik. Læknismeðferð Þegar hljóðhimnan springur af völdum áfalls, nægir yfirleitt að setja grisjubolta inn i eyrnaganginn, sem kemur i veg fyrir að óhreinindi berist inn i miðeyrað og orsaki bólgu. Ekki má heldur nota eyrna- dropa eða skola eyrað með vökva. Vökvinn gæti borið með sér bakteríur úr eyrnagangin- um inn í miðeyrað.. Einnig verð- ur sjúklingur að gæta þess að snýta sér ekki, til að koma í veg fyrir að slím berist úr kokinu upp i miðeyrað. Gatið á hljóð- himnunni grær yfirleitt á 2—3 vikum nema það sé þvi stærra, þá þarf yfirleitt sérfræðings- meðferð. Yfirleitt nægir að bera smyrsl á barma opsins og slétta úr tægjunum í rifunni, en nái þær ekki saman er gatinu oft hlíft með örlitlum bút af síga- rettubréfi og er smyrsl borið undir til að bréfið haldist við. Ef fyrir kemur að sárið grær ekki að fullu og gatið lokast ekki, er oft hægt að koma græðslunni af stað aftur með því að bera tríklórediksýru nokkrum sinnum á rifuna. Svipuð meðferð er notuð ef hljóðhimnan rifnar af völdum bólgu. Sé hins vegar kvartað um stöðuga miðeyrabólgu er oft hægt að laga gatið á hljóðhimn- unni með aðgerð og er þá græddur vefur úr sjúklingnum í gatið. OPIÐ í KVÖLD! Næturgalar leika Dansað til kl. 2.00 Húsið opnað kl. 8.00 Neðri barinn (Hamarskot) opinn frá kl.12.00-14.30 og 20.00-1.00 Veitingahúsið , SKIPHOLL Strandgötu 1 • Hafnarfiröi ■ S 52502 Diskótek Í.U.T. í Templarahöllinni í kvöld kl. 20. Tríóið „Við þrjú" skemmtir. Ásadans — verðlaun. íslenzkir ungtemplarar. Trésmiðir — Verkstæði til sölu er spónlagningapressa af Stenberg-gerð á góðu verði. Á sama stað er óskað eftir spónskurðarsög og spónsamlímingarvél. Uppl. í síma 86894. Hestaeigendur í hagbeitarlandi félagsins eru fjórir hestar, tveir rauðir, grátt trippi og grár hestur. Eigendur þessara hesta eru beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins. milli kl. 2 og 5 Fákur. BRIMKLO HALLI OG LADDI ÞAÐ VERÐUR BRIMKLÓ OG JÓNAS R. JÓNSSON, ÁSAMT HINUM FRÁBÆRU HALLA OG LADDA Á UGLUDANSLEIKNUM í KVÖLD SÆTAFERÐIR FRÁ B.S.Í. FÉLAGSHEIMILIÐ FESTI Grindavik Ægffi : Wpwkr j LAURENŒ MICHAEL OLIVIER CAINE (Ég vildi óska, að þessar stjörnur gætu Ijómað eins og 24ra karata gull.) k Hin fullkomna kvikmynd!" Á — Wanda Hale i New York Daily News. „Sleuth" er ekki aðeins mynd um „hver á sökina' heldur einnig „hver á sökina á hverju" Hún er bráðskemmtileg. Þegar maður sér Olivier að verki, sér maður raunar eins manns revíu á leiköfgum — og stórsnjöllum. — Vincent Canby W i New York Times. ^ Kraftaverk af sínu tagi, afburða samsetning persónutöfra, sigur á þúsundum breytilegra atriða. — Paul D. Zimmerman í Newsweek. WWr Ljómandi, r heillandi, ^ frábærlega vel unnin. Kvikmyndarskemmtun sem gerð er af miklum gáfum. Frammistaða leikaranna er undraverð. — William Wolf i Cue Magazine_^^H Þegar leikritið „Sleuth" var flutt á Broadway, hlaut það „Tony"-verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.