Morgunblaðið - 08.02.1975, Blaðsíða 26
26___________________
Guðríður Auðunsdóttir
Teygingakek —Mnning
Það er bæði skylt og ljúft að
minnast með fáum kveðju- og
þakkarorðum góðrar konu, mikill-
ar húsmóður, sem í dag er til
rholdar borin að Prestsbakka-
kirkju á Síðu. Það er Guðríður
Auðunsdóttir fyrrum húsfreyja á
Teygingalæk.
Hún andaðist hér í borg 31. jan.
s.l. í sumar lá hún hér á sjúkra-
húsi og gekk undir uppskurð og
fékk nokkurn bata á meini sínu
þrátt fyrir sinn háa aldur. Seint í
haust fór hún heim til Ólafar dótt-
ur sinnar, þar sem hún naut
framúrskarandi umönnunar og
aðhlynningar allt til hinstu stund-
ar.
Um Guðriði Auðunsdóttur hæf-
ir ekki að skrifa löng eftirmæli. 1
lifi hennar og lífsstarfi töluðu
verkin, ekki orðin. Strax á æsku-
skeiði tók hún til starfa ötul og
verkadrjúg, ung fór hún í vist,
fyrst til aó létta undir með afkom-
una á barnmörgu, þungu heimili
föður síns. Og dugmikil og
vakandi i verki vann hún allt sitt
ævistarf.
Guðríður Auðunsdóttir var
fædd í Eystri-Dalbæ í Landbroti
31. ágúst 1887. Var þvi komin hátt
á níræðisaldur er hún lést.
Foreldrar hennar voru Sigríður
Sigurðardóttir, Sigurðssonar og
maður hennar Auðunn Þórarins-
son Magnússonar Jónssonar
hreppstjóra á Kirkjubæjar-
klaustri, (f. 1758), Magnússonar.
Auðunn faðir Guðríðar bjó
allan sinn búskap í Eystri-Dalbæ,
mjög notalegu býli austur undir
Skaftá. Þar andaðist hann, varð
bráðkvaddur á heiðríkum sunnu-
degi, nýkominn frá ,,messu“ i
Þykkvabæjarskóla á útmánuðum
1938. Sá, sem þetta ritar, kynntist
honum í hárri elli sem glaðsinna
og góðviljuðum gömlum manni
þar sem hann var í húsmennsku
með sambýliskonu sinni, Agnesi
Þorláksdóttur (eldri) í litlu bað-
stofunni í Eystri-Dalbæ. Sigríður,
móðir Guðríðar, dó 1901. Þau
Auðunn eignuðust 9 börn. Eru
þau nú öll látin nema það elsta,
Magnús (eldri) f. 1882, húsmaður
i Fagurhlíð í Landbroti. Hálf-
systkini Guðriðar, börn Auðuns
og Agnesar fyrrnefndrar, eru 4.
öll enn á lifi.
Guðríður fór fyrst úr föðurhús-
um 18 ára að aldri í vist til Páls
föðurbróður síns i Þykkvabæ í
Landbroti, og var þar í 5 ár. Á
þessum árum mun hún hafa verið
vetrartima við saumaskap í
Reykjavik. Síðan var hún i vistum
eystra, lengst af í Múlakoti hjá
þeim merkishjónum Helgu
Bjarnadóttur frá Hörgsdal og Þor-
láki kennara Vigfússyni. Eitt ár
var hún bústýra hjá Eyþóri Þor-
kelssyni mági sínum í Ásgarði i
Landbroti eftir að hann missti
Valgerði konu sína sumarið
1921,—
Svo var það haustið 1926, að
hún giftist og gekk að eiga Jón
Jónsson (f. 1884) á Teygingalæk,
sem þar hafði þá þegar búið 8 ár á
föðurleifð sinni. Jón á Læk var
Jónsson Jónssonar Sveinssonar
og Ólafar Bergsdóttur systur
Helga á Fossi, föður Lárusar
alþm. á Kirkjubæjarklaustri.
Þau Jón og Guðríður bjuggu á
Teygingalæk í rúman aldarfjórð-
ung við mikla rausn og viðkunna
gestrisni við alla sem aó garði bar,
hvort sem það voru nágrannar
eða ferðamenn langt að komnir.
Heimili þeirra var í þjóðbraut eft-
ir að vegurinn var lagður beint
austur yfir eystri álmu Eld-
hraunsins. Jón var oft fylgdar-
maður ferðamanna enda mikill
fyrirgreiðslumaður allra nauð-
leitarmanna og átti húsfreyjan
þar sinn ríka hlut að máli eins og
allir skilja og eðlilegt var.
Guðríður Auðunsdóttir var
mikil húsmóðir í þess orðs beztu
og einlægustu merkingu. Hún var
hjartagóð og umhyggjusöm móð-
ir, hún var þrifin og hreinlát i
öllum húsverkum og við alla
matargerð, sparsöm og nýtin án
þess að vera naum, og svo vel var
hún verki farin, að aldrei stóð á
t
Tengdamóðir mín og amma okkar
GUORÍÐUR ÍSAKSDÓTTIR,
andaðist á St Jósepsspitala í Hafnarfirði, fimmtudaginn 6 febrúar
Sigurveig Jóhannsdóttir,
Þuríður Guðmundsdóttir,
Guðriður Guðmundsdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTJANA CANCORDIA KRUGER
Ijósmóðir, Skólagerði 34, Kópavogi,
sem lézt á Landakotsspitala 3. þ.m verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju 1 1 febrúar kl 3 e h.
Jóhann Kruger,
Niels Kruger,
Kristjana Lemhkulh,
Ragnar Krúger,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hanssína JónsdóttÍT,
Hólmfriður Hólmgeirsdóttir,
Flemming Lemhkulh,
Ingibjörg Gestsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES J. ALBERTZ
fyrrverandi lögregluþjónn í Vestmannaeyjum,
andaðist 4. febrúar, að heimili dóttur sinnar í St. Marys, Ástralíu.
Bálförm fer fram n k laugardag í St. Marys Mmningarathöfn fer fram í
Háteigskirkju kl. 1 5 miðvikudaginn 1 2. febrúar
Marta Petursdottir
Albert Jóhannesson
Grettir Jóhannesson
Gréta Jóhannesdóttir
Elinborg J. Sielski
Jóhanna M. Jóhannesdóttir
Ragnar Jóhannesson
Sævar Þ. Jóhannesson
Lilly Jóhannesdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Brynja Óskarsdóttir Hennrik6en
Fanney Egilsdóttir
Haraldur Guðmundsson
Henry M. Sielski
Arnþór Ingólfsson
Hólmfríður Sigurðardóttir
Emma H. Jóhannesson
Lúðvík Sigurðsson,
Páll Geirmundsson
Blönduósi—Minning
henni að rækja hlutverk sitt sem
best varð á kosið. Hún hélt
heimili sínu i því horfi, að sómi
var að, bæði inn á við og út á við,
vegna þeirra mörgu gesta sem
þarna áttu leið um og gerðu þar
stanz á ferð sinni um stórbrotið
landslag Skaftárþings og torleiði
þess, áður en bílar og brýr gerðu
það kleift að bruna áfram trafala-
laust um landið þvert og endi-
langt.
Þau Guðríður og Jön á
Teygingalæk eignuðust 3 börn,
sem öll eru hið mesta myndarfólk,
raungóð í viðkynningu og hollir
þjóðfélagsþegnar. Elst þeirra er
Olafur Jón, sem tók við búi af
föður sínum á Teygingalæk. Hann
er kvæntur Sveinbjörgu Gróu
Ingimundardóttur frá Melhól í
Meðallandi. Þau eiga tvö börn.
Sigriður er húsfreyja á Prests-
bakka, hinu gamla prestssetri
þeirra Síðumanna. Maður hennar
er Jón Pálsson frá Keldunúpi á
Síðu, eiga 4 börn. Yngst þeirra
Lækssystkina er Ölöf (fullu nafni
Bergsdóttir) kona Guðmundar
jarðeðlisfræðings Pálmasonar,
hins kunna skákmanns. Þau eiga
tvo syni.
Hátt í fjórir áratugir eru nú
liðnir síðan sá, sem þetta ritar,
kom að Teygingalæk til þeirra
Guðriðar og Jóns í fyrsta sinn.
Tíðar urðu þær heimsóknir á
mörgum samvistarárum þar
eystra. Þessar línur eru ritaðar i
þakklátri minningu um þau góðu
og ljúfu kynni, nú þegar húsfreyj-
an er lögð til hinstu hvildar við
hlið bónda síns i Prestsbakka-
kirkjugarði.
Við hjónin sendum börnum
Guðríðar Auðunsdóttur og öðrum
aðstandendum innilegar ' sam-
úðarkveðjur. —
Blessuð sé minning hennar.
G. Br.
F. 19 október 1895
D. 28. janúar 1975.
Þeim fækkar nú óðum gömlu
skólapiltunum frá Gagnfræða-
skólanum á Akureyri, nú M.A:, og
er slíkt ofur eðlilegt. Samt er það
svo, að i hvert sinn er ég heyri að
einn sé horfinn úr hópnum verð-
ur mér undarlega innanbrjósts.
Hugurinn ber mig þá heim i
skóla, ég sé fyrir mér hóp glaðra
ungmenna, heyri söng kveða við á
skólaganginum eða á Sal, sé fót-
hvata unglinga þreyta íþróttir á
skólablettinum. Um helgar heyr-
ist dillandi dans i leikfimishúsinu
og dragspilið er þanið eftir kúnst-
arinnar reglum. Hversdagslega
situr hópurinn við nám og litur
varla upp úr bókunum, margt
þarf að læra og leita svara við. —
Hvert sem litið er sé ég fyrir mér
ungt fólk á ferð, sem hefur gaman
af að lifa og flest af því er þakk-
látt fyrir að eiga þess kost að vera
í skólanjóta þarfræðsluog góðs
félagsskapar, og þannig mætti
lengi telja. Og nú hefur einn af
þessum vinum minum að norðan
helzt úr lestinni, Páll Geirmunds-
son á Blönduósi. Hann kom í
Gagnfræðaskólann á Akureyri
haustið 1915 og var í heimavist —
þá þóttu það mikil hlunnindi að fá
heimavist i skólanum, ekki ein-
ungis vegna þess, að i heimavist-
inni var efnalitlu fólki frekar gert
kleift að kljúfa kostnaðinn við
skólagönguna, heldur þótti það
skemmtilegra. Þar var oft glatt á
hjalla, unga fólkið kynntist þar
betur og margir stofnuðu þar til
vináttu sem entist alla ævi.
Páll Geirmundsson var fæddur
að Hóli i Hjaltastaðaþinghá í N-
Múlasýslu 19. okt. 1895. Foreldrar
hans voru hjónin Guðný Arn-
bjarnardóttir og Geirmundur Ei-
riksson bóndi að Hóli.
Páll var prúður piltur í skóla,
hógvær og kurteis. Þóttu það
miklir kostir á þeim tíma, en
hann var fastur fyrir og fylginn
sér, ef þvi var að skipta. Félags-
lyndur var hann alla tíð og tók
mikinn þátt í félagslífi nemenda,
lagði ætið gott til málanna. Hann
var mjög vinsæll meðal kennara
og skólasystkina, enda afbragðs
góður heimilismaður og skóla-
þegn.
Að afloknu gagnfræðaprófi
1919 kvöddust menn með trega á
skólahlaðinu eins og vant var á
vori, og hver hélt til sinnar heima-
byggðar, Páll fór heim að Hóli.
Árin liðu, en sumarið 1923 sá ég
Pál aftur á Blönduósi, þá vorum
við bæði komin á ókunnar slóðir,
vestur fyrir fjöllin. Björn bróðir
Páls hafði þá fyrir nokkru hafið
búskap í Húnavatnssýslu og Páll
vildi freista þess að leita gæfunn-
ar í hinu víðfeðma og fagra hér-
aði, þar sem bróðir hans hugðist
festa rætur. Það var gaman að
hitta þarna gamlan skólapilt, því
margs var að minnast frá skóla-
heimilinu á Akureyri, sem okkur
þótti báðum vænt um. Seinna
kom það svo betur í ljós, hve
góðan hauk ég átti í horni þar sem
Páll var.
Á Blönduósi kynntist Páll eftir-
lifandi konu sinni, Hjálmfriði
Kristófersdóttur. Þau giftu sig á
annan í hvítasunnu vorið 1926. Þá
var sól og vor i hugum ungu brúð-
hjónanna er entist þeim meðan
bæði lifðu. Aldrei virtist bregða
skugga á sambúð þeirra hjóna,
enda var Páll frábær heimilisfað-
ir.
Hjálmfríður var kjördóttir
hjónanna Hjálmars Egilssonar
frá Reykjum á Reykjabraut og
Önnu Þorsteinsdóttur, er um ára-
bil var mikilsvirt ljósmóðir á
Blönduósi. Hjálmfríður var einka-
dóttir þessara heiðurshjóna, á
æskuheimili hennar byrjuðu þau
búskapinn og þar áttu þau heima
alla tíð, þar til fyrir stuttu að þau
fluttu á ellideild héraðshælisins á
Blönduósi, en þá var heilsa Páls á
þrotum.
Páll og Hjálmfríður áttu tvö
mannvænleg og góð börn, Guð-
nýju, maður hennar er Kristinn
Pálsson kennari á Blönduósi, og
Hjálmar, sem er giftur Sigríði Þ.
Sigurðardóttur, einnig búsettur á
Blönduósi. Það var mikil gæfa
fyrir Pál að hafa börn sín svona á
næstu grösum, geta fylgzt með
þeim og hlúð að þeim og svo
barnabörnunum, sem hann unni
mjög og vildi allt leggja i sölurnar
fyrir.
Páll og Hjálmfriður voru mjög
samhent um að gera heimilið sitt
aðlaðandi, svo þar þótti öllum gott
að koma. Minnast nú margir með
þakklæti glaðra stunda hjá þeim
hjónum. 1 mörg ár höfðu þau Páll
og Hjálmfriðir greiðasölu og var
vinsælt að leita þar skjóls, því
viðtökur voru þar hlýjar og gest-
um veittur beini af mikilli rausn.
Á Blönduósi voru Páli falin
mörg trúnaðarstörf, hann sat í
hreppsnefnd og var í mörg ár
hreppsnefndaroddviti, og það á
erfiðum tímum. Fórst honum það
vel úr hendi, sem annað er hann
tók sér fyrir hendur. 1 stjórn
Kaupfélags Húnvetninga var
hann lengi og sinnti margvísleg-
um störfum fyrir félagið. Þá sat
hann lengi í skólanefnd Kvenna-
skólans á Blönduósi og var gjald-
keri skólans, þegar ég tók við
skólanum haustið 1953. Var það
mér mikils virði að fá hann til
samstarfs, því ég vissi að honum
mátti treysta, enda brást það ekki.
Oft var úr vöndu að ráða, því
fjárráð voru af skornum skammti.
En allt blessaðist vel.
Páll var alla ævi mikill starfs-
og eljumaður, búskapur og rækt-
un voru hans áhugamál. Þó hann
væri önnum kafinn við ýmis fé-
lagsstörf, stundaði hann búskap
öll árin á Blönduósi af mikilli
álúð. Hann hafði yndi af að hirða
skepnurnar sínar, var mikill dýra-
vinur og ræktunin vakti honum
mikla gleði.
Páll var trúmaður, um langt
árabil var hann i sóknarnefnd á
Blönduósi, og fáir munu þeir hafa
verið messudagarnir a staðnum
að Páll og Hjálmfriður væru ekki
á sinum stað i kirkjunni.
Sem gjaldkeri Kvennaskólans
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
RAGNHILDAR JÓHANNESDÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhanna Einarsdóttir,
Þorbjörg Einarsdóttir, Sumarliði Kristjánsson,
barnbörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega þeim fjölmörgu, er auðsýndu samúð og vináttu við
andlát og útför
HALLDÓRSÞORVALDSSONAR,
Stigahlið 18.
fyrrum bónda á Kroppstöðum i Önundarfirði
Ingibjörg Pálsdóttir
Páll Skúli Halldórsson Guðrún Guðmundsdóttir
Kristín Lilja Halldórsdóttir Þórólfur Friðgeirsson
Aðalheiður Halldórsdóttir Sverrir Kjartansson.
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra fjær og nær, er sýndu okkur vinsemd og
vinarhug í orði og verki við andlát og jarðarför föður okkar,
JÓNASAR KRISTJÁNSSONAR,
fyrrv. mjólkursamlagsstjóra,
Sérstakar þakkir færum við Kaupfélagi Eyfirðinga, fyrir þann mikla
heiður er það hefur sýnt minningu föður okkar.
Sólveig Jónasdóttir Carner
Sveinn Jónasson.
útfaraskreytingar
blómauol
Gróóurhúsið v/Sigtún sími 36770