Morgunblaðið - 08.02.1975, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1975
iÞRöm iFRÍTTIR Ml IRCUKBLABSIIIIS
Blak:
Úrslítakeppnin
hefst á morgun
ÚRSLITALEIKIR íslandsmótsins
í blaki eru nú að hefjast og verður
fyrsti leikurinn á morgun milli
IMA og Þróttar og fer hann fram
á Akureyri og hefst kl. 14.00. Eins
og kunnugt er voru það sex lið
sem unnu sér rétt til þátttöku í
úrslitakeppninni, auk þeirra fyrr-
nefndu eru það ÍS, Víkingur,
UMFL og UMFB. ÍS sigraði í
suðurlandsriðli með miklum
glæsibrag og tapaði ekki leik en
IMA sigraði i norðurlandsriðli en
þar voru reyndar bara tvö lið, hitt
var UMSE. Eftir frammistöðu lið-
anna í vetur verður IS að teljast
sigurstranglegast í mótinu en
annars getur allt gerst í blaki og
ætla sumir að úrslitakeppnin nú
verði mjög jöfn og spennandi og
ógerlegt sé að segja fyrir um
hvaða lið standi að lokum með
pálmann í höndunum. Leikirnir
fara fram ýmist hér í Reykjavík
eða i Iþróttaskemmunni á Akur-
eyri. IMA fær þrjá leiki fyrir
norðan og eru það Þróttur, Vík-
ingur og UMFL sem sækja þá
heim, en norðanmenn eru erfiðir
heim að sækja og eiga eflaust
eftir að gera sunnanmönnum
grikk. Hér fyrir sunnan verður
leikið í íþróttahúsi Kennara-
háskólans og í Vogaskólanum, en
síðustu leikir úrslitakeppninnar
fara fram í Laugardalshöllinni 25.
mars. Við fengum forsvarsmenn
og leikmenn liöanna til að spá um
endanleg úrslit í mótinu.
Halldór Jónsson fyrirliði IS:
1. IS, 2. Víkingur, 3. Þróttur, 4.
UMFL, 5. IMA, 6. UMFB.
Guðmundur Pálsson Þrótti:
1. Þróttur, 2. ÍS, 3. Víkingur, 4.
UMFL, 5. ÍMA, 6. UMFB.
Páll Olafsson UMFL:
1. IS, 2. Þróttur, 3. UMFL, 4.
Víkingur, 5. UMFB, ö. IMA.
Torfi Rúnar Kristjánsson þjálf-
ari UMFB:
1. IS, 2. Vikingur, 3. UMFB, 4.
UMFL, 5. Þróttur, 6. IMA.
Tómas Tómasson Víkingi:
1. Víkingur 2. ÍS, 3. Þróttur, 4.
IMA, 5. UMFL, 6. UMFB.
Fyrsta punktamótið
verður 1 Skálafelli
UM HELGINA 8.-9. febrúar fer
fram punktamót í svigi og stór-
svigi (Skálafelli.
Þetta verður fyrsta punktamót
vetrarins, þar sem fresta varð
mótinu á Húsavfk fyrir hálfum
mánuði. Nokkur punktamót eru
haldin á hverjum vetri á hinum
ýmsu stöðum á landinu, og ræður
árangur keppenda á þeim rásröð
á Skíðamóti lslands.
Einnig er á mótum þessum
keppt um bikar Skíðasambands
Islands, og hlýtur hann sá kepp-
andi, sem nær beztum samanlögð-
um árangri úr mótum þessum.
Allir beztu skíðamenn og konur
landsins taka þátt I mótum
þessum. Má þar nefna þá félaga
Arna Óðinsson, Hafstein Sigurðs-
son, Hauk Jóhannesson og Tómas
Leifsson, sem undanfarnar vikur
hafa dvalið erlendis við æfingar
og keppni með ágætum árangri.
Má því búast við harðri og
skemmtilegri keppni.
Fjöldi þátttakenda nú um helg-
ina verður 66, 54 í karla flokki og
12 í kvennaflokki. Á þessum vetri
hefur nokkrum efnilegum ungl-
ingum verið gefinn kostur á þátt-
töku I punktamótunum, og er það
gert með val á hugsanlegum þátt-
takendum í Ólympíuleikunum i
Innsbruch 1976 í huga.
Skíðadeild KR hefur veg og
vanda af mótahaldi þessu. Móts-
stjóri verður Einar Þorkelsson.
Viggó Benediktsson mun annast
brautarlagnir ásamt þjálfara KR-
inga, Norðmanninum, Björn
Juvet.
Á laugardag verður keppt í
stórsvigi og hefst keppni kl. 13.00.
Nafnakall verður kl. 11 um morg-
uninn. Á sunnudag hefst svig-
keppni kl. 12.00. Nafnakall
verður klukkustundu áður, kl. 11.
Ferðir í Skálafell verða báóa
dagana kl. 10 og kl. 14. Allar
lyftur verða í gangi.
*
Segja má, að sklðavertiðin hefjist fyrir alvöru nú um helgina, en þá
verða punktamót bæði I göngu og Alpagreinunum. Göngumennirnir
verða á ferðinni við Sklðaskálann I Hveradölum en keppt verður í
Alpagreinunum ISkálfafelli.
Knattspyrnuþjálfarar
Knattspyrnuþjálfara vantar á Seyðisfjörð næsta
' sumar, maí — september.
Upplýsingar veitir Þorvaldur Jóhannsson í síma
97-2293 og 97-2414.
Iþróttafélagið Huginn.
Rodnina og Zaitsev — enn einu sinni báru þau sigur úr býtum á
stórmóti, og sýndu glæsileg tilþrif.
Sovétfólkið bezt í
listhlaupi á skautum
Evrópumeistaramótið I list-
hlaupi á skautum fór nýlega fram
í Bröndby-hallen I Kaupmanna-
höfn. Þátttakendur í móti þessu
voru nú með færra móti, enda
sýna skýrslur, að þeir sem leggja
stund á þessa fögru fþrótt fer
stöðugt fækkandi. Astæðan er tal-
in vera fyrst og fremst sú, að til
þess að geta náð árangri á heims-
mælikvarða þarf að byrja að æfa
íþrótt þessa þegar á unga aldri, og
sögðu t.d. þeir sem fram úr
sköruðu I Kaupmannahöfn, að
þeir hefðu byrjað að æfa undir
leiðsögn þjálfara, þegar 6—7 ára
gömul.
Eins og við var búizt var Aust-
ur-Evrópufólkið atkvæðamest á
Evrópumeistaramótinu, en hing-
að til hafa Sovétmenn jafnan ver-
ið sigursælir I þessari íþrótta-
grein á stórmótum.
I fyrstu keppnisgreininni, para-
keppni, kom þó í ljós, að Austur-
Þjóóverjar höfðu á að skipa frá-
bæru keppnisfólki, en þeir
virðast í stórsókn í skautahlaupi,
sem og öðrum íþróttagreinum.
Lengi var um harða baráttu milli
sovézka parsins Irina Rodnina og
Akeksander Zajtsev og Þjóð-
verjanna Romy Kermer og Rolf
Oesterreich að ræða, en keppnis-
reynsla Sovétfólksins sagði til
sín undir lokin og það vann
öruggan sigur, hlaut 141,88 stig á
móti 139,86 stigum Þjóðverjanna.
1 þriðja sæti varð svo a-þýzkt par,
Manuela Gross og Uwe Kagel-
mann og hlutu þau 136.41 stig.
I listhlaupi karla bar hinn 21
árs gamli sovét-stúdent Vladimir
Kolalev sigur úr býtum og hlaut
hann 233,49 stig. Fyrirfram var
búizt við að keppnin myndi
standa milli hans og landa hans
Sergeir Volkov, en öllum á óvart
sýndi ungur brezkur piltur, John
Curry, mikla hæfni í keppninni
og hreppti annað sætið. Kolalev
hlaut 233,49 stig, Curry hlaut
229,48 stig og í þriðja sæti var
Yuri Ovchinnikov frá Sovétríkjun
um með 227,38 stig. Volkov varð
að sætta sig við fjórða sætið, hlaut
225,85 stig.
Sigurvegarar í listdansi á skaut-
um urðu Ludmilla Pakhomova og
Alexander Gorschkov frá Sovét-
ríkjunum sem hlutu 210,88 stig. 1
þessari grein komu Bretar einnig
á óvart með því að ná silfurverð-
laununum. Það voru Hillary
Green og Glenn Watts sem hlutu
203,32 stig. I þriðja sæti urðu svo
Natalia Linichuk og Gennadi
Karponosov frá Sovétríkjunum
með 201,42 stig.
1 listhlaupi kvenna sigraói hins
vegar Christine Errath frá Aust-
ur-Þýzkalandi, — ný stjarna i
þessari keppnisgrein. Hún hlaut
229,00 stig. I öðru sæti varó Diane
de Leeuw frá Hollandi sem hlaut
228,81 stig og i þriója sæti varð
Anett Pötzsch frá A-Þýzkalandi
með 223,68 stig.
Verðlaun á Evrópumeistara-
mótinu skiptust því þannig, að
Sovétríkin hlutu 3 gull og2 brons,
A-Þýzkaland hlaut 1 gull, 1 silfur
og 2 brons, Bretland hlaut 2 silfur
og Holland 1 silfur.
Sundmót
Ægis
SUNDMÓT Ægis verður haldið I
Sundlaug Laugardals 16. febrúar
n.k. og I SAUNDHÖLL Reykja-
víkur 19. febrúar.
Sunnudaginn 16. febrúar hefst
keppnin kl. 15.00 og verða þá
keppnisgreinar 1500 metra skrið-
sund karla og 1500 metra skrið-
sund kvenna.
Miðvikudaginn 19. febrúar
hefst keppni kl. 20.15 og verða þá
keppnisgreinar eftirtaldar:
400 metra fjórsund karla
100 metra flugsund kvenna
200 metra bringusund karla
50 metra skriðsund sveina, f. 1963
og seinna
50 metra bringusund telpna, f.
1963 og seinna
100 metra skriðsund telpna, f.
1961 og seinna
100 metra skriðsund karla
100 metra bringusund kvenna
200 metra baksund karla
200 metra fjórsund kvenna
4X100 metra fjórsund karla
4X100 metra fjórsund kvenna.
1 þremur sundgreinum: 1500
metra skriðsundi karla og kvenna
og í 100 metra skriðsundi telpna
er keppt um bikara.
Þátttökutilkynningum skal skil-
að á þar til gerðum skráningar-
kortum í siðasta lagi þriðjudaginn
11. febrúar í Sundhöll Reykjavík-
ur, eða til Sigurðar A. Ólafssonar,
Brúnavegi 3, ásamt kr. 50,00 fyrir
hverja skráningu.
Undanrásir verða þriðjudaginn
18. febrúar kl. 20.00.
Gummersbach
sigraði
V-ÞYZKA liðið VFL Gumm-
ersbach sigraði ungverska lið-
ið Spartacus frá Búdapest með
19 mörkum gegn 13 (hálfleik-
ur 9—7) 1 seinni leik liðanna í
átta liða úrslitum Evrópubik-
arkeppninnar í handknattleik,
og hefur þar með tryggt sér
þátttökurétt í undanúrslita-
keppninni, þar sem fyrri leik
liðanna lyktaði með jafntefli
15—15.
Eins og svo oft áður var það
kappinn Hans-Giinther
Schmidt sem var atkvæðamest-
ur í Gummersbach-liðinu í
leik þessum og skoraði hann 7
mörk, Westebbe var með 6,
Feldhoff með 4 og Brand og
Deckarm með sitt markið
hvor.
Fyrir Ungverjana skoruðu:
Lovrek 4, Keszihelzy 3, Horka
2, Pfeifer 1, Szabo 1, Stiller 1
og Demjen 1.
Spartak
í úrslit
SOVÉZKA liðið Kiev Spartak
hefur tryggt sér rétt tii að
leika til úrslita 1 Evrópubikar-
keppni kvenna 1 handknatt-
leik. 1 undanúrslitum iék liðið
við Ruch Chorzow frá Póllandi
og sigraði í útileiknum 15—12
og í heimaleiknum 14—10.
Þær þýzku
sigruðu
AUSTUR-ÞVZKALAND sigr-
aði Noreg 17—7 (10—0) 1
landsleik kvenna í handknatt-
leik sem fram fór 1 Austur-
Berlín s.l. sunnudag. Liðin
léku einnig á laugardag og þá
sigruðu þá þýzku stúlkurnar
með 16 mörkum gegn 10.
0
Arhus úr leik
DANSA handknattleiksliðið
Arhus KFUM tapaði fyrir
júgóslavneska liðinu Borac
Banja Luka, er liðin mættust f
átta liða úrslitum Evrópubik-
arkeppninnar 1 handknattleik
1 Júgóslaviu s.l. laugardag,
með 18 mörkum gegn 23, og
eru Danir þar með úr leik 1
keppninni. Fyrir Árhus skor-
uðu: Jörgen Vodsgaard 6, Boye
Steenskjær 5, Karsten Sören-
sen 3, Bjarne Larsen 3 og Hans
Jörgen Tholstrup 1. Fyrir
júgóslavneska liðið skoruðu:
Selec 6, Karalic 6, Radjenovic
5, Popovic 3, Bjelic 2.
FIF úr leik
DANSKA kvennaliðið FIF tap-
aði seinni leik sínum við Loko-
motive Zagreb í Evrópubikar-
keppninni í handknattleik
8—12, og er þar með úr leik í
keppninni að þessu sinni,
þrátt fyrir að liðið sigraði I
fyrri leiknum sem fram fór í
Kaupmannahöfn 12—10.
Skíðamaður
ferst
16 ÁRA finnskur skíðamaður,
Markku Vuopala, beið bana í
skíðakeppni sem fram fór (
Gerlosstein í Zell am Ziller um
síðustu helgi. Keppni þessi var
Evrópubikarkeppni unglinga (
bruni, og hafði Vuopala farið
brautina af mikilli leikni og
öryggi. Ilonum tókst hins veg-
ar ekki að stöðva sig eftir að
hann hafði farið í gegnum
merkið og skall á tré, um 100
metra frá marklinunni og fékk
við það svo mikið höfuðhögg
að hann lézt skömmu síðar.
Vuopala var í hópi efnilegustu
skíðamanna Finna.