Morgunblaðið - 14.02.1975, Síða 1

Morgunblaðið - 14.02.1975, Síða 1
36 SIÐUR 36. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ný stjórn í Danmörku Kaupmannahöfn, 13. febr. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Gunnari Rytgaard. IVAR Nörgaard, markaðsmála- ráðherra og Norðurlandamálaráð- herra og Erling Jenssen við- skiptaráðherra verða fulltrúar dönsku st jórnarinnar á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík. Anker Jörgensen forsætisráð- herra mun einnig fara til þings- ins, en aðeins f stutta heimsókn. Nýja ríkisstjórnin sór embættis- eið í þjóðþinginu kl. 18 í dag við stutta athöfn og las Anker Jörg- ensen þar upp stutta yfirlýsingu stjórnarinnar. Það er markmið Bess Truman níræð Independence, Missouri, 13. febr. Reuter. BESS Truman, ekkja Harry Trumans, fyrrv. Bandaríkja- forseta, varð nfræð í dag. Hún rabhaði stuttlega við frétta- menn f tilefni dagsins og sagð- ist vera við góða heilsu og hin Iffsglaðasta. Bess og Harry Truman gengu f hjónaband 1919 og eignuðust eina dóttur, Margaret, sem var um tíma þekkt söngkona. Þau fluttust til Washington, þegar Truman var kjörinn á þing, en áttu sér jafnan skjól í Independence og þangað fluttust þau, þegar Truman lauk sfðasta forseta- tfmabili sfnu árið 1953. stjórnarinnar að reyna að draga úr atvinnuleysinu í Danmörku, að draga úr þeim mikla halla sem var á greiðslujöfnuði Danmerkur við útlönd á s.l. ári, standa vörð um lífskjör og félagsleg skilyrði og reyna að tryggja stöðugleika með því að móta stefnu, sem þorri almennings geti sætt sig við. Talið er öruggt að stjórn jafnað- armanna muni eiga erfiðan róður fyrir höndum í þinginu,' vegna þess að þar eru fulltrúar borgaraflokkanna i meirihluta og þeir krefjast meiri niðurskurðar á fjárlögum en jafnaðarmenn eru meðmæltir. A hinn bóginn eru þar svo einnig fulltrúar þriggja sósialiskra flokka sem munu gera miklar kröfur til stjórnarinnar í þá átt að koma til móts við þarfir hinna vinnandi stétta. Á nú stjórnin fyrir höndum aó reyna að sigla þarna á milli skers og báru. Á blaðamannafundi i dag sagði Knud Heinesen fjármálaráðherra að hann teldi að borgaraflokkarn- ir væru ekki á einu máli varðandi sparnaðartillögurnar og því bygg- ist hann ekki við að þar kæmi fram sameinuð fylking. Sé því samningaleiðin ekki útilokuð. Á blaðamannafundinum var Anker Jörgensen spurður að þvi hvort ríkisstjórnin myndi sætta sig við það ef borgaraflokkarnir fengju meirihluta með sparnaðar- tillögu í þinginu, sem ríkisstjórn- in stæði ekki að. Jörgensen svar- aði að til þess yrði að taka afstöðu ef slíkt kæmi upp á. Anker Jörg- ensen sagði að erfitt gæti oróió að starfa i þinginu með meirihluta fulltrúa borgaraflokka á móti rík- isstjórninni, en hann kviði þó engu, þar sem hann treysti á sam- Framhald á bls. 22 Ferð Kissingers: Helmingslíkur á samkomulagi? Tel Aviv, Damaskus, Jerúsalem, 13. febr. Reuter. HENRY Kissinger, utanríkisráð herra Bandarfkjanna, var f kvöld kominn öðru sinni í ferð sinni til Tel Aviv. Var hann þá talinn hafa meðferðis tillögur frá Egyptum um málefni Miðausturlanda, en á leiðinni frá Kairó kom hann einn- ig við f Damaskus og ræddi þar við Hafez Al-Assad forseta og stóð fundur þeirra f fjórar og hálfa klukkustund. Að honum loknum var engin orðsending birt en sagt að hann hefði farið fram í fullri vinsemd og samkomulag hefði orðið um að hafa áframhaldandi samráð um málin. 1 kvöld sagði Reuter- fréttastofan frá því og hafói það eftir embættismönnum, sem eru í föruneyti Kissingers, að þeir teldu aðeins helmings líkur á því að raunhæft nýtt samkomulag yrði gert milli ísraels annars veg- ar og Arabaríkjanna hins vegar. Sögðu þeir að enn bæri svo margt á milli aðila að langt væri í land með það, og enda þótt fundir Kiss- ingers við ráðamenn gæfu góð fyrirheit væri augljóst að mikið Framhald á bls. 22 AP-símamynd NÝJA RÍKISSTJÓRNIN I DANMÖRKU. Myndin var tekin við þinghúsið skömmu eftir að stjórnin hafði svarið embættiseið sinn. Karamanlis fordæmir ákvörðun Kýpur-Tyrkja Aþenu, Nikosíu, Washington, 13. febr. Reuter. KONSTANTIN Karamanlis, for- sætisráðherra Grikklands, sagði í kvöld að sú ákvörðun Kýpur- Tyrkja að stofna sjálfstætt ríki á eynni væri ógnun við friðinn í þessum heimshluta og Grikkland áskildi sér rétt til að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar væru til að verja hagsmuni sina. Aftur á móti neituðu griskir embættismenn þvi að nokkuð væri hæft i sögusögnum um að fyrirskipaðar hefðu verið sérstak- ar aðgerðir hersins vegna ákvörð- unar Kýpur-Tyrkja og ekki væri það heldur rétt að hernum hefði verið gefin skipun um að vera við öllu búinn. Tilkynnt var um ákvörðunina fyrir hádegið í dag og sagt aó þessi skipan mála væri til bráða- birgða unz sambandsríki hefði verið sett á stofn á Kýpur. Það var leiðtogi Tyrkja á Kýpur, Rauf Denktash, sem greindi frá þessu eftir að umfangsmiklar viðræður höfðu farið fram um framtíðar- fyrirkomulag á eynni i marga daga. Irmak, forsætisráðherra Tyrklands, hvatti til að þjóðir heims sýndu skilning á þessu nýja fyrirkomulagi. Ýmsir voru þeirrar skoðunar í kvöld að þessi ákvörðun myndi ,gera að engu samningaviðræður milli Cleridesar, samningamanns Grikkja, og Denktash um stofnun sambandsríkis beggja þjóðarbrot- anna. Aftur á móti sögðu hinir tyrkneskumælandi Kýpurbúar, að þeir væru reiðubúnir til við- ræðna og nú væri það Kýpur- Grikkja að leika næsta leik. Vestrænir sérfræðingar létu margir í ljós ugg vegna þessarar þróunar og sögðu að þarna fengi Kissinger utanrikisráðherra enn eitt vandamálið að fást við, en hann hefur freistað þess að hafa Framhald á bls. 22 Aukinn stuðningur Norð- manna við aðild að NA TO STUÐNINGUR Norðmanna við aðild Noregs að Atlantshafs- bandalaginu er enn almennur og 32-33 ráðherrar væntanlegir í dag EINS og nú horfir er búizt við 32—33 norrænum ráðherrum hingað til lands I dag til að sitja þing Norðurlandaráðs, sem hefst á morgun. Óvfst var enn í gærkveldi hvort Anker Jörgen- sen, forsætisráðherra Dan- merkur, kæmi, þar sem stjórn- armyndun er þar rétt nýlokið. Hins vegar koma forsætisráð- herrar hinna landanna þriggja, Svíþjóðar, Noregs og Finn- lands, þeir Olof Palme, Trygve Bratteli og Kalevi Sorsa. Níu ráðherrar eru væntanleg- ir frá Svíþjóð, Noregi og Finn- landi, hverju landanna um sig, og 5—6 frá Danmörku, en það- an kemur Ifklega einnig Poul Hartling fráfarandi forsætis- ráðherra. Frá Alandseyjum kemur Alarik Hággblom. Af finnsku ráðherrunum, sem koma mætti nefna Pekka Tarjanna samgöngumálaráð- herra, sem kom hingað á Þjóð- hátlðina sl. sumar. Ennfremur Heikki Tuominen innanríkis- ráðherra, Kristian Gestrin, við- skipta- og iðnaðarmálaráðherra og Ulf Sundqvist, kennslumála- ráðherra. Af sænsku ráðherr- unum má nefna Rune Johans- son iðnaðarráðherra, Inge- mund Bengtsson atvinnumála- ráðherra, Bengt Norling sam- göngumálaráðherra og Kjell Olof Feldt viðskiptaráðherra. Frá Noregi koma m.a. Bjart- mar Gjerde, kirkju- og kennslu- málaráðherra, Eivind Bolle Framhald á bls. 22 mikill að því er fram kemur f Gallup-skoðanakönnun sem ný- lega fór fram, og gerð hefur verið árlega frá árinu 1966. Aðeins 5% þeirra sem spurðir voru töldu aðild að bandalaginu auka hætt- una á árás erlends ríkis á Noreg. Samsvarandi tala frá árinu 1967 er 12%. 61% þeirra sem spurðir voru árið 1974 álíta NATO-aðild lið í að tryggja öryggi landsins, 17% telja hana engu skipta yfir- leitt, og 17% hafa enga skoðun á málinu. Breytingar þær sem fram koma i þessum skoðanakönnunum frá árinu 1966 benda til aukins stuón- ings við aðild að NATO, hverf- andi andstöðu og fremur stöðugt hlutfall þeirra sem ekki hafa skoðun á málinu. Kannanirnar sýna ennfremur að stuðningur við NATO-aðild er talsverður meðal ungs fólks. 59% þeirra sem spurð- ir voru á aldrinum 15—29 telja aðildina lió í tryggingu öryggis landsins, en aðeins 5% telja hana auka hættuna á árás erlendis frá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.