Morgunblaðið - 14.02.1975, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975
Olíufélögin:
Óska eftir 6 króna
hækkun á bensíni
vegna gengisfalls
Ljósmynd Sv. Þorm.
MÓTMÆLA — Miðstjórn Alþýðusambandsins kom saman til fundar í gær og
fjallaði þar um síðustu efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Gengisbreytingunni
var mótmælt harðlega og ákveðið að efna til ráðstefnu verkalýðsfélaganna síðast í
mánuðinum.
Miðstjórn Alþýðusambands Islands:
Lífskjör almennings
niður á óþolandi stig
FORRAÐAMENN olfufélaganna
hafa átt viöræður við verðlags-
yfirvöld og óskað eftir hækkun á
bensfni og olfu vegna gengis-
breytingarinnar. Að þvf er
Indriði Pálsson, forstjóri
Skeljungs, tjáði blaðinu f gær
teija olfufélögin sig þurfa um 6
kr. hækkun á bensfni, þannig að
það hækki f 57 kr. lítrinn, hækk-
un á gasolfu um rúmar 4 kr. og
hækkun á svartolíu um 2500 kr.
tonnið. Itrekaði Indriði að þessar
hækkunarbeiðnir stöfuðu ein-
göngu af gengislækkuninni ný-
verið.
Morgunblaðið sneri sér til
tveggja bifreiðaumboða og
spurðist fyrir um hversu bílar
hækkuðu vegna gengislækkunar-
innar. Samkvæmt upplýsingum
sem Mbl. fékk hjá Sveini Egils-
syni og Co hækkar t.d. Ford Cort-
inan úr 727 þúsund krónum í 893
þúsund krónur eða um 166
þúsund krónur en bandaríski
fólksbíllinn Ford Comet hækkar
um 260 þúsund krónur úr 1190
þúsundum í 1450 þúsund krónur.
Bankastjóri Lúðvíks:
Samþykkti
gengislækkun
HVENÆR talar æfður stjórn-
málamaður f alvöru og hvenær
eru orð hans leikbrögð til að
strá sandi áróðurs f augu al-
mennings? Þannig spurði
Glafur Þórðarson f umræðu á
Alþingi f gær, er frumvarp um
ráðstafanir vegna gengislækk-
unar var á dagskrá. Hann kvað
nýliðum á Alþingi, sem þang-
að kæmu stutta stund í forföll-
um aðalmanna, torvelt að átta
sig á þessu.
Lúðvík Jósepsson, fyrr-
verandi bankaráðherra, sem
nú teldi gengislækkun bæði
óþarfa og óhæfa, hefði á sinni
tíð skipað samherja sinn sem
bankastjóra Seðlabankans
Þessi ákvörðun hefði lifað ráð-
herradóm Lúðviks. Og þessi,
bankastjóri hans hefði sam-
þykkt gengislækkunina og
þann veg undirstrikað nauð-
syn hennar. Spurði þingmað-
urinn, hvort hið raunverulega
mat Lúðvíks kæmi ekki fram i
afstöðu fulltrúa hans í banka-
stjórninni, sem samþykkti
gengislækkunina, en leik-
brögðin og áróðurshneigðin í
orðum Lúðvíks á þingi, er
hann taldaði gegn afstöðu
bankastjórans?
Nemendur Vél-
skólans álykta
MBL. hefur borizt eftirfarandi
fréttatilkynning frá útgerð m.b.
NökkvaHU 15:
208 nemendur i Vélskóla Is-
lands og Stýrimannaskólanum
hafa undirritað eftirfarandi yfir-
lýsingu og mótmæli:
„Við undirritaðir nemendur í
Vélskóla Islands / Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík lýsum yfir
undrun okkar á afskiptum stjórn-
valda af þvi, til hvaða vinnslu-
stöðva rækjubátar á Húnaflóa-
svæðinu mega selja afla sinn.
Mótmælum við slíkum afskipt-
um, þar sem við teljum, að sér-
hver takmörkun á almennt viður-
kenndri heimild skipstjórnar-
manna og útgerðaraðila til að ráð-
stafa afla sinum leiði til skertra
kjara sjómanna og útgerðar og
óþarfrar skerðingar á frjálsræði
sjómannastéttarinnar."
Undirskriftalístarnir verða af-
hentir sjávarútvegsráðherra og
forsætisráðherra.
Hjá P. Stefánssyni fékk Mbl. þá
vitneskju að Austin Mini hækkaði
um 95 þúsund krónur vegna
gengisfellingarinnar — úr 490
þúsundum í 585 þúsundir kr.,
Morris hækkar í 795 þúsund kr.
úr 640 þúsundum. Land Rover
(diesel) úr 1190 þús. kr í 1490
þúsund kr. og Range Rover úr
1750 þúsund kr. i 2170 þúsund kr.
Hjá innflutningsverzlun á
heimilistækjum fékk Mbl. þær
upplýsingar, að frystikistasem áð
ur kostaði 58.100 hækkaði nú í
72.600, ísskápur af venjulegustu
stærð hækkaði úr 55.100 í 68.900
kr., þvottavél hækkaði úr 73.200 í
91.500 og uppþvottavél hækkaði
úr 83.200 í 104 þúsund. Einnig má
geta þess, að 24ra tommu sjón-
varp hækkaði úr 76.600 kr. i
96.000 vegna gengislækkunarinn-
ar.
Töluverð hækkun verður einn-
ig á fargjöidum flugfélaganna
vegna gengislækkunarinnar.
Þannig hækkar venjulegt far-
gjald til Kaupmannahafnar um
rúmar 10 þúsund krónur í 49.219
kr., en vorfargjaldið verður
34.070. Fargjald til London
kostaði kr. 34.426. kr., en kostar
nú 43.380 kr., en vorgjaldið verð-
ur 30.523. Fargjaldið til Glasgow
kostar hins vegar núna 34.857, en
vorfargjaldið verður 24.481 og
eitt algengasta fargjaldið til New
York kostar nú 60.738, en kostaði
48.194.
varpið 1 gegn
FRUMVARP til laga um ráðstaf-
anir vegna lækkunar gengis fs-
lenzku krónunnar var samþykkt
sem lög frá Alþingi um kl. 7 f
gær. Frumvarpið var til fyrstu
umræðu f neðri deild fyrra kvöld.
Framsaga forsætisráðherra, Geirs
Hallgrfmssonar, með frumvarp-
inu þá er birt bls. 12 og 13 f dag,
en umræður eru að öðru leyti
raktar á þingsfðu blaðsins. Frum-
varpið var sfðan til annarrar og
þriðju umræðu f neðri deild f dag
og fór þaðan til efri deildar sem
afgreiddi það sem lög við þrjár
umræður. Efni frumvarpsins er
rakið í frétt á bls. 11.
TVÆR tillögur um jafnrétti
kynjanna verða til umræðu á 23.
þingi Norðurlandaráðs í Reykja-
vfk. önnur tillagan miðar að þvf,
að komið verði á fót norrænni
nefnd tií að fjalla um málefni er
snerta jafnrétti kynjanna. Flutn-
ingsmenn eru Ilkka-Christian
Björklund, Finnlandi, Ingemar
Mundebo, Svfþjóð, Ragnhildur
Helgadóttir, Islandi og Niels
Helveg Petersen, Danmörku.
Hin tillagan fjallar um könnun
á samræmdu norrænu samstarfi
til að tryggja með lögum jafnrétti
MIÐSTJORN og samninganefnd
Alþýðusambands Islands kom
saman til fundar í gærdag og var
fjallað um viðhorfin til kjara-
mála í kjölfar gengisbreytingar-
innar. A þessum fundi var gerð
einróma samþykkt, þar sem geng-
isbreytingunni er harðlega mót-
mælt og hún f heild talin „harka-
leg árás á verkafólk og samtök
þess, sem hafa sýnt ótrúlegt lang-
lundargeð f kjaramálum...“ eins
og segir f samþykktinni. Akveðíð
var að kalla saman ráðstefnu
verkalýðsfélaga til að samræma
stefnu og aðgerðir þeirra varð-
andi næsta skref kjarabaráttunn-
ar, og að þvf er Björn Jónsson,
forseti Alþýðusambands Islands,
tjáði Morgunblaðinu í gær verður
þessi ráðstefna haldin dagana
27.—28. febrúar næstkomandi.
Fundur samninganefnda ASl og
Vinnuveitendasambandsins verð-
ur haldinn f dag, eins og ákveðið
hafði verið áður en til þessara
efnahagsráðstafana kom, en
Björn Jónsson kvaðst ekki vænta
karla og kvenna. Flutningsmenn
eru Tönnes Madsson Andenæs,
Ragnar Christiansen, Odvar
Nordli og Liv Stubberud, Noregi,
Mauno Forsman, Tellervo M.
Koivisto, Bror Lillquist, Lars
Lindeman og Erkki Tuomioja,
Finnlandi, Gylfi Þ. Gislason, Is-
landi, Invar Nörgaard, Dan-
mörku, og Anna-Greta Skantz,
Svíþjóð.
Báðar tillögurnar verða til um-
ræðu á fundi félagsmálanefndar
Norðurlandaráðs í Reykjavík og
álit nefndarinnar verður lagt
fyrir ráðið.
mikils árangurs af þeim fundi,
þar sem aðilar væru enn að meta
og skoða fyrrgreindar aðgerðir
rfkisstjórnarinnar. Samþykktin
sem miðstjórn og samninganefnd
ASl gerðu á fundi sfnum í gær fer
hér á eftir:
A tímabilinu, sem liðið er frá
gerð síðustu kjarasamninga, i lok
febrúarmánaðar á sl. ári, hefur
framfærslukostnaður almennings
hækkað um eða yfir 50%. Kaup-
gjald hefur hins vegar verið svo
til óbreytt frá 1. marz 1974, þar
sem stjórnvöld hafa með lagaboð-
um svipt launafólk öllum verð-
lagsbótum á laun frá sama tíma.
Af þessu hefur leitt svo stórfelld
skerðing aimennra lifskjara, að
orðið er óbærilegt láglánafóiki,
enda haga samtök þess sagt upp
kjarasamningum í þeim tilgangi
að knýja fram óhjákvæmilegar
leiðréttingar.
I samningaviðræðum að undan-
förnu hafa hvorki samtök at-
vinnurekenda né rikisstjórn léð
máls á neinum þeim úrbótum í
kjaramálum, sem iíklegar voru til
að svara lágmarkskröfum verka-
fó'ks, en rikisstjórnin hefur nú á
hinn bóginn ákveðið að fella
gengið um 20% og hækka þannig
enn almennt verðlag í landinu um
a.m.k. 7—8%. Jafnframt er talið
líklegt að skattheimta verði auk-
in, bæði með beinum og óbeinum
hætti, og lífskjör enn rýrð veru-
lega að þeim leiðum.
Miðstjórn og samninganefnd
Alþýðusambands Islands mót-
mæla þessari aðferð allri harð-
lega og telja hana í heild harka-
lega árás á verkafólk og samtök
þess, sem hafa sýnt ótrúlegt lang-
lundargeð í kjaramálunum, og
veitt stjórnvöldum margra
mánaða frest til að leysa vanda-
mál þau, sem við er að etja, með
skaplegum og friðsamlegum
hætti.
Þótt svokallaðar „hliðarráð-
stafanir" stjórnvalda séu enn
ekki komnar í dagsljósið, virðist
miðstjórn og samninganefnd, að
hér sé eingöngu um að ræða, að
stefnt sé einhliða að því að þrýsta
Iífskjörum almennings niður á
stig, sem óhugsandi er að þoiað
verði. Samtimis eru atvinnu-
rekendum færðar að gjöf
milljarðafúlgur af sparifé al-
mennings, og þeim jafnframt
mörgum hverjum tryggður gróði
af rekstri fyrirtækjanna, án
nokkurs aðhalds af opinberri
hálfu um ráðstöfun eignar-
aukningar og tekna, sem þeim eru
fengnar með lagaboðum.
Miðstjórn og Samninganefnd
Alþýðusambands Islands telur, að
nú sé svo komið, að ekki verði
umflúið að verkalýðshreyfingin
sé viðbúin til hverra þeirra að-
gerða, sem nauðsynlegar kunna
að reynast til þess að rétta hlut
láglaunastéttanna. Samþykkir
miðstjórnin og samninganefnd
ASl þvi að kalla saman hið fyrsta
ráðstefnu verkalýðsfélaga til þess
að samræma stefnu og aðgerðir
þeirra varðandi næsta skref
kjarabaráttunnar.
Albert Guðiriundsson:
Eignaupptaka
hjá verzluninni
ER FRUMVARP til laga um
ráðstafanir vegna gengisfell-
ingar fslenzku krónunnar var
til umræðu í efri deild Al-
þingis í gær, kvaddi Albert
Guðmundsson sér hljóðs vegna
málefna verzlunarinnar. Gerði
hann að umtalsefni orð við-
skiptaráðherra, sem hann
sagði fela það í sér, að verzlun-
inni myndi óhcimilt að endur-
meta vörubirgðir til nýs verðs,
til samræmis við hina nýju
gengisskráningu. Hér væri
um heina eignaupptöku að
Framhald á bls. 22
Neyðarþjónusta í
Rangárvallasýslu
FIMM sveitarfélög f Rangarvalla-
sýslu — Fljótshlíðarhreppur,
Austur-Landeyjahreppur, Vestur-
Landeyjahreppur, Hvolshreppur,
og Rangárvallahreppur — hafa
samið við sfmstöðvarstjórann á,
Hvolsvelli, Jón Stefánsson, um að
hann annist gegn ákveðinni þókn-
un neyðarþjónustu á þeim tfma
sólarhrings, sem sfmstöðin er
ekki opin. Sfmamálastjórn leggur
til tækjabúnaðinn sem til þessar-
ar þjónustu þarf.
Samningur þessi kom til fram-
kvæmda 3. febrúar sl. og gildir
fyrst i ákveðinn reynslutíma, en
verður síðan framlengdur ef ekk-
ert kemur upp á. Að sögp heimild-
armanns blaðsins, er það von
allra sem að samningnum standa,
að þetta fyrirkomulag geti staðið
til frambúðar, þannig að vöntun á
neyðarþjónustu heyri fortíðinni
til.
Blaðamannafundur um
kaup og kjör þíngmanna
1 UPPHAFI funda f báðum
þingdeildum f gær var frá þvf
skýrt (Sverrir Hermannsson f
neðri deild og Helgi F. Seljan f
efri deild), að þingfararkaups-
nefnd Alþingis myndi innan
skamms, innan viku tíl tíu
daga, boða til blaðamannafund-
ar um kaup og kjör þingmanna,
að gefnu tilefni f fréttum fjöl-
miðla undanfarið. Myndu þar
allar upplýsingar og gögn, mál-
ið varðandi, lögð fram og fyrir-
spurnum svarað. Að þvf yrði
stefnt að þessum fundi verði
sjónvarpað.
Gylfi Þ. Gfslason upplýsti að
þingflokkur Alþýðuflokksins
myndi flytja frumvarp til laga,
þess efnis, að kjaradómur, sem
ákvarðar kaup ráðherra og
hæstaréttardómara, fengi og
ákvörðunarvald um kaup og
kjör þingmanna._______________
Jafnrétti kynjanna rætt