Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975
7
„A eintali
við sólu
Rabbað við Árna Larsson um
ljóðabók hans, Leikfang vindanna
„Ég leita á vit
auónarinnar
ferðast
með bláum himni
á daglöngu
eintali
við sólu“.
Þannig er eitt af ljóðum ungs
höfundar, Árna Larssonar, 1 ný-
útkominni ljóðabók hans LEIK-
FANG VINDANNA. Arni Lars-
son er fæddur í Reykjavík 1943
og hefur búið þar. 1 ljóðabók
Árna eru um 90 ljóð, en bókina
gaf hann út sjálfur. Skiptist
hún f þrjá kafla sem heita: Um
sólina manninn og auðnina,
Valdið og Mannaður heimur.
Ljóðin eru ort á árunum frá
Árni Larsson.
1968 til 1974 og í stuttu spjalli
við Árna spurðum við hann
fyrst af hverju hann væri að
yrkja.
„Bókin svarar því bezt sjálf,“
svaraði Árni, „en ég geri það til
þess að svala þörf tilfinninga
minna þegar þær fá hljóm-
grunn í degi og nóttu og maður
finnur samræmið milli and-
stæðnanna. Ég skrifa um
þennan tíma, sem ég lifi á, ekki
um Island eingöngu, heldur
eins og mín skynfæri segja mér
hvernig heimurinn er. Ég hlýt
að taka einhverja afstöðu til
þeirra hluta og atvika, sem
koma fyrir almennt og maður
heyrir um hversdags.“
„Sólin kemur víða við í ljóð-
um þfnurn."
„Já, ég spinn sólina inn í eða
öllu heldur spinn ég atvikin í
kring um sólina og hún kemur
reyndar í gegn um bókina þótt
maður geti ef til vill ekki boðið
fólki upp á sólbað undir
henni.“
„Hvernig er að gefa út bók
sjálfur og selja?“
„Maður reynir þó, en það er
talsverð vinna. Ég tel það þýð-
ingarmikið að útgáfufyrirtækin
gefi út og kynni unga höfunda.
Það er sama og ekkert gert af
því að kynna íslenzk verk. Mér
finnst ég eiga heimtingu á því
að íslenzkir rfkisfjölmiðlar
kynni mín verk og annarra ís-
lendinga, þvf ekki láta þeir þau
erlendu sitja á hakanum. Eg á
ekki heimtingu á þessu í öðrum
löndum, en mínu landi. Þá
finnst mér eðlilegt að aðrir ís-
lenzkir fjölmiðlar kynni i
þessum efnum, það er að segja
ef menn telja íslenzk menn-
ingartilþrif einhvers virði. Það
er dýrt fyrir höfund að fá ekki
kynnt sín verk og það getur
verið jafndýrt fólkinu i landinu
að þekkja ekki sína samtiðar-
höfunda. Frjálshyggja eða
frjáls andi fyrir þá sem tjá sig á
einhvern hátt á erfitt uppdrátt-
ar í okkar landi og þeir sem
hafa aðstöðu til að kynna verk
líðandi stundar mættu vera
rýmilegri. Við eigum ekki alltaf
að vera á eftir áætlun.
Ef það er notagildi af mér,
má ég tala, en flest er gert
erfiðara fyrir þann sem vill
standa á eigin fótum samvizku
sinnar vegna.
Annars hefur það verið
skemmtilegur þáttur í sam-
bandi við sölu á bókinni að ég
hef gert mér ferðir til gamalla
vina og kunningja, skólafélaga
og vinnufélaga, sem ég hef ekki
hitt í mörg ár, allt að 15 ár.
Tilgángurinn var náttúrulega
að reyna að selja þeim bókina,
en það var miklu skemmtilegra
og aðalatriðið þegar til kom, að
hitta þetta fólk og sjá hvernig
þvi hefur vegnað, hvar það
stendur og stefnir. Einn félaga
minn hitti ég sem er að byggja i
annað sinn, svolítið kom mér á
óvart að sjá eina gamla vinkonu
mina ólétta og í einu húsinu
sem ég kom í var rífandi
draugagangur í stofunni i kring
um gamalt skatthol, sem þar
var. Þannig safnaðist saman
röð skemmtilegra atvika úr
ýmsum áttum og menn spjöll-
uðu saman, nokkuð sem manni
virðist stundum munaður á
okkar tímum. Stundum
gleymdi ég erindinu og var
kominn út á götu þegar ég
mundi að ég var að selja bókina
mína. Þessi sölumennska átti
tilfinningalega mjög illa við
mig.“
„Hvað liggur svo fyrir næst?“
„Það sem mig langar að gera
næst er að birta greinar sem ég
hef skrifað á síðustu árum, en
ein bók hefur komið eftir mig
áður. Hún heitir Uppreisnin í
grasinu og er 16 skáldsöguþætt-
ir sem Almenna bókafélagið
gaf út. Leikfang vindanna, sem
ég gef út sjálfur er unnið í
offset-fjölritun Leturs s.f. Það
sem ég hef skrifað bæði í ljóð-
um, söguþáttum og greinum tel
ég svo skylt og tengt og þvi
langar mig að koma því öllu á
þrykk úr þvi að ég er kominn
úr vör.“
„Hver er sérstaðan I ljóða-
bókinni?"
„Mér finnst ljóðabókin hafa
þá sérstöðu að bróðurparturinn
af henni snýst um valdið og ég
vil hvetja stjórnmálamenn að
kaupa þessa bók og jafnframt
þá sem engan áhuga hafa á
stjórnmálum. Að mínu mati
snýst Ijóðabókin um höfuð-
atriði mannlífsins."
XV
Myndskreyting eftir höfund-
inn.
vm
sólin hefur gefiS mér
daglangt
efasemdarauga
á auðninni
leitt mig um fúafen staSreynda
fest mig í haldleysi veruleikans
hvatt mig til aS bera
eld
aS myrkrinu
XXIX
ég dey ekki allur
Ig skil eftir
þessa auðn
þennan himin
þessa sól
þennan eld
þetta gras
þennan gróður f rústunum
Hjarta fléttað saman úr leiður-
um Morgunblaðsins og Þjóð-
viljans.
XXV
ég gef þér tóm
verustað fyrir örvæntinguna
og segi út í bláinn
ekkert endist
já, ekkert endist
ekki einusinni sorgin
sem fór í gegnum þig
eins og sólargeisli
og sóltn stígur okkur til höfuðs
þegar við getum ekki snúið við með eldinn
eldinn sem við grípum aðeins berum höndum
í myrkri okkar sjálfra
og horfum á birtuna
höggva nekt okkar út úr myrkrinu
frelsið
Til sölu 4ra—5 manna hjólhýsi Aspa Sprite. Upplýsingar i sima 94—7199 milli kl. 10 og 1 1 á kvöldin. Húsbyggjendur og aðrir Tilboð óskast í vinnuskúr uppi- stöður og klæðningu, jeppakerru, smáverkfæri ofl. öfl. Upplýsingar í síma 51776 og 53307 milli kl. 1 9 og 20 næstu kvöld.
Stýrimaður og háseti óskast á 60 tonna netabát frá Rifi. Útsala á garni næstu daga. Ennþá er hægt að gera góð kaup.
Uppl. í síma 93—6709. HOF, Þingholtsstræti 1.
Glæsilegur reiðhestur Sjö vetra skjóttur gæðingur undan Blika frá Vatnsleysu til sölu. Simi 14975.' Vogar Til sölu góð 3ja herb. íbúð í Vog- um. Sér hiti. Fasteignasalan Hafnargötu 27, simi 1 420.
Rafstöð 20-—25 kw. diesel rafstöð helzt loftkæld óskast keypt. Sími 1321 1 eða 1 1 138. Verzlunarhúsnæði óskast í austurbænum 1 50—300 fm. Mætti vera að hluta til á tveim hæðum. Upplýsingar i síma 38555.
Breiðsfjörðsuppistöður Töluvert magn af Breiðfjörðsuppi- stöðum til sölu á góðu verði. Upp- lýsingar í síma 22830, 86189. JS<>r0nnI>lníiiJ» nUGLVSinCRR <Ö*-»22480
Valhúsgögn
febrúar-tilboð
sófasett á kr. 120 þús.f
á kr. 135 þús.
á kr. 155 þús.
Allt falleg og vönduð húsgögn.
Gefið yður tíma
og næðr að bera saman verð og gæði.
Valhúsgögn
Ármúla 4.
/------------------s— \
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN — SAS flugfélagið
ÚTSÝNARKVÖLD
AUSTURLANDAHÁTÍÐ
í Súlnasal Hótel Sögu
sunnudaginn 16. febrúar
/-----------------------------------\
•jt Kl. 19.00 — Húsið opnað — Svaladrykkir og
lystaukar.
it Kl. 19.30 — Hátiðin hefst: Ijúffengir blandaðir Blpéjá
Austurlandaréttir (Verð aðeins kr. 895.)
★ kl. 20.30 — Ævintýraheimur Austurlanda: Kvik-
myndasýning frá Thailandi.
if Fegurðarsamkeppni: Ungfrú ÚTSÝN 1975 — |||l§te||
forkeppni.
it Stórkostlegasta ferðabingó ársins: 2 Útsýnarferðir X
til sólarlanda og 2ja vikna ferð til Austurlanda. SgWjí's
Verðmæti vinninga samtals ca. 400 þúsund kr.
it Nýstárlegt skemmtiatriði á austurlenzka visu.
it Dans — Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarna- *#!v.
sonar.
Missið ekki af þessari óvenjulegu, glæsilegu en
ódýru skemmtun.
Ath. að veizlan hefst stundvíslega og borðum
verður ekki haldið eftir kl. 1 9.30.
T ryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudegi frá
kl. 1 5.00 í síma 20221.
VERIÐ VELKOMIN — GÓÐA SKEMMTUN:
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN — SAS flugfélagið
V_____________________________________________s