Morgunblaðið - 14.02.1975, Side 15

Morgunblaðið - 14.02.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975 15 Wilson kominn til Moskvu — og Brezhnev birtist loksins Moskva, 13. febr. Reuter. LEONID Brezhnev, flokksleiðtogi Sovétríkjanna, var í fararbroddi móttökunefndar þeirrar, sem fagnaði Harold Wiison, forsætis- ráðherra Breta, þegar hann kom til Sovétrlkjanna í dag. Var þetta Umdeildar kosningar Bangkok, 13. febrúar — Reuter. SENI Pramoj, gamalreyndur forystumaður lýðræðisflokks Thailands var í dag kosinn for- sætisráðherra landsins við at- kvæðagreiðslu i þinginu með 81 atkvæðis mun yfir þeim sem næst komst. Seni, sem var forsætisráð- herra um tíma við lok siðari heimsstyrjaldarinnar, mun vera í forsæti fyrir samsteypustjórn a.m.k. tveggja flokka. Þessi kosn- ing í þinginu fylgir í kjölfar kosninga í síðasta mánuði þar sem Lýðræðisflokkurinn vann flest þingsæti en ekki hreinan meiri- hluta. Um 500 manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum utan við þing- húsið og ásökuóu þingmenn fyrir að hafa þegið mútur við kosningu þingforseta í síðustu viku. Þá mótmælti fólkið þeirri ákvörðun þingforsetans að meina almenn- ingi og fréttamönnum aðgang að þinghúsinu á meðan forsætisráð- herrakjörið fór fram. í fyrsta skipti i sjö vikur, sem Brezhnev sést opinberlega. Stjórnmálasérfræðingar segja að þetta megi túlka á þann veg að Sovétmönnum sé mjög mikið í mun að bæta samskiptin við Bret- land, sem hafa verið heldur köld síðustu þrjú árin. Wilson heilsaði Brezhnev glað- lega og lýsti þeirri skoðun sinni að Brezhnev væri hreint ekki veikindalegur og kvaðst sá síðar- nefndi skyldu skýra honum frá þvi síðar, hvað hann hefði haft fyrir stafni síðan hann kom síðast fram þann 24. desember. Búizt er við að þeir Wilson og Brezhnev undirriti viðskipta- samning milli rikjanna meðan Wilson dvelst i Sovétríkjunum. A siðasta ári voru þau viðskipti Bretum mjög óhagstæð, og munu þeir leggja mikið kapp á að fá jafnvægi á hlutföll innflutnings og útflutnings milli landanna. Norflmmn með nýtt vörumeriá fyrir fisk ÚTFLUTNINGSNEFND norsks ferskfisks hefur nýlega hafið notkun þessa vörumerkis fyrir út- fluttan ferskfisk, frystan fisk og skelfisk. Vörumerkið, sem er prentað í rauðu og bláu, verður á fiski og fiskafurðum sem fram- leiddar eru og pakkaðar í sam- ræmi við settar reglur um þau efni, til að tryggja gæðastig fram- leiðslunnar. Konurnar vinsælar París, 13. febrúar — Reuter. KONURNAR tvær sem gegna ráð- herraembættum í rikisstjórn Valery Giscard d’Estaings, Frakk- landsforseta, eru vinsælustu ráð- herrar stjórnarinnar að því er fram kemur i skoðanakönnun sem birt var í París í dag. í könn- uninni sem birt var I blaðinu L’Aurore kemur fram að 62% þeirra sem spurðir voru, eru ánægðir með frammistöðu Simone Weil heilbrigðismálaráð- herra, sem var helzti frumkvöðull frjálslyndari fóstureyðingalög- gjafar er sett var nýlega. Francoise Giroud, ráðherra með málefni kvenna, varð í öðru sæti með 54%. Eini karlmaðurinn sem hlaut yfir 50% stuðning í könnun- inni var Jacques Chirac forsætis- ráðherra sem hlaut 52%. Símamynd — AP. WILSON OG BREZHNEV léku á als oddi, þegar þeir hittust í Moskvu í gær, en þangað var Wilson kominn í opinbera heimsókn. Fréttamönnum þótti tíðindum sæta að Brezhnev kom nú fram, en hafði ekki sést opinberlega síóan í desember. Kóreumenn fylgj- andi einræðinu? Seoul, 13. febr. Reuter. PARK Chung-Hee, forseti Suður- Kóreu, hlaut verulegan stuðning við hina nýju ströngu stjórnar- skrá landsins i úrslitum þjóðarat- kvæðagreiðslu sem voru kunn- gerð i dag. Andstæðingar forset- ans höfðu gagnrýnt stjórnarskrá þessa fyrir að vera einræðisleg og krafizt þess að önnur lýðræóis- legri yrði gerð. Er 70,2% þeirra rúmlega 13 milljóna atkvæða sem greidd voru í þjóðaratkvæða- greiðslunni í gær höfóu verið tal- in í dag voru 52% fylgjandi stjórnarskránni, aó því er sjón- varpið skýrði frá. Grípa Einingarsamtök- in inn í Erítreumálið? Addis Ababa, 13. febr. — Reuter. EININGARSAMTÖK Afríkurikja koma saman til ráðherranefndar- fundar 1 Addis Ababa f dag. Þrátt fyrir það að á dagskrá fundarins séu aðaliega efnahags- og stjórn- unarmál, hvllir skuggi bardag- anna í Eritreu, sem nálgast hafa borgarastyrjöld, yfir fundinum, þótt ólíklegt sé að þetta feimnis- mál verði tekið tii fermlegra um- ræðna á fundinum. Hins vegar verður það vafalaust aðalum- ræðuefnið manna á meðal á fund- inum þótt kyrrt fari. Erítrea, sem var fylki í Eþíópíu með talsverða sjálfstjórn áður en það var gert að héraði árið 1962, logaði í bardögum í janúar og áreiðanlegar heimildir herma að a.m.k. 1850 manns hafi farizt. En Erítrea var með kyrrð og spekt í dag, og bárust engar fregnir af átökum milli hersveita Eþiópíu- stjórnar og baráttusveita sjálf- stæðishreyfinganna. Ibúar Asmara, höfuóborgar Erí- treu, sögðu að daglegt lif væri að komast í eðlilegt horf, búðir væru margar opnar á ný og svo fram- vegis. Hins vegar hefur enn ekki komizt rafmagn á í borginni eftir 12 daga rafmagnsleysi. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur skorað á Einingarsamtökin að koma í veg fyrir frekari blóðsút- hellingar i Eritreu, en heimildir innan samtakanna sögðu að þau gætu ekki beitt sér i málinu nema herstjórnin í Eþiópíu bæói um það. Hins vegar lita yfirvöld i Eþíópíu á átökin í Erítreu sem innanrikismál, og vilja alls ekki geraþað alþjóðlegt. ENN BARIZT í MALAGASY Tananarive 13. febr. — Reuter BARDAGAR héldu áfram i dag milli hersveita stjórnvalda í Mala gasy og uppreisnarflokka lög- reglumanna sem sakaðir eru um að bera ábyrgd á morðinu á þjóð- höfðingj landsins, Rat- simandrava ofursta, s.I. þriðju- dagskvöld. Lögreglumennirnir Mitterand —sátttus. Mítterand forðast á- rekstra við kommúnista París, 13. febr. Reuter. FRANCOIS Mitterand, leiðtogi franskra sósíalista, sem stendur nú frammi fyrir auknum ögrun- um frá félögum sinum í sam- bandi franskra vinstri flokka, kommúnistaflokki George Marchais, lýsti í dag á blaða- mannafundi yfir því að hann hefði trú á vinstra samstarfi og forðaðist að styggja kommúnista. „Ég held ekki að kommúnistar vilji slíta samstarfinu,” sagði hann. „Ekkert hefur breytzt. Við erum áfram sterklega fylgjandi vinstra samstarfinu." Marchais réðst s.l. mánudag á Mitterand persónulega fyrir að vera yfirgangssamur og of örugg- ur með sjálfan sig, og gerði þar með vaxandi togstreitu þessara vinstri flokka enn biturri. Eru kommúnistar sagðir hafa miklar áhyggjur af vaxandi vinsældum sósíalistaflokksins og telja sósíal- ista græða á vinstra samstarfinu á kostnað kommúnista. Þá ásaka þeir Mitterand fyrir að vera að mjaka sér til hægri og vera reiðu- búinn til að makka við Giscard d’Estaing forseta. Mitterand svaraði þessum ásök- unum þannig á blaðamannafund- inum í dag: „Hvernig getum við verið að hneigjast til hægri og um leið reynt að taka atkvæði frá kommúnistum?’.’ Söngkonur með vafa- samarbók- menntir? Belgrad, 13. febr. Reuter. BANDARlSKA sendiráðið i Beigrad hefur óskað eftir við- ræðum við júgóslavnesk stjórnvöld vegna máls tveggja bandarískra óperusöng- kvenna, sem voru settar í varð- hald á hóteli sinu sl. mánudag og sakaðar um að flytja inn í landið bókmenntir, sem væru f jandsamlegar Júgóslaviu. Konurnar eru Gloria Bently og Ann Waterman. Þær komu akandi frá Rúmeníu og við komuna til gistihúss þeirra var farangur þeirra rannsak- aður og vegabréf þeirra tekin af þeim. voru innikróaðir i aðalfangelsi Tananarive, nálægt bækistöðvum uppreisnarmannanna sem teknar voru I áhlaupi i morgun. Allmarg- ir fangar sluppu úr haldi í árás- inni, og yfirvöldin skoruðu á þá að gefa sig fram. Ekki var vitað um örlög Brechard Rajaonarison ofursta, sem talinn er forsprakki upp- reisnarinnar. Áreiðanlegar heim- ildir hermdu að mannfall hefði orðið í umsátrinu og árásinni á bækistöðvarnar í morgun, en ekki var vitað hversu mikið það var. Embættismenn óskuðu eftir þvi að almenningur kæmi á sjúkra- hús borgarinnar til að gefa blóð. Verða keyptar Viggenvélar? Stokkhólmi, 13. febr. Reuter. ENN ER í athugun hvort hægt sé að láta sænsku Viggen- orustuvélarnar leysa af hólmi Starfightervélarnar hjá fjórum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, að þvi er Alv Jakob FostervoII, varnarmálaráðherra Noregs, sagði hér á fundi í dag með blaða- mönnum. Hann sagði það mikinn kost við Viggen-vélarnar hversu stutta braut þær þyrftu til að komast á loft og lenda. Noregur, Danmörk, Belgia og Holland eru að leita eftir því að festa kaup á 346 orustuvélum til að leysa af hólmi bandarisku Starfightervélarnar, sem komnar eru til ára sinna. Sagði ráðherrann að niðurstöðu mætti vænta fljótlega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.