Morgunblaðið - 14.02.1975, Side 25

Morgunblaðið - 14.02.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRtJAR 1975 25 Tjón af völdum vargfugla: Lambadráp mest 0,08% — Áhrif á æðarvarp mótsagnakennd Á SL. ÁRI réð menntamálaráðu- neytið Árna Heimi Jónsson líf- fræðing til að ferðast um landið og safna upplýsingum um tjón af völdum hrafns og svartbaks, en alloft hafa borist kvartanir frá bændum og samtökum þeirra vegna slíks tjóns, sérstakiega í sambandi við sauðburð og æða- rækt. Einnig hefur verið kvartað um að þessir fuglar — sérstak- lega þó hrafn, — ætu fræ f flögum og svartbakurinn laxa- seiði í ám, einkum þegar niður- gönguseiðum er sleppt. Jafn- framt var Árna Heimi falið að gera tilraunir með svefnlyf til fækkunar þessum fuglateg- undum. Upplýsingasöfnun þessi fór fram í júní, júlí og ágúst sumarið 1974, en svefnlyfjatil- raununum var þó ekki iokið fyrr en í september. I greinargerð segir m.a.: Arni Heimir ferðaðist um 20 sýslur og ræddi við 337 bændur og tjón sem hrafnar og mávar Ragnar Halldórsson kjörinn for- maður SFÍ Á aðalfundi Stjórnunarfélags- ins, sem haldinn var 4. febr. s.l. var Ragnar S. Halldórsson for- stjóri kjörinn formaður félagsins. Gestur fundarins, dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra, flutti ávarp. Þar kom fram, að ráðuneytið hefur ákveðið að fela Stjórnunarfélaginu framkvæmd þeirrar stjórnunarfræðslu, sem áður var i höndum sérstakrar nefndar, sem skipuð var af iðnaðarráðuneytinu. Guðmundur Einarsson verk- fræðingur, fráfarandi formaður SFl, setti fundinn. Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri var kjörinn fundarstjóri. I skýrslu stjórnarinnar kom fram m.a., að á fyrri hluta s.l. starfsárs hefði fræðslustarfsemin gengió erfiðlega vegna þeirrar spennu, sem þá ríkti á vinnumarkaðnum. Hins vegar væri ljóst samkvæmt undirtektum i vetur, að stjórn- endur fyrirtækja leggja nú meiri áherslu en áður á það að bæta við þekkingu sína og starfsfólksins, og væri það vonandi að þakka auknum skilningi þeirra á þýð- ingu þekkingarinnar sem fram- leiðsluþáttar. Þá kom fram i skýrslunni, að félagið gekkst fyrir 8 fundum, einni ráðstefnu og 10 námskeiðum um mismunandi efni. Nokkrir stjórnendur fóru i kynnisferð til þriggja Evrópu- landa á vegum félagsins til að kynna sér fyrirtækjarekstur og stjórnunarfræðslu. Guðmundur Einarsson, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs sem formaður félagsins, gaf félag- inu tvö hundruð þúsund krónur til tækjakaupa. Voru honum færðar þakkir fundarmanna fyrir höfðinglega gjöf. Eins og áður sagði flutti dr. Gunnar Thoroddsen ávarp á fundinum um breytingar á tilhög- un stjórnunarfræðslu iðnaðar- ráðuneytisins. Jakob Gislason fyrrv. orkumálastjóri og fyrsti formaður félagsins gerði nánari grein fyrir þýðingu þessarar ný- skipunar fyrir stjórnunarfræðslu- málin I landinu. I stjórn félagsins voru kjörnir: Ragnar S. Halldórsson form., Brynjólfur Bjarnason deildar- stjóri, Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson forstjóri, Hörður Sigurgestsson rekstrarhagfræðingur. Sigurður R. Helgason rekstrarhagfræðing- ur, Eggert Hauksson viðsk.fr., Guðmundur Einarsson verkfr., Jakob Gislason fyrrv. orkumála- stjóri og Sigurður Gils Björgvins- son rekstrarhagfræðingur. valda á sauðfé, yfirleitt nýborn- um lömbum eða lömbum í fæð- ingu. Af bændum sem spurðir voru, urðu 76 eða 22,5% fyrir þannig tjóni síðastliðið vor. Þess ber að geta að Árni Heimir reyndi að fara á sem flesta bæi þar sem frést hafði um tjón. Aðurgreindir bændur, sem spurðir voru um tjón, áttu um 11—12% af þeim ám sem voru á fóðrum siðastliðinn vetur. Mesta hugsanlega tjón, sem fuglarnir valda, er 0,08% af fjölda lamba sem fæðast. Ef öll þau lömb hefðu lifað til síðastliðins hausts og lagt sig á 5000 krónur hvert er tjón að meðaltali á hvern bónda með 250 ær nálægt 1300—1400 krónum og er þá um algjör efri mörk tjóns að ræða að þvi er Árni Heimir telur. Tjón fer í stórum dráttum eftir gæslu um burð. Af þeim bændum, sem létu bera að mestu leyti inni, urðu 5% fyrir tjóni. Samsvarandi tala fyrir þá, sem létu bera „við hús“ eða „á húsi“, er 29% og úti í haga 47%. Einnig drápu fuglarnir að sögn bænda 19 kindur sem höfðu orðið afvelta, fengið doða eða fest i gaddavír. Það virðist nokkuð útbreidd skoðun hjá bændum að það séu ákveðnir fuglar „sem komast upp á lag með að drepa". Yfirleitt var ekki gert upp á milli fuglanna að því er tjón varð- ar en almennt var hrafninn talinn áræðnari vió fé og flestir töldu aðkomuna verri eftir hann. Árni Heimir ræddi samtals við 67 bændur sem stunduðu æðar- rækt eða voru nýhættir þvi. Samanlagt dúnmagn úr æðar- varpi þeirra var að sögn 604 kg vorið 1975. Hjá þeim, sem höfðu æðarvarp, var það í samdrætti hjá 60% en i vexti eða stóð í stað hjá 40%. Sem aðalskýringu á samdrætti nefndu bændur aukin áhrif eftirtalinna þátta: svartbakur, hrafn, minkur og verri umhirða. Við þetta má svo bæta sem hugsanlegri skýr- ingu stóraukinni veiði hrognkelsa í net, en bændur töldu að mikið af æðarfugli dræpist í netunum. Ekki viróist sem svefnlyf hafi náð tilætluðum árangri við efl- Framhald á bls. 22 STÚDENTAR M.R. 1960 Fundur verður haldinn á Hótel Esju mánudaginn 17. feb. 1975 kl. 8.30. Bekkjaráð. FRÁ HÚSMÆÐRA- KENNARASKÓLA ÍSLANDS HÁUHLÍÐ 9. Kennsla frá kl. 13—1 7. 1. síldarréttir fyrir alla, dagana 19 og 21 febrúar. 2. borðbúnaður og áhöld hvers dags og áhöld hvers dags og á tillidögum, 26 og 27 febrúar. 3. brauðgerð til nytsemdar og ánægju dagana 6 til 13 marz. Hringið í síma 16145 kl. 9 —14 virka daga. óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Blaðburðarfólk: AUSTURBÆR Óðinsgata, Sóleyjargata, Laufás- vegur 2 — 57, Hverfisgötu 63 — 125. ÚTHVERFI Hluti af Blesugróf, Fossvogsblettir, Selás, Ármúli, Laugarásvegur 1 _37, Skipholt 35 — 55. VESTURBÆR Nýlendugata, Tjarnargata I og II. Upplýsingar í síma 35408. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mb. Uppl. hjá umboðsmanni og í síma Sjálfstæðisfólk Akranesi Þorrablót í Sjálfstæðishúsinu, Heiðarbraut 20, laugardaginn 15. febrúar kl. 8 siðdegis. Fjölbreytt skemmtiefni, dans. Takið með ykkur gesti. Sjálfstæðisfélögin Akranesi. Ekknasjóður fslands Umsóknir um styrk úr sjóðnum sendist skrif- stofu biskups, Klapparstíg 27. Umsögn sóknar- prests fylgi umsókn. Hnappagatavél o.fl. Til sölu er „REECE" hnappagatavél (stór), pressuborð, gufustraujárn og álímingarpressa. Einnig nokkrir lampar, stimpilklukka ofl. L.H. Múller, fatagerð. Símar: 30620 — 37773. Fiskiskip Höfum verið beðnir að útvega 70 til 80 rúm- lesta bát til leigu. Landsamband islenskra útvegsmanna Skipaleiga simi 16650. Kodak ■ Kodak ■ Kodak ■ Kodak KODAK Litmqndir á(i,dögum HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20 313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.