Morgunblaðið - 14.02.1975, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1975
t
Eiginmaður minn,
ARTHUR WATERMAN,
andaðist þann 29.1. s.l. á sjúkrahúsi í N. Y. Greftrun hefur farið fram.
Hildur Waterman.
Eiginmaður minn. +
ÓLAFUR GUOJÓNSSON,
Álftamýri 56,
Reykjavlk,
lézt i Borgarspítalanum 1 2. þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda. Guðlaug Jónsdóttir.
t
Útför konu minnar,
GUÐRlÐAR JÓNSDÓTTUR,
verður gerð frá Fossvogskirkju 1 5. febrúar kl. 1 0.30.
Blóma er ekki óskað, en líknarstofnanir njóti vinarhugar og fórnar-
lundar.
Jón ívarsson.
t
Útför tengdamóður minnar og ömmu okkar,
GUÐRÍÐAR ÍSAKSDÓTTUR
fer fram frá Fríkirkjunni I Hafnarfirði laugardaginn 15. febrúar kl.
10.30.
Sigurveig Jóhannsdóttir,
Þuriður Guðmundsdóttir,
Guðríður Guðmundsdóttir.
t
Móðir okkar
MAGNEA GlSLADÓTTIR
Háaleiti 23, Keflavík
verður jarðsett frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði laugardaginn 1 5. febrúar
kl. 1 1 f.h.
Börnin.
t
Maðurinn minn,
JÓN GUÐMUNDSSON
frá Húsavlk,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 1 5. febrúar kl.
13.30.
Sigrún Jónasdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
PÁLS GEIRMUNDSSONAR
Blönduósi.
Hjálmfrtður Anna Kristófersdóttir,
Guðný Pálsdóttir, Kristinn Pálsson,
Hjálmar Pálsson, Sigríður Þ. Sigurðardóttir.
og barnabörn.
t
Þökkum vinum og vandamönnum og samstarfsfólki á Kleppsspitalan-
um auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar og bróður,
FRIÐJÓNS ÞÓRARINSSONAR,
Hofteigi 32.
Einnig þökkum við starfsfólki Taugadeildar Landspítalans kærleiksrlka
umönnuh. Fanney Tryggvadóttir,
börn og systkini hins látna.
t
Þökkum samúð I orði og verki við fráfall og útför
INDRIÐA H. EINARSSONAR
verkfræðings.
Kristin Leifsdóttir,
Einar Indriðason, Hrefna Indriðadóttir,
Lovísa Helgadóttir, Sigríður Einarsdóttir
Hrefna Kolbeinsdóttir, Leifur Ásgeirsson.
Tómas Tómasson
Auðsholti — Minning
Sveitin Biskupstungur er um-
lukt tveim stórum fljótum, Hvítá
að austan en aó vestan Brúará.
Tungufljót klýfur hana að endi-
lögu. Sveitin er víðáttumikil,
gróðursæl og kostarík. Sunnan
Hvltár eru þrjár jarðir, sem telj-
ast til Biskupstungna en liggja
fast að Skeiðahreppi. Austan
Hvitár er fjölbýlisjörðin Auðsholt
og liggur í tungunni milli Hvítár
og Litlu-Laxár. Þar austur af er
Hrunamannahreppur. Þessi sveit-
arskipan er frá elstu tímum bisk-
upsstólsins í Skálholti. Þar hafði
biskupsstóllinn gagnsöm útibú.
Auðsholt telst til Skálholtssóknar
og á hreppsskil með Biskupstung-
um. Biskupsstóllinn hafði lagt
undir sig allar jarðir f sveitinni
nema fjórar, það voru Hólar, Ein-
holt, Drumboddstaðir og Bræðra-
tunga. Allur leigumáli hefur ver-
ið drjújj tekjulind fyrir stólinn og
hlunnindi jarðanna verið nýtt frá
Skálholtsstað. Vötnin voru mikill
farartálmi, vöð fá og fjarlæg fjöl-
fjörnum leiðum. Voru því viða
fastir ferjustaðir. Svo var í Auðs-
holti. Ferjunni fylgdi jafnan
meira ónæði en ávinningur. Hlut-
verk ferjumannsins gat stundum
reynst stórt og afdrifarfkt, því oft
var ferjan kölluð f brýnni nauð-
syn. Eftir að stólsjarðirnar voru
seldar, keypti maður vestan af
Kjalarnesi Auðsholt, sá hét Tóm-
as Halldórsson. Hann reisti bú í
Auðsholti 1801. Eftir hann bjó f
Auðsholti sonur hans Guðbrand-
ur. Kona hans hét Friðsemd Gisla-
dóttir frá Gröf í Hrunamanna-
hreppi. Sonur þessara hjóna var
Tómas, fæddur 1834. Hann hóf
búskap í Auðsholti eftir föður
sinn 1862. Kona hans var Guðrún
Einarsdóttir af Álftanesi. Synir
þeirra voru: Guðbrandur bóndi í
Skálmholti, Einar, hann fór til
Vesturheims, Guðjón á Dísastöð-
um og Tómas bóndi f Auðsholti.
Tómas Guðbrandsson var vel met-
inn, hófsamur, grandvar og góð-
viljaður. Hann var hreppsstjóri
um langt skeið og hlaut heiðurs-
verðlaun Dbr. manna. Árið 1907
lét Tómas af búskap og tók þá
sonur hans Tómas við jörðinni.
Tómas Guðbrandsson dó árið
1915. Tómas Tómasson var fædd-
ur árið 1874. Kona hans var Vil-
borg Jónsdóttir frá Syðra-Seli f
Hrunamannahreppi. Þessi hjón
eignuðust níu börn, fimm syni og
fjórar dætur. Öll þessi systkini
ólust upp hjá foreldrum sínum i
Auðsholti til þroska og mann-
dóms, gott og tápmikið fólk. I
hópi þessara systkina var Tómas.
faeddur 3. janúar 1911 og er þessi
grein skráð til minningar um
hann.
Fyrstu kynni min við þessa fjöl-
skyldu var veturinn 1918. Ég var
þá ráðinn til farkennslu i sveit-
inni, kennt var á bæjum þar sem
+
Eiginkona mín og móðir
ARNDfS SIGURÐARDÓTTIR
Norðurbyggð 15,
Akureyri
lést 1 2. febrúar.
Vigfús Sigurjónsson,
Sigurlaug Vigfúsdóttir.
rúm voru húsakynni og hægt var
fyrir börnin að ná til kennslunn-
ar. Kennt var f tvær vikur á hverj-
um stað. Þessi vetur er minnis-
stæður þeim, er þá lifðu og mun
teljast til stærri atburða í sögu
lands og þjóðar.
„Undur yfir dundu". Kötlugos
hófst 12. október og stóð til 4.
nóvember sama ár. Samtímis
herjaði skæð drepsótt víða um
landið, (spænska veikin). Hafís
lagðist að landi og lokaði siglinga-
leiðum, frosthörkur 20-til 40 gráð-
ur. Vöruskortur og vaxandi verð-
bólga, skólum jafnvel lokað vegna
kolaleysis. Þá lauk heimsstyrjöld-
inni fyrri, 1. desember gengu
sambandslögin í gildi, þá var ís-
lenski rfkisfáninn dreginn að hún
í fyrsta sinn, tákn þess, að Island
væri sjálfstætt og fullvalda ríki.
Eftir þennan vetur fannst mér
ég skynja betur hvað þjóðin hefur
einatt orðið að þola á umliðnum
öldum og skila ættinni fram til
þessa dags. Ég hafði náin kynni af
sveitungum mínum og heimilum
þeirra þennan vetur. Þá voru
margar stórar fjölskyldur að alast
upp, án opinberra styrkja. Aðbúð
var víða frumstæð, húsakynni
köld og lítið upphituð. Húsbónd-
inn þreytti andvöku til úrræða við
frumstæð vandamál, húsmóðirin
vann sitt f jölþætta hlutverk, bar í
brestina og bætti úr þörfum heim-
ilisins eftir getu. Ég ætla að sum-
ar húsmæðurnar hafi gert þar
kraftaverk, að metta marga
munna af litlum fiski og fáum
brauðhleifum. Svo varð líka að
bjarga krökkunum frá kuldanum.
Hér á landi má jafnan klæða af
sér kuldann, þar munu ullarnær-
fötin vel reynast. Þannig var það
með skólakrakkana hjá mér þenn-
an vetur, þau voru öll vel búin að
ullarfatnaði. Ég hafði olíuofn til.
að ylja upp kennslustofuna. Oft
lét ég krakkana fara út milli
kennslustunda, hlaupa og leika
sér, þá var ég sjálfur jafnan með
þeim. Tommi var þá líka í hópn-
um þá aðeins sjö ára gamall. Það
kom fyrir að hann fékk kul í
fingurna, þá hljóp hann beint til
mömmu sinnar og hendurnar
hennar vermdu hann vel.
Þá iðkaði ég að staðaldri ýmsar
líkamsæfingar. Tommi var þá
jafnan nærstaddur og horfði á
mig og tók brátt að líkja eftir mér
með tilburðina. Við horfðum
þegjandi hvor gegn öðrum, dálítið
glettnir í bragði. Mér þótti nær-
vera stráksins notaleg og ég veitti
honum sérstaka athygli. Hann var
fjörmikill en þó enginn ærsla-
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÓLAFAR SESSELJU RÓSMUNDSDÓTTUR,
Skerseyrarvegi 1, Hafnarfirði.
Gústaf Sigurðsson,
Július Sigurðsson,
Þorlákur Sigurðsson,
Rósmundur Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Anna Sigurðardóttir,
Ragnheiður Sigurðardóttir,
Guðrún Bjarnadóttir,
Ásta Magnúsdóttir,
Elísabet Pétursdóttir,
Vilborg Hansdóttir,
Hjördis Jónsdóttir,
Egill Strange,
Friðþjófur Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
belgur, dulur, íhugull, andlits-
drættir sýndu vijafestu og kjark
og ef honum fannst eitthvað mik-
ið liggja við brá fyrir leiftri í
brúnum augum hans, merki lífs-
vilja og manndóms.
Bærinn i Auðsholti þar sem ég
dvaldi, stóð fast við Hvítá. Nú var
hún ísi þakin, engin feigðarvök.
Nú kallaði enginn á ferju. Oft var
glugginn i kennslustofunni svo
loðhrímaður, að frostrósirnar,
sem krökkunum sýndust stundum
stásslegar, hurfu að mestu. Það
var „púað á loðinn ljóra“ og
skyggnst suður um hjarnbreið-
una, stöku sinnum heyrðust
dynkjandi frostbrestir.
Skólaljóðin voru lesin og lærð.
Það var sem til okkar bærist
vermandi glóð og okkur gafst sýn
til sólarlanda. (Lýsti sól, stjörnu
stól, — Ingólfur sté á land.) Er
kuldinn beit i kinnarnar var kveð-
ið við eyra: „Fjör kenni oss eldur-
inn, frostið oss herði“. Ég held að
Tommi hafi skynjað þetta allt.
Veturinn leið og vorið kom. Ég
hvarf þá lengra burtu, fór viða og
dvaldi á ýmsum stöðum til nánari
kynna, bæði við störf og nám.
Vorið 1927 reisti ég bú i Hauka-
dal, skammt frá Geysi. Samtímis
hóf ég þar skólastarf, íþrótta-
skóla. Verkefnin voru mörg og
þung í vöfum. Þurfti ég því að
leita eftir aðstoð til framkvæmda.
Var mér jafnan vel tekið og
margur rétti mér hjálparhönd.
Þar á ég mörgum gott að gjalda.
Skólinn hófst haustið 1927, vorið
eftir hélt ég sex vikna námskeið.
Þar kom Tommi frá Auðsholti. Þá
rifjast upp gömul kynni, hann
er þá orðinn seytján ára og væn-
legur piltur. Næsta vetur er hann
nemandi í skólanum og reyndist
þá sem vænta mátti góður nem-
andi og þroskamikill. Eftir þetta
leitaði ég oft til Tomma um aðstoð
og dvaldi hann oft hjá mér lengri
eða skemmri tíma. Vann hann
mjög við bústörfin og reyndar
hvað sem þurfa þótti, annars
vann hann heima að búi foreldra
sinna. 1 hvert sinn er Tommi var
kominn til min, létti af mér
áhyggjum um störfin. Svo var
hann framtakssamur, vandvirkur,
vel hagur og svo trúr líkt og hann
ynni þar sínum eigin hag. Að vetr-
inum var hann mér oft til aðstoð-
ar við íþróttaæfingarnar. Hann
var góóur íþróttamaður, einkum i
fimleikum og sundi. Glímumaður
var hann góður, glímdi af viti og
stillingu, mjúkur í vörn, bragð-
fimur, einkum á lágbrögð, snar-
menni og sterkur, fylgdi vel sett-
um leikreglum. Ég baó hann oft
að glíma við byrjendur og leið-
beina þeim.fórst honum það vel
úr hendi. Þeir sem voru stórir og
sterkir vildu sýna Tomma að þeir
væru ekki valtir á fótum og stóðu
fast fyrir og treystu á afl sitt og
þunga, en fundu brátt að slfkt
dugði ekki einungis í glimunni.
Tommi var ekki hár vexti, en
þéttbyggður og svaraði sér vel,
mjúkur og sterkur eins og áður
segir. Hann var góður félagi og
ávann sér traust 'þeirra. Sam-
skipti okkar voru á marga lund,
kallaði ég jafnan til hans ef eitt-
hvað þurfti að færa í betra horf,
því ég treysti honum *ezt til úr-
ræða. Man ég ýms atvik sem geta
r iUtt þessi ummæli og skal hér
eiit greint: Það var seint á jóla-
föstu að mig vantaði fimm ær sem
ér þurfti að finna.Bað ég Tomma
að koma með mér að leita þeirra.
Veður var hjart, nokkurt frost,
snjólítið og gott færi. Þóttist ég
vita, að ærnar væru inni á Hauka-
dalsheiði. Eftir þriggja stunda
göngu sáum við ærnar fremst í
Ásbrandshólma. Liggur sá hólmi
milli Ásbrandsár og Fars, þessar
kvíslar renna saman í Tungufljót.
Við vildum ganga á ís út í hólm-
ann, en hann brast sundur og
urðum við votir til mittis. Eftir að
ærnar komu úr hólmanum hlupu
þær heimleiðis. Við runnum fast
eftir þeim, þær fóru rétta leið
ofan við Fljótsbotna, þar eru
margar uppsprettur og lækir, sem
útfaraskreytlngar
Gróðurhúsið v/Slgtún sími 36770