Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975 1 ÍI'HIÍIUfllíTIIH MHBEUIBUÐSIWS HAUKARNIR reyndust ekki mikil hindrun fyrir Víkinga, er liðin mættust 1 1. deildar keppni Islandsmótsins í Iþróttahúsinu í Hafnar- firði 1 fyrrakvöld. Fyrri hálfleikurinn og fyrstu mfnúturnar f seinni hálfleik var reyndar um jafna baráttu að ræða, en undir lok leiksins sigu Vfkingarnir örugglega framúr og sigruðu með fjögurra marka mun: 22—18. Þetta var sanngjarn sigur. Víkingar voru betri aðilinn f leiknum, en handknattleikurinn sem liðin sýndu á köflum var ekki tilþrifamikill, þau eiga að geta gert betur, sérstaklega þó Vfkingarnir, sem hafa yfir töluverðri breidd að ráða í liði sínu. Mark það sem Ingimar skoraði í þessum leik, var t.d. eitt falleg- asta markið sem í leiknum sást. I Víkingsliðinu var Einar Magn- ússon í essinu sfnu, enda voru Haukarnir oftast of seinir út á móti honum, og hann fékk tima til þess að koma sér á ferðina í upp- stökkið. Fyrir utan framtak Ein- ars var Víkingsliðið mjög jafnt i þessum leik. Sóknarleikur liðsins er ágætlega ógnandi, og vörnin greinilega búin að öðlast töluvert öryggi, og er fljótari og ákveðnari en verið hefur hjá liðinu undan- farin ár. Óhætt er að spá Víking- unum frama í mótinu i vetur. A.m.k. ef það leikur jafn skyn- samlega og það hefur gert til þessa, og lætur það ekki raska ró FH-stúlkumar héldu markinu hreinu allan fyrri hálfieikinn HVAÐ er aó hjá Ármannsstúlk- unum f handknattleik? Hvar er liðið sem var í úrslitum f Reykja- vfkurmótinu? Hvar er liðið sem svo margir spáðu að mundi brjóta á bak aftur alræði Vals og Fram f kvennahandknattleiknum með þvf að sigra f 1. deild kvenna í vetur? Það er eitthvað mikið að hjá Stúlkunum. Tveir sfðustu leikir hafa tapazt með miklum mun. Fyrst gegn Vfkingi með 10 mörkum gegn 4, og nú á miðviku- daginn gegn FH með 17 mörkum gegn 10, og það eftir að vera und- ir 11 mörk gegn engu f hálfleik. Já, ekkert mark skorað í fyrri hálfleik, en fengu á sig ellefu. Eins og undanfarandi ber með sér var um algera einstefnu að ræða á mark Ármanns. FH- stúlkurnar léku þá oft stór-góðan handknattleik, en Ármannsstúlk- urnar voru alger andstaða þeirra. Ef svo bar við að sóknir Armanns enduðu með skoti, þá átti Gyða Ulfarsdóttir í marki FH auðvelt með varnir. Annars endaði lík- lega helmingur sókna Ármanns með því að stúlkurnar glopruðu boltanum frá sér á hinn furðuleg- asta hátt. 1 siðari hálfleiknum rétti Ár- mann aðeins úr kútnum, þó eigin- lega ekki fyrr en á sfðustu mínút- um leiksins, en þá slakaði FH verulega á enda leikurinn unn- inn. Leiknum lauk því með sigri FH 17 mörkum gegn 10. Eins og fyrr getur lék FH oft á tíðum mjög góðan handknattleik. Einkum áttu þær góðan leik Svan- hvít Magnúsdóttir og Kristjana Aradóttir auk fyrirliðans Birnu H. Bjarnason. Það var ánægjulegt að sjá að Svanhvit virðist vera að nálgast sitt gamla form, en hún hefir átt fremur slaka leiki það sem af er mótsins. Það er óskiljanlegt hve slaka leiki Armann hefir átt að undan- förnu. Sennilega er áhugaleysi um að kenna. T.d. lék Guðrún Sigþórsdóttir ekki með að þessu sinni, en hún hefir verið jafn best Ármannsstúlknanna í vetur. Astæðan fyrir fjarveru Guðrúnar er sú að hún hefir litið sem ekkert æft aó undanförnu og var því ekki valin. Það var helst að Erla Sverr- isdóttir sýndi lit í leiknum við FH, en hún á við meiðsli að stríða þannig að hún gat ekki beitt sér sem skyldi. Leikinn dæmdu Geir Thor- steinsson og Hafsteinn Jóhanns- son og komust all vel frá sínu. Mörkin. FH: Kristjana 7 (3v), Svanhvít 6 (2v), Guðrún Júlíus- dóttir 2, Birna og Anna Lísa Sig- urðardóttir eitt mark hvor. Ármann: Erla 4 (2v), Katrín Axelsdóttir 2, Jóhanna Asmunds- dóttir, Helga Egilsdóttir, Sigríður Rafnsdóttir og Þórunn Hafstein eitt mark hver. Sigb.G. Jafnvel slfk færi sem þetta tókst Haukunum ekki að nýta f leiknum f fyrrakvöld. Elfas Jónasson hefur komist milli Magnúsar Guðmundssonar og Skarphéðins Oskarssonar f hið ákjósanlegasta færi, en hitti ekki markið. Ljósm. Friðþjófur Helgason. sinni þótt andstæðingurinn haldi í til jafns við það, til að byrja með. ISTUTTU MÁLI: ÍSLANDSMÖTIÐ 1. deild Iþróttahúsið Hafnarfirði 12. febr- úar Úrslit: Haukar — Víkingur 18 — 22 (10—10) Gangur leiksins: Min. Haukar Víkingur 57. Hilmar 58. 58. 59. 60. Hilmar 60. Hörður 16:19 16:20 Einar 16:21 Jón 16:22 Skarphéðinn 17:22 18:22 Þessi sigur Víkinga tryggir stöðu þeirra á toppnum í fyrstu deildinni. Þeir hafa tapað einu stigi minna en FH og Valur en líklegt verður að teljast, að barátt- an um íslandsmeistaratitilinn standi milli þessara liða. Tap Hauka f leiknum þýddi það fyrir þá, að heita má aó með öllu sé vonlaust að þeir blandi sér í bar- áttuna í vetur. Hefur ferill liðsins í vetur verið gagnstæður því sem oftast hefur verið áður, — er það Dönsku stúlkurnar sigruðu DANMÖRK sigraði HoIIand með 18 mörkum gegn 11 í landsleik í handknattleik kvenna sem fram fór í Kaup- mannahöfn um síðustu helgi. Leikur þessi var liður f undan- keppni heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik, og má segja að með þessum sigri séu dönsku stúlkurnar vel á veg komnar að tryggja sér þátt- tökurétt f lokakeppninni. Leikurinn í Kaupmannahöfn var mjög jafn lengst af. Hol- lenzku stúlkurnar höfðu 7—6 forystu í hálfleik, og skömmu fyrir leikslok var staðan 9—8 þeim í vil. Á lokamínútunum losnaði hins vegar allt úr bönd- unum hjá þeim, og dönsku stúlkurnar skoruðu hvert markið af öðru. Sem kunnugt er léku hol- lenzku stúlkurnar tvo lands- leiki vió Island í vetur og unnu báða leikina með eins marks mun. hefur byrjaó illa í mótum, en síð- an sótt sig. Fyrri hluta leiksins náðu liðin að sýna nokkurn veginn það bezta sem í þeim býr, og meðan svo var, var leikurinn nokkuð jafn og skemmtilegur. Haukarnir keyrðu hraðann upp og reyndu að opna Víkingsvörnina meó fléttum. Þetta tókst bærilega, og yfirleitt voru þeir fyrri til að skora og höfðu reyndar tvö mörk yfir á tímabili, er staðan var 7:5. En er á leikinn leið og þeir Haukaleik- menn sem spilinu höfðu stjórnað tóku að þreytast datt botninn úr leik liðsins. Var einkum áberandi hversu Haukarnir duttu niður, er Ölafur Ölafsson var ekki lengur í fullu fjöri, en hann virðist fremur úthaldslítill. Eftir að Víkingar höfðu náð tveggja marka forystu um miðjan seinni hálfleik var ekki um mikla keppni að ræða, og mestur munur varó sex mörk. Eins og verið hefur í vetur voru það þeir Ólafur, Stefán, Hörður og Elías sem mest kvað að i Haukaliðinu, en Ólafur og Elías voru þó óvenjulega daufir í dálk- inn i þessum leik og gerðu mörg mistök, einkum þó Ólafur, sem skoraði jafnvel ekki úr opnum færum. Til að byrja með gekk Herði illa með skot sín, en þar kom að hann hafði náð rétta sigt inu á Víkingsmarkið og var þá ekki að sökum að spyrja. Eins og svo oft áður nýtti hann fullkom- lega þröng færi, og skoraði hvert niarkið af öðru. Virðist svo sem að því verði tæplega ógnað að hann verði markakóngur mótsins í ár. 1 þessum leik vöktu tveir aðrir leikmenn Haukanna sérstaka at- hygli: Ingimar Haraldsson og Arnór Guðmundsson. Sá fyrr- nefndi er mjög ungur að árum, en hefur geysilega gott auga fyrir leiknum, og er snöggur og fljótur að átta sig á þvi hvað er að gerast. 2. Arnór 1:0 3. 1:1 Sigfús 4. Arnór 2:1 5. Ólafur (v) 3:1 7. 3:2 Einar 8. Ingimar 4:2 9. 4:3 Ólafur 10. 4:4 Einar 12. Hörður 5:4 14. 5:5 Einar 16. Hörður 6:5 18. Hörður (v) 7:5 20. 7:6 Einar (v) 22. Hörður 8:6 22. 8:7 Þorbergur 26. 8:8 Einar 28. Hörður 9:8 28. 9:9 Sigfús 29. Stefán 10:9 30. 10:10 Einar (v) Hálfleikur 33. Ólafur(v) 11:10 34. 11:11 Einar 34. Hörður 12:11 35 12:12 Páll 36. 12:13 Stefán 37. Hörður (v) 13:13 38. 13:14 Stefán 42. 13:15 Jón 43. 13:16 Skarphéðinn 43. Hörður 14:16 45. Stefán 15:16 50. 15:17 Stefán (v) 52. 15:18 Einar 55. 15:19 Skarphéðinn Mörk Hauka: Hörður Sigmars- son 9, Ólafur Ólafsson 2, Stefán Jónsson 2, Hilmar Knútsson 2, Arnór Guðmundsson 2, Ingimar Haraldsson 1. Mörk Víkinga: Einar Magnús- son 9, Stefán Halldórsson 3, Skarphéðinn Óskarsson 3, Sigfús Guðmundsson 2, Jón Sigurðsson 2, Páll Björgvinsson 1, Ólafur Friðriksson 1, Þorbergur Aðal- steinsson 1. Brottvfsanir af velli: Logi Sæm- undsson, Haukum, í 1. mín., Jón Sigurðsson, Víkingi, i 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Sigurgeir Sigurðsson varði vítakast Harðar Sigmarssonar á 48. mín., Ólafur Ólafsson skaut framhjá á 54. mín., Gunnar Einarsson varði vitakast Einars Magnússonar á 49. mín. Dómarar: Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson og dæmdu þeir yfirleitt mjög vel. — stjl. LIÐ HAUKA: Gunnar Einarsson 1, Logi Sæmundsson 2, Svavar Geirsson 1, Elías Jónasson 2, Ólafur Ólafsson 1, Stefán Jónsson 3, Frosti Sæmundsson 1, Hörður Sigmarsson 3, Hilmar Knútsson 2, Ingimar Haraldsson 3, Arnór Guðmundsson 2. LIÐ VlKINGS: Rósmundur Jónsson 1, Magnús Guðmundsson 2, Jón Sigurðsson 1, Einar Magnússon 4, Sigfús Guðmundsson 2, Páll Björgvinsson 1, Stefán Halldórsson 2, Ólafur Friðriksson 1, Þorbergur Aðalsteinsson 1, Erlendur Hermannsson 2, Skarphéð- inn Óskarsson 2, Sigurgeir Sigurðsson 2. Víkingarnir sterkari á enda- sprettinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.