Morgunblaðið - 14.02.1975, Page 36
nucivsmcnR
^^-«22480
3HoT0tintilaí)i!&
nuGivsincnR
íg, ^22480
FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975
Mestí afladagurinn
MESTI afladagur loðnuvertíðar-
innar í ár var í gær, en þá til-
kynntu 48 skip um samtals 15.100
lestir á tímabilinu frá því á mið-
nætti aðfaranótt gærdagsins til
kl. 9.30 í gærkvöldi. Aflinn fékkst
undantekningarlaust á svonefndu
2. veiðisvæði eða á milli Vestra-
horns og Ingólfshöfða, en honum
verður landað I höfnum allt frá
Keflavfk að vestanverðu til
Vopnafjarðar að austanverðu.
Heildaraflinn er nú orðinn 146
þúsund tonn.
Eftirtaldir bátar tilkynntu um
afla i gær: Oskar Magnússon 500,
Loftur Baldvinsson 470, Heimir
420, Álftafell 260, örn 300, Svan-
ur 340, Keflvíkingur 220, Héðinn
420, Súlan 625, Skírnir 250,
Sveinn Sveinbjörnsson 250, Öskar
Halldórsson 310, Þorbjörn II. 150,
Arnarnes 210, Kristbjörn II. 200,
Ásver 200, Ársæll 230, Sæunn
140, Helga II. 270, Þórður Jónsson
360, Grímseyingur 210, Hilmir
370, Víðir 260, Skógey 220, Bergá
35, Sigurbjörg 260, Ljósfari 210,
Huginn 400, Bergur 200, Glófaxi
100, Gullberg 420, Gísli Árni 370,
Börkur 900, Ásgeir 380, Kópur
200, Ásberg 180, Guðmundur 750,
Járngerður 220, Þórkatla II. 230,
Náttfari 270, Guðrún 170, Hafrún
250, Reykjaborg 500, Þorsteinn
330, Hinrik 200, Harpa 330, Fífill
600 og Jón Finnsson 410.
Nökkvinn ákærður
fyrir landhelgisbrot
SAKSÓKNARI ríkisins gaf I gær
út kæru á hendur skipstjóranum
á rækjubátnum Nökkva HU 15
fyrir fiskveiðibrot f janúar s.I. Að
sögn Þórðar Björnssonar, sak-
sóknara rfkisins, er skipstjórinn
kærður fyrir að hafa stundað
rækjuveiðar í janúarmánuði s.l.
eftir að veiðileyfi sem sjávarút-
vegsráðherra hafði veitt faonum
til veiða hafði verið afturkallað.
Kæran var lögð fram á dómþingi f
Hafnarfirði f gær, og stjórnaði
þvf Sigurður Hallur Stefánsson,
settur dómari f málinu. Mættir
voru saksóknari ríkisins, Þórður
Alþýðubandalagið:
Sendi bróður-
legar kveðjur!
1 DESEMBERMANUÐI sl. var
haldinn í Búdapest undirbún-
ingsfundur fyrir ráðstefnu
kommúnistaflokka f Evrópu.
Fund þennan sóttu fulltrúar
29 kommúnistaflokka. Meðal
þátttakenda voru fulltrúar
kommúnistaflokka allra Norð-
urlanda, nema Alþýðubanda-
lagsins. 1 yfirlýsingu, sem
send hefur verið út eftir
þennan fund eru í upphafi
taldir upp þeir kommúnista-
flokkar, sem þátt tóku í ráð-
stefnunni, en síðan segir:
„Alþýðubandalagið á tslandi
sendi fundinum bróðurlegar
kveðjur."
Björnsson, Ámundi Grétar Jóns-
son, skipstjóri á Nökkva, og full-
trúi verjanda hans, Öttar Yngv-
arsson, en verjandinn, Benedikt
Blöndal, gat ekki mætt. Sigurður
Hallur Stefánsson tjáði Mbl. f
gærkvöldi að hann hefði tilnefnt
tvo meðdómendur, þá Þorstein
Einarsson og Guðmund Guð-
mundsson, fyrrum skipstjóra.
Réttarhöldunum verður haldið
áfram á mánudag næstkomandi.
Morgunblaðinu barst f gær svo-
hljóðandi yfirlýsing frá Ámunda
Grétari Jónssyni, skipstjóra á mb.
Nökkva HU-15:
1 tilefni af ákæru, sem ríkissak-
sóknari hefur í dag gefið út á
hendur mér vegna meints fisk-
veiðibrots, þar sem ég hafi stund-
að rækjuveiðar á Húnaflóa eftir
að ég var sviptur rækjuveiði-
leyfi, vil ég taka fram eftirfar-
andi:
1. Eg lýsi mig alsaklausan af
ákæruatriðinu. Eg tel mig enn
hafa fullgilt rækjuveiðileyfi, þar
sem leyfissviptingin byggðist á
óheimilum forsendum og var því
ólögmæt.
2. Eg tel, að mér hafi aidrei
verið sett það skilyrði fyrir
rækjuveiðileyfinu, að ég mætti
ekki landa aflanum til vinnslu f
heimahöfn Nökkvans á Blöndu-
ósi, enda sótti ég ekki um rækju-
veiðileyfi á þeirri forsendu, og
ekkert er um slfkt skilyrði getið f
leyfisbréfinu. Og þó að slfkt skil-
yrði hefði verið sett mér, væri það
kolólöglegt. Það eru margar aldir
liðnar sfðan yfirvöld á Islandi
hættu að skipta sér af þvf til
hvaða staða eða fyrirtækja fs-
Framhald á bls. 22
Ljósmynd Ól.K.M.
UTGERÐIN — Aukafundur Landssambands fslenzkra útvegsmanna var haldinn
að Hótel Loftleiðum í gær og var myndin tekin af nokkrum fundargestum skömmu
áður en fundurinn hófst.
Aukafundur Landssambands ísl. útvegsmanna:
Aframhaldandi taprekstur
bl»dr vifi “ Tði ti/-frekari að'
UldMl VIU gerða af halfu rikisstjornannnar
LANDSSAMBAND fsi. útvegs-
manna hélt f gær aukafund sinn
sem boðað hafði verið til fyrir
alllöngu en jafnan frestað vegna
dráttar sem varð á ákvörðun um
hið almenna fiskverð. Fundurinn
hófst kl. 4 að Hótel Loftleiðum og
á honum var gerð einróma sam-
þykkt um viðhorf útgerðarinnar
til verðákvörðunar og þeirra efna-
hagsráðstafana ríkisins sem þeg-
ar liggja fyrir. Segir f samþykkt
aukafundarins, að sá vandi sem
við blasti um áramótin sfðustu sé
jafn óleystur og áður nema sér-
stakar aðgerðir komi til. Kristján
Ragnarsson, formaður LlU, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær,
að hann vænti þess að næstu daga
yrðu hafnar viðræður um það
hvernig þessi vandi yrði leystur.
Utgerðarmenn gerðu sér grein
fyrir að einhverra tafa mætti
vænta vegna þings Norðurlanda-
ráðs hér á landi en þeir vonuðust
til að áfram yrði haldið að reyna
að finna á málinu einhverja við-
unandi lausn.
Samþykkt aukafundar LlÚ fer
annars hér á eftir:
Aukafundur Landssambands
fsl. útvegsmanna, haldinn í
Reykjavík-13. febrúar 1975, ítrek-
ar fyrri ályktun sína þess efnis, að
fiskverðshækkun ein saman leysi
ekki þann rekstrarvanda, sem út-
gerðin á við að stríða. Sú fisk-
verðshækkun, sem nú hefir verið
ákveðin samfara 25% hækkun á
söluverði , erlends gjaldeyris
hrekkur aðeins fyrir þeim aukna
tilkostnaði, sem gengisbreytingin
veldur. Sá vandi, sem við blasti
um áramótin, er jafnóleystur og
áður, nema sérstakar aðgerðir
komi til, en frá áramótum hafði
vandinn aukizt vegna mikillar
hækkunar á verði oliu og vátrygg-
ingariðgjalda vegna áhafna- og
skipatrygginga.
Stjórnvöld hafa ekki skýrt út-
vegsmönnum frá öðrum hugsan-
legum aðgerðum, sem stuðli að
varanlegri lausn á vandamálum
útgerðarinnar og ekki hefir verið
sýnt fram á, aó gengisbreytingin
sem slík feli i sér slíka lausn.
Framhald á bls. 22
Einnig galli í Hvalbaki
Afstaða stjórnarandstöðu til gengislækkunar:
Alþýðubandalagið klofið í þrennt
ÞINGFLOKKAR stjórnarand-
stöðunnar hafa allir lýst and-
stöðu við efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar og þá lækk-
un á gengi krónunnar, sem
ákveðin var sl. miðvikudag. Al-
þýðubandalagið virðist þó vera
þríklofið i afstöðu sinni til
gengisbreytingarinnar. Lúðvík
Jósepsson lýsti yfir því á AI-
þingi, að hann væri andvígur
gengislækkuninni, hún væri
ranglát og auk þess ekki líkleg
til þess að leysa þann vanda,
sem við er að etja í efnahags-
málum. Tveir áhrifamenn i Al-
þýðubandalaginu, sem ekki
eiga sæti á Alþingi, hafa hins
vegar tekið aðra afstöðu til
þessa máls.
Guðmundur Hjartarson, sem
Lúðvík Jósepsson, skipaði á sl.
ári bankastjóra Seðlabankans
stendur að ákvörðun banka-
stjórnarinnar og rikisstjórnar-
innar um 20% lækkun á gengi
krónunnar. Guðmundur Hjart-
arson hefur um áraraðir verið
með áhrifamestu mönnum í Al-
þýðubandalaginu. Ingi R.
Helgason greiddi ekki atkvæði
gegn gengislækkun, þegar til-
lögur þar um voru bornar undir
bankaráð Seðlabankans, þar
sem hann situr sem þingkjör-
inn fulltrúi Alþýðubandalags-
ins. Hins vegar lét hann bóka,
að hann gæti ekki greitt at-
kvæði með 20% gengislækkun
meðan gjaldeyrisvarasjóðurinn
væri óvarinn fyrir hömlulausri
ásókn. I bókuninni kemur þó
ekki fram, að hann sé andvígur
Framhald á bls. 22
ATHUGUN á vél Hvalbaks frá
Breiðdalsvik leiddi I ljós sams
konar galla og fannst í togurun-
um Brettingi og Páli Pálssyni.
Hins vegar reyndist vél togarans
Arnars frá Skagaströnd vera í
lagi. Fleiri togarar smíðaðir í Jap-
an verða athugaðir á næstunni,
t.d. mun Rauðinúpur frá Raufar-
höfn koma til Reykjavikur í dag
og verður vél hans athuguð. Jap-
ansskuttogararnir eru alls 10 tals-
ins. Búið er að hafa samband við
framleiðendur vélanna úti i Jap-
an, og eru sérfræðingar frá þeim
væntanlegir hingað.
Að sögn Sigurðar Guðmunds-
sonar, útgerðarstjóra Hvalbaks
hf. á Breiðdalsvik, fundust stál-
flisar í legum aflvélar Hvalbaks
þegar hún var athuguð, en þangað
höfðu þær borizt með smurningu.
Þarf að rífa vélina í sundur,
skipta um allar legur og hreinsa
vélina rækileg’a. Er búið að panta
varahluti frá Japan. Það var
Rannsóknastofnun iðnaðarins
sem gerði athugun á vél Hval-
baks. Hvalbakur lá i Reykjavík
vegna bilunar í spili og var því
tækifærið notað til að kíkja á vél-
ina. Það getur tekið allt að mánuð
að gera vél togarans upp. Sigurð-
ur sagði, að þetta stopp kæmi sér
ákaflega illa fyrir bæði Breiðdals-
vík og Stöðvarfjörð. Lægi mest
allt athafnalif niðri á meðan tog-
arans nyti ekki við.
Sveinn Ingólfsson, fréttaritari
Mbl. á Skagaströnd, sagði í gær,
að sem betur fer hefðu allar legur
í vél skuttogarans Arnars reynzt í
lagi. Vélin yrði þó athuguð nánar
áður en skipið héldi á veiðar.
Nýtt loðnu-
verð 16.
febrúar
STRAX OG búið var að til-
kynna um gengisfellinguna
sögðu seljendur loðnu upp nú-
verandi lágmarksverði á loðnu
til bræðslu, en það er bundið
gengisákvæðum. Verðlagsráð
sjávarútvegsins fjallaði þegar
um málið í gær, en nýtt verð
var ekki ákveðið á þeim fundi.
Að sögn Sveins Finnssonar,
framkvæmdastjóra Verðlags-
stjóra sjávarútvegsins, á hið
nýja loðnuverð að taka gildi
16. febrúar n.k., en þann dag
átti verð á loðnu til bræðslu að
lækka í kr. 1.90 kílóið, en það
er nú kr. 2.05 kílóið.
Þá sagði Sveinn að núgild-
andi verði á rækju og hörpu-
diski hefði einnig verið sagt
upp af hálfu seljenda.
Hann sagði ennfremur að
ekki yrði lokið við að reikna út
verð á bolfiski fyrr en síðdegis
i dag.