Morgunblaðið - 27.03.1975, Page 4

Morgunblaðið - 27.03.1975, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL Tt 21190 21188 LOFTLEIOIR <g BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONEER Útvar'' og stereo, kasettutæki FERÐABÍLAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. F ólksbíkar — stationbílar — sendibilar — hópferðabilar. Hópferðabílar 8—21 farþega i lengri og skemmri ferðir. Kjartan Ingimarsson. Simi 861 55 - 3271 6 - 37400. Afgreiðsla B.S.Í. MAQNÚS HHWII VEITA • LETIIR • ÞÉTIIR HLJÓÐLAUSIR • TVÖFAIT GLER VIÐUR INNI • MALMUR ÚTI STILLANLEG OPNUN • ÖRYGGI NÝTT I • 6 STAROIR • NÝTT I þakgluggar j^KEFlAVh^^^lMM’2)3075i MARGFALDAR ÍÍÍ]IIÍ! MARGFALDAR 2llt>vöimí>Intot» URSLITALEIKUR Reykja- vfkurmótsins 1 bridge verður spiiaður laugardaginn fyrir páska, 29. marz, í DOMUS MEDICA. Þar munu sveitir Þðris Sigurðssonar, núverandi Reykjavfkur- og íslandsmeist- arar, og Hjalta Elíassonar heyja 64 spila einvfgi um Reykjavfkurmeistaratitilinn 1975. Sveit Þðris skipa auk hans Hallur Símonarson, Sfmon Sfmonarson, Stefán Guðjohnsen, Hörður Blönda) og Páll Bergsson. Sveit Hjalta skipa auk hans Asmundur Páls- son, Einar Þorfinnsson, Guð- laugur R. Jóhannsson og örn Arnþðrsson. Urslitaleikurinn verður allur sýndur á sýningartöflu og spil- in skýrð fyrir áhorfendum. Leikurinn hefst kl. 13.30 á laugardag og verða þá spiluð fyrri 32 spilin, en seinni lotan hefst kl. 20.00 sama kvöld. Að- gangur kostar kr. 500.- fyrir all- an leikinn. (Frá Bridgesambandi Reykjavfkur) Firmakeppni Hins Islenzka prentara- félags lauk sl. sunnudag og sigraði „Blandan „75“ en það var blönduð prentarasveit sem spilaði fyrir ríkisprent* smiðjuna Gutenberg. Hlutu þeir félagar 51 stig. Röð annarra firma varð þessi: Prentsmiðjan Hólar 33 Morgunblaðið 30 Félagsprentsmiðjan 6 Spilað var ( félagsheimili prentara. Keppnisstjóri var Guðmundur Grétars* son. XXX Meistaramðti Suðurnesja f sveitakeppni er nýlega lokið og sigraði sveit Guðmundar Ingðlfssonar með 69 stig af 100 mögulegum. Aðeins 6 sveitir tðku þátt í keppninni. 1 sveit Guðmundar eru ásamt honum Alfreð G. Alfreðsson, Skúli Thorarensen og Hreinn Magnússon. Röð annarra sveita varð þessi: Sveit Einars Jónssonar 60 Sveit Marons Björnssonar 49 Sveit Vals Sfmonarsonar 41 Sveit Óskars Pálssonar 35 Sveit Sigurðar Þorsteinssonar 30 Næsta keppni félagsins verður ein- menningskeppni og hefst hún fimmtudag- inn3apr"- XXX BRIDGEFÉLAG KVENNA: Eftir 9. umferð af 13 f aðal- sveitakeppni félagsins, eru nú eftirtaldar sveitir efstar: Hugborg Hjartardóttir stig 155 Gunnþórunn Erlingsdóttir 150 Elfn Jónsdóttir 113 Margrét Ásgeirsdóttir 109 Guórún Bergsdóttir 109 Sigrfóur Ingibergsdóttir 106 Margrét Margeirsdóttir 97 Þess skal getið, að sveitir Margrétar Ásgeirsdóttur og Aðalheiðar Magnúsdótt- ur er ólokið, og hafa þvf þær sveitir spilað aðeins 8 leiki. 10. umferð verður spiluð þriðjudaginn 1. aprfl n.k., og hefst kl. 8 stundvfslega f Domus Mediea. A.G.R. Að horfa á hann Er skáldið ekki að birta okkur kaldhæðni trúleysingja og spott- ara, fyrirlitningu á ráðningu gát- unnar um endanleg örlög okkar? Gerir það ekki grátt gaman að þeirri lausn kristinnar trúar, sem vísindin skýra ekki? Vegna þeirra, sem kunna að hugsa eitthvað á þá leið. að hér sé ósæmilegur kveð- skapur þarflaus, vil ég vitna til eftirmæla æðsta manns þjóðkirkj- unnar um skáldið: „( list sinni mátti hann engu una, sem var litlu goldið, auðsótt, nærtækt, áreynslulitið. Það eitt var gilt, sem var ferskt í framrás sinni, skírt úr deiglunni og þannig tjáð, að það hafði ekki verið áður sagt." Þessi umsögn kemur vel heim við Ijóðið, sem er forsenda hugleiðingar um dapurlegasta og skuggalegasta at- burð veraldarsögunnar. Og ef við gáum vel að, þá segir það ekkert, sem bendir til neikvæðra skoðana skáldsins á kristinni trú og gildi hennar fyrir okkur. Kvæðið er samhljóða spádómsorðum Jesaja um Messtas: „HANN VAR FYRIR- LITINN." En t stað framhaldsorð- anna, „OG MENN FORÐUÐUST HANN," segir Steinn: MENN FARA „TIL ÞESS AÐ HORFA A HANN." Það er beizkur sannleikur um öld okkar, að þjáning með- bræðranna af ofbeldissökum vek- ur i mörgum tilvikum tilfinninga- snauða forvitni vegna margslung- ins og magnaðs áróðurs til múg- sefjunar og sökum misbeitingar á tækni. Efnishyggjan gróðursetur yfirþyrmandi tómlæti í sálir barn- anna. Menn verja jafnvel fjármun- um til að horfa sljóum augum á niðurlægingu og fúnandi siðferði í öðrum menningarlöndum. Börnin okkar geta horft á lesti, á morð og blóðsúthellingar á sjónvarps- skermi og kvikmyndatjaldi, og þau hryllir ekki lengur við voveifleg- ustu glæpum, verða ekki upp- næmari fyrir þeim en hversdags- legri misklið t leikjum sínum. „Hver skaut hann?" spurði hnokkinn, sem frétti lát frænda stns, gamals manns i friðsælu þorpi vestur á landi. „Og stúlka með sægræn augu segir við mig: Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig." Þarna birtist tómlætið f hnitmiðaðri og ömurlegri mynd. Ef til vill hafði hún séð eitthvað svipað í btó áður. Steinn Steinarr talar þvt máli, sem kemur við sálar- kviku nútímamannsins. Skáld- Teikning eftir Jón Engilberts ið snauða og bituryrta stóð nær krossinum og sá betur en ýmsa fróma og settlega grunaði. Kristur er okkur nær, eftir að við höfum lesið einfaldar Ijóðlfnur Steins; mynd hans á þjáningar- veginum er felld skýrari inn t hugarheim okkar. Á sama hátt og evrópskir myndlistarmenn klæddu atburði Bibltunnar t búning að tízku samttðar sinnar, eins og t.d. snillingurinn Dúrer, sem hafði þýzkar sveitir og borgir að um- gjörð, þannig flytur skáldið, Steinn. frelsarann f islenzkt um- hverfi nútímans. Krossinn stendur úti á Seltjarnarnesi og véladynur allt um kring. Og þaðer sólskin og seltuangan berst utan af flóanum. Ljós og Itf á næsta leiti við þjáning og dauða. Atburðurinn á Golgata er Itfgefandi, og sólaruppkoman er eins og dauf mynd af honum; sólaruppkoman, sem i dag er sama guðdómsundrið hvort heldur er á Seltjarnarnesi eða i Jerúsalem, sama guðsgjöf og hún var fyrir 2000 árum. — Hvers metum við dagsbrún eilifðarinnar. Hvers metum við sigur Jesú Krists á synd og dauða. þegar á reynir? Við getum svarað þvi til, að um þessar mundir sé kærleiksfórnar hans minnzt og hún þökkuð um allan hinn kristna heim. En undir niðri finnum við glöggt að svarið nær skammt. Áhrifin frá þessum minningardögum eru af mörgum skilin eftir innan við þröskuld helgidómsins. Verst allra meina, sem lama framsókn kirkjunnar, eru tómlæti og áhugaleysi, sem ekki skortir, þótt heimurinn hafi aldrei verið í meiri þörf fyrir boð- skap Jesú Krists, en einmitt nú, bæði til innri og ytri friðar. Hann einn getur gefið okkur þær sigur- vonir, sem i kærleika yfirstíga allt mótlæti. Hann gekk þjáningaleið- ina til enda í ýtrustu hlýðni við vilja Guðs. Vegna þeirrar göngu hans lítur Guð okkur mildum aug- um. Sú er hin mikla gjöf föstu- dagsins langa og páskanna, sem verðskuldar ekki það tómlæti, að við spyrjum áhugalaus með stúlk- unni: „Skyldi manninum ekki leið- ast að láta krossfesta sig." Guð gefi, að á vörum okkar brenni bænin: AUK OSS TRÚ. Guð gefi okkur blessaða og friðsæla páska- hátið. — Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: ti^vÁfa Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann. Og fólkið kaupir sér far með strætisvagninum til þess að horfa á hann. Það er sólskin og hiti, og sjórinn er sléttur og blár. Þetta er laglegur maður með mikið enni og mógult hár. Og stúlka með sægræn augu segir við mig: Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig? (Passíusálmur nr. 51, Steinn Steinarr).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.