Morgunblaðið - 27.03.1975, Page 10

Morgunblaðið - 27.03.1975, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 10 Miðbær Hafnarfjarðar 1924, þegar Hellyer kom til Hafnarfjarðar Stóra húsið fremst til vinstri er það sama hús og Jón Mathiesen byrjaði að verzla í. í litla húsinu við hliðina á því verzlaði þá Ólafur Runólfsson. Kubbslega húsið með flata þakinu hét Arahús. Lengra frá sér á gaflinn (gluggarnir hvítmálaðir) á Bergmannshúsi, en þar er nú Hafnarfjarðarbíó. Fiskbreiðsla á fiskreit þar sem nú stendur Sundhöll Hafnarfjarðar eða þar um bil. Myndin tekin 1915. Fiskverkunarstöð Bookless Brothers — nafnið er málað á þak stöðvarinnar. — Bátabryggjan er framundan. Myndin tekin árið 1913. Horft yfir salthús Bæjarbryggjunar — árið 1915. Verkafólk hjá Hellyer leggur upp frá Flatahrauni sumarið 1924 í skemmtiferð til Þingvalla. Fyrsta bflnum, (sem var fyrsti kassabfllinn sem ók milli Reykjavfkur og Hafnarfjarðar) ók i þessari ferð eigandinn Magnús Guðjónsson. sem hefur verið starfsmaður fyrirtækisins Natan & Olsen í mörg ár. Þrfr þeirra, sem f fyrsta bflnum óku, eru nú á lífi, Magnús, GeirZoega og Gísfi Sigurgeirsson. „FJÖRÐ- URINN” — fyrir fjölda ára ÞESSAR gömlu myndir frá Hafnarfirði eru úr merkilegu ljósmyndasafni, sem brezki togaraútgerðarmaðurinn og saltfiskframleiðandinn Bookl- ess tók í Hafnarfirði. Flestar myndanna I safninu eru tekn- ar á fyrstu árum aldarinnar. Bookless hóf fiskkaup hér og saltfiskverkun í Hafnarfirði árið 1909 eða 10. Bookless Brothers hét fyrirtækið en það varð gjaldþrota 1919. Hægri hönd Bookless var Þórarinn Egilson í Hafnarfirði. Stöðina keypti svo árið 1924 annað brezkt útgerðarfyrirtæki, Heliyers Brothers. Þeir ráku stöðina til ársloka 1929. Var Geir Zoega framkvæmdastjóri Hellyers-bræðra meðan þeir ráku stöðina. Myndasafnið sem hér um ræðir, sendi ekkja Dried Fish. Smoked Fish. Gurers and Exporters to all parts of the World. DRIED FISH— Drled Un*. Drird Haddooka. Drled Saithe. Dried Tnak. Ubrador (Ieeland) SMOKED FISH— Red Herrinfa. Golden Herring*. Silrer Herrind*. Head Offioe: BOOKLESS BROS., ABERDEEN. Curing Stations : HAFNARFJORD, ICELAND. YARMOUTH, ENGLAND. Telegrame: "BtoKLEis, AnKRDEKN.” Auglýsing frá Bookless Brothers. Vera má að á skjaldarmerkinu megi greina á sporði saltfisksins bókstafina B.B. Neðst má lesa Curing Stations: Hafnarfjord, lce- land. Yarmouth, England. Bookless á sínum tíma til Hellyers, en frá Hellyers- bræðrum fékk Geir mynda- safnið sent. Safnið varð fyrir nokkrum skemmdum I heims- styrjöldinni síðustu I loftárás á Hull er rnyndasafnið skemmd- ist af vatni í slökkvistarfinu. Tveir kunnir borgarar Hafnarfjarðar: Til hægri Gunnlaugur Stefánsson kaupmaður, nú í hárri elli, og með honum Ólafur H. Jónsson kaupmaður, löngu látinn. Kolaportið var Geirs Zoega. Þennan mann þekktu allir Hafn- firðingar i gamia daga. Þetta er Gisli sem kallaður var Gisli lóðs. Hann var jafn£ramt hafnsögu- mannsstörfum fiskmatsmaður, „Government Sorter" hefur Bookless skrifað aftan á mynd- ina. Sonur hans var Jón heit. Gíslason útgerðarmaður. Gisli var mjög mætur maður. Á hafskipabryggjunni. Við bryggj- una er togarinn Lord Fischer. Til hægri með enska húfu er Jón Oddsson skipstjóri togarans, sem hann keypti næsta ár. Jón var brezkur þegn en fluttist aftur hingað heim og lézt hér. Hann reit endurminningar sinar. Það er „tjalli", skipstjóri af öðrum togara, sem Jón er að tala við. Þessi mynd er frá árinu 1924.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.