Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 13
13
minna en ég hefói átt aó gera með
tilliti til þess aö fáeinum árum
síðar var byggð á þessu svæði að
miklu leyti úr sögunni.
Enda þótt Hjálmar væri einn
síns liðs, sóttist honum ferðin vel.
Hann kom niður í Látravík að
Hornbjargsvita, og þar skildi
hann eftir tjaldið, sem honum
þótti þá vera orðið æði þung
byrði. „Eftir það fékk ég ýmist að
sofa í húsum hjá bændum á þess-
um slóðum eða ég svaf undir
berum himni í svefnpokanum. Á
þremur vikum gekk ég allar
Strandir i Steingrímsfjörð, var þó
sumstaðar ferjaður yfir firði og
stöku sinnum var settur hestur
undir mig. Þessu næst gekk ég
yfir Steingrímsfjarðarheiði og
kom niður í Djúpið hjá Arn-
gerðareyri."
Hugur Hjálmars stefndi til
framhaldsnáms erlendis, en
ástandið í gjaldeyrismálum heima
fyrir var með þeim hætti að ekki
gat af því orðió fyrst um sinn.
„Veturinn eftir stúdentspróf var
ég heima á ísafirði, var við nám í
tréskipasmiði og lenti í þeirri ein-
kennilegu aðstöóu að vera um leið
kennari og nemandi i sama bekk
við sama skóla — Iðnskólann á
isafirði. En i janúar 1940 komst
ég þó út til Kaupmannahafnar
með Gullfossi.“
Sú ferð er töluvert sögufræg,
enda hefur Hjálmar sagt frá
henni í máli og myndum á öórum
stað. Skipið var 3 vikur á leiðinni
og var fyrst farið til Kirkwall á
Bretlandi, síðan til Björgvinjar,
og siglt innan skerja þaðan til
Oslófjaróar. Áfram var haldið, en
undan Kullen festist skipið í is og
losnaði ekki fyrr en eftir tiu daga.
„A þessum árum var ég eins og
fleiri ungir menn með flugvéla-
dellu og var satt að segja staðráð-
inn i að leggja fyrir mig flugvéla-
verkfræði. Helzt var ég að hugsa
um að komast til Þýzkalands í það
nám, en eftir að til Kaupmanna-
hafnar kom fékk ég vinnu við
flugvélasmíði á vegum danska
flotans til að byrja með, og vann
við það þegar Þjóðverjar tóku
Danmörku. Þótti mér þá heldur
óráðlegt að halda til Þýzkalands,
en sótti i þess stað um inngöngu i
verkfræðiháskólann i Kaup-
mannahöfn og fékk þar aðgang
haustið 1940.“
Hjálmar hélt áfram að taka ljós-
myndir, og hann komst fljótlega í
kynni við danska áhugamenn um
ljósmyndun. „Það var mikið Iíf í
dönskum ljósmyndaklúbbum og
áhugafélögum á þessum árum. Ég
var gerður að heiðursfélaga heild-
ar-samtaka danskra áhugaljós-
myndarafélaga og það lagði á
herðar mér þá kvöð að fara á milli
félagsmanna um landið halda er-
indi og leiðbeina þeim og dæma
myndir sem klúbbfélagarnir voru
að vinna að. Hafði ég mjög gaman
af þessum ferðalögum og lærði
auk þess töluvert af þeim sjálf-
ur.“
Hjálmar hélt enn tryggð við
landslagsmyndirnar, en var nú
einnig að fást við ýmsar sérstakar
myndir, t.d. persónumyndir og þó
alveg sérstaklega svonefndar
„table-top“-myndir eða sem við
getum kallað borðstillingar. Ég
komst í kynni við danskt útgáfu-
fyrirtæki, sem hvatti mig mjög til
að taka saman bók um „table-
top“-aðferðina. Varð ég við þess-
um tilmælum, enda lítið til af
„litteratúr" um ljósmyndun í
Danmörku um þetta leyti en þessi
aðferð hins vegar mjög hentug
við aðstæður þessara tíma, þegar
fólk varð að halda sig mikið inni
við. Er líka skemmst frá því að
segja að bókin hlaut hinar beztu
viðtökur."
islenzkir námsmenn i Kaup-
mannahöfn fengu fjárhagslega
fyrirgreiðslu hjá sendiráóinu eft-
ir að Danmörk var hernumin.
Þeir fengu um 200 krónur dansk-
ar á mánuði i gegnum sendiráðið
en sparsemi var nauðsyn til að
láta endana mætast. Eins og gefur
að skilja hefur Hjálmar því vart
mátt sjá af einum eyri þessa náms
fjár i ljósmyndunina, svo aó hann
varð að finna aðra leið til að
standa undirþessari ástríðu sinni.
Og þá leið fann hann í Mandens
blad. „Þetta var danskt mánaðar-
rit, aðallega helgað verzlunar- og
viðskiptalifi en i því var einnig
fastur þáttur um ljósmyndun.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975
Myndskreyttar greinar um ljós-
myndun voru vel þegnar en auk
þess vildu útgefendur blaðsins
hafa slagsterka forsíðumynd og
ég lét þeim fyrst i té mynd og
mynd. Hins vegar æxluðust málin
á þá lund að ég varð ábyrgur fyrir
uppsetningu forsíðunnar i heilt
ár. Eg hafði oftast þann háttinn á,
að ég skipulagði forsiðuna fram í
tímann, rissaði forsíðumyndina
upp og vann myndina siðan út
frá þvi. Um áramót eitt sinn
greip ég þannig til „table-
top“-aðferðarinnar og lét gamla
ártalið vera að brenna en smápúk-
ar úr pipuhreinsurum að setja
það nýja upp. i annað skipti vildi
ég sýna vorkomuna og fékk þá
ballettdansmey frá Konunglega
ballettinum til aó stiga dansspor
innan um blómaskrúða. Ég fékk
25 krónur fyrir fyrstu forsíðu
myndirnar en 200 kr. fyrir þær
síðustu, svo að ég gat látið þetta
standa að verulegu leyti undir
ljósmyndaiðkun minni, en hafði
200 krónurnar frá sendiráðinu
óskertar til að lifa af.“
Hjálmar tók þátt í ýmsum sýn-
ingum i Danmörku og eins i Sví-
þjóð þar sem hann skrifaði einnig
greinar í sænsk ljósmyndatímarit
um sérfræðileg efni. Um þetta
leyti var Hjálmar farinn að geta
sér töluverðan orðstír i Dan-
mörku, kom til dæmis danskt
kvikmyndafyrirtæki að máli við
hann og vildi ráða hann sem kvik-
myndatökumann. „Sannast sagna
var mjótt á mununum að ég slægi
til en að ihuguðu máli ákvað ég
samt að ljúka fyrst við skipaverk-
fræðina. Hins vegar hét ég for-
ráðamönnum danska kvikmynda-
fyrirtækisins að ráða mig ekki
annað fyrr en ég hefði talað við
þá — yrði það úr að ég legði
verkfræðina ekki fyrir mig að
námi loknu.“
Skipaverkfræðin varð ofan á,
eins og flestum mun kunnugt, og
Hjálmar hélt heim til islands eft-
ir að hafa starfað ytra um tima að
námi loknu. „Fyrst eftir að ég
kom heim hélt ég áfram að fást
við ýmsar greinar ljósmyndunar-
innar, ljósmyndaði m.a. til
gamans i Þjóðleikhúsinu um tima
og vann áfram að ýmsum til-
raunum í ljósmyndun. En eft-
ir þvi sem dvölin hér heima
lengdist, kom það eins og af
sjálfu sér að ég fór æ meir
að snúa mér aftur að landslags-
myndunum. Má segja að ég hafi
tekið upp þráðinn þar sem ég
hvarf frá við utanferðina og sam-
einaði nú aftur áhugamálin tvö —
ljósmyndunina og náttúruskoðun-
ina. Hef ég haldið mig við hvort
tveggja allt siðan, gerzt félagi L
Jöklarannsóknafélaginu og Surts-
eyjarfélaginu og farið með þeim
margar skoðunarferðir, sem um
leið hafa orðið mér ómetanlegar
sem ljósmyndara."
Ljósmyndabækur Hjálmars
bera vitni veru hans í þessum
félögum báðum, en bækurnar eru
allar þrjár helgaðar íslenzkri
náttúru og þá ekki sizt þessum
höfuðeinkennum hennar — eldin-
um og isnum. „Fyrsta bókin sem
ég tók saman með myndum af
Islandi var „island farsælda
frón,“ sem út kom 1953—54. önn-
ur i röðinni er svo ísland, sem út
hefur komióitveimurútgáfum og
er með texta á 6 tungumálum en
þriðja bókin — Is og eldur, sem út
kom fyrir fáeinum árum, er þó
tvímælalaust mitt meginverk á
þessu sviói. Ég hafði unnið að
henni í 8 ár samfleytt svo aó
segja, þar sem ég gerði drög að
henni strax í upphafi og vann
síðan gagngert eftir þeim allan
þennan tima."
Hjálmar segir, að fyrir bragðið
sé þessi bók ekki einungis hugsuð
sem safn mynda frá Islandi held-
ur hafi hann leitast við að vinna
úr efniviðnum eina samstæða
heild. „Ég er að lýsa þessum and-
stæðum náttúru landsins, sem
heiti bókarinnar gefur til kynna
og frásögnin hefst á hafisnum
sem gaf landinu heitið, en síðan
fetar myndavélin sig áfram eftir
islenzkum náttúrueinkennum —
um jöklana, snjóinn, isinguna,
vatnið.þaðan yfir i heita vatnið og
endar á Surtseyjargosinu og elds
umbrotunum í Heklu. Lokaorð
bókarinnar eru þannig, að landið
hefði allt eins vel getað hlotió
nafnió Éldland eins og Ísland."
Hjálmar kveðst einnig hafa lagt
mikla áherzlu á uppbyggingu og
útlit þessara bókar og leitast við
að hafa hverja opnu sem mynd-
ræna heild, þar sem þess væri
gætt a,ð hver ljósmynd nyti sín til
Framhald á bls. 25.
Hollendingurinn
fljúgandi nefnist efri
myndin og er dæmi-
gerð „table-top“-mynd
eða borðstilling.
Hjálmar nær fram
„malerískum" áhrif-
um sem undirstrika
leyndarhjúpin í kring-
um sögnina um
draugaskipið en á
neðri myndinni sést
úr hverju Hjálmar
hefur unnið sjálfa
myndina — skipslíkan
úr pappa og úfinn sjór
úr silkikjól, sem fellt
er inn f mynd af skýja-
fari. Myndirnar eru úr
bók Hjálmars, sem
gefin var út í Dan-
mörku um „table-
top-aðferðina.“
Myndirnar tók Hjálmar á Drangajökli með 28 ára millibili — hina efri á hvftasunnudag 1938 en hina
neðri á sama stað f ágúst 1966. Til vinstri sést Hrollleifsborg en til hægri Reyðarbunga og séu
myndirnar bornar saman má berlega sjá hversu jökkullinn hefur eyðzt á þessum árum.