Morgunblaðið - 27.03.1975, Síða 15

Morgunblaðið - 27.03.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 15 KRISTIN SKULADOTTIR FRÁ KELDUM 70 ÁRA Sjötíu ára verður á Páskadag 30. marz Kristín Skúladóttir frá Keldum á Rangárvöllum. Kristín er yngsta dóttir hinna merku hjóna Svanborgar Lýðsdóttur frá Hlíð í Gnúpverjahreppi og ’Skúla Guðmundssonar bónda og fræði- manns á Keldum. Skúli faðir Kristínar er lands- kunnur fyrir fræðistörf sín og lærðir jafnt sem leikir vitna til athugana hans á íslenzkum forn- ritum, ekki sizt Njálu. Lands- kunnur er einnig dugnaður Skúla við að verja Keldnaland, þegar sandfok lagði hverja jörðina á fætur annarri i eyði á Rangárvöll- um. Viðhald hans á gamla bænum var til fyrirmyndar og umgengni öll. Garnli bærinn aðKeldum ernú i i umsjá Þjóðminjasafns Islands, þar eð hluti hans, skálinn, er tal- inn elzta hús á íslandi, frá því um 1200. Kristín ólst upp með foreldrum sínum og 5 systkinum. Þrjú þeirra eru látin: Helga kennari og húsfreyja á Selalæk, Guðmundur bóndi á Keldum og Lýður bóndi á Keldum. Systurnar Þuríður fyrr- um húsfreyja í Vestmannaeyjum og Aldís fyrrum húsfreyja á Mó- eiðarhvoli eru búsettar I Reykja- vík. Á Keldum ólst líka upp fóst- ursonur, Engilbert Kristjánsson sem nú er látinn, síðast bóndi í Pulu í Holtum. Sigurður Eiríks- son bóndi á Þingskálum dvaldist með foreldrum sínum á Keld- um og ólst þar upp. Hann er einn- ig látinn. A fyrri helmingi þessarar aldar var íslenzka þjóðin að byrja að rétta úr kútnum eins og kallað er að því er efnahag snerti. Menn voru þá yfirleitt ginnkeyptir fyrir hvers kyns nýjungum og allt of glaðir yfir að fleygja flestu, sem gamalt var. Þannig fóru mikil verðmæti í súginn. Á Keldum var verðmætamat ólíkt þvi, sem var á flestum heimilum í landinu. Engu var fleygt, af þvi að það væri gamalt og þvi siöur gleypt við nýjungum, hvort sem það voru hugmyndir, siðir eða búskapar- hættir. Áherzla var lögð á vernd landgæða, varðveizlu tungunnar og tryggð við gamla siði og þjóð- Sextugs- afmæli 29. marz verður Elínbjörg Georgsdóttir, Hæðarenda Ytri- Njarðvíkum, 60 ára. Allan sinn aldur hefur hún alið á æskuslóð- um, þar hefur sól hennar risið i ágætis eiginmanni, börnum og barnabörnum. Þó gatan hafi ekki verið rósum stráð frekar en annarra af þessari kynslóð, hefur starfsánægjan og ótrúlegt vinnu- þrek ásamt fórnfýsi verið leiðar- ljósið og mér hefur skilizt betur hve sannur er málshátturinn: „Margur er knár þótt hann sé smár“. Eg veit þú fyrirgefur mér þessa fátæklegu afmæliskveðju á þessum merku timamótum. Ég og f jölskylda mín óskum þér innilega til hamingju ásamt eigin- manni, börnum og barnabörnum og biðjum ykkur allrar Guðs blessunar i nútíð og framtíð. JE. hætti. A Keldnaheimilinu rikti rótgróin Islenzk bændamenning, þar sem fór saman verkmenning og fræðimennska. Skólahald var jafnan á vetrum á Keldum og voru þá alltaf mörg börn af nálægum bæjum i skólan- um. Skólagangan örvaði til frek- ara náms, enda skorti ekki áeggj- an greindarkonunnar Svanborg- ar, móður Kristínar. Kristín fór i Kennaraskólann ásamt Helgu systur sinni og lauk kennaraprófi 1928. Hún stundaði barnakennslu um árabil bæði í Landeyjum, á Rangárvöllum og í Stokkseyrar- hreppi, þar sem hún kynntist fyrri manni sínum, Sigurði Jóns- syni frá Sigurðarstöðum i Bárðar- dal í Þingeyjarsýslu. Bjuggu þau á Sigurðarstöðum í góðu sambýli við móður Sigurðar. Jóninu Sölva- dóttur, og Sölva, bróður Sigurðar, unz Sigurður lézt 1939 langt um aldur fram frá eiginkonunni og 2 ungum sonum, þeim yngri aðeins tveggja vikna gömlum. Kristín bjó enn nokkur ár á Sigurðarstöð- um, en fluttist þá suður I bú aldr- aðra foreldra sinna og vann þeim sem mest og bezt hún mátti. Seinni maður Kristínar var hinn ágæti maður Agúst Andrés- son i Hemlu, hreppstjóri V- Landeyinga, en þau giftust árið 1951, og var hún síðari kona hans. Eftir að Kristín fluttist að Hemlu með sonum sínum og móð- ur, sem þá var orðin ekkja, tók hún að stunda kennslustörf að nýju. Skólinn var í Hemlu og stýrði Kristin skólanum og undi hag sínum vel. Enn í dag er Krist- In hinn áhugasami góðviljaði og þolinmóði kennari og njóta þess nú sonabörnin og frændsystkin, sem aldrei frekar stöðvast í ærsla- leik en við sögur hennar og fræði.. Synirnir tveir eru Skúli Jón, fulltrúi flugmálastjöra, kvæntur Sjöfn Friðriksdóttur úr Reykja- vík, og Sigurður dýralæknir, kvæntur Halldóru Einarsdóttur frá Kaldrananesi í Mýrdal. Sona- börnin eru orðin 5. Ágúst í Hemlu lézt 1965 og brá Kristín þá búi og fluttist til Reykjavikur, þar sem hún unir hag sinum bærilega, þótt þráin eftir sveitinni, jörðinni og skepn- unum, einkum „blessuðum hest- unum“ sé sívakandi. Kristín hefur erft fræðimanns- eðli föður sins. Hún hefur látið Þjöðminjasafninu ýmislegt í té úr búi afa síns, Guðmundar Brynj- ólfssonar á Keldum. Eftir lát Skúla 1946 fékk Þjóðminjasafnið m.a. 39 veizluspæni Guðmundar og lét Kristin fylgja þeim teikn- ingar eftir sig og ýmsan fróðleik, sem herra Kristján Eldjárn vitnar til I hinni ágætu bók sinni Hundr- að ár i Þjóðminjasafni. Einnig veit ég, að Kristin er velunnari byggðasafnsins að Skógum og hins mikla menningarstarfs, sem þar er unnið af Þórði Tómassyni. Hin síðari árhefurKristínhaft frjálsan tima og tækifæri til að ferðast og kýs hún helzt að skoða fósturjörðina. Hún er hinn bezti ferðafélagi, þvi með ólíkindum er, hve vel hún er að sér um alla staðhætti og mannlif á fyrri öld- um, næstum hvar sem er á land- inu. En skemmtilegast er að fylgja henni um gamla Keldnabæ- inn, þá verða persónur úr frá- sögnum hennar af æskudögum ljóslifandi. Maður heyrir fótatak liðins tíma. Glaðværar raddir skólabarnanna, suðið í rokkum systranna, tifið í klukkunni inni hjá fræðaþulnum, glamrið i prjónum húsmóðurinnar og kjöt- súpulygt berst úr eidhúsinu hjá Höllu eldakonu. Kristin Skúladóttir hefur þann sið að klappa saman lófuna og fagna, þegar hún hefur Þjórsár- brú að baki og er komin í sína kæru Rangárvallasýslu. Þennan sið hefur hún kennt okkur frænd- fólki sínu og finnst okkur gaman að. Nú veit ég, að á þessum tíma- mótum i ævi hennar fagna Rang æingar og aðrir vinir og óska henni hjartanlega til hamingju með afmælið. Á afmælisdaginn dvelst Kristin hjá Sigurði syni sínum að Grafarholti við Vestur- landsveg. Júlía Svb. ÞvílíkTOP hljómgæði fást aðeins ef notaður er Super segulbands- þráðurinn frá T.D.K. Sérfræðileg þekking á segulmagni og seguláhrifum hafa sett T.D.K. í fremstu röð framleiðenda á segulbandsþræði. Þegar þú hljóðritar uppáhalds hljómlistina þína, kemstu fljótt að raun um að T.D.K. spólurnar hafa: Alla háu tónana, alla millitónana, alla lágu tónana, allar yfirsveiflur og allt, sem skiptir máli til að ná fullkominni upptöku. UTSÖMJSTAÐIR: Karnabær, Laugaveg 66 og Austurstræti 22 Fálkinn, Suðurlandsbraut 8, Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugaveg 96, Hljóðfærahús Sigríðar Helgadóttur, Aðalstræti 6, Filmur og Vélar, Skólavörðustíg 41, Sjónvarpsmiðstöðin, Þórsgötu 1 5, Miðbæjarradió, Hverfisgötu 18. Hverfitónar, Hverfisgötu 50, J.P. Guðjónsson, Skúlagötu 26, Faco, Laugaveg 89 STAÐIR ÚTI Á LANDI: VCkurbær, Keflavík, Eplið Akranesi, Magnús Magnússon, Selfossi, Eyjabær, Vestmannaeyjum, * Radíóröst, Hafnarfirði, Tónabúðin, Akureyri, Hljómdeild K.E.A^ Akureyri, Cesar, Akureyri. umboðið, ® Laugavegi 66, s. 14388.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.