Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 í söngskrá, sem Pólýfónkórinn hefur gefið út í tilefni flutnings Messíasar birtist grein um Hándel og Messías eftir stjórnanda kórsins, Ingólf Guðbrands- son. Morgunblaðið sér ástæðu til að birta þetta yfirlit um æviferil Hándels og fer það hér á eftir: TÓNLIST barrokktímabilsins nær há- tindi sinum i verkum Bachs og Hándels. sem báðir voru fæddir i Þýzkalandi árið 1685. Formskyn þeirra beggja. kunnátta. snilli og af- köst voru slik, að vart verður til þess jafnað i allri sögu tónlistarinnar fyrr eða siðar. Leiðir þeirra lágu aldrei saman. svo að vitað sé, og gerði Bach sér þó mikið far um að ná fundi Hándels. Johann Sebastian Bach var kominn af fjölmennri ætt tónlistar- manna. þar sem tónlistargáfa og iðk- un tónlistar var arfgeng i marga að fyrir fullt og allt tveim árum siðar. Hann flutti þar eina af óperum sín- um, Rinaldo, og um leið var nafn Hándels á allra vörum i borginni. Þvi næst gekk hann i þjónustu Georgs Ludwigs kjörfursta i Hannover, sem siðar varð Georg I., konungur Eng- Georg Friedrich ættliði. Á bernskuheimili Georgs Friedrich Hándels í Halle i Saxlandi var tónlist nánast bannorð, og sagan segir, að móðursystir drengsins hafi komið litlu klavikordi inn í húsið, þar sem litli Hándel æfði sig á laun, meðan faðir hans, rakarinn og skurð- læknirinn, var á ferðalögum að sinna störfum sínum. Fyrir atbeina hertog- ans í Weissenfels, sem veitti tón- listargáfu drengsins athygli, var hon- um komið til náms hjá orgelleikaran- um við Frúarkirkju í Halle, Zachow að nafni, fjölhæfum og vel menntuð- um gáfumanni, sem veitti honum staðgóða tilsögn í hljóðfæraleik og tónsmíðum. Ellefu ára að aldri dvald- ist hann um hríð í Berlín og vakti undrun og aðdáun við hirðina með leikni sinni og kunnáttu. En 18 ára gamall hleypti hann heimdraganum og fór fyrst til Hamborgar, þar sem hann vann fyrir sér með hljóðfæra- leik og kennslu í 2 ár, en hélt þá til ítalíu, sem um þær mundir var nær alls ráðandi um stíl og tónlistar- smekk Evrópu. Þekking Hándels, ásamt meðfæddri snilld og dirfsku opnuðu honum allar dyr meðal auð- ugasta fyrirfólks og listfrömuða á ítalíu. Hann dvaldist ýmist hjá furst- um og þjóðhöfðingjum eða æðstu prelátum kirkjunnar, og verkum hans var tekið með kostum og kynj- um í Róm, Napólí, Feneyjum og Flór- ens. Hándel dvaldist á Ítalíu í nærri 4 ár og svalg í sig ítölsk áhrif, sem mótuðu líf hans og hvarvetna gætir síðan í verkum hans. Árið 1710 lagði Hándel fyrst leið sína til London, þar sem hann settist Hdndel og„Messías lands. árið 1714. Hándel hafði feng- ið stutt leyfi frá störfum sinum við hirðina i Hannover árið 1712 i þvi skyni að flytja fleiri af verkum sínum i London. en hann sneri aldrei aftur til Hannover. London varð aðsetur hans uppfrá þvi að undanskildum stuttum ferðum til Þýzkalands og ítaliu. Hann var tónlistarkennari hirðarinnar og hirðtónskáld og dáður og eftirsóttur gestur i samkvæmum aðalsins. Freistandi væri að halda áfram samanburði á ævi. störfum og list Bachs og Hándels. Bach var hinn hógværi og hljóðláti, sístarfandi orgelleikari, kantor og kennari, sem samdi verk sín til flutnings við helgi athafnir kirkjunnar, Guði til dýrðar. Kringum Hándel var eilift veraldar vafstur. Hann var kappsfullur og metnaðargjarn, gæddur óbilandi sjálfstrausti. en bar á sér snið hins lifsreynda, menntaða og fágaða heimsborgara. Fyrstu 30 ár sín í Bretlandi helgaði Hándel að mestu óperusmið og frumflutti oftast a.m.k. eina nýja óperu á hverju ári. Hann bjó um skeið hjá lávarðinum af Burlington i hinni glæstu höll hans, sem var at- hvarf listamanna, eins konar Unuhús Lundúna i þá daga, einnig hjá her- toganum af Chandos á iburðarmiklu sveitasetri hans i Edgeware, þar sem pltrjpttjM&Míb' óskar eftir starfsfólki ÚTHVERFI Hluti af Blesugróf, Fossvogsblettir, Ármúli, Laugarásvegur 1 —37. Austurbrún 1 . VESTURBÆR Nýlendugata, Upplýsingar í síma 35408. SEYÐISFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu. Mbl. uppl. hjá umboðsmanni og á afgr. í síma 1 01 00. BÚÐARDALUR Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. Uppl hjá umboðsmanni eða afgreiðslunni í síma 1 Ö1 00. GRINDAVÍK Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. Uppl. hjá umboðsmanni eða afgreiðslunni í síma 1 01 00. hann samdi og frumflutti nokkur tónverka sinna. Hann var í nánum tengslum við konungshirðina og Georg I. var tiður gestur í óperunni ásamt fylgdarliði sínu. Hándel var einn af frumkvöðlum Royal Academ ie of Music, sem upphaflega var komið á fót til að hefja óper una til vegs og virðingar, en ekki til kennslu i tónlist, eins og siðar varð. Óperur sinar samdi Hándel við italska texta, mis- jafna að gæðum, og réð til sin helztu söngvara ítaliu fyrir of fjár, enda var óperuflutningur hvergi annars staðar með slikum glæsibrag um hans daga. Hándel var gæddur fjölþættum — universal — gáfum, hann var snjall framkvæmda- og fjármálamaður, og yfir list hans var still heimslistar af hæstu gráðu, yfir fasi hans fágaður heimsbragur. Stundum er þvi haldið fram, að slikt fari sjaldan saman i fari alvarlegs, skapandi listamanns. En sagan hefur þó margsýnt, að frábærir tónlistarhæfileikar eru oft- ast samfara miklum almennum gáf- um á mörgum sviðum. Umfram flest tónskáld sögunnar jós Hándel alla ævi af ótæmandi uppsprettu lag- rænnar fegurðar og fjölbreytni. Á þann hátt, sem honum einum var laginn. kemst Hándel oftast bein- ustu leið að kjarnanum. Tónsnilling- ar seinni tima virtu hann og dáðu. Beethoven sagði um hann: „Þarna er sannleikurinn" — og — „Enginn annar hefur getað sagt það stórkost- lega á jafn einfaldan og sannfærandi hátt." Handel tileinkaði sér það bezta i list og fari þriggja þjóða, og af þvi spratt listsköpun, sem ekki á sér neina hliðstæðu i sögunni. Sagt er, að Bach hafi eitt sinn verið spurður um, hver væri undirrót listar hans og snilldar. Svarið var stutt: „Ég vann mikið." En raunar hefði Hándel get- að svarað spurningunni á sama hátt. Skapferli Hándels var mótað af ströngu uppeldi i bernsku, þar sem heiðarleiki, nákvæmni og réttsýni voru formúla allra mannlegra við- skipta. Á háskólaárum sinum i Halle i Þýzkalandi kynntist Handel tón- skáldinu G.P. Telemann, og siðar D. Buxtehude i Lúbeck, einnig R. Keis- er, stjórnanda Hamborgaróperunnar, sem var eitt helzta óperutónskáld þess tima, og söngvaranum og tón- skáldinu Mattheson, sem varð náinn vinur hans. Tvitugur að aldri heillast Hándel af list og fegurð ítaliu. Hann kynnist fremstu itölskum tónlistarmönnum og tónskáldunum Corelli og feðgun- um Scarlatti. Tónmál Hándels var alla tið síðan með itölsku ivafi, sem þó var samofið þýzkum uppruna hans og enskum áhrifum. Purcell var dáinn 15 árum áður en Hándel kom til Bretlands, en áhrifa hans gætti engu að síður. Hándel varð brezkur þegn árið 1726. Áfyrstu Lundúnaárunum voru óperur Handels fluttar i Kings Theatre i Haymarket, sem þá var undir stjórn Aarons Hill. Eftir að Royal Academic var lokað vegna fjárskorts, tók Hándel upp samvinnu við Svisslendinginn Heidegger um rekstur Kings Theatre, þar sem Til sölu við Vesturberg if 4ra herb. ibúð á 3. (efstu) hæð if Sameign og bílastæði fullfrágengin. ir Gott útsýni. if Verð kr. 5,5 millj. útb. 3,5— 4 millj. if Upplýsingar í síma 73841. Einbýlishús við Selbrekku Kópavogi til sölu 1 60 fm. Bílskúr, 5 — 6 her- bergi. Hitaveita. Útborganir á árinu 7 milljónir. Gunnlaugur Þórðarson hrl., Bergstaðastræti 74 A, sími 1 6410 í dag kl. 2—5. óperur Handels voru frumfluttar hver af annarri um 8 ára skeið. En samkeppnin var hörð, og velgengni Handels og snilli vakti öfund, sem brátt fékk útrás i ofsóknum óvina. Rekstur óperuhúsanna gekk verr með hverju árinu og bæði Kings Theatre og Covent Garden Theatre, sem siðar varð hið konunglega óperuhús Lundúna var lokað vegna skulda. Hándel hafði gefið heiminum margar dýrmætar perlur og barizt harðri baráttu en tapað aleigu sinni. Heilsu hans hrakaði, og hann fór einförum. Hnignandi gengi óperunnar, sem flutt var á itölsku máli, sem fæstir skildu, olli þvi að Hándel fór að hugleiða annað tón- listarform -oratoríu, -leikhúsverk, sem fjallaði um atburði úr Biblíunni með enskum texta. Að formi til er oratorian þó náskyld óperunni og fjallar oftast um dramatiskt efni en án leiks eða sviðsbúnaðar. Oftast skiptast hlutverk milli nokkurra sögupersóna, sem flytja söguþráðinn i resitativum og arium, en inn á milli syngur kór, sem venjulega táknar múginn i eins konar hópsenum. Ásamt passium Bachs eru oratoríur Hándels hápunktar þessa tónlistar forms. Hándel hafði þegar samið nokkrar oratoriur, sem fluttar voru við ákveðin tækifæri, t.d. í Oxford 1733. En árið 1741, þegar Hándel var snauður af fé og hylli og heilsa hans á þrotum, svo sem heimurinn hefði snúið baki við honum, samdi hann mesta snilldarverk sitt, ora- toríuna Messias. Auðugur uppskafn- ingur, Charles Jennes að nafni sendi honum handrit sem reyndist vera vandlega valdar ritningargreinar, að mestu úr Gamla testamentinu, en fjölluðu allar um „Messías", — „hinn smurða" — frelsara mann- kynsins Þjáður, vonsvikinn og yfirgefinn hafði Hándel dregið sig út úr öllu veraldarvafstri og einangrað sig i húsi sinu í Brook Street. Það var sem vitund hans hæfist á æðra til- verustig, hann gleymdi stund og stað. likast og knúinn áfram af yfir- náttúrulegu afli. Hann vék ekki burtu úr húsinu i 24 daga. en á þeim tima hafði hann lokið verkinu. Það var sem hann lifði í öðrum heimi, hann gleymdi að sofa eða matast. Þegar hann hafði lokið 2. þætti með Hallelúja-kórnum. kom þjónn hans að honum, meðan tárin streymdu niður kinnar hans, og hann sagði: ,.Mér fannst ég sjá himnariki og Guð sjálfan birtast mér." Hándel fékk boð um að koma til Dublin til hljómleikahalds og þar.var Messías frumfluttur i april árið 1742. Áheyrendur voru gagnteknir af hrifningu. Og ummæli dag- blaðanna voru á sömu lund. „Mestu kunnáttumenn telja það vera feg- urstu tónsmið, sem um getur." „Orð skortir til að lýsa þeim fögnuði, sem verkið vakti meðal hugfanginna áheyrenda. Upphafnir hljómar, sem ýmist voru mildir eða magnaðir, tengdir háleitum, hjartnæmum orðum. gagntóku eyru og hjörtu áheyrenda." Sú hrifningaralda. sem Messias vakti strax i upphafi, hefur siðan borizt um allan hinn menntaða heim. Verkið. sem er i þremur þáttum eins og óperur þess tima, er einstætt meðal oratoria Hándels, þar eð það fjallar ekki um sogulega atburði og i þvi er engin atburðarás eins og i passium Bachs. Það er eins konar hugleiðing um Frelsarann. spádóm- ana um komu hans, fæðinguna, þjáningu hans og dauða fyrir syndir mannkynsins, upprisu hans og endurlausn mannsins fyrir trúna á hann. Sterkra dramatiskra áhrifa gætir samt sem áður i verkinu, eins og vænta má, þar eð verk Hándels eru flest mótuð af dramatiskri tjáningu. Fróðir menn telja, að enginn hafi fyrr né siðar sýnt slíka snilld sem Hándel i að semja laglínur og kóra fyrir mannsraddir, þótt Bach væri ofjarl hans i tónsmiðum fyrir önnur hljóðfæri. Ekkert verka sinna mat Hándel jafnmikið og Messias. Það var siðasta verkið, sem hann stjórnaði i Covent Garden, nokkrum dögum fyr- ir dauða sinn. þá löngu orðinn blind- ur. Hann dó 9 árum eftir Bach. á föstudaginn langa árið 1759, 74 ára að aldri og saddur lifdaga. Hann hvilir i Westminster Abbey i London. og á fagra marmarastyttu hans eru letruð orð og tónar: „I know that my redeemer liveth." Ég veit, að lausn- ari minn lifir. I.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.