Morgunblaðið - 27.03.1975, Side 35

Morgunblaðið - 27.03.1975, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975 35 Þetta lfnurit sýnir hvernig ölvaðir ökumenn sem teknir voru á árinu 1974 skiptast eftir mánuðum. Fjölbrautaskóli í Breiðholti í haust með 4 námsbrautum 13,410 ökumenn teknir grun- aðir um ölvun frá árinu ’66 LOKIÐ ER A vegum Umferðar- ráðs skráningu á fjölda þeirra ökumanna, sem teknir voru vegna gruns um ölvun við akstur árið 1974. Tekur skráningin til allra lögsagnarumdæma landsins. I skráningu þessari kemur fram, að á s.l. ári voru samtals 2.306 öku- menn færðir til töku blóðsýnis vegna gruns um ölvun við akstur. Árið 1973 voru 2.154 ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur og er þvf aukningin 7%. Til samanburðar má geta þess, að árið 1968 voru 1.059 ökumenn teknir vegna gruns um ölvun við akstur. Af 2.306 ökumönnum voru 265 (11,4%) með áfengismagn í blóði undir 0,63 0/00, en það er undir því lágmarki, er þarf til að málinu verði framhaldið. 725 ökumenn höfðu í blóði sér áfengismagn i svokölluðum neðri mörkum, 1.231 ökumaður var með áfengismagn í efri mörkum en i 85 málum lá niðurstaðan ekki fyrir. Flestir ökumannanna voru kærðir af lög-. reglunni í Reykjavík, 1151, þar af Námskeið fyrir reykingamenn ISLENSKA bindindisfélagið heldur á næstunni tvö námskeið fyrir fólk sem vill hætta reyking- um. Fyrra námskeiðið verður haldið að Lögbergi (við Háskólann) Reykjavík og hefst 6. apríl kl. 20:30 og stendur 5 kvöld (6.—10. apríl). Seinna námskeiðið verður haldið í Gagnfræðaskólanum á Selfossi og hefst 13. apríl kl. 20:30 og stendur einnig 5 kvöld (13.—17. apríl.) Læknir á nám- skeiðinum verður dr. L.G. White frá London. 58 af lögreglumönnum í þjóðvega- eftirliti. Næstflestir voru kærðir af lögreglunni f Hafnarfirði og Gullbringusýslu eða 147 öku- menn. Flestir voru ökumennirnir teknir í ágúst, 239, en fæstir í janúar, 124. I 3,5% umferðaróhappa, sem urðu í Reykjavík árið 1974, var um ölvun við akstur að ræða. Er það 0,1% lægra en árið 1973. Nú hefur verið gerð skrá yfir ökumenn grunaða um ölvun við akstur frá þvl árið 1966, eða í 9 ár. A þessu tímabili hafa 13.410 manns verið kærðir vegna gruns um ölvun við akstur, og lætur það nærri að 1490 ökumenn séu teknir á ári að meðaltali. Fæstir voru ökumennirnir árið 1966, 944, en síðan hefur verið aukning á hverju ári, mest milli áranna 1970 og 1971 19%. 1 frétt frá Umferðarráði segir að í umferðarlögunum sé það tekið fram, að sé áfengismagn í blóði ökumanns 0,5 0/00 eða jneira, sé ökumaður undir áhrif- um áfengis og geti ekki stjórnað ökutæki örugglega. Sá, sem þannig er ástatt um, má því ekki aka eða reyna að aka vélknúnu ökutðeki. Reynist áfengismagn ökumannsins vera á svokölluðum neðri mörk'um (0,50 — 1,20 0/00) er refsing í formi fésektar og heimilt að ljúka máli með sátt og ökuleyfissviptingu, sem al- gengust er 3—8 mánuðir. Um leið og brotið er komið á alvarlegra stig (áfengismagnið er yfir 1,20 0/00) breytist málsmeðferð þannig, að ekki er heimilt að ákveða ökuleyfissviptingu skemur en í ár. Refsimál skal höfða á hendur ökumanni og dómur verður ávallt í formi varð- halds, þótt að vísu sé tíðkað að breyta varðhaldsdómi með náðun í fésekt samkvæmt beiðni viðkom- Rekstur ríkis- stofnana í athugun 1 frumvarpi rfkisstjórnarinnar um ráðstafanir 1 efnahagsmálum og fjármálum kemur fram, að rekstur nokkurra rfkisfyrirtækja og stofnana hefur verið f athugun með það fyrir augum að koma fram auknum sparnaði. 1 athuga- semdum með frumvarpinu kem- ur fram, að starfsemi rfkisút- varpsins hefur verið f athugun að undanförnu og niðurstöður munu væntanlegar innan skamms, en á grundvelli þeirra verða gerðar umtalsverðar spranaðartillögur. A sama hátt er nú verið að athuga rekstur og skipulag landhelgis- gæzlunnar og flugmálastjórnar. Þá er hafinn undirbúningur að endurskoðun tryggingalöggjafar- innar, þar sem þess verður m.a. freistað að koma á einföldun alls tryggingakerfisins. Matthías A. Mathiesen fjár- andi. Itrekað brot leiðir alltaf til varðhaldsrefsingar og þá skal svipta ökuleyfi ævilangt. Logreglustjóri getur krafist að sá sem fær ökuskirteini sitt af- hent að nýju að loknum svipting- artíma, skuli gangast undir bif- reiðastjórapróf að nýju. Skal það að jafnaði gert, ef svipting hefur staðið lengur en eitt ár. Skipting ölvaðra ökumanna á ár- inu 1974 eftir umdæmum: FJÖLBRAUTASKÖLINN f Breið- holti tekur til starfa á hausti kom- anda, þ.e. haustið 1975. En skól- inn er ætlaður öllum ungmenn- um f Breiðholtshverfunum þrem, sem lokið hafa prófi úr 9. bekk og fæddir eru árið 1959. Þegar á fyrsta ári mun skólinn bjóða nemendum sfnum margar náms- brautir, en skipa þeim f fjórar námsbrautaheildir, þ.e. mennta- skólabrautir, iðnfræðslubrautir, viðskiptabrautir og loks sam- félags- og uppeidisbrautir. Um mislangar brautir getur verið að ræða, frá 1 árs námi til fjögurra ára náms, en engin námsbraut á samt að enda f blindgötu, heldur veita tækifæri til framhalds og viðbótarmenntunar. Hafin er kynning meðal ung- menna í Breiðholtshverfum á væntanlegri starfsemi og verður almennur fundur um skólann þriðjudaginn 1. april næstkom- andi í Fellaskóla, sem hefst kl. 20.30. Þar mun skólameistari, Guðmundur Sveinsson, flytja er- indi um skólann, en hann og Jónas B. Jónsson, fyrrv. fræðslu- stjóri svara fyrirspurnum. Eru foreldrum og ungmennum úr Breiðgerðishverfunum sérstak- lega boðið á fundinn, en öllum heimill aðgangur. Þá verður skólameistari til við- tals í Fellaskóla miðvikudaginn 2. apríl og fimmtudaginn 3. apríl kl. 10—12 og 14—16. Umsóknir um Fjölbrautaskólann skuiu berast fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, sem hefur umsóknareyðublöð og einnig fjölritað kynningarrit um skólann. Þá hefur Fræðsluráð Reykjavíkur óskað eftir þvi við menntamálaráðuneytið að kennarastöður við skólann verði auglýstar til umsóknar. Sumaráætlun að taka gildi hjá Flugleiðum Reykjavfk Þjolðvegaeftirlit Hafnarfj./Kjósars./Seltj. Keflavfk/Gullbringus/Grindav. Keflavfkurflugvöllur Akureyri/Eyjafj.s./Dalvfk Kópavogur Árnessýsla Isafjörður/tsafj.sýslur Snæfellsnes- og Hnappadalss. Sauðárkrókur/Skagafj.sýsla Vestmannaeyjar Húsavfk/Þingeyjarsýslur Höfn, Hornaf./A-Skaftafellss. Akranes Mýra- og Borgarf j.sýsla Eskifjörður/S-Múlasýsla Rangárvallasýsla Húnavatnssýsla Bardastrandasýsla Dalasýsla Neskaupstaður Siglufjörður Bolungarvfk önnur umdæmi 1093 58 147 142 141 121 113 104 48 45 45 44 34 28 23 23 20 19 15 10 FYRSTA apríl n.k. gengur i gildi sumaráætlun millilandaflugs Flugleiða. Áætlunin er með svip- uðu sniði og á sfðasta ári, nema hvað ferðir verða færri milli Luxemborgar, tslands og Banda- rfkjanna. Nýnæmi er f sumar- áætluninní, að nú verður í fyrsta skipti millilandaflug frá flugvelli utan Reykjavfkur og Keflavfkur. Hér er um að ræða áætlunarflug milli lslands og Færeyja, sem verður flogið milli Egilsstaða og Voga f Færeyjum. Frá Keflavíkurflugvelli munu þotur Loftleiða fljúga 18 ferðir á viku til Bandaríkjanna, þar af verða 15 ferðir til New York og þrjár til Chicago. Af þessum 15 New York ferðum munu 12 koma frá Luxemborg, tvær frá Norður- löndum og ein frá Bretlandi. Að auki eru þotuflug Flugfélags Is- lands þannig tímasett að farþegar frá þessum löndum ná framhalds- flugi frá Islandi til Bandaríkj- anna með þotum Loftleiða. Boeing þotur F.l. munu fljúga fjórar ferðir í viku frá Keflavik- urflugvelli til Narssarssuaq í Grænlandi. Þá munu Fokker-vél- arnar fljúga til Kulusuk. 12 ferðir á viku verða frá Kefla- vik til Kastrup í Kaupmannahöfn. Til Öslóar verða fjórar ferðir i viku, og til Stokkhólms tvær ferð- ir. Til Frankfurt verður flogið einu sinni í viku og til Lundúna fimm sinnum og sömuleiðis fimm sinnum í viku til Glasgow. Til Færeyja verður svo flogið fjórum sinnum i viku og þá bæði frá Reykjavik og Egilsstöðum. Forseti alheimssamtaka notary heimsækir Island málaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sérstök áherzla yrði lögð á að hleypa ekki verkum af stað fyrr en tæknileg- um undirbúningi væri lokið að fullu. Þá sagði ráðherra, að af hálfu ráðuneytisins yrðu gerðar ráðstafanir til þess að fylgjast sér- staklega vel með öllum greiðslum úr ríkissjóði í þeim tilgangi atf tryggja markvissara eftirlit með útgjöldum ríkisins. Þá sagði fjármálaráðherra að haft yrði vakandi augu með at- vinnuástandinu og atvinnusjónar- mið yrðu sett ofarlega, þegar meta ætti hvaða. framkvæmdum ætti að fresta og hverjum ætti að flýta. Þess yrði gætt, að frestun opinberra framkvæmda hefði ekki í för með sér óeðlilegan sam- drátt í atvinnu, hvorki fyrir þjóðarbúið i heild né einstök byggðarlög. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning: Þriðjudaginn 1. april n.k. mun forseti Rotary International, William R. Robbins, koma hingað til lands í tveggja daga heimsókn. Meðan hann dvelst hér mun hann m.a. ganga á fund forseta Islands og koma á sameiginlegan fund sex Rotaryklúbba á Reykja- vikursvæðinu, sem haldinn verður að Hótel Sögu miðviku- dagskvöldið 2. april. Mr. Robbins var kjörinn forseti alheimssamtaka Rotary á siðasta ársþingi Rotaryhreyfingarinnar. 1 samtökunum eru 16.000 Rotaryklúbbar, sem starfa víðs- vegar um heim og eru meðlimir þeirra alls um 750 þúsund talsins. Hér á landi er starfandi 21 Rotaryklúbbur og er félagafjöld- inn 756. Forseti Rotary International kemur hingað frá Bandaríkjun- um á ferð sinni til fleiri landa, en eitt af hlutverkum hans er að heimsækja Rotaryklúbba sem víð- ast um heim. Mr. Robbins hefur lengi starfað innan Rotaryhreyf- ingarinnar í Bandarikjunum og verið m.a. forseti Rotaryklúbbs- ins í Miami í Florida og varafor- seti Rotary International 1959—1960. Heimiii hans er I Florida, þar sem hann stundar búskap. Kona hans er 1 för með honum hingað til lands. Meðan Mr. Robbins dvelst hér mun hann m.a. hitta borgarstjóra Simaskráin fer í dreifingu 1. apríl BYRJAÐ verður að afhenda síma- skrána til sfmnotenda f Reykja- vfk frá og með 1. aprfl n.k. og gengur hún f gildi mánudaginn 14. aprfl n.k. Upplag símaskrár- innar er nú um 90 þúsund eintök. Brot skrárinnar er breytt frá þvf sem áður hefur verið, hæðin 29,6 sm f stað 27 sm. Á forsíðu kápunnar innan- verðri er skrá yfir nevðar- og öryggissíma, og er svo einnig á baksfðunni. Reykjavikur að máii og fara i ferð um nágrenni Reykjavíkur. Þá mun hann ávarpa félaga allra Rotaryklúbbanna á Reykjavíkur- svæðinu á sameiginlegum fundi þeirra sem haldinn verður í Súlnasal Hótel Sögu kl. 19.00 miðvikudaginn 2. apríl. Forsætis- ráðherra, Geir Hallgrímsson, mun þar einnig flytja ávarp. Fundur þessi er opinn öllum Rótaryfélög- um. Umdæmisstjóri Rotaryhreyf- ingarinnar á Islandi er nú Val- garð Thoroddsen, rafmagnsveitu- stjóri ríkisins. Sýning á ljós- myndum frá lýðháskólum Á VEGUM Norræna félagsins og Norræna hússins hefur nú verið komið fyrir sýningu á Ijósmynd- um frá lýðháskólum. Danski ljósmyndarinn og lýðhá- skólamaðurinn Johan Henrik Piepgrass gerði þessa sýningu úr garði en hún er farandsýning og hefur farið víða, og hlotið hvar- vetna mjög góða dóma. Piepgrass er vel kunnur hér á landi fyrir ljósmyndir sinar en hann hefur dvalist hér á landi og tekið marg- ar myndir og haldið sýningar á þeim í Norræna húsinu auk þess sem hann hefur haldið fyrirlestra bæði þar og á Akureyri. Sýningin mun vera i Norræna húsinu fram yfir páska en síðan verður hún send til Akureyrar og sett þar upp í Amtsbókasafninu og þaðan verður hún send til Húsavíkur og Akraness. (Fréttatilkynning frá Norræna; félaginu)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.