Morgunblaðið - 27.03.1975, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975
37
L4UG4RD4GUR
29. mars 1975
16.30 tþróttir
Knattspyrnukcnnsla
Enska knattspyrnan
Aðrar fþróttir
Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.
18.30 Lfna Langsokkur
Sænsk framhaldsmynd.
13. þáttur. Sögulok.
Þýðandi Kristfn Mántylá.
\ður á dagskrá haustið 1972.
19.00 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrá og auglýsingar
20.30 Elsku pabbi
Breskur gamanmyndaflokkur.
Ilús til sölu
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
20.55 Vaka
Dagskrá um bókmenntir og listir á
Ifðandi stund.
Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfs-
son.
21.35 Kristnihald í Kongó
Þýsk heimildamynd um tilraunir
sumra afrfkuþjóða til að aðlaga kristna
trú þjóðlegum siðuni og háttum.
Þýðandi Auður Gestsdóttir.
Þulur Jón Hólm.
22.15 Anastasfa
Bandarfsk bfómynd frá árinu 1956.
Leikstjóri Anatole Litvak.
Aðalhlutverk Yul Brynner, Ingrid
Bergman og Helen Hayes.
Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
Myndin gerist f Parfs árið 1928. Nokkr-
ir háttsettir Rússar vilja fyrir hvern
mun ná út úr banka pcningum Niku-
lásar Rússakeisara, sem tekinn var af
lífi tfu árum fyrr, ásamt fjölskyldu
sinni. Þeir frétta af stúlku, sem gefið
hefur f skyn, að hún sé engin önnur en
Anastasía prinsessa, sem margir töldu,
að sloppið hefði lifandi úr höndum
byltingarmanna. Þeir fara á fund
stúlkunnar og fá hana til að gera kröfu
til fjárins, en þróun málsins verður
önnur en þeir höfðu búist við.
23.55 Dagskrárlok
20.30 Edvard Munch
Kvikmynd um málarann Edvard Munch
og æviferil hans.
Síðari hluti.
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
(Nordvision — Norska sjónvarpið)
22.15 RolfHarris
Fyrsti þátturinn í flokki breskra
skemmtiþátta, þar sem ístralski söngvar-
inn og æringinn Rolf Harris skemmtir
ásamt fjölda þekktra listamanna.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
22.55 Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDkGUR
1. aprfl 1975
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.35 Helen — nútfmakona
Bresk framhaldsmynd.
6. þáttur.
Þýðandi Jón O. Edwald.
Efni 5. þáttar:
Helen hefur fengið vinnu, sem hún er
ánægð með. Frank býr hjá vinkonu sinni,
sem leggur fast að honum að losa sig
undan áhrifavaldi fjölskyldunnar. Faðir
Helenar reynir eftir megni að telja dóttur
sfna á að taka Frank f sátt, en hún tekur
þvf dauflega og kveðst vilja standa á
eigin fótum f framtíðinni.
21.30 Söngleikurinn mikli
Sigvard Hammar ræðir við leíkstjórann
Ingmar Bergman um Töfraflautuna og
sviðsetningu hennar hjá sænska sjónvarp-
inu. 1 þættinum rekur Bcrgman aðdrag-
anda sjónvarpsupptökunnar og lýsir
skilningi sfnum á óperunni.
Þýðandi Jón O. Edwald.
(Nordvision — Sænska sjónvarpið)
22.00 Landneminn
„Kubbamynd“ eftir Jón Axel Egils.
Aður á dagskrá 14. september 1974.
22.10 Heimshorn
Fréttaskýringaþáttur.
Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon.
22.40 Dagskrárlok.
Á páskadagskrá sjónvarpsins:
Töfraflauta Mozarts og Berg-
mans og œska Edvards Munch
í páskadagskð sjónvarpsins ber
vafalaust hæst uppfærslu ING-
MAR BERGMANS á óperunni
TÖFRAFLAUTUNNI eftir MOZART
sem sýnd verSur á FÖSTUDAG-
INN LANGA. Þetta er ein viSa-
mesta uppfærsla sem sænska út-
varpið hefur ráðizt I, en tilefni
hennar er 50 ára afmæli þess á
þessu ári, og fáum við þvi þessa
hátíðarsýningu splunkunýja.
„Töfraflautuna" samdi Mozart
snemma árs 1791, og hún var
frumsýnd i Vinarborg i september
sama ár. Aðeins tveimur
mánuðum siðar lézt hann, 35 ára
að aldri. „Töfraflautan", sem
hlaut heldur dræmar viðtökur við
frumsýninguna, hefur siðan notið
mikillar almenningshylli. Ingmar
Bergman hafði i tvo áratugi
langað til að setja upp „Töfra-
flautuna", og þykir honum hafa
tekizt að sanna að óperur geta
verið skemmtilegar og fjörugar
fyrir hinn almenna njótanda.
Um verkið segir Bergman: „Við
fáum að upplifa hinn undursam-
lega raunveruleik sögunnar og
draumsins. Ég sé einhverja konu
og ég elska hana að eilifu. Sæt-
leiki draumsins, en einnig þjáning
og þrá draumsins. f „Töfraflaut-
unni" er þetta alltaf i nðnd: Ijóð,
saga, draumur. Þau hreyfast inn i
hvert annað og kringum hvert
annað með einkennilegum létt-
leika. Persónur leiksins spyrja sig
hvort þær dreymi eða séu
vakandi, — hvort þetta sé
draumur eða veruleiki: Tamino
fyrir utan musteri vizkunnar,
Pamina með hnif móðurinnar i
hendinni, Papagenos i leit sinni að
Papagenu, sem skyndilega birtist
en hverfur jafn skjótt. Þrjár litlar
manneskjur sem eltast og eru
eltar gegnum drauma og veruleika
sem allt eins gætu verið hugar-
fóstur þeirra sjálfra."
Það tók Bergman og sænska
útvarpið rúm tvö ár að undirbúa
töku „Töfraflautunnar. Upphaf-
lega hafði Bergman viljað taka
verkið upp i gamla Drottning-
holmsleikhúsinu utan við Stokk-
hólm, einkaleikhúsi Gústavs III
frá því um aldamótin 1700, sem
enn er notað. En leikhúsið reynd-
ist of veikbyggt fyrir þessa viða-
miklu sjónvarpsupptöku. og i
staðinn var allt leiksviðið endur-
byggt i stúdiói. Upptakan sjálf,
sem er i litum, hófst svo i marzlok
1974. Kvikmyndari er SVEN NY-
KVIST, hinn heimsfrægi mynda-
smiður Bergmans, og hljómsveit-
arstjóri er ERIC ERICSON. Leik-
mynd gerði HENNY NOREMARK.
Gifurleg vinna var lögð i alla um-
gerð verksins Bergman reyndi alls
116 listamenn og valdi siðan úr
þeim hópi i hlutverkin. Flytjendur
eru bæði þekktir og óþekktir, en
starfa allir á Norðurlöndum. Josef
Köstlinger er Tamino. Irma Urrila
er Pamina, Haakan Hagegaard er
Papageno, og Elisabeth Erikson er
Papagena, svo nokkur hlutverk
séu nefnd.
Á PÁSKADAG og ANNAN
PÁSKADAG sýnir sjónvarpið
leikna. norska sjónvarpsmynd um
listmálarann EDVARD MUNCH.
Leikstjóri þessarar myndar er
brezkur, PETER WATKINS, og
hefur hann vakið mikla athygli
fyrir frumlegar og djarfar sjón-
varps- og kvikmyndir, sem oft eru
heimildalegs eðlis. Meðal þessara
mynda eru „War Game" (sýnd hér
m.a. af Kvikmyndaklúbbi mennta-
skólanna), „Orrustan um Cull-
oden" (sýnd af íslenzka sjónvarp-
inu) og „Punishment Park" (sýnd
af kvikmyndaktúbbnum). Eins og i
öðrum myndum Watkins fara
áhugamenn með hlutverkin í þess-
ari sjónvarpsmynd.
Myndin lýsir æsku og uppvexti
Munchs innan fjölskyldu, þar sem
sjúkdómar og dauði eru tiðir gest-
ir. allt til þess tíma er hann kemst
i tæri við bóhemlifið i Kristjaniu
(Ósló) og hóf sina áköfu leit að
listformi sem gat tjáð innri veru-
leik manneskjanna. Einnig er
brugðið upp mynd af pólitiskum
og félagslegum aðstæðum á þess-
um tima.
Undirbúningur og gagnasöfnun
fyrir töku þessarar myndar hófst
veturinn 1971—72, og i desem-
ber 1972 hófst sjálf upptakan
eftir að um 500 manns höfðu
verið reyndir i hlutverkin 360 (þar
með talin statistahlutverk).
Myndin var að mestu gerð i Ósló,
auk tveggja daga töku i Paris,
m.a. í Rodinsafninu. Myndatöku-
maður er Odd Geir Sæther. I aðal-
hlutverkum eru Geir Westby
(Munch), Gro Fraas (frú Heiberg),
Johan Halsbog (dr. Christian
Munch) og Lotte Teig (Karen
frænka).
SUNNUD4GUR
30. mars 1975
Pftskadagur
17.00 Pfiskaguðsþjónusta f sjónvarpssal
Séra Árelfus Nfelsson prédikar og þjónar
fyrir altari.
Kór Langholtssafnaóar syngur.
Söngstjóri og organleikari Jón Steffins-
son.
18.00 Stundin okkar
Kór öldutúnsskóla f Hafnarfirði syngur.
Nemendur f Ballettskóla Eddu Scheving
dansa vordansa og sýnt verður leikritið
„Mér er alveg sama þótt einhver sé að
hlægja að mér“ eftir Guðrúnu Asmunds-
dóttur.
Umsjónarmenn Sigrfður Margrét Guð-
mundsdóttir og Hermann Ragnar Steffins-
son.
19.00 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.15 Elduríöskju
Fyrir réttum hundrað firum, 29. mars firið
1875, hófst mikið eldgos f öskju, og var
það upphaf þess harðindatfmabils, sem
varð ein af meginorsökum fólksflóttans
vestur um haf.
I tilefni þess, að öld er liðin sfðan þetta
varð, ræðir Elður Guðnason við Sigurð
Þórarinsson, jarðfræðíng, um gosið og af-
leiðingar þess, og sfðan verður sýnd stutt
kvikmynd eftir ösvald Knudsen.
Nefnist hún „Eldur f öskju“ og fjallar
aðallega um öskjugosið 1961.
20.45 tslensk kammermúsik
Rut Ingólfsdóttir, Pétur Þorvaldsson og
Halldór Haraldsson leika Tfó f e-moll fyr-
ir fiðlu, selló og pfanó eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson.
Stjórn upptöku, Andrés Indriðason.
21.05 Edvard Munch
Norsk kvikmynd um málarann Edvard
Munch og æviferil hans.
Fyrri hluti.
Höfundur og leikstjóri Peter Watkins.
Aðalhlutverk Geir Westby, Gro Fraas,
Johan Halsbog og Lotte Teig.
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
Myndin lýsir bernskuárum listamannsins
á heimili, þar sem sjúkdómar og dauði
setja mark sitt fi daglegt Iff. Sfðan er
fylgst með þroskaferli hans og leit hans að
tjáningarformi viðsitt hæfi.
ÖII hlutverk í myndinni eru leikin af
áhugafólki, og eru þðtttakendur alls um
360.
Sfðari hluti myndarinnar verður sýndur á
annan páskadag.
(Nordvision — Norska sjónvarpið)
22.55 Dagskrfirlok.
A1MUD4GUR
31. mars 1975
Annar f pfiskum
18.00 Endurtekið efni
Björgunarafrekið við Látrabjarg
Heimildamynd, sem öskar Gfslason gerði
fyrir Slysavarnarfélag Islands, er breskur
togari fórst undir Látrabjargi fyrir nær-
fellt 30 firum.
Mynd þessi hefur verið sýnd víða um land
og einnig erlcndis.
Hún var áður á dagskrá Sjónvarpsins fyrir
rúmum sjö árum.
18.50 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrfi og auglýsingar
yyRmmveruleikirm dramatískari en mgndin**
Rœtt við Svein Ásgeirsson um etni myndarinnar „Hann skal erfa
vindinn ”, sem endursýnd er á föstudaginn langa í sjónvarpinu
A FÖSTUDAGINN langa endur-
sýnir sjónvarpið myndina „Hann
skal erfa vindinn" („Inherit the
Wind"), sem byggð er á sönnum
atburðum, sem gerðust fyrir nær
50 árum i bænum Dayton i
Tennessee í Bandarikjunum. Sá
maður hér á landi, sem vafalaust
er fróðastur um þá atburði, er
Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur,
sem segir frá þeim i bók sinni
„Apakettir og annað fólk", sem
kom út i fyrra. Morgunblaðið innti
Svein eftir þvi, hvernig honum
hefði þótt myndin miðað við það,
sem raunverulega gerðist.
— Reunveruleikinn var drama-
tiskari en myndin að mörgu leyti.
Lög voru samþykkt i Tennessee
1 925, sem bönnuðu, að þróunar-
kenning Darwins væri kennd í
skólum fylkisins, þar eð hún væri i
mótsögn við bibliuna. Málaferlin
voru svo þvinguð fram af and-
stæðingum laganna. Kennari
nokkur tók að sér að leika hlut-
verk hins seka, leyfði, að hann
væri kærður og viðurkenndi brot
sitt, þótt hann hefði vist aldrei á
kenninguna minnzt við nemendur
sina.
— En er ekki efni þessa máls
léttvægt fyrir menn nú á dögum?
— Saga þessara réttarhalda er i
hæsta máta tímabær. Apamálið er
sigilt og hið frábærasta efni til
frásagnar. Það eru fá mál, sem ég
hef kynnt mér, sem hafa i senn
fangað huga minn og skemmt mér
um leið. Sjálft spursmálið, hvort
maðurinn sé kominn af öpum eða
skapaður af guði í sinni núverandi
mynd, er hreint aukaatriði. Að-
dragandi og tilorðning laganna er
skripamynd af nútima lagasetn-
ingum, og frá henni greini ég að
sjálfsögðu i bókinni. Málflutning-
ur allur og málatilbúnaður var
einnig spaugilegur i allri sinni
alvöru, en án hennar hefði þetta
ekki orðið það heimsfræga leikrit,
samiðaf lífinu sjálfu, sem þaðvar,
er og verður. Efnisþráðurinn,
tengslin milli apa og manns, er
eins og upp fundinn af snjöllum
höfundi. sem er að fjalla um djúp-
stæð. mannleg vandamál.
— Það er fyrst og fremst rök-
semdafærslan i málflutningnum,
sem er I senn nútimaleg og sígild.
Það er hinn kaldi rökhyggjumaður
og sveimhuguli stjórnmálamaður,
sem eigast við. Menn skulu hafa I
huga, að helzti málflutningsmaður
rlkisins við þessi réttarhöld var
einn mesti mælskumaður, sem
Bandarikin hafa átt, W.J. Bryan.
Til þess að skilja hið raunverulega
drama þurfa menn að þekkja feril
og forsögu mannsins nokkuð.
Hann var þekktasti stjórnmála-
maður Bandarikjanna i áratugi og
var þrivegis i framboði til forseta-
kjörs fyrir demókrata. Hann réð
þvi siðan á flokksþingi demókrata
1912. að Woodrow Wilson varð
forsetaefni þeirra, og varð sjálfur
siðan utanrikisráðherra i stjórn
hans. Heimurinn i dag er fullur af
stjórnmálamönnum eins og hon-
um, en þeir eru fáir ef nokkrir
jafnmælskir. En röksemdafærslan
og málflutningurinn ætti að koma
mönnum kunnuglega fyrir.
— Nútimamenn hafa engin efni
á þvi að hneykslast á þessum
réttarhöldum frá neinu sjónarmiði
og ekki heldur á lagasetningu
þeirra i Tennessee fyrir 50 árum.
Hundruð milljóna manna I sjálfri
Evrópu búa i dag víð lög. sem
banna kenningar og lögfesta aðr-
ar. Og brot gegn þeim lögum
varða alvarlegri dómum en 100
dollara sekt, sem svo er felld nið-
ur. Og réttarhöldin, sem haldin
eru vegna meintra brota á þessum
nútimalögum eru allt annað en
spaugileg. Mættum við þá heldur
fá fleiri apa-réttarhöld eins og
þessi i Tennessee. Þau voru til-
tölulega saklaus.
Að visu dó Bryan i Dayton, en
það var ekki við sjálf réttarhöldin,
heldur fjórum dögum siðar en
þó var lát hans og allt i sambandi
við það stórum dramatiskara og
sögulegra en í myndinni. þrátt fyr-
ir allt.
Um apamálið var mikið rætt og
ritað, rifizt og deilt i Bandarikjun-
um og vfða um heim. Mér datt í
hug, er ég var að skrifa bókina,
hvort islendingar I Vesturheimi
hefðu ekki deilt svolitið um málið
á sina vísu. Og mikið rétt, Lögberg
og Heimskringla voru á öndverð-
um meiði i máli þessu og rifust
hressilega, eins og ég að sjálf-
sögðu segi frá í bókinni. Lögberg
fylgdi Bryan, og þar birtist m.a.s.
hetjukvæði um hann fallinn. eftir
Pétur Sigurðsson, siðar erindreka
góðtemplarareglunnar.
í formálskafla bókar minnar
sofli ég: „Við lestur þeirra frá-
sagna, sem hér fara á eftir, skyldi
enginn dæma og enginn fyrírgefa.
Heldur aðeins lita i þær eins og
spegil, en i spegli má bæði sjá
sjálfan sig og aðra. Sagan af apa-
málinu er viðamest og er þvi
stærstur spegill." Og við það hef
ég aðeins þvi að bæta, að hann er
að visu spéspegill, en annars væri
heldur ekkert gaman að honum.
MaCurinn er ekki skyldur apanum!