Morgunblaðið - 27.03.1975, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1975
45
/
Likið á^grasfletinum
J\
21
— Þú heldur sem sagt að hann
hafi verió i einhverju nágranna-
húsanna þennan tíma?
— Já, sagði Einar. — Það held
ég. Þú getur kallað þetta órök-
stutt hugboð, ef þú vilt.. en þú
tekur nú oft slík hugboð góð og
gild. En ég get fært ýmis rök fyrir
þessu hugboði minu. Tommy átti
heima i dalnum. .. það er sannað
svo að ekki verður á móti mælt að
á sunnudagskvöld hélt hann rak-
leit frá járnbrautarstöðinni og í
áttina hingað.... og það var hér,
sem hann var myrtur síðustu
nótt....
Við sátum um hríð í þungum
þönkum, en loks rauf faðir minn
þögnina og augljóst var að hann
fylgdist betur með samræðum
okkar en marka hefði mátt af
svipbrigðalausu andliti hans.
Hann sagði:
— Ég get ekki varist því að
velta einu fyrir mér, Einar. Ef
fréttir berast hér um bæinn með
þessum líka leifturhraða hvernig
ætlar þú þá að skýra það að
hvorki Mattsonhjónin né Holts-
fjölskyldan vilja viðurkenna að
vita nokkuð um ferðir hans? Eru
þau öll að ljúga að yfirlögðu ráði
að lögreglunni eða hefur frétta-
þjónustan brugðist hér?
— Já, Jóhannes, þarna kem-
urðu vissulega að athyglisverðum
púnkti, sagði Einar og sneri sér
áfjáður að föður minum, prófess-
ornum. — Það getur hugsast að
fréttin — hafi farið hjá garði Wil-
helms Holts. Hér í Skógum ræð-
um við einkamál annars fólks, en
alltaf að því fjarstöddu. Ef menn
hittast augliti til auglitis þá brosa
þeir elskulega og rabba um ósköp
almenna hluti.
— Ég verð að segja að mér
finnst vera hreint og beint vió-
bjóðslegt fólk sem hér býr, sagði
ég full vandlætingar.
— O, nei, það er nú of mikið
sagt. Sjáðu til, þetta er alls ekki
slæmt fólk og brennandi áhugi
þeirra á göllum og gæðum ann-
arra stafar ekki einvörðungu af
illgirni, heldur ekki síður af
mannlegri forvitni og þessari
miklu þörf til að reyna — beint
eða óbeint að upplifa eitthvað
spennandi og óvenjulegt. Þess
vegna er fólk eins og Tommy Holt
augasteinninn þeirra. Víst
krossar fólk sig og er yfir sig
hneykslað, en það nýtur satt að
segja þeirrar vissu að einhver í
kunningjahópnum þorir að skera
sig úr og er ekki sami smáborgar-
inn og þau hin vita sig vera....
fólk dáist að því innra með sér að
einhver — í þessu tilfelli Tommy
— skuli hafa hugrekki til að láta
öllum illum látum, þrátt fyrir allt
bæjarslúðrið og hugsunarháttinn
Ef þið bara vissuð hvað margat
kjaftasögur hafa verið sagðar um
Tommy meðan hann bjó heima
hjá sér! En það breytti því ekki að
hann var vinsæll hvar sem hann
kom.... bæði meðal ungra og ald-
inna. Og ég efast um að allar þær
slúðursögur sem um hann voru
sagðar hafi nokkurn tíma borizt
fjölskyldu hans til eyrna. Auk
þess sem þau halda sig að miklu
leyti út af fyrir sig.. ..
— Þú telur það að foreldrar
Tommys og systir hans hafi alls
ekki vitað það sem allir aðrir
vissu: að honum hafði þóknast að
koma heim?
— Ég fullyrði ekkert. Ég segi að
þessi möguleiki sé fyrir hendi.
— Og Yngve Mattson var í
ferðalagi. En Lou....
— Já. Þá komum við aftur að
Lou. Og ég fæ ekki betur séð en
þú hafir stefnt til hennar allan
tímann! Einar brosti striðnislega.
Ég verð að viðurkenna að ég á
dálitið erfitt með að sjá Lou fyrir
mér sem morðingja..
— Ég hef ekkert slíkt gefið i
skyn. Ég hef aðeins sagt að mér
finnst hún hegða sér vægast sagt
einkennilega og ég held fast við
það. í meira lagi einkennilega.
Brosið hvarf af vörum Einars
og hann horfði hugsandi á mig.
— Lou hegðar sér alltaf óvenju-
lega. Og ég skal viðurkenna að
það er hægara ort en gert að
botna í henni. En ég hef alltaf
haft þá trú að innst inni væri hún
ósköp elskuleg og góð stúlka....
blið og dálitið barnaleg og afskap-
lega ástfangin af Yngve. Þú
spurðir áðan, hvernig leiðir
þeirra hefðu legið saman. Ef
upplýsingar mínar eru réttar þá
var hann einhvern tima í fríi á
baðströnd og allt gekk svo fljótt
fyrir sig að fólkið í Skógum fékk
meira en lítió áfall. Og þvi meira
vegna þess að allar mæður og
dætur í bænum urðu að horfa á
þaó, án þess að fá neitt við ráðið,
að bezti hjónabandskandidat
bæjarins var gómaður rétt við
nefið á þeim — og það af aðkomu-
manneskju..
— Ekki get ég ímyndað mér að
Ingve Mattson hafi þótt svo eftir-
sóknarverður, að konur beinlfnis
berðust um að vinna hylli hans.
Þessi andstyggilegi og kvikindis-
legi maður með þessi frosnu
augu. Nei, þessu trúi ég ekki....
Faðir minn ræskti sig hógvær-
lega í stólnum sínum, svo ég gerði
mér grein fyrir að hann var
óánægður með skorinorðar yfir-
lýsingar mínar og þótti þær öfga-
kenndar. Meira að segja Einar
hristi höfuðió.
— Nei, nú skalt þú bíða hæg.
Mér hefur alltaf fundist Yngve
mjög myndarlegur maður. Og
hann er sterkríkur. Faðir hans
stofnaði fyrirtæki hér í bænum og
lét eftir sig mikið af peningum,
sem Yngve hefur ávaxtað vel og
dyggilega. Hann er snjall kaup-
sýslumaður.. og kannski tillits-
laus þegar þess gerist þörf.
Eg var svo göfug aó ég sagði
ekki eitt einasta orð um að tillits-
leysið hefði einmitt skinið af and-
Velvakandi svarar I slma 10-100
kl. 10.30— 11.30, frá mánudegi
'til föstudags.
% Réttur og
velferð barna
Astrid S. Hannesson
skrifar:
Þegar svo mikið er rætt um
fóstur og fóstureyðingar og
ákvarðanir og réttindi i þeim sam-
böndum, þá er eðlilegt að spyrja
um réttindi og skyldur feðra ekki
síður en mæóra gagnvart börn-
um þeirra, og spyrja: Ber ekki
feðrum skylda til að standa vörð
um rétt barnanna, ófæddra sem
fæddra alveg eins og mæðrunum?
Ber þeiin ekki skylda til að búa
svo í haginn fyrir börn sín að þau
séu velkomin í þennan heiin?
Liggur það ekki í eðli ináls að
báðir foreldrar hafi hér skyldur
og þar með þjóðfélagið allt, að
búa vel i haginn fyrir börn sin að
þau séu velkoinin i þennan heiin?
Liggur það ekki í eðli máls að
báóir foreldrar hafi hér skyldur
og þar með þjóöfélagið allt, að
búa vel i haginn fyrir koinandi
kynslóð? Ber ekki að virða lifsrétt
barnsins þegar frá upphafi, og
ber ekki að sníöa lög og reglur
inannfélagsins varðandi fóstur og
börn, viö þennan grundvallandi
rétt manneskjunnar til lífs?
Á kvennaárinu er eðlilegt að
konur berjist fyrir rétti sinum og
jafnrétti. En jafnrétti er það ekki
ef konan ein hefur rétt til að
drepa það lif sem hún gengur með
i inóðurlífi. Eólilegt er að áhuga-
sainar konur berjist fyrir friði
inilli þjóða, og óskandi er að vel
inegi til takast uin árangur svo að
allar þjóóir megi njóta réttarins
til að lifa. En allsherjar friður
verður ekki, meðan til eru konur
sem berjast fyrir einkarétti til aó
drepa fóstur i eigin móðurlifi. Er
ekki eðlilegt að lifsrétturinn nái
líka til fóstra i inóðurlifi, og til
allra barna sein fæðast? Fyrir
þessuin rétti ber ekki aðeins kon-
um að berjast, heldur körlum
ekki siður.
Astrid S. Ilannesson".
% Dymbilvika
Lesandi hringdi til að spyrj-
ast fyrir um orðið dyinbilvika,
hvernig það væri til orðið og
hvaða merkingu það hefði nú.
Dyinbill er trékólfur sá nefnd-
ur, sein áður og fyrr var settur í
kirkjuklukkur í vikunni fyrir
páska. Þannig hefur klukkna-
hljómurinn orðið daufari og
drungalegri i samræmi við and-
rúinsloftið þessa daga.
Undanfarin ár hefur kyrrð og
hátíðleiki i dyinbilviku og
reyndar páskadagana lika sætt
nokkurri gagnrýni. Suinir hafa
sagt, aó hátiðleikinn sé úreltur,
þessa daga eigi fólk langt fri, sem
sjálfsagt sé að nota til skemmtana
og afslöppunar, í stað þess að
hlýða á sálmasöng og orgelspil.
Uin leið og þessu hefur verið
haldiö fram, er svo fárast yfir
hraða og iátuin í nútíinaþjóð-
félagi, þannig að þarna skýtur
nokkuð skökku viö.
Margur hefði nú haldið, að fólk
hefði einmitt gott af því að vera
til friðs þessa daga, enda eru þeir
áreiðanlega fleiri, sein una sér vel
án hávaóans í nokkra daga.
% Páskaegg
Kona nokkur hringdi, og
sagðist hafa komió inn í verzlun
um daginn í þeim erindagjörðuin
að festa kaup á páskaeggjuin.
Kvaðst hún hafa veitt því athygli,
að páskaeggjum hefði nú farið
allmikið aftur frá því sem áður
var, — þau værú ininna skreytt
en áður, auk þess sein þau hefðu
hækkaó gifurlega í verði frá þvi í
fyrra. Það væri nú reyndar engin
furða þótt þau hækkuðu eins og
allt annað, en sér hefói brugðið i
brún þegar inaður nokkur koin
inn í verzlunina til að kaupa sex
páskaegg, sein hann tók frain að
ættu að vera handa börnuin sín-
uin, konu sinni og sér. Hann hafði
fjargviðrazt inikið yfir því hve
eggin voru orðin dýrkeypt, —
sagðist hafa keypt egg i fyrra,
sein kostuóu rúinar 900 krónur.
Hann sagðist ætla að kaupa egg á
svipuðu verði nú, en að sjálfsögðu
væru þau iniklu minni en þau,
sein hann fékk í fyrra.
Nú spyr konan, sein varð vitni
að þessuin innkaupuin: „Hvernig
hefur sá, sein hefur efni á að
spandera 6 þúsund krónum i
páskaegg handa farnilíunni, ráð á
þvi að tala um dýrtið?"
Spyr sá, sem ekki veit, en
kannski fjölskyldan sé orðin svo
aóþrengd eftir föstuna, aó ekki
veiti af að borða vel af súkkulaði
á eftir.
0 Hvernig á að
verja fríinu?
í nútimaþjóðfélagi er eitt
vandamál, sein oft er nefnt, en
það eru tómstundirnar. Það er
vandrataður ineðalvegurinn;
þegar búið er að fá því fraingengt
eftir inargra ára baráttu að tóin-
stundir séu ríflegar, er farió að
vandræðast út af þvi hvað eigi að
gera af sér þegar ekki er verið að
vinna. Nú um páskana eiga flestir
frí i fiinin daga sainfleytt og þá er
kannski von að spurt sé: Hvað á
að gera? Kvikmyndahús og leik-
hús eru ekki opin þessa daga og
ballhúsin eru meira að segja
lokuð lengst af.
En sein betur fer er ýinislegt
annað hægt að gera sér til dund-
urs og ánægju. Skíðaiðkun og úti-
líf af ýmsu tagi hefur átt vaxandi
vinsælduin að fagna undanfarin
ár og sérstaklega hefur Bláfjalla-
svæðið koinið Reykvíkinguin í
góðar þarfir að þessu leyti. Þegar
Bláfjöll eru nefnd keinur skíða-
iþróttin fyrst i hugann, en ástæða
er að vekja athygli á því, að inenn
þurfa ekki að vera skióakappar
íneð útbúnaö úpp á tugi þúsunda
til að fara þangað. Þar eru ágætar
sleðabrekkur auk þess sem þar er
hægt að fara i gönguferðir.
Og það er víðar hægt að stunda
útivist en í Bláfjölluin, þvi að
Reykjavik og nágrenni eru injög
víða skeimntilegar gönguleiðir og
reyndar um allt land.
Við óskuin lesenduin gleði-
legrar hátíðar og hvetjuin þá til
að nota tíinann vel og skynsain-
lega.
SlGGA V/öGA £ “Í/LVERAW
— Að eyða . . .
Framhald af bls. 13
fulinustu en væri um ieið hluti af
stærri myndrænni heild.
I bókinni ís og eldur eru mynd-
irnar ýmist i lit eða svarthvítu
enda tekur Hjálmar jöfnum hönd-
um lig og svar-hvítt. Hins vegar
segir hann að mun meiri vinna sé
fólgin í svart-hvítu myndunum en
litmyndunum, þar’eð framköllun-
in og stækkun sé oft meira en
hálfur vandinn við svart-hvítu
myndirnar en nánast öll vinnan í
litmyndinni fari fram í sjálfri tök-
unni.
„Ljósmyndun hefur veitt mér
ómældar ánægjustundir en einn-
ig mikla vinnu og erfiði," segir
Hjálmar. „Hins vegar er ekki
hlaupið að því að gefa öðrum ráð
hvernig taka eigi myndir. Það
er án efa að einhverju leyti með-
fædd tilhneiging, þó að auðvitað
séu til ótal reglur þar að lútandi,
eins og innan annarra greina
sjónmenntar. Og að sjálfsögðu er
gott að þekkja þessar reglur en ég
held að enginn öðlist samt fullt
öryggi vió ljósmyndunina nema
hafa lært þær og gleymt þeim
aftur. Góður ljósmyndari byggir
upp mynd sína nánast ósjálfrátt,
en oft getur tekið langan tíma að
finna beztu lausnina. Sjálfur hef
ég iðulega eytt heilum degi til að
ná einnieinustumynd.í annað
skiptið var ég næstum heilan vet-
ur aðundirbúatæknilegan búnað
við ljósmyndun á einu verkefni
—t nánar tiitekið á ískristöllum
vegna bókarinnar „ís og eldur".
Þá hefur það oft reynst mér vel að
fara oft á sama stað i leit að
fyrirmyndum, því að eftir þvi sem
maður þekkir staðinn betur, þeim
mun betri árangri nær maður, og
þess vegna get ég vel skilið tíðar
ferðir listamanna til sömu staða
aftur og aftur. En fyrir bragðið
henta hópferðir mér illa og reynd-
ar er ekki hentugt að vænta þess,
að fjöldi fólks taki tillit til duttl-
unga minna. Þess vegna feróast
ég yfirleitt einn mins liðs nú oróið
eða meó mönnum sem hafa hlotið
nær takmarkalausa þolinmæði og
umburðarlyndi i vöggugjöf.
IHLb=IHLHL!=U£Q:liflHyf
Vesturröst h/f
Laugaveg 1 78.
Simi16770
Remimíton
Haglabyssur 2%" og
3" „Automatic" eða
„Pumpur".
Rifflar
22 cal.
243 cal.
22—250 cal.
22 cal.