Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 77. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1975 PrentsmiSja Morgunblaðsins. Thieu slapp - en þrír fórust — í loftárás á forsetahöllina í Saigon Moskvu, Washington, Saigon, 8. april REUTER — NTB — AP 0 TASS-fréttastofan sovézka sagði f kvöld, að kommúnistar í S-Víetnam stefndu ekki að því að ná yfirráðum yfir öllu landinu heldur væri markmið þeirra nú að koma núverandi stjórn í Saigon frá völdum og fá þar til forystu menn, sem raunverulegan áhuga hefðu á friði. 0 Frá Saigon herma fréttir hins- vegar, að Thieu hyggist sitja sem Fá ekki aðlenda í Da Nang Paris, 8. apríl Reuter FRÁ því var skýrt á blaðamanna- fundi f París f dag, að fyrsta flug- vélin, sem frá Frakklandi yrði send með lyf og hjúkrunargögn til fólks á þeim svæðum, sem kommúnistar hefðu nýtega her- tekið f S-Vietnam, hefði ekki fengið leyfi til að lenda þar. Vél þessi, sem er Boeing-þota 707 frá Air France fer frá París á morgun og lendir í Vientiane i Laos og þaðan verða hjúkrunar- gögnin flutt með smávélum til Da Nang. Prestur að nafni Nguyen Dinh Thi, sem veitir forystu hjálpar- samtökum fyrir Vietnama i París, sagði að bráðabirgðastjórn komm- únista hefði þegið aðstoð þeirra en sett það skilyrói, að flugvélar þeirra yrðu látnar lenda Utan yf- irráðasvæða þeirra. Taldi Dinh Thi ástæðuna þá, að ekki væru Framhald ð bls. 16 fastast á forsetastóli og sá ásetn- ingur hans hafi styrkzt til muna eftir hina misheppnuðu loftárás á forsetahöllina i Saigon í morgun. Forsetann sakaði ekki né bygg- inguna, en þrfr óbreyttir borgar- ar létu lífið og fjórir særðust. Thieu staðhæfir, að árásin hafi verið liður í samsæri um að ráða sig af dögum, en landvarna- ráðherra landsins, Cao Van Vien, sagði í dag, að árásin hefði verið uppátæki eins flugmanns, sem í senn væri óánægður og óagaður. Frederick Weyand hers- höfðingi, yfirmaður herráðs Bandaríkjanna, lýsti því yfir á þingnefndarfundi i Washington i dag, að stjórnin í Saigon mundi ekki halda velli án frekari hernaðaraðstoðar frá Banda- rikjunum. Weyand er nýkominn úr ferð til Saigon og hefur gefið Framhald ð bls. 16 Mynd þessi var tekin fyrir framan forsetahöllina f Saigon í gær, eftir loftárásina. sem þar var gerð með þeim afleiðingum, að þrfr biðu bana og fjórir særðust — en Thieu forseta, sem árásinni var beint gegn, sakaði ekki. IRA hefur „varnaraðgerðir 99 Kveikti í stórverzlun í Belfast Belfast, Dublin, 8. apríl AP — Reuter ÞRJÁR sprengjur sprungu í Bel- fast f kvöld með þeim afleiðing- um, að ein stærsta verzlun borgar- innar brann. Ekki varð manntjón þar sem varað var við sprenging- unum með 15 mfnútna fyrirvara. „Provisional-“armur frska lýð- veldishersins hefur lýst ábyrgð á hendur sér, en af hálfu forystu hans var tilkynnt I Dublin í gær- kveidi, að skæruliðar hans hefðu fengið fyrirskipun um að hefja „varnaraðgerðir" gegn hverskon- ar ofbeldi af hálfu brezka setu- liðsins og öfgasveita mótmæl- enda. Þessi ákvörðun IRA var tekin eftir þriggja daga ofbeldisaðgerð- ir á N-írlandi, sem kostuðu 11 mannslíf og meiðsl níu tuga manna. Hún er ekki túlkuð sem Samningaumleitanir hafnar í Kambodiu — segir forsœtisráðherrann, Long Boret Phnom Penh, 8. apríl Reuter — AP — NTB. LONG Boret, forsætisráðherra Kambodiu, staðfesti í dag, að gerðar hefðu verið ráðstafanir til þess að koma á samningaviðræð- um milli fulltrúa stjórnar Kambodiu og skæruliða, sem nú sitja um höfuðborg landsins. Norski fiskiðnað- urinn fær stór- aukinn ríkisstyrk Ósló, 8. april. REUTER HAFT ER eftir áreiðanlegum heimildum í Ósló f dag, að stjórn Noregs hafi boðið fiskiðnaði landsins meiri háttar stuðning, eða um 270 milljónir norskra króna umfram þær 189 milljónir sem hann þegar hefur f stuðning frá rfkinu samkvæmt núgiidandi fjárlögum. Boð þetta kom fram eftir viðræður stjórnarfulltrúa og fulltrúa hagsmunasamtaka norskra sjómanna í sfðustu viku og verður nú tekið til umræðu innan samtaka þeirra. Boret ræddi við fulltrúa kambodfskra skæruliða í Bang- kok í Thailandi áður en hann kom aftur heim til Kambodiu úr ferð sinni til Indónesíu, þar sem hann dvaldist nokkra daga ásamt Lon Noi, forseta. Að þvi er Norodom Sihanouk, prins, staðhæfir í bréfi til banda- riska öldungadeildarþingmanns- ins Mike Mansfield, gætu skæru- liðar tekið Phnom Penh þegar i stað, en þeir hafa hikað við það af ótta við, að Bandarikjamenn gripi þá i taumana og láti til skarar skriða gegn þeim. Astæðan er sú, segir hann, að nokkur hundruð Bandarikjamenn eru enn í Phnom Penh og segir hann skæruliða óttast, að verði þeir fyrir árásum muni Bandaríkja- stjórn nota það sem tylliástæðu til íhlutunar. Með orðsendingunni til Mansfields fylgir listi yfir níu ríki, sem Sihanouk segir vera „þekkta útsendara bandarískrar heimsvaldastefnu" en þau eru Bretland, Astralia, Nýja-Sjáland, Japan, Thailand, Malaysia, Singa- pore, Indónesia og Filippseyjar. Að sögn herstjórnarinnar í Phnom Penh gerðu skæruliðar minni háttar eldflaugaárásir á Puchentung-flugvöll í dag. Tjón er sagt hafa verið lítið og aó eng- inn hafi fallið. svo, að IRA hafi þar með bundið enda á vopnahléð, sem nú hefur staðið í nær tvo mánuði, eða frá 10. febrúar, heldur sé hér um viðvörun að ræða, sem þó geti snúizt upp f annað verra, verði ekki lát á ofbeldisaógerðum möt- mælenda. Af tilkynningu IRA kemur glöggt fram, að innan for- ystunnar þar er rikjandi óánægja með árangur vopnahlésins. 1 til- kynningunni segir, að brezku stjórninni hafi verið tjáð óánægja IRA, sem sjái engin merki þess, að Bretar ætli að verða við megin- kröfunum um að heita brottflutn- ingi brezka herliðsins frá N- Irlandi og veita uppgjöf saka öll- um þeim, sem fangelsaðir hafa verið fyrir aðgerðir unnar af pólitiskum hvötum. I yfirlýsingu, sem IRA birti i Belfast eftir sprengingarnar i kvöld, sagði, að brezkir hermenn hefðu virt að vettugi fyrri varnað- arorð IRA og undanfarna daga valdið skemmdum á tveimur ibúðarhúsum við rannsóknir og húsleitir. „Meðan brezki herinn heldur áfram að sýna híbýlum og fjölskyldum verkafólks sviviró- ingu munum vió halda áfram gagnaðgerðum,“ segir í yfirlýs- ingu IRA. Af hálfu brezku stjórnarinnar Framhald á bls. 16 40% kaupmáttar- rýrnun pundsins frá júní 1972 London, 8. april. REUTER FRA ÞVl var skýrt af hálfu fjár- málaráðuneytisins brezka í dag, að kaupmáttur sterlingspundsins innanlands hefði rýrnað um 40% frá því í júnímánuði 1970. Frá þessu var skýrt i fyrir- spurnartíma í neðri málstofu brezka þingsins og varð Robert Sheldon fyrir svörum. Hann sagði, að miðað við, að kaupmátt- ur sterlingspundsins hefði verið 100 pence í júní 1970, hefði gildi þess í febrúar sl„ sem væru sið- ustu tölur, sem ráðuneytið hefði, verið aðeins 60 pence. Danír veita leyfi til olíu- leitar við Grænland Kaupmannahöfn, 8. aprílAP. SEX fyrirtækjahópum, dönsk- um og erlendum hefur verið veitt leyfi til olíurannsókna og olíuvinnslu á landgrunninu undan Vestur-Grænlandi, að þvf er danska stjórnin tilkynnti í dag. Taka leyfi þessi til 46 hólfa er ná yfir samtals um 7000 fermilna svæði. Innan fyrirtækjahópanna eru 8 dönsk fyrirtæki en 19 erlend. Þau hafa skuldbundið sig til aö verja 100 milljónum dollara á næstu þremur árum til olíuleit- ar og vinnslu og hafa lýst sig reiðubúin til að verja siðan öðr- um 200 milljónum dala á næstu sjö árum þar á eftir, í sama skyni. Rannsóknir þessar hefjast á sumri komanda, en ekki verður byrjað að bora fyrr en i fyrsta lagi næsta ár, að þvi er segir í tilkynningu stjórnarinnar. Upphaflega var leitað eftir umsóknum um 175 hólf, sem hvert um sig er 150 fermílur að flatarmáli, eða samtals um 27.000 fermilna svæði milli 60. og 72. breiddargráðu, en mest- ur áhugi reyndist á svæði und- an Holsteinsborg, milli 65. og 70. breiddargráóa. Öll erlendu fyrirtækin, sem leyfi fengu, hafa danska um- boðsaóila, samkvæmt skil'yró- um danskra stjórnvalda fyrir leyfisveitingum, sem talin eru hin ströngustu er nokkurs stað- ar hafa verið sett. Samkvæmt þeim kunna allt að 80% af hagnaði olíuvinnslunnar aó ganga til danska rikisins. Ekki er búizt við meiriháttar oliu- fundi undan Grænlandi i nán- ustu framtið. Til þessa hafa engin bein merki um oliu fund- izt á ofangreindu svæði, en fyrstu rannsóknir þykja lofa góðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.