Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.04.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 1975 17 Útboð Tilboð óskast í að reisa SKÁTASKÁLA úr timbri að Úlfljótsvatni. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Bandalags íslenskra skáta, Blönduhlíð 35 kl. 1 3 — 1 5. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 25. apríl kl. 14. Frá barnaskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (f. 1969) fer fram í barnaskólum borgarinnar dagana 9. og 10. apríl n.k., kl. 17 — 18. Fimmtudaginn 10. apríl, kl. 17 — 18, fer einnig fram innritun barna og unglinga á fræðsluskyldualdri, sem flytjast milli skóla fyrir næsta vetur. (Sjá nánar í orðsendingu, sem skólarnir senda heim með börnunum). Fræðslustjórinn í Reykjavík. |Horöunl4atiií) margfaldar markað vöar mm Verkamenn óskast í gatnagerðar- og byggingavinnu. Uppl. í síma 31 166. Völur h. f. Háseta vantar á góðan netabát frá Vestmannaeyjum Uppl. í síma 98 —1874. Fóstrur Dagheimilið Laufásborg, óskar að ráða fóstru til starfa á vöggustofu. Upplýsingar hjá forstöðukonu í síma 17219. Laus staða Staða aðstoðarlæknis berklayfirlæknis, sem jafnframt er staða aðstoðarlæknis á berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 5. maí 1975. Umsóknir sendist ráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Afgreiðslu- skrifstofu- stúlka Óskum að ráða strax stúlku til afgreiðslu- og skrifstofustarfa. Þarf að hafa náð tvítugsaldri. Upplýsingar i Fönn, Langholts- vegi 1 1 3. (Vinsamlegast komið en hringið ekki.) Lögfræðingur Ungur lögfræðingur óskar eftir atvinnu. Menntun á sviði skattaréttar. Góð meðmæli. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Maí 1975 — 9728" Háseta vantar á 50 tonna netabát frá Þorlákshöfn. Upplýsingar í síma 1 4023. Þroskaþjálfar — Fóstrur Foreldrafélag þroskaheftra á Suðurlandi óskar að ráða þroskaþjálfara eða fóstru til starfa við skóla þroskaheftra barna á Selfossi. Uppl. gefur Jóna Ingvarsdóttir, forstöðukona sími 99-1869 kl. 1—6 virka daga. Umsóknir ásamt uppl. um aldur og fyrri störf sendist formanni félagsins Sigurfinni Sigurðssyni, Skólavöllum 6, Selfossi. Blikksmiðir — Járniðnaðarmenn Óskum eftir að ráða duglega menn í smíði og uppsetningu á loftræstikerfum. Góð vinnuaðstaða. Breiðfjörðs Blikksmiðja h. f., Sigtúni 7, sími 35557. Götunarstúlka Óskum að ráða vana götunarstúlku nú þegar. H / F Eimskipafélag ís/ands. Skrifstofustarf Skrifstofustúlka óskast til almennra skrifstofustarfa i fyrirtæki i Laugarneshverfi. Hálfs dags vinna kemur til greina. Verzlunar- skóla- eða sambærileg menntun eða reynsla æskileg. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 11. april merktar: ,.6829'. Forstjórar, framkvæmdastj. starfsmannastj. verkstj. eða aðrir þið, sem hafið fólk í vinnu, vantar ykkur ekki góðan starfskraft (sem kvk-kennari býður uppá) til afleysingar í júní, júlí og jafnvel lengur. Ef svo er, þá sendið tilboð til Mbl. fyrir 1 3. apríl merkt A-6668. Bifvélavirkjar og nemar Óskum að ráða bifvélavirkja og nema í bifvélavirkjun. Upplýsingar gefur verkstæðisformaður: Vagn Gunnarsson, í síma 42604 og heimasími 52877. Tékkneska bifreiðaumboðið h.f. Auðbrekku 44—46. Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Kópavogi hefur Opið Hús mið- vikudaginn 9. apríl n.k. kl. 20.30—23.30 I Sjálfstæðishús- inu við Borgarholtsbraut. Föndurkennsla, spil o.fl. Góðar kaffiveitingar. Stjórnin. Félag Sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi efnir til: Umræðufundar um helstu viðfangsefni á vett- vangi borgarmála og landsmála verður haldinn fimmtudaginn 1 0. apríl að Langholtsvegi 1 24 og hefst kl. 20:30. Málshefjendur: Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri og Guðmundur H. Garðarsson, alþingis- maður. W Ennfremur verða kosnir fulltrúar á lands- jHh|fund Sjálfstæðisflokksins 3. — 6. ma! n.k. ■I Stjórnin. Austurbær — Norðurmýri Almennur félagsfundur verður haldinn í Templarahöllinni miðvikudaginn 9. apríl kl. 8.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa á landsfund. 2. Almennar umræður. Málshefjandi Jón Sólnes alþingismaður. 3. Önnur mál. Stjórnin. Akureyri — nærsveitir Sjálfstæðisfélögin á Akureyri gangast fyrir spilakvöldum i april. Það fyrsta verður n.k. fimmtudag 10. april og hefst kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu. Önnur umferð verður fimmtudag- inn 1 7. april og þriðja og siðasta umferð 24. april. Góð kvöld- og heildarverðlaun. Að spilavistinni lokinni verður stiginn dans til kl. 1.00 e.m. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. , Nefndin. Spilakvöld sjálfstæðis- félaganna í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. apríl. Góð kvöldverðlaun. Kaffiveitingar. Nefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.