Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975
3
Tímamót á hafréttarráðstefnu?
Ákveðið að semja grund-
vallartexta að samkomulagi
Genf, 18. aprfl
frá Matthfasi Johannessen,
ritstjóra
Á allsherjarfundi Genfarráð-
stefnunnar í dag, hinum þriðja
frá því hún hófst fyrir fimm
vikum, var ákveðið að gera
drög að samningi sem leitt gæti
til þess, að nýr hafréttarsátt-
máli sæi dagsins ljós á næsta
ári. En úr því sem komið er,
reiknar enginn með því, að slfk-
ur sáttmáli geti verið tilbúinn
fyr:'. Að ræðu forseta ráðstefn-
unnar, H. Shirley Amerasinge
frá Sri Lanka, lokinni, hófust
miklar umræður sem reynt
verður að gefa nokkra mynd af
hér á eftir. Forsetinn óskaði
eftir því, að formenn þriggja
aðalnefndanna fengju það hlut-
verk að semja grundvallartexta
að samkomulagi og virtust
flestir ef ekki allir fulltrúarnir
samþykkir því, a.m.k. að slfkur
óformlegur texti að grundvall-
arsamningi yrði saminn hið
fyrsta, svo að fulltrúar hefðu
fasta jörð til að standa á.
Forsetinn sagði, að hann
mundi ekki leggja áherzlu á
nýja ráðstefnu á þessu ári, þar
sem ýmsar sendinefndir gætu
ekki fallizt á það. En lögð yrði
áherzla á, að slík ráðstefna yrði
haldin ekki seinna en á fyrstu
þremur mánuðum næsta árs.
Síðan gaf hann skýrslu um, hve
langt nefndirnar þrjár hefðu
náð, en hin fyrsta fjallar um
alþjóða hafsbotnssvæðið, hin
þriðja um mengun og vísinda-
legar rannsóknir, en önnur
nefndin, sem er íslendingum
mikilvægust, enda nefndi Hans
G. Andersen formaður íslenzku
sendinefndarinnar hana sér-
staklega i sinni ræðu, fjallar
um öll önnur mál, s.s. lögsögu
ríkisins í öllum atriðum, t.a.m.
200 mílurnar. Forseti ráðstefn-
unnar lagði áherzlu á, að sam-
inn yrði texti eða drög að samn-
ingi, „svo að við förum heim
með eitthvað annað en góðar
minningar".
Fulltrúi Irlands tók fyrstur
til máls að lokinni ræðu forseta
og sagði, að öllum væru ljósar
alvarlegar afleiðingar af þvf ef
ráðstefnan nú færi út um þúf-
ur. Stjórn sín legði áherzlu á
200 mflna efnahagslögsögu og
ekki sfzt sjómennirnir ættu
skilið að losna við þá óvissu,
sem ríkt hefði um örlög ráð-
stefnunnar. Ráðstefnan gæti
ekki leyst öll mál, en semja ætti
texta, sem yrði grundvöllur
frekari samningaviðræðna.
Hann drap á, að margt kallaði á
lausn, m.a. klettar úr hafi og
vissu allir við hvað hann átti.
Fulltrúi Mexiko sagði sendi-
nefnd sfna hafa áhyggjur af
störfum ráðstefnunnar. Horfur
væru ekki alltof bjartar. Haga
hefði mátt störfum öðruvísi og
betur. Það væru mikil mistök,
ef ekki lægi fyrir grundvallar-
texti í lok ráðstefnunnar hér f
Genf. Enn væri hægt að semja
texta með mikilvægustu atrið-
unum, t.a.m. 200 mflna efna-
hagslögsögunni. Menn skildu
ekki hvers vegna það hefði ekki
verið hægt eftir 5 ár, jafnvel
ekki drög að almennt orðuðum
texta. Hann sagði, að ekki væri
hægt að bíða lengur eftir að slík
drög lægju fyrir.
Fulltrúar Ghana og Ffla-
beinsstrandarinnar tóku í sama
streng og sögðu, að ástæða væri
til að hafa áhyggjur af gangi
mála, en bezt væri að fulltrú-
arnir fengju heim með sér texta
að grundvelli fyrir frekari
samningaviðræðum, svo að
unnt væri að athuga hann fyrir
ráðstefnuna 1976. Fulltrúi Fíla-
beinsstrandarinnar talaði fyrir
munn Afríkuríkja og sagði, að
unnt ætti að vera að fá þessi
samningadrög fyrir 1. og 2.
nefnd, en var ekki eins viss um
að 2. nefndin gæti skilað slíkum
drögum. Fulltrúi Irans lýsti
einnig áhyggjum sínum yfir
seinaganginum á ráðstefnunni,
en sagði, að uppörvandi þróun
hefði orðið f ýmsum atriðum.
En margt væri enn í deiglu og
langt í land þar til nýr hafrétt-
arsáttmáli sæi dagsins ljós. I
dag hefðu hefðu hins vegar
orðið tímamót á ráðstefnunni,
þar sem nú ætti að fara að
vinna að nýjum texta að samn-
ingi. Hann sagði eins og kom
fram hjá sumum öðrum að
erfiðast yrði að koma sér saman
um texta í 2. nefndinni, en taldi
það þó ekki útilokað.
Fulltrúi Grikklands, Stavro-
poluos, sem var forstöðumaður
lagadeildar S.Þ. f mörg ár, sagði
eins og fulltrúi Kanada sfðar,
að þetta væri erfiðasta ráð-
stefna, sem hann þekkti til. Á
flestum ráðstefnum væri byrj-
að á drögum að texta að samn-
ingum, en nú væru jafnvel 200
drög til. Það yrði að breytast,
en slíkur texti yrði vart tilbú-
inn fyrr en eftir 3—4 mánuði.
Fulltrúi Sovétríkjanna sagði,
að tíminn hefði þrátt fyrir allt
verið notaður til viðræðna og
sjónarmið hefðu verið rædd.
Allir vita, að reynt er að ná
niðurstöðu, sagði hann. Hann
taldi Evensens-viðræðurnar til
fyrirmyndar, en í þeim hafa
tekið þátt fulltrúar 40—50
landa til að samræma sjónar-
mið um 200 mílna lögsögu.
Hann nefndi einnig 77 manna
hóp þróunarríkjanna, þar sem
fulltrúar Afríku og Asíulanda,
auk Suður-Ameríkuríkja, hafa
rætt saman, en þessum ríkjum
hefur fjölgað og eru nú í kring-
um 100. Því má skjóta inn í, að
enda þótt þessi ríki telji sig
hafa 2/3 atkvæða getur það
ekki ráðið úrslitum, þar sem
þau hafa svo ólík sjónarmið
innbyrðis á mörgum málum.
Fulltrúi Gautemala lagði
áherzlu á skjóta afgreiðslu
mála og harmaði að þessi ráð-
stefna mundi ekki leiða málin
til lykta. Hann varaði við
áframhaldandi arðráni í sjón-
um og kvað stjórn sína óska
eftir pólitfskri viljayfirlýsingu
um niðurstöður, áður en efnt
yrði til næstu ráðstefnu. Hann
sagði, að vel gæti svo farið, að
menn yrðu að vera við því bún-
ir að lönd færðu einhliða út
landhelgina, ef ekkert gerðist.
Aguilar, formaður sendinefnd-
ar Venesúela, lýsti einnig yfir
áhyggjum sínum vegna hæg-
fara þróunar á ráðstefnunni
hingað til, en benti jafnframt á,
að erfitt væri að samræma
sjónarmið 150 ríkja. Hann var-
aði við einhliða aðgerðum og
virtist leggja áherzlu á, að til
þeirra gæti komið. En ráðstefn-
an gæti ekki unnið undir hótun-
um um slíkt, þó að hún yrði að
taka tillit til þeirra. En slíkar
einhliða útfærslur eða aðrar
einhliða aðgerðir væru ögrun
við það andrpmsloft, sem ríkti á
ráðstefnunni. Hann tók eins og
aðrir undir tillöguna um að
saminn yrði sérstakur grund-
vallar- eða vinnutexti fyrir
nefndirnar. I endanlegum texta
ættu að vera öll grundvallaratr-
iði, sem fram hafa komið. Aðal-
atriðið væri ekki hvernig
vinnutextinn yrði, heldur að
hann leiddi til samkomulags. I
endanlegum sáttmála þyrfti
ekki að vera ein komma úr upp-
haflegum drögum, en formenn
nefndanna ættu nú að semja
slfka texta — og væri treyst-
andi til þess. Drög að sáttmála
ættu að liggja fyrir áður en
Genfarfundinum lýkur, annað
væri til vansæmdar og leiddi til
upplausnar.
Kínverski fulltrúinn ræddi
einkum um stórveldin, hvernig
þau hefðu ráðið lögum og lofum
á höfunum og vildi ekki sleppa
völdum sínum þar frekar en
annars staðar. Á ráðstefnunni
væru annars vegar þessi risa-
veldi og áhangendur þeirra sem
vildu ekki glata yfirráðum sín-
um og hins vegar þróunarríkin
og stuðningsrfki þeirra, sem
vildu ný hafréttarlög. Kínverj-
ar vildu vera í hópi þróunar-
rfkjanna. Kínverski fulltrúinn
réðst undir rós á Sovétríkin og
gagnrýndi tillögu þeirra og
nokkurra annarra sósfalistískra
rfkja, áhangandi þeim. Þar sem
ráð er fyrir því gert, að vísinda-
legar rannsóknir séu frjálsar
innan efnahagslögsögunnar, þó
þannig að strandríkið getur
tekið þátt í þeim og fengið nið-
urtöðurnar. Hvernig er hægt að
ná samkomulagi undir þessum
kringumstæðum, spurði Kín-
verjinn. Hann gagnrýndi einn-
ig herskipaferðir stórveldanna
og kröfur þeirra um frjálsar
ferðir þeirra. Hann sagði, að
ögrun ætti ekki lengur við á
okkar tímum, menn láta ekki
undan ógnunum, sagði hann.
Kínverski fulltrúinn varaði
einnig við þvf, hvernig risaveld-
in þættust vilja semja og standa
við hlið þróunarríkjanna, en í
raun og veru reyndu þau að
drepa öllu á dreif, mátti heyra á
honum. Hann kvaðst samþykk-
ur þvf að gerður yrði óformleg-
ur texti, en hann gæti aldrei
orðið eini umræðugrundvöllur-
inn. Hann viðurkenndi í lokin,
að framfarir hefðu orðið á ráð-
stefnunni.
Brezki fulltrúinn sagði, að
alltaf væri bezt að vinna með
einn texta f höndunum og sagði
Breta styðja tillögu forsetans.
En hann vakti athygli á, að nú
hefði náðst miklu meiri árang-
ur í raunverulegri samninga-
gerð en i Caracas og árangur
mikill i raun og veru. Banda-
rfkjamaðurinn tók í sama
streng og kvað sendinefnd sína
reiðubúna að veita forsetum
nefndanna þriggja alla þá að-
stoð við gerð grundvallartexta,
sem hún gæti. Ef samningsupp-
kast lægi fyrir, yrðu þær þrjár
vikur sem enn væru til stefnu
árangursríkari. Bandaríski full-
trúinn lagði áherzlu á, að þessi
ráðstefna og árangur hennar
mundi ekki einungis hafa mikil
áhrif á hafréttarmálin, heldur
væri hún eins konar prófsteinn
á, hvort unnt yrði að marka
alþjóðalög á slíkum ráðstefn-
um. Sem dæmi um erfiðleikana
á að ná samkomulagi allra þess-
ara þjóða má nefna, að fulltrúi
Tanzanfu fullyrti, að um aftur-
för hefði verið að ræða á
Caracas-fundunum, og átti þá
við þróun mála i fyrstu nefnd-
inni. Ráðstefnan væri því að
bregðast vonum manna. Þessu
til skýringar skal þess getið, að
frá byrjun hafa alltaf verið
átök um það, hvort hin nýja
alþjóðahafsbotnsstofnun eigi
sjálf að sjá um vinnslu á hinum
ýmsu hafsvæðum eða aðeins að
sjá um útgáfu leyfa til annarra
með vissum skilyrðum. Hið
fyrra hafa t.a.m. Tanzaníu-
menn o.fl. viljað, en aðrir ekki.
Allan tímann hefur verið reynt
að finna einhverja millileið,
t.a.m. virðast nú flestir hallast
að þvi að stofnunin eigi að hafa
samstarf við ýmsa aðilja. En
þetta dæmi sýnir vel hvernig
samningaviðræður geta bundið
einn hnút um leið og þær leysa
tvo.
Að lokum þykir mér einungis
Framhald á bls. 26
Fer5askrifstofar>
nátengdur söngvum
riddarasögum.
Brottför. 10. júli.
Verð í 15 daga með
gistingu og fullu fæði
V. kr. 59.900.-
Gull og
silfur
*kaupstefna i Kaupmanna
höfn. Hópferð 26. apríl
2. mai.
Flugferð og gisting með
morgunverði.
Ver5 frá kr. 36.500.-
VVS-MÁSSAN
Hópferð á Hitavatns- og
hreinlætistækja kaup-
stefnu i Gautaborg 8.—
15. mai.
FlugferSir og gisting m/-
morgunverði.
Verð frá kr. 37,640,-
Hópferð á
húsgagnasýningu
Kaupmannahöfny
Brottför 6. mai.
Brottför:
April: 26.,
Mai: 10., 24.
Júni: 1 ., 8., 15.
22. og 29.
Júlí 6., 13., 20. og 26
Verð með vikugistingu
og morgunverði frá
kr. 32.500.-.
Dvöl á góðum hótelum
eða íbúðum á skemmtileg-
asta sumarleyfisstað
Spánar
— LLORET DE MAR —
Odýrar ferðir við hæfi
unga fólksins.
Fyrsta brottför: 2. júní.
Verð frá kr. 34.500.-
TORREMOLINOS
BENALMADENA
FUENGIROLA
Fyrsta brottför: 18. maí.
Verð með 1. flokks
gistingu í 2 vikur
frá kr. 38.500.-.
Allir mæla með Útsýnarferðum
Grikkland
Vika í sogufrægri Aþenu og
vika á baðstrond við
Korintuflóann Heillandi
sumarleyfi. Brottför um
Kaupmannahöfn.
20. ágúst,
2 og 16
september.
Þyzkaland
Vika i Kaupmannahöfn.
í hugum flestra leikur sér
stakur rómantiskur töfra
Ijómi um Rinarbyggðir
Bezta baðströnd Italíu
Fyrsta flokks aðbúnaður
og fagurt. friðsælt um-
hverfi. Einróma álit far-
þeganna frá i fyrra
„PARADÍSÁ JÖRÐ"
Fyrsta brottför: 1 7 mai
Verð með fyrsta fiokks
gistingu frá
kr. 39.500.-.
Ítalía
Gardavatnið
2ja vikna dvöl í heillandi
umhverfi Gardavatnsins.
Brottför. 1 9. júni,
Verð með gistingu
og fullu fæði
kr. 61.900.
FERÐASKRIFSTOFAN UTSYN AUSTURSTRÆTI 17 SIMAR 26611 OG 20100 AMERICAN EXPRESS OG TJÆREBORG EINKAUMBOÐ A ISLANDI