Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 — Blaðamaður Framhald af bls. 1 Blaðamaðurinn, Anatoly Davydov, sem er 27 ára að aldri, setti sig i samband við bandariska aðila 13. apríl sl. og tjáði þeim ætlun sína að óska hælis i Banda- rikjunum. Hann kom til Tokio til að segja frá alþjóðlegri kaup- stefnu, sem þar er haldin um þessar mundir. Samkvæmt japönskum heimild- um tjáði Davydov sovézkum sendiráðsstarfsmönnum, að hann ætlaði ekki að snúa heim aftur og ástæðan til þess að hann færi að heiman, væri skortur á málfrelsi. — S-Vietnam Framhald af bls. 1 en barizt er hjá Tan An, 48 km frá höfuðborginni, og umhverfis Ben Tranh sem er 10 km sunnar. I Washington bendir margt til þess að bandaríska stjórnin reyni að fá Nguyen Van Thieu forseta til að segja af sér svo viðræður geti hafizt við kommúnista. Nú eru innan við 4.000 Bandaríkja- menn í Suður-Víetnam og búizt er við að þeim fækki í l.OOCH'íl 2.000 eftir nokkra daga. Aðalsamningamður Saigon- stjórnarinnar í Parisar- viðræðunum hefur verið kallaður heim, hvort sem það bendir til þess að viðræður verði hafnar við kommúnista eða ekki. Talsmaður Viet Cong sagði i dag að ætlunin væri að taka Saigon, en hann neit- aði að segja hvenær. Hann ítrek- aði að baráttunni yrði haldið áfram á þremur vígstöðvum, — hernaðarsviðinu, stjórnmálasvið- inu og á sviði utanríkismála. — Tímamót Framhald af bls. 3 rétt að minnast á ræðu for- manns textanefndarinnar, Kanadamannsins Beasleys, sem jafnframt er formaður kana- dísku sendinefndarinnar. Hann sagði, að nefndin hefði haldið einn fund í Caracas, en engan hér f Genf ennþá. Það væri mjög alvarleg staða og sýnir, að langt er í land. En nú væru tímamót á ráðstefnunni. Hann kvaðst hafa heyrt á skólaárum sínum orðtakið: To take arms against see of troubles, en aldrei skilið það í raun og veru fyrr en nú. Þetta væri erfiðasta ráðstefna, sem hann hefði kynnzt og þvi kannski ekki óeðlilegt að hægt hefði gengið. Nú væru ríkisstjórnirnar að verða óþolinmóðar, fulltrúarnir og fólkið lfka. En að áliti Kanadamanna væri hægt að ná samkomulagi á þessari ráð- stefnu um texta til grundvallar samningaviðræðum — annars munum við lenda í miklum erfiðleikum, sagði Beasley að lökum og vitnaði í orð um- hverfismálaráðherra Kanada þess efnis í gær, en ráðherrann situr nú ráðstefnuna. — Höfuðin fjúka Framhald af bls. 1 komið var á laggirnar í síðustu viku og kaus af þrjózku sinni að halda áfram að berjast gegn her- sveitum okkar, er kolfallin. Sumir nefndarmanna hafa flúið land en flestir hafa misst höfuðið." Er hér vfsað til sjö manna nefndar, sem komið var á fót nokkrum dögum áður en stjórnin gafst upp. For- maður hennar var Sak Suths hers- höfðingi — eini háttsetti stjórnar- fulltrúinn, sem vitað er að hafi komizt lifandi frá Kambodíu frá því á fimmtudag. Enn er óvíst um afdrif Long Borets, forsætisráð- herrans fyrrverandi, og tveggja manna annarra, sem vitað var að voru á lista yfir „svikarana“ sjö, sem Khmerarnir hugðust ráða af dögum. Sögusagnir hafa verið um að hann hafi komizt til Thailands, en AP hefur eftir trúverðugum heimildum, að hann hafi verið handtekinn ásamt fjölskyldu sinni þegar hann reyndi að flýja Phnom Penh í þyrlu á sfðustu stundu. Fjórir menn af listanum eru komnir frá Kambodíu en eftir eru tveir Sirik Matak, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem leitaði hælis hjá Rauða krossinum i Hótel Le Phnom i höfuðborginni — en þaðan hefur ekkert frétzt síðustu daga — og hinn er In Tam, sem síðast heyrðist frá í norðvesturhluta landsins, þar sem hann ætlaði að skipuleggja skærusveitir til baráttu gegn Khmerunum. I útvarpssendingu Khmeranna var nágrannaþjóðunum og öðrum rikjum — þar á meðal „friðelsk- andi Bandaríkjamönnum“ þakkaður stuðningur við að binda enda á blóðbaðið í landinu. Siðustu daga hafa ýmsar þjóðir viðurkennt stjórn Khmeranna f Phnom Penh, þeirra á meðal stjórnir Ástralíu og Japans. — Punktar . . . Framhald af bls. 46 myndina „THE TWELVE STAIRS, sem byggð var á gamalli rússneskri satír. Sú mynd kolféll, og næstu árin var Brooks næsta aðgerðalítill. Arið 1973 verða svo þáttaskil í sögu þessa bráðfyndna leik- stjóra, en þá hefst hann handa við myndina BLAZING SADDLES, sem er snarruglað- ur vestri, þar sem absurd kímnigáfa hans nýtur sín til íullnustu. Myndin sló í gegn, og enn jókst hróður hans vegna enn meir velgengi myndarinn- ar YOUNG FRANKENSTEIN. 20th Century — Fox hefur gefið honum algjörlega frjálsar hendur, bæði efnislega og fjár- hagslega. Brooks er nýlega byrjaður á næstu mynd, sem heitir hvorki meira né minna en MEL BROOKS SILENT FILM, verður hún, eins og nafnið bendir til, þögul. Á síðunni er að finna smá sýnishorn af hinni sérkenni- legu absurd fyndni og atvika- röð, sem einkenna verk Brooks. Eru þau tekin úr handritinu að YOUNG FRANKENSTEIN og af fyrstu L.P. plötunni um 2000 ára gamlingjann. Sæbjörn Valdimarsson. — íþróttir Framhald af bls. 47 þróun knattspyrnunnar á Akur- eyri eftir alllangt stöðnunartíma- bil. A.m.k. virðist ekki vanta áhuga og hugmyndir. I báðum félögunum er fyrirhugað að leggja meiri rækt við yngri knatt- spyrnumennina en lengi hefur verið gert á Akureyri, t.d. ætlar KA að hafa tvo þjálfara fyrir hvern flokk. Ef grunnurinn verður traustur og áhuginn helzt, er ekki að efa að bæói KA og Þór verða innan fárra ára búin að skipa sér í röð beztu knattspyrnulióanna á íslandi. — háhá. óskar eftir starfsfólki ÚTHVERFI Laugarásvegur 1—37, Laugarásvegur 38 — 77 AUSTURBÆR Skólavörðustígur, Ingólfsstræti, Þingholts- stræti, Laufásvegur 2 — 57. VESTURBÆR Nýlendugata, GRINDAVÍK Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. Uppl. hjá umboðsmanni eða afgreiðslunni í síma 1 01 00. TiI sölu fólksflutningabifreið Scania, 47 farþega. Fólksflutningabifreið Volvo 33 farþega. Vörubifreið M-Bens 1413 smíðaár 1967. Uppl. í síma 83351. Síldarnót Til sölu lítil notuð síldarnót. Lengd 250 faðma, dýpt 87 faðma. Upplýsingar í síma 94-6176. Til sölu Hótel úti á landi Af sérstökum ástæðum er til sölu hótel úti á landi í uppgangskaupstað. Veitingasalur fyrir 1 10 manns með nýjum og vönduðum búnaði. Gistiherbergi sæmilega búin, eldhús og eldhús- búnaður í góðu standi. Nægar kæli- og frysti- geymslur. Þokkaleg vínstúka. Vínveitingar allt árið. Tilgreina kemur að taka íbúð á Reykja- víkursvæðinu uppí kaupverð. Fyrirspurnir senaist Mbl. fyrir 1. maí n.k. merktar: „Hótel — 6858". Nýtísku karlmannaföt falleg og vönduð kr. 9080.— terelynebuxur frá kr. 1975.— terelynefrakkar kr. 3550.— Sokkar frá kr. 90.— Úlpur, nærföt ofl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22. Fyrirtæki Til sölu fyrir duglegan mann, sem vill vinna sjálfstætt. Útborgun má greiðast með nýlegum bíl. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Sjálfstætt — 6860". Til sölu Óskum að selja eftirtaldar eignir: 1. Mötuneytisskáli u.þ.b. 300 fm. 2. Verkstæðisbygging Strand-Steel u.þ.b. 360 fm. 3. Steypustöð Elba Wainer, framleiðir 11 rúmm. pr. klst. Sementssíló og fleiri fylgihlutir. 4- Steypubifreið Leyland með 5 rúmm. steyputunnu. Upplýsingar gefa Gunnar J. Magnússon og Páll Hannesson. Skrifleg tilboð sem greini verð og greiðsluskilmála þurfa að berast fyrir 28. apríl 1975. Þórisós h/f, Síðumúla 21, Reykjavík. Sími 32270. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: LÆKNAR, sérfræðingar og aðstoðarlæknar ósk- ar á HANDLÆKNINGADEILD spítalans til afleysinga, tímabilið júni — september n.k. Nánari upplýsingar veita yfirlæknar deildarinnar. Reykjavík, 18. apríl 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765 Kidde Vatnsslökkvitæki Aldrei aftur á sama verði! Eigum fyrirliggjandi vatnsslökkvitæki á sérstak- lega hagstæðu verði. Einnig á sama stað: Reykvarar frá BRK. Þurrduftsslökkvitæki eldvarnarteppi slökkvikerfi (co2, Halon 1301, vatn og duft) eldvarnarkerfi frá BRK. Eldur gefur engan frest. Komið og reynir viðskiptin. I.Pálmason hf. VESTyRGOTU 3 SlMl 22235 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.