Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1975 27 — Viðtal við Vilhjálm Framhald af bls. 24 Vilhjálmur Hjálmarsson sagði: „Tónlistarskólar eru yfir höfuð byggðir upp af áhugafólki með stuðningi sveitarfélaga og rikis- valds. Fjöldi þessara stofnana hefur vaxið mikið undanfarin ár og í dag munu tónlistarskólar vera um 40 talsins. Sú regla gild- ir, að rikissjóður greiðir þriðjung reksturskostnaðar tónlistarskóla og sveitarfélagið annan þriðjung. Það sem eftir er hefur verið borið uppi með skólagjöldum, en hljóð- færakaup skólanna hafa notið styrks hins opinbera. Rekstur þessara skóla er nú orðinn það erfiður, að óviðunandi er að mati skólamannanna, sem við þessar stofnanir vinna. Þá kvarta og sveitarfélögin og skólagjöldin eru orðin það há, að þau eruekki fyrir vénjulegt fólk. Þá hafa kennarar þessara skóla engan lífeyrisrétt- indi, en slíkt gengur auðvitaó ekki til lengdar.“ Vilhjálmur sagði, að frumvarp- ið um tónlistarskólana fæli í sér verulega aukinn stuðning rikis- valdsins og sveitarfélaga og er nú gert ráð fyrir því, að sveitarfélög- in ráði kennarana og að þeir öðlist lífeyrisréttindi sem starfsmenn þeirra. Meginatriði frumvarpsins varðandi kostnaðarhlið skólanna er að sveitarfélögin og ríkisvaldið skipta meó sér launakostnaði skólanna og telja aðstandendur þeirra mikla bót að þessari breyt- ingu. Jafnframt er ráð fyrir því gert að hljóðfærakaup verði styrkt með fjárveitingu á fjárlög- um að einum þriðja. Vilhjálmur sagói að frumvarpið væri nú kom- ió í nefnd í fyrri deild þingsins og kvað hann það hafa fengið góðar undirtektir þingmanna. Það mætti líta á þessa breyt- ingu á högum tónlistarskólanna sem eins konar bráðabirgðabreyt- ingu,“ sagði menntamálaráð- herra, „á meðan hið almenna skólakerfi hefur ekki tækifæri eða tök á að gera tónlistarkennslu að sérstakri fastri grein innan menntakerfisins." Ráðherra sagði að kostnaður rikissjóðs hefði ver- ið áætlaður, er frumvarpið var í vinnslu, nálægt 11 milljónum króna. Málinu hefði verið vel tek- ið „og ég geri mér góðar vonir um að það hljóti farsæla afgreiðslu þingsins. Tel ég afar mikilvægt og sjálfsagt, að þessi leið verði farin, því að hún eflir áhugastarfið og eins vegna þess að skólakerfið er ekki tilbúið að taka tónlistar- kennslu upp á sína arma sem sér- staka grein". jVlovQtmltlnt>tí> margfaldar markad vöor Nú er komið á markaðinn lítið sýnishorn af nýju hljómplötunni okkar I LEIKFANGALANDI þetta er lítil tveggja laga plata með tveimur úrvalslögum af stóru LP hljómplötunni sem er væntanleg á markaðinn innan skamms. Á þessari plötu koma fram Rut Rekinalds í hlutverki Róberts bangsa, og Pálmi Gunnars- son sem herra Flinkur. Þetta verða vinsæl- ustu lögin í ár jafnt fyrir börn sem fullorðna. r FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík efnir til fundar þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30 að Hótel Sögu, Súlnasal Dagskrá: 1 ■ Val landsfundarfulltrúa. 2. Ingólfur Jónsson, alþm. flytur ræðu. Fulltrúar eru beðnir um að mæta stundvíslega og sýna Fulltrúaráðsskírteinin við innganginn. Stjórn Fulltrúaráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.