Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 13 tmm&i . Sigurður Magnússon Stykkishólmi 95 ára 95 ára er i dag einn af mínum traustu vinum og fyrrum sam- starfsmönnum, Sigurður Magnús- son áður hreppstjóri i Stykkis- hólmi. Hann er fæddur á ísafirði og fluttist barn að aldri á Skógar- strönd og síðan hefur hann verið Snæfellingur. Giftur er hann Ingibjörgu Daðadóttur, Daníels- sonar og Maríu Andrésdóttur. Ingibjörg verður 91 árs i maí n.k. og í haust eiga þau 67 ára hjúskaparafmæli og munu þau þá vera með elstu ef ekki elstu hjón i landinu. Þau bjuggu búskap sinn að Kársstöðum i Helgafellssveit en um 40 ára skeið hafa þau átt heima í Stykkishólmi. Fimm dæt- ur eignuðust þau hjón. Mörg trúnaðarstörf hefir Sigurður haft á hendi um dagana, bæði hreppsstjórn og hrepps- nefndarstörf. Félagshyggjumaður hefir hann ætíð verið og dyggur hverju því málefni sem hann ann. Enn sækir hann mannamót og hefir ánægju af að deila geði við samferðamennina. En það sem er sterkast í fari Sigurðar er traust hans og trúmennska. Gefin loforð verða að standa hvað sem það kostar og þarf ekki að festa loforð hans á blað. Minni hans er gott og það er alltaf gaman aö koma til hans og heyra frásagnir úr lifi hans frá því fyrir aldamót og síð- ar. Margir merkir viðburðir hafa mótast glögglega í huga hans og frásagnarsnilld fylgir honum jafnan. Þótt heilsa Sigurðar hafi verið misjöfn, þá hefir það ekki skert lifsánægju hans. Hann þakkar fyrir að geta enn farið milli húsa og tekið og þrýst hönd vina sinna. I góðum veðrum hittir sam- ferðafólkið hann fyrir utan húsið við Aðalgötu. Þar hefir hann kom- ið sér fyrir góðum bekk og nýtur ferðastraumsins um götuna og góða verðursins. í öllum sínum störfum var Sigurður vandvirkur. Það fann ég glöggt meðan ég um margra ára skeið starfaði með honum í ANC hafnar boði Smiths Salisbury 18. apríl — AP IAN SMITH, forsætisráðherra Ródesfu, kvaðst f dag vera „reiðu- búinn til að hefja stjórnarskrár- viðræður þegar ístað“ viðleiðtoga þjóðernishreyfingar blökku- manna f Ródesfu, en f kvöld hafn- aði Abel Muzorewa, biskup, for- seti Afríska þjóðarráðsins ANC, boðinu á þeim forsendum að fyrst yrði að koma til trygging fyrir þvf að séra Ndabangi Sithole, einn af helztu forystumönnum blökku- manna, yrði ekki hnepptur f varð- hald ef hann sneri aftur til Ródesíu. Sithole, sem verið hafði f haldi f 10 ár, var sleppt f desem- ber s.l. til þess að hann gæti tekið þátt f sameiningarviðræðum þriggja helztu þjóðernissinna- hreyfinga blökkumanna, skattanefnd. Hann hugsaði hvern hlut vandlega. Akveðinn í skoð- unum og fastur á góðum málstað var hann jafnan. Þess vegna er hann vel metinn borgari þessa bæjar og heiðurs- borgari var hann gerður á 90 ára afmæli sínu fyrir vel unnin störf. Þau hjónin dvelja nú f skjóli Aðalheiðar dóttur sinnar sem hef- ir reynst þeim slík að á betra verður ekki á kosið. Þangað kem ég oft. Það heimili er hlýtt og notalegt og margir eiga frá þvi kærar endurminningar. Vinir Ingibjargar og Sigurðar hugsa hlýtt til þeirra í dag og margar kveðjur veit ég berast til þeirra frá þakklátum vinum. Guð blessi þeim daginn og framtíðina. Inni- 600 akureyskar konur: Fagna breytingum á fóstureyðingarfrumvarpi legar þakkir fyrir löng og góó kynni. Steinn Helgason Stykkishólmi Akureyri 16. apríl Nýlega komu um 100 konur saman í kapellu Akureyrarkirkju til að ræða fóstureyðingafrum- varpið og samþykktu um það ályktun sem nú hefur hlotið und- irskrift 600 kvenna hér i bæ og hefir verið sent Alþingi. Ályktunin er svohljóðandi: „Við undirritaðar fögnum þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fóstureyðingafrumvarp- inu svonefnda, er fellt var niður ákvæðið um frjálsar fóstureyð- ingar „að ósk konu“ og treystum því eindregið, að háttvirtir alþing- ismenn geri ekkert i þá átt að rýmka frumvarpið að nýju. Hins vegar álitum við þörf á að skýrar verði kveðið á um hverjir og hvernig leggja skuli mat á félagslegar ástæður, þegar þær iiggja að baki beiðni um fóstur- eyðingu." —Sv.P. Grasfletir og bekkir skemmd- ir fyrir 2 V2 millj. Nú með vorinu hefur garð- yrkjustjóri Reykjavíkurborgar, Hafliði Jónsson látið kanna skemmdir þær sem unnar hafa verið á grænum svæðum og bekkjum I görðum borgarinnar, með tilliti til þess sem þarf að laga og endurnýja. Kemur þar í Ijós að skemmdir eru alls fyrir um 2'á millj. króna. Skemmdirnar eru mestar af völdum bila sem ekið er yfir gras- flatir og eftir grasi grónum eyjum á götunum, einnig eru þær eftir hestamenn sem riða eftir blautum grasflötum á skaflajárn- uðum hrossum og fótboltakappa sem sparka grasfleti upp. Hvað bekkina snertir eru skemmdir alls fyrir um 200 þús- und krónur. Algerlega ónýttir eru bekkir fyrir 80 þúsund krónur. En hver bekkur kostar nú orðið 15—16 þúsund krónur. Er þaó sattsem þúséró Þaö er auðvitað allur gangur j á því, en hvort það er satt eða ósatt sem þú sérð í sjón- varpinu, þá er það staðreynd m að það sem þú sérð, y séróu best í Nordmende sjón- varpstæki. — Sjónvarpstæki frá 60.000 krónum. Komdu og skoðadu úrvalið hjá okkur. (jjPRP^ENPE, f Skipholti 19 sími 23800 Klapparstíg 26 sími 19800 B ú Ðf| N Sólheimum 35 sími 21999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.