Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 Auglýsing Rækjuvinnslustöðvar Sjávarútvegsráðuneytið vekur athygli á þvi, að samkvæmt lögum um samræmda vinnslu sjávarafla og veiða, sem háðar eru sérstökum leyfum, er aðilum skylt að leita leyfis sjávarútvegsráðuneytisins, hyggist þeir koma á fót nýjum rækjuvinnslustöðvum eða auka afkasta- getu þeirra, sem fyrir eru. Sjávarútvegsráðuneytið 17. apríl 1975. ISLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði. Seljum reyktan lax og graflax Tökum lax í reykingu Útbúum graflax Vacuum pakkað ef óskað er Póstsendum um allan heim. ÍSLENZK MATVÆLI v SÍMI 51455 „ Varð fyrir bíl o g slasaðist mikið FJÖRTAN ára piltur varð fyrir bifreið á Bústaðavegi í fyrra- dag. Slasaðist hann mikið, fót- brotnaði, sprunga kom f mjaðmargrind og auk þess hlaut hann innvortis meiðsli. Pilturinn var lagður inn á gjörgæzludeild Borgarsjúkrahússins en hann mun ekki vera talinn I lffshættu. Bifreiðin, sem er af Fiat-gerð, var á leið vestur Bústaðaveginn en pilturinn var á leið yfir götuna við gangbrautarljós sem þarna eru, en hann var að koma út úr strætisvagni. Lenti drengurinn á vinstra framhorni bílsins og það- an upp á framrúðuna og skall svo í götuna. Svo mikið var höggið að bifreiðin beyglaðist bæði vinstra framhornið og gluggakarmurinn og framrúðan brotnaði. Bifreið- inni virðist hafa verið ekið all- greitt, því hemlaför mældust um 30 metrar á þurru malbikinu. 15% AFSLATTUR OG MEIRIY IWA Kranarnir frá Hiab-Foco fást nú á 15% lægra verði en áður. Hiab-Foco krani gefur yður mögu- leika á betri nýtingu vörubílsins, — fjölbreyttari vinnu. Hiab-Foco 550 hefur eftirfarandi kosti: Lyftigeta: A. 1,7m armur 3250 kg. B. 2,5m armur 2200 kg. C. 3,4m armur 1620 kg. D. 5,0m armur 1100 kg. E. 7,05m armur 500 kg. F. 8.95m armur 250 kg. Hámarkslengd frá miðri bifreið: 5,0m. Með framlengingu 7,05 eða 8,95m Framlenging: Vökvaknúin, 3,4—5,0m = 1,6m Lyftingarhæð: með 5,0m armi 7,2m með 7,0m armi 9,1m með 8,95m armi 11,Om Snúningsvinkill: 360° Heildarþyngd: 985 kg. Kranarnir eru með samanbrotinni bómu, tvöföldu stjórnkerfi og innbyggðum olíugeymi. VELTIR HF SUÐURLANDSBRAUT 16. SlMI 35200 HIRBFOCO 1500 manna norrænt mót Kristilegt stúdentafélag gengst í sumar fyrir kristilegu stúdentamóti í Reykjavík. Það er í annað sinn sem slíkt mót er haldið hér á vegum félagsins, hitt var árið 1950 og voru þátttakendur þá um 200, þ.e. frá Norðurlöndunum en mótið er til skiptis haldið í þeim. Nú hefur skráð sig 1071 maður og er það álíka há tala og bjartsýnustumennþorðuaðvona. Á mótinu er lögð áherzla á boðun Guðs orðs og veitt er fræðsla í Biblíunni, fluttir fyrirlestrar um margvísleg mannleg vandamál út frá kristnu sjónar- miði. Samverustundir mótsins eru ýmist sameigin- legar eða þátttakendum er skipt liiður í litla um- ræðuhópa. Sem dæmi um efni, er tekin verða til umræðu á mótinu, eru: Trúarlífið — sálarlífið; Get ég trúað? Kristniboð; Guðs orð — öruggur grundvöllur. Fengnir hafa verið menn til að stjórna umræðum og eru það bæði innlendir og erlendir og er það sérstök nefnd, skipuð fulltrúum kristilegu stúdentafélag- anna á Norðurlöndum, sem undirbýr i stórum drátt- um mótin. Undirbúningur hvílir þó að mestu íeyti á félagi þess lands er mótið er haldið í, nú á Islendingum. Margir þekktir ræðumenn verða á mótinu, má m.a. nefna Bo Giertz, sænskan biskup, sem sér um Biblíu- lestra, og verður þeirra getið á Krossgötum nú á. næstu vikum og munum við segja nánar frá mótinu á næstunni. Frestur til að tilkynna þátttöku hjá Is- lendingum rennur út hinn 15. maí. Merki mótsins gerði Þröstur Magnússon teiknari og er yfirskrift móts- ins — heildar- efni þess — Orð Guós til þfn. REYKJAVlK’75 JL. NORRÆNT LaC STÚDENTAMÓT 6.-12. AGÚST 1975 Smáfréttir Kona nokkur, sem verið hef- ur lengi f Kfna, segir aö þar fyrirfinnist kristið fólk: Bezt kristnu menn f heiminum eru I Kína. Hún sagði frá fundi I Shanghai þar sem ungt fólk bað til Guðs I heila nótt. Ekki er leyft aó fara f kirkju en þess Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason I stað hittast þau á götum úti, 2—3 saman, ganga um og ræða kristnilff sitt og orð Guðs. Einnig leitast þau við að segja öðru fðlki frá trú sinni og reynslu þrátt fyrir mikla áhættu sem er því samfara. (Utsyn). Fóstureyðingar í Finnlandi Þar hafa umræður um fðst- ureyðingar verið miklar eins og hér á iandi og gengu í gildi ný lög um þær 1970 sem rýmk- uðu mjög ákvæði um fóstur- eyðingar. Áður en þessi nýju lög komu voru um 5000—8000 fóstureyðingar árlega en juk- ust nú upp í 22.150 árið 1972. Þessi nýju lög náðu einnig til félagslegra ástæðna og allt að 29 þingmenn vilja nú breyta lögunum og gera þau aftur þrengri en nú er. (Ungdom og Tiden).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.