Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRIL 1975
15
að að leikaðferðin er eiginlega
sjálfgefin."
„Jú, ég held að allir leikarar
hljóti aðfinnaeitthvaðaf sjálf
um sér í þeim persónum sem
þeir eiga að túlka. Annars væri
af engu að taka. I þessu leikriti
eru margir sammanníegir þætt-
ir, og auðvitað eru lika í Þóri
ýmsir punktar, ýmis spor sem
erfiðleikum, verk eins og t.d.
„Elliheimilið", „Hvernig er
heilsan?“ o.fl. sem sýna aðal-
lega getuleysi stofnananna
gagnvart einstaklingunum, þá
fjallar „Fjölskyldan" um getu-
leysi mannsins gagnvart sjálf-
um sér og sinum nánustu."
Hlutverk Þóris er staérsta
hlutverk Haralds til þess. Hann
ana fyrir meira og minna
drukkið fólk. Áhuginn á leik-
listinni var búinn að sitja i mér
lengi, en ég steig samt ekki
skrefið fyrr en ég var búinn að
segja skilið við ballbransann,
og lét innrita mig í leiklistar-
skólann."
„Hvers vegna maður fær
áhuga á að leika? Já, þetta er
ég á auðvelt með að setja mig í.
Drykkjuvandamálið á sér t.d.
hliðstæður hvar sem er. Að því
leyti gæti þetta verk gerzt jafnt
í Finnlandi sem í Færeyjum.
En verkið kemur vitaskuld ekki
einungis inn á sammannleg ein-
kenni einkalífs, það kemur líka
inn á vanda kjarnafjölskyld-
unnar gagnvart þjóðfélags-
stofnunum á borð við hæli, og
fleira í þvi sambandi. En and-
stætt svokölluðum þjóðfélags-
legum leikritum, sem fjalla um
hvað þjóðfélagið gerir við fólk í
útskrifaðist úr leiklistarskóla
Leikfélagsins árið 1969. Hann
hefur t.d. komið fram í „Súper-
star“, „Atómstöðinni",
„Skugga-Sveini" o.fl. Hann
hafði ekkert leikið á sviði áður
en hann fór i leikskóla.
„Eg kom inn i þetta úr hljóm-
listinni. Jú, ég var það sem kall-
að er dægurlagasöngvari. Ljótt
orð það. Þetta hafði sinn sjarma
til að byrja með. Én svo var
dansiballabransinn orðinn
þrúgandi innihaldsleysi. Maður
endurtók i sifellu sömu slagar-
einhver tjáningarþörf. Maður
vill koma einhverju áframfæri,
og þar á það sama við leiklist,
myndlist, tónlist og ritlist. I
þessu felst líka forvitni um
manneskjuna, löngun til að
skyggnast inn i hana, — og
skilja. Og svo finnst mér leik-
listin hafa erindi til fólks, —
bæði sem gagn og gaman. Eins
og kvikmyndin getur leiklistin
tjáð ekki bara i oröum og ekki
bara i mynd, heldur með hvoru
tveggja. Þar að auki er hún
Framhald á bls. 37
Súsanna:
Sigrún Edda
Björnsdóttir
„Égkann
anðvitað
ekki neitt
að leika”
£ „NEI, hún er nú ekkert
óskaplega lík mér. En þetta er
sami aldurinn. Súsanna er óör-
ugg með sjálfa sig. Hún hefur
ekki enn þá fundið sér stað-
festu, og hún getur ekki sætt
sig við hvernig hinir I fjöl-
sk.vldunni eru. Þórir og Marta
eru búin að aðlaga sig persónu-
leikum foreldranna, heimilis-
lífinu. Þau eru búin að læra að
lifa með þessu. Súsanna er enn
f mótun.“
% Sigrún Edda Björnsdóttir
hafði skrópað í handavinnu-
tfma til þess að spjalla stutta
stund við Slagsíðuna uin leik
ritið, hlutverkið og sig sjálfa.
Hún er 16 ára. Stundar nám við
verzlunardeild Hagaskóla.
Leikur Súsönnu.
„Súsanna fannst mér ein-
hvern veginn liggja vel fyrir
mér. Ég átti ekki svo erfitt með
að finna hana út. Til dæmis var
þaó dálitið skrýtiö hvað málið á
hlutverkinu eins og það er i
þýðingunni er likt því hvernig
ég tala. Það hafði sitt að segja
varóandi það hversu fljótt ég
komst inn í Súsönnu.“
„Ég veit eiginlega ekki
hvernig á því stóð að ég fékk
þetta hlutverk. Ætli Pétri (leik-
stjóra) og þeim niður frá hafi
ekki bara fundizt ég passa í
þetta. Þeir þekktu mig auðvitað
lika i gegnum mömmu (Guð-
rúnu Asmundsdóttur.leikkonu,
sem fer með hlulverk trúðsins i
„Fjölskyldunni")."
„Jú þaó hefur náttúrulega
hjálpað mér mikió að vera fædd
inn í þetta. Og svo voru allir
óskaplega indælir við mig og
hjálpuðu mér. Ég kann auðvit-
að ekki neitt að leika.“
Hún hafði áður leikið litið
hlutverk í „Pilti og stúlku“ i
Þjóðleikhúsinu, og svo lék hún
8 ára gömul i „Snjókarlinum
okkar“ i Iðnó, og tók þátt í
síðdegisstundinni „Jólagam-
an“. Hins vegar hefur hún ekk-
ert komið fram á skólaskemmt-
unum, árshátiðum eða þvíum-
líku.
„Af hverju ég fór út i þetta?
Mig langaði til að reyna, og mér
fannst þetta spennandi. Þetta
krefst þess að maður standi sig.
Jú, og svo er þetta þroskandi.
Maður fær þekkingu á mann-
eskjunum almennt út úr hlut-
verkunum".
„Það sem mér finnst persónu-
lega áhrifamest i „Fjölskyld-
unni“ er að ádeilunni er ekki
einhliða beint gegn alkóhólist-
anum eins og svo oft vill verða.
Það er gjarnan hann sem er
dæmdur. Þarna er þessu snúið
við. Aherzlan er lögð á áhrif
m
umhverfisins. mömmunnar og
barnanna á mólun heimilisiöó-
ursins. Maður hefur eiginlega
aldrei hugsað úti þetta á þenn-
an hátt, um hina hliðina."
„Jú, ég held að þetta gæti
alveg öruggiega gerzt hér á
landi. Þótt aðstæðurnar væru
ekki alveg eins, þá alla vega
svipaðar. Ég hef t.d. sjálf orðió
vör við hliðstæður hjá krökkum
sem ég þekki. En auðvitað fjall-
ar leikritió ekki aðeins um alkó-
hólisma heldur almenn mann
leg samskipti. Jú það má segja
að ég kannist við ýmislegt i
sambandi systkinanna í leikrit-
inu úr sambandinu við systkini
mín. En þar sem ég er elzt, en
Súsanna yngst, snýst þetta
kannski við, þannig að ég segi
þeim að halda kjafti fremur en
þau mér.“
„Auðvitað var ég svolítið
hrædd og nervös fyrst. En æf-
ingarnar gengu samt mjög vel,
þótt einhverjar flensur hafi
sett strik i reikninginn. Og mér
finnst þetta alveg voðalega
skemmtilegt. Nei, ég get ekki
sagt aó mér finnist þetta neitt
sérstaklega erfitt. Nema hvað
ég er svolítið syfjuð í skólanum
á morgnana. En þetta er ofsa
gaman. Og fólkió sem ég leik
með er bara svo mikió ágætis
fólk.“
Sigrún Edda Björnsdóttir
ætlaði upphaflega að fara
Verzlunarskólann. Þess vegna
fór hún í verzlunardeild. En nú
ærlar hún að reyna að komast í
kennaraskölann. Fyrir utan
námió les hún bókmenntir
(„Bara allt sem ég kemst yfir.
Jú, lika leikrit. Uppáhaldshöf-
undur? Mér finnst t.d. ofsalega
Framhald á bls. 18