Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 Náði CIA Teikninging sýnir hvernig tai- ið er ad Explorer og pramminn hafi unnið saman við að lyfta' kafbátnum af 16 þúsund feta dýpi. PROJECT JENNIFER Prammanum er sökkt og hann festur undir Exnlorer. kranakjaftinum er lyft úr prammanum. öllum kafbátnum? FRÉTTIN um hið ótrúlega björgunarævintýri bandarísku leyniþjónustunnar á hluta af flaki sovézks kjarnaoddakafbáts á Kyrrahafi hefur vakið mikla athygli og furðu manna um allan heim. Hafa fréttamenn lýst aðgerðunum sem sambiandi úr James Bond og Jules Vernes ævintýrum. Enginn veit með vissu hve miklum hluta kafbátsins CIA-menn náðu upp með skipi sínu Glomar Explorer, en flestir eru sannfærðir um að þeir segi ekki allan sannleikann í málinu og að þeir hafi að öllum iíkindum náð megninu af því sem eftir var af flakinu, þar sem það iá á 16800 feta dýpi á botni Kyrrahafs 1000 milur NV af Hawaiieyjum. Upphafið að ævintýrinu var árið 1968, er sovézkur kafbátur af Golfo'-rð sökk, eftir að sprenging- ar höfðu orðið um borð í honum, nokkru eftir að hann fór frá heimahöfn sinni í Vladivostok. Kafbáturinn, sem var knúinn dieselvél, var byggður eftir 1958, en talið var vist að hann hefði borið eldflaugar með kjarnaodd- um og hugsanlega tundurskeyti með kjarnaoddum. Eftir spreng- ingarnar siikk kafbáturinn unz hann kramdist saman undan vatnsþrýstingnum og skail með ógnarkrafti á hafsbotninn, þar sem hann brotnaði. 70 manna áhöfn var á bátnum. Talsmenn CIA neituðu í fyrri viku aö hafa nokkuó haft með óhappið að gera og ljóst er að yfírmenn banda- ríska flotans vissu ekkert um slys- ið fyrr en Sovélmenn hófu um- fangsmikla en árangurslausa ieít að bátnum. Hins vegar var það bandaríski flotinn, sem fann kafbátinn, eftir að sérfræðingar höfðu rannsakað nákvæmlega segulbandsspólur úr víðtæku neðansjávarhlustunar- kerfí. Fundust þá spólurnar, þar sem drunurnar frá neðansjávar- sprengingunum heyrðust, og þannig var unnt að staðsetja kaf- bátinn nákvæmlega. Ekki er vitað hvernig banda- ríski flotinn fékk fyrst fréttir af kafbátnum né hve rniklar, en þær voru allavega það mikilvægar að þegar var byrjað að ræða um að- ferðir tíl að ná flakinu upp. Fregnir herma að sérfræðingar flotans hafi verið sendir á vett- vang og að þeim hafi tekizt að ná mjög góðum myndum af flakinu, sem m.a. sýndu, að stjórnturn kaf- bátsins hafði verið endurbyggður og stækkaður svo að hægt væri aö koma kjarnaoddaflugum fyrir í honum. Yfirmenn flotans hugs- uðu með sér, að fullkomnar sann- anir fyrir þvi, að Sovétmenn hefðu búið svo gamla kafbáta kjarnorkuvopnum, gætu komið sér vel i sambandi við samninga- viðræður um afvopnunarmái og að jafnvel eldgömul og úrelt vopn gætu veitt feikna miklar og mikil- vægar upplýsingar um kjarnorku- vopnatækni Sovétmanna. Auk þess sem hugsanlega væri hægt að komast yfir dulmálskerfi Sovétmanna frá þeim tíma, sem kafbáturinn sökk, sem gæti orðið bandarískum dulmálssérfræðing- um að ómetanlegu gagni í fram- tíóínni, þótt sjáift kerfið væri orð- ið úrelt. Embættismaður í stjórn Nix- ons, sem vissi um björgunaráætl- unina, sagði nýlega i viðtali: „Ég minnist þess ekki að það hafi orð- ið neinar umræóur um hvað slik- ar aðgerðir myndu kosta eóa um mikilvægi upplýsinga um karn- orkuvopnatækni og dulmálskerfi Sovétríkjanna. Menn voru sam- mála um það að ef hægt væri að ná flakinu og fá þessar upplýsing- ar, og við gerðum ekkert í því hlytum við að teljast til heimskustu þjóða heims. Auk þess var vitað að skip, sem byggt yrði til að framkvæma þetta, gæti orðið ómetanlegt við að ná upp flugvélaflökum óvinavéla og öðr- um skipsflökum þannig að hér væri ekki um að ræða að fjárfesta aðeins með eitt verkefni í huga." Þessi ummæli eru komin til af því, að miklar deilur urðu um það á Bandaríkjaþingi, er um málið fréttist, hvort rétt hefði verið að eyða öllum þeim fjármunum, sem nefndir hafa verið í þessu sam- bandi. Talað er um allt frá 100 milljónum dollara upp í 350 milljónii dollara. Hins vegar urðu nokkuð miklar umræður meðal bandariskra ráðamanna um lögmæti þess að ná svoézku skipi upp á yfirborðið. Æðstu menn flotans vildu hefj- ast þegar handa, en lögfræðiráðu- nautarnir lögðust gegn því á William Colby yfirmaður CIA Howard Hughes. þeirri forsendu, að skv. alþjóða- lögum mætti aðeins sú þjóð, sem missti herskip, bjarga því. Lög- fræðingar utanríkisráðuneytisins mótmæltu þessu á þeirri forsendu að mörg dæmi væru til þess að Sovétmenn hefði sjálfir náð af hafbotni herskipum annarra þjóða. CIA tók að lokum afstöðu með utanríkisráðuneytinu í mál- inu og fékk heimild frá „Nefnd 40“ sem tekur ákvörðun um allar meiriháttar leyniþjónustuaðgerð- ir og svo einnig að lokum frá Nixon forseta. Samningur gerður við Hughes Það var fyrirtæki bandaríska sérvitringsins og milljarðamær- ingsins Howard R. Hughes, sem íengið var til að smiða Glomar Explorer. Nokkrir bandarfskir þingmenn hafa að undanförnu fett fingur út í ákvörðunina um að fela Hughes þetta verkefni, en að dómi CIA-manna var Hughes eini maðurinn, sem kom til greina. Fyrirtæki hans var byrjað að undirbúa námuvinnslu á hafs- botni á miklu dýpi og hafði þegar aflað sér mikilla upplýsinga á því sviði. „Verkefni Jennifer" eins og CIA kallaði það, átti einmitt að vinna undir því yfirskyni að um djúpsjávarnámurannsóknir væri að ræða og skipið þannig byggt, að það gæti lyft miklum þunga af hafsbotni. Hughes og hans menn hföðu einnig unnið mörg verkefni fyrir Bandarikjaher og voru þekktir fyrir að vera áreiðanlegir hvað leyndarmál snerti. Auk þess sem Hughes er mikill föðurlands- vinur þótt honum hafi lent saman við hið opinbera út af ýmsum viðskipta- og fjármálum. Fyrir Hughes var verkefnið mjög kær- komið, það gaf honum forskot fram yfir aðra hvað neðansjávar- vinnslu snerti og ákaflega þægi- legt samband við CIA. Eftir árs undirbúningsvinnu var byrjað á smíði skipsins i mai 1971 undir mikilli leyndahulu hjá Sunskipasmíðastöðinni í Chester Pennsylvaniu. Fréttamönnum var —-—~ einhverjum hluta kafbátsins lyft frá botni og hann droginn upp I pramm-fe sagt að byrjað væri á smíði stærsta námuskips í heimi. Lengd skipsins varð um 200 metrar og þaó er búið 5 dieseltúrbínum, sex framknúningsvélum, sogkerfi, sem getur náð jafnvel minnstu smáhnúðum af hafsbotni og 12000 punda vökvalyftikerfi. Á þilfari skipsins er heill skógur af krön- um, sem tengdir eru þessi kerfi og að sögn þeirra, sem séð hafa, er stjórnpallur skipsins engu likur öðru en einhverju sem aðeins ætti heima i ævintýramynd. A botni skipsins er einnig risastór heimur með opnanlegum dyrum, sem sagt var að nota ætti til aó taka um borð griðarstór námuvinnsluverk- færi. Hughes gerði siðan samning við fyrirtæki i San Diego I Kaliforníu um smíði risavaxins sökkvanlegs pramma, sem likist einna helzt fljótandi flugskýli og er á stærð við knattspyrnuvöli, til aó vinna með Glomar Explorer. I pramm- anum er einnig risastór krana- kjaftur, nægilega stór til aó ná utan um kafbátsflakið. Þessi kranakjaftur er sá stærsti, sem nokkru sinni hefur Verið búinn til og að sjálfsögóu ekkert tengdur neinu, sem setja mætti í samband vió vinnslu á sjávarbotni. Ekkert var þó um hann rætt sérstaklega af þeim sem við verkið unnu, en þeir gerðu sér þó margir grein fyrir að meira lá að baki verksins en upp var látið. í mai á sl.'ári lauk svo smíði skipsins og þá þegar sigldi það til Santa Catalinueyja, undan ströndum Kalifornfu, þar sem pramminn beið tilbúinn og var síðan haldið til staðarins, þar sem flakið lá austur af Hawaiieyjum. Þangað kom skipið 4. júli og hófst þá að sögn blaðsins Los Angeles Times erfitt og viðkvæmt verk, sem stóð í rúman mánuð. Þessi langi timi bendir til að leið- angursmenn hafi lent í einhverj- um erfiðleikum, en enginn veit með vissu hvort svo var. Þá vakn- Framminn risastðri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.