Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1975
Piltur og stúlka hsa
og þegar koma í þrumum og eldingum og slysa
bóndakindina í rúminu.
Já, já, má ég ekki lofa guð fyrir regnið? sagði
bóndi, kemur það ekki frá honum einsog hvert annað
veður? Er það ekki betra en harkan og kuldinn? Eða
ætli við hérna í henni Vík getum síður verið án þess
en aðrar skepnur og kvikindi, sem lifa og skríða á
jörðunni? Og eitt veit ég gott, sem því fylgir, og það
er, að þú verður þá heima í dag, hjartað mitt, og
gjörir við buxurnar mínar.
Buxene þínar! So þú formóðar, at jeg har lejlig-
hed, lélegheit að befatta mig með dem í dag, með
þeim í dag?
Já, það er ég að halda, eða á ég lengi að vera að
nudda á þér um þaó, sem þarf að gjöra? Og ætli þú
hafir þaö erindi út núna, að þú þurfir að hlaupa út í
ósköpin?
þó, þú verður að heyra þá historíu, þenk bara! Möller
er forlofaður.
Það kann þó aldrei vera mögulegt? sagði aðkomu-
kona og tók um leið þvílíkt viðbragð, að hverjum,
sem við hefði verið, mundi helzt hafa dottið í hug, að
hún hefði verið stungin undir síðuna með hnífi.
Jú, það skal þó aldeilis víst; ég heyrði það fortalt
sem ganski bestemt hos Larsens í gaar; í gær.
Og með hverri?
O! Það er fortreffiligt! Með henni Sigríði Bjarna-
dattir.
Nei, virkilega! Nú kann ég ekki annað en stúðsa!
Með barnapíunni hjá henni maddama Á.? Ég kann
þó aldrei foristilla mér, að það geti hangið rétt
saman!
Orn jeg har ærende! Hvort ég hef erindi!
Ætli það sé þá ekki erindið!!!
Þú getur þó innséð, að ég verð að móra Stínu lítt
með den historie —
Húsmóóirin fékk ekki talað allt, sem hún ætlaði að
segja, því bóndi greip fyrr málinu fram í:
Mér er sama, hvern skrattann þú þykist verða að
hlaupa með og þvaðra, segir hann og bylti sér um
leió vió í rúminu; en í sama bili sem hann sleppti
seinasta orðinu, var huröinni að herberginu snögg
lega lokið upp, og kemur þar inn kona nokkur; og er
þær koma auga hvor á aðra, húsmóðir og aðkomu-
kona, tóku báðar undir sig skeið mikið og hlupu hvor
á móti annarri og æptu upp yfir sig og svo jafn-
snemma, að ekki mátti annað heyra en að hljóðið
kæmi úr einum barka. Bóndi blimskakaði fyrst aug-
unum á gestinn, en stakk síðan undir sig höfóinu og
hnipraði sig niöur í mitt rúm; en húsmóðir og
aðkomukona stóðu þar á gólfinu um hríð og föðmuðu
hvor aðra með slíkum vinalátum og fögnuði, eins og
að þær hefðu ekki sézt í mörg ár, en önnur hvor væri
nýkomin af skipbroti. Lengi gat ekki Indriði heyrt
nein orðaskil á því, sem þær sögðu, en loksins heyrir
hann, að húsmóðir tekur svo til orða:
Gud Stine! Þú kannt ekki þenkja þér, þú getur
ekki þenkt þér, hvað ég lengdist eftir, hvað mig
langaði eftir að snakka með þig, tala við þig; þú mátt
HOGNI HREKKVISI
Nei, hættu nú. — Hann hvolfir úr öllum öskutunn-
um hér í kring, — og svo notar dýrið handlaug!
Undrahesturinn Skjóni
„Ætli maður reyni ekki að slysa hana þessa,“ sagði
hann og tók að miða á öndina.
„Nei, nei, góði, skjóttu ekki, þetta er ég,“ kallaði
konungsdóttir utan af tjörninni og svo var búið að
finna hana í þaó skiptið.
1 síðara skiptið gerði konungsdóttir sig að brauði
og lá á borðinu innan um fjögur önnur brauð og var
svo lík hinum brauðunum, að ekki var hægt að
þekkja þau sundur. — En piltur gekk til Skjóna og
sagði honum, að hann gæti nú ómögulega fundið
konungsdóttur. „Æ, taktu vel beittan hníf, og láttu
sem þú ætlir að skera sundur þriðja brauðið frá
vinstri af þeim sem liggja á eldhúsborðinu, þá færðu
fljótt að sjá konungsdóttur aftur,“ sagði Skjóni.
Piltur fór nú inn í eldhúsið og tók til að brýna
stærsta brauðhníf sem hann fann greip svo þriðja
brauðið frá vinstri og lét sem hann ætlaði að skera
það sundur í miðjunni. — „Ég held ég fái mér bita af
þessu brauði,“ sagði hann við sjálfan sig.
„Æ, góði skerðu ekki, þetta er ég,“ sagði konungs-
dóttir aftur og þá hafði hann fundið hana í annað
sinnið líka.
Nú átti piltur aó fela sig, og þá sá Skjóni þá svo vel
fyrir honum, að það var enginn hægðarleikur að
finna hann aftur. Fyrst gerði hann sig að flugu og
faldi sig upp í vinstri nösini á Skjóna. Konungsdóttir
leitaði um allt, en þegar hún kom nærri Skjóna, tók
hann að láta ófriðlega, ausa og prjóna, og gafst þá
konungsdóttirin upp við að leita.
„Jæja, úr því ég get ekki fundið þig, þá geturðu
komið fram,“ sagöi hún, og um leið stóð piltur fyrir
framan hana.
í seinna skiptið sagði Skjóni honum aftur, hvernig
hann átti að fela sig, og gerði hann sig þá að
moldarköggli og faldi sig milli skeifunnar og hófsins
á vinstra framfæti hans. Konungsdóttir fór að leita
aftur, bæði úti og inni, og aó lokum kom hún inn í
hesthúsið til Skjóna, en hann var þá ekki betri
viðureignar en í hið fyrra sinnið. Þó leifði hann
stúlkunni loks að koma nálægt sér, en undir hófun-
um gat hún ekki leitað, og fann því ekki piltinn.
„Jæja,“ sagði piltur svo við konunginn, „nú vil ég
fara að giftast henni dóttur þinni, nú hefi ég haldið
miklu meira en alla okkar samninga.
„Já, ætli það verði ekki svo að vera,“ sagði konung-
ur.
Var þá búist til brúðkaups, bæði fljótt og vel, og
piltur settist á bak Skjóna, en konungsdóttir á bak
hinum skjótta hestinum, og þá skuluð þið vita að þau
voru ekki lengi til kirkjunnar.
ITIcÖlnorgunhoffinu
Blaðafregnir frá
Kaupmannahöfn herma
að nú sé unnið að því af
fullum krafti á Friðriks-
bergi að koma þar upp
safni hins heimskunna
skopteiknara Storm P. í
gömlu virðulegu húsi
sem ríkið á reyndar og
er nú notað af bæjar-
stjórninni, en þar er til
húsa skrifstofa fyrir
kirkjugarðana. Hún á að
flytjast þaðan bráðlega í
annað húsnæði og
stærra. Hefur hugmynd-
in um að I þessu húsi
verði komið fyrir safni
Storms P. fengið mjög
góðar undirtektir. Húsið
er miðsvæðis á Friðriks-
bergi og að sjálfsögðu
þarf að gera víðtækar
breytingar á innrétting-
um þess. Sennilega er
frægasta teikniserían
sem þessi mikli húmor-
isti gerði um þá Peter og
Ping og fjöldinn allur af
fólki hér þekkir.
Sjáðu mamma — nú spor-
ar hundurinn ekki gólfin.
ffK’MVex.'íOú
Frú Jóna.
Þokkaleg byrjun.