Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 „Bjartsýni, hugrekki, þolgæði og snilli hafa byggt þetta hús” Hópatriði úr Nýársnóttinni, eftir Indriða Einarsson fyrsta leikritið sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Ólafur K. Magnússon tók allar myndirnar sem hér fylgja með. Leiksvið Þjóðleikhússins meðan það var í byggingu Vígsluhátíð Þjóðleikhússins fyrir 25 árum rifjuð upp Eitt dans- og söngvaatriða i Nýárs- nóttinni Þessa mynd tók Ólafur K. Magnússon i Þjóðleikhúsinu daginn fyrir vigsluhátiðina i þann mund sem verið var að leggja siðustu hönd á allan undirbúning og á myndinni sjást (t.v.) Guðlaugur Rósinkranz, þáverandi Þjóðleikhússtjóri, Haraldur Á. Sigurðsson og Indriði heitinn Waage leikstjóri sem ræðir við einhvern starfsmann hússins er við kunnum ekki að nefna. „HÉR á að vera vigi til varöveislu og eflingar þjóðlegrar .verðmæta lífs og listar. Hér á að vera turn til útsýnis um erlenda leiklist og hér á að vera brú milli fortíðar og framtíðar i bókmenntum og máli.“ Þannig fórust Vilhjálmi Gisla- syni, formanni þjóðleikhúsráðs, orð á þessum degi fyrir 25 árum, er Þjóðleikhúsið var vígt, og vart verða bornar brigður á að forráða- menn Þjóðleikhússins hingað til hafa haft ofangreint markmið að leiðarljósi þann aldarfjórðung sem Þjóðleikhúsið hefur starfað þótt deilt sé um hvernig til hafi tel^st á stundum. Morgunblaðið segir í frásögn af vígslu Þjóðleikhússins hinn 20. apríl 1950, að hún hafi verið merkur og eftirminnilegur at- burður í menningarlífi höfuð- staðarins og íslenzku þjóðarinnar yfirleitt. Segir blaðið að þessa atburðar hafi verið beðið með eftirvæntingu af öllum landslýð en enda þótt hlustendum útvarps hafi gefizt kostur á að heyra það sem þar fór fram, hafi það ekki getað orðió annað en svipur hjá sjón samanborið við að eiga þess kost að vera meðal fyrstu gest- anna í hinu nýja þjóðleikhúsi. „Flestir þeirra sem þar voru gestkomandi þetta kvöld munu aldrei áður hafa komið þar inn fyrir dyr áður,“ segir í frásögn Morgunblaðsins og „þeim mun flestum hafa farið svo, að þeir hafi undrast hve húsakynni Þjóð- leikhússins eru vegleg þegar inn er komið. Allir gestir voru komnir til sæta sinna á réttum tima kl. 7.15 er forsetafrúin tók sér sæti í forseta- stúkunni vinstra megin við leiksviðið og i fylgd með henni forsætisráðherrahjónin." Vígsluathöfnin hófst með því að Sinfóníuhljómsveitin iék þjóð- sönginn undir stjórn dr. Páls lsólfssonar en að því loknu flutti Vilhjálmur Þ. Gisiason, formaður Þjóðleikhúsráðsins ávarp það sem vitnað var í hér i upphafi. Er Vilhjálmur hafði lokið ávarpi sínu rakti formaður byggingar- nefndar, Hörður Bjarnason, sögu byggingarinnar í stórum dráttum og fyrir hönd byggingarnefndar- innar afhenti hann rikisstjórn- inni Þjóðleikhúsið, en Björn Ólafsson menntamálaráðherra veitti því viðtöku. Hann sagði m.a. í ávarpi sinu: „Bjartsýni, hugrekki, þolgæði og snilli hafa byggt þetta hús. Þótt fátækt, ófriður og ýmsir aðrir erfiðleikar hafi tafið bygg- inguna um nærri tvo áratugi, tapaði þjóðin aldrei voninni um að eignast leikhús er væri sam- boðið listamönnum hennar... Nú er vonin að rætast og um leið hefst nýtt tímabil i leiklistarsögu landsins. Þjóðin hefur fengið leikhús, hátt til lofts og vítt til veggja sem á að verða hof is- lenzkrar leikmenningar og hefja til vegs orðsins og söngsins list.“ Því næst flutti Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri nokkur ávarpsorð í tilefni af því að nú var Þjóðleikhúsið sem ný menningarstofnun tekin til starfa, en sú starfsemi hófst form- lega með því að Sinfóníuhljóm- sveitin lék hátiðarforleik eftir dr. Pál Isólfsson undir stjórn tón- skáldsins. Síðan las Tómas Guð- mundsson skáld forljóð sitt sem hann hafði ort fyrir vígslu Þjóð- leikhússins, svipmikið kvæði, seg- ir Morgunblaðið, — þar sem hann m.a. hyllir „þá ungu Iist, sem eftir stundarbið, fer eldi logans helga um þetta svið“ og lýsir hvernig „undrið hefir gerzt, frá ógn og hruni skynjun vor er snúin, til liðs við allt, sem valdi dauðans verst.“ Kvæði Tómasar var tekið með dynjandi lófaklappi áheyrenda, eins og öðrum upphafsatriðum vígsluhátíðarinnar. Fyrsta leikritið sem sýnt var á sviði Þjóðleikhússins — sjálft vigslukvöldið var Nýársnóttin eft- ir Indriða Einarsson undir leik- stjórn Indriða Waage, dótturson- ar skáldsins. Leiklistargagnrýn- andi Morgunblaðsins á þessum ár- um, Sigurður heitinn Grímsson, segir í leikdómi sínum að sýningin á Nýársnóttinni hafi verið „glæsileg" og „það var vissulega vel ráðið að hefja starfsemi Þjóðleikhússins með sýningu á Nýársnóttinni. Með því var minningu höf- undarins Indriða Einarssonar, sýndur sá sómi, sem bar, því hann hefur verið mestur frömuður ís- ienzkrar leiklistar fyrr og síðar og enginn hefur átt ríkari þátt en hann að því að Þjóðleikhúsið er nú risið af grunni. En auk þess munu fá leikrit betur til þess fall- in að sýna hin mörgu tæknilegu undur, sem Þjóðleikhúsið á yfir að ráða. Niðurlagsorð Sigurðar Grims- sonar voru: „Þessi mikli atburður í íslenzkri leiksögu mun verða ógleymanlegur þeim sem við- staddir voru. Birta og fegurð hvildi yfir hinum stilhreinu salar- kynnum Þjóðleikhússins, eins og tákn þeirra björtu og fögru vona, sem bundnar eru við þetta glæsi- lega hús.“ Að lokinni sýningu á Nýársnótt- inni og eftir að leikendur höfðu verió hylltir af áheyrendum, voru fluttar kveðjur af leiksviðinu en leikendur og forráðamenn Þjóð- leikhússins hiýddu á kveójurnar af leiksviðinu. Þar flutti Valur Gislason leikari kveðju Leik- félagsmanna og Þorsteinn ö. Stephensen flutti kveðju Félags ísl. leikara og lýstu báðir yfir þakklæti sinu fyrir hönd ís- lenzkra leikara. Einnig fluttu sendiherrar Noregs og Svíþjóðar kveðjur við þetta tækifæri, svo og Ernest Blythe, leikhússtjóri Abbey-leikhússins í Dyflinni, Djurhuus, formaður Leikfélags Þórshafnar, en síðastur tók til máls Poul Reumert er kom fram sem fulltrúi Konunglega leik- hússins í Kaupmannahöfn og las hann upp kveðjur frá formanni sambands danskra leikara. \ Allir framangreindir aðilar færðu Þjóðleikhúsinu gjafir, og allir viðstaddir þökkuðu kveðj- urnar oggjafirnar með dynjandi lófataki. Er athöfninni í aðalsal Þjóðleikhússins lauk var klukkan langt gengin í eitt en margir gest- anna gengu siðan i rúmgóða og vistlega veitingasali í kjallara hússins og þáðu þar nokkrar veit- ingar. En að sögn Morgunblaðsins var horfið þaðan kl. 2 um nóttina enda hafði þessi fyrsta heimsókn í Þjóðleikhúsið þá staðið yfir í nálega sjö klukkustundir. Lokaorðin á þessari upprifjun á vigsluhátíð Þjóðleikhússins skul- um við sækja í forustugrein Morgunblaðsins þann hinn sama dag, sem ber yfirskriftina: „Afram liggja sporin". Þar segir svo meðal annars: „Byggingar- saga Þjóðleikhússins er löng, rúmir tveir áratugir. En það er ekki kjarni málsins nú, heldur hitt, að þjóðiri á að njóta þess um langa framtíð. Það á að verða höfuðvígi íslenzkrar listar. Það á í senn að vera þjóðlegt en veita þó stöðugt straumum nýrra menn- ingaráhrifa til þjóðar sinnar. List- in er alþjóðleg, en því aðeins get- ur hver einstök þjóð tileinkað sér heimsmenninguna eða brot af henni, að hún eigi sjálf sína eigin þjóðlegu menningu, sprottna upp úr jarðvegi sins eigin lands, sögu þess eða baráttu. Á grundvelli þessa skilnings fagnar islenzka þjóðin þjóóleik- húsi sínu.“ Margt góðra gesta sótti okkur heim vi8 vlgslu Þjóðleikhússins og myndin hér að ofan var tekin af nokkrum þeirra, þegar þeir stigu út úr Gullfaxa — t.v. Einar Skavlan, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri en þarna orðinn ritstjóri Dagblaðsins I Osló, þá Ernest Blythe, Irskur byltingarmaður, þingmaður, ráðherra en þarna forstjóri Abbey-leikhússins ( Dyflinni, síðan frú Anna Borg og Poul Reumert, Áslaug Borg og Djurhuus. rithöfundur og formaður Leikfélags Þórshafnar. Neðst til vinstri má sjá Vilhjálm Þ. Glslason, formann Þjóðleikhúsráðs er þarna tók á móti gestunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.