Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1975 NÆSTA föstudag, 25. apríl, eru liðin 60 ár frá mesta eldsvoða á tslandi. Eldur varð laus í Hótel Reykjavík sem stóð við Austurstræti í Reykjavík. Magnaðist eldurinn mjög skjótt og breiddist í nærliggjandi hús. Brunnu alls 12 hús áður en tókst að ráða niðurlögum þessa mikla báls. Slíkt var eldhafið, að það réð niðurlögum húsanna á rúmum klukkutíma. 1 eldinum létust tveir menn. Eignatjónið var gífurlega mikið. Var það metið eitthvað á aðra milljón króna, sem var geypifé í þá daga. Hér á eftir verður leitazt við að rifja upp þennan atburð í stuttu máli og einnig er rætt við Anton Eyvindsson fyrrum brunavörð í Reykjavík, en hann var einn þeirra sem unnu að slökkvistörfum. Frá brunanum mikla 1915. Eldur laus Það var aðfararnótt sunnudags- ins 25. apríl að eldur kom upp í Hótel Reykjavík. Kvöldið áður hafði verið haldin brúðkaups- veizla í húsinu, og voru þá gefin saman Mr. Hobbs fiskkaupmaður og ungfrú Jósefina Zoéga. Sat margt fólk veizluna og stóð hún fram til klukkan þrjú um nóttina. Fór fólkið að þvi búnu til sins heima og virtist allt vera með felldu. En stuttu síðar voru þeir Eggert Briem bóndi og Ölafur Björnsson á leið heim úr boði ásamt konum sínum. Gengu þau framhjá Hótel Reykjavik á leið sinni og tóku þá eftir að eldur var laus í einu herbergi hótelsins. Seinna, þegar reynt var að leita orsaka brunans, var líklegast taiið, að kviknað hefði í út frá gaslampa og að gassprenging hefði orðið í húsinu, enda magn- aðist eldurinn með ólikindum hratt. Þeir Éggert og Ólafur höfðu snör viðbrögð þegar þeim varð ljóst hver alvara var á ferðum. Fór Eggert inn i hótelið og vakti þar upp fólkið en Ólafur fór i næsta brunasíma og kallaði út brunalið bæjarins. Þegar Eggert Briem kom til hótelsins stóð Helgi Zoéga kaupmaður uppábúinn þar á tröppunum ásamt konu sinni, en þau voru foreldrar brúðarinn- ar og veitendur í brúðkaupinu um kvöldið. Uppi á lofti var hótelstýr- an, Margrét Zoéga, og vinnumað- ur hennar, Runólfur Steingríms- son. Eggert hröpaði til fólksins: „Húsið brennur, húsið brennur.“ Fólkið, sem einskis hafði orðið vart tók i fyrstu orð hans sem þau væru mælt í gamni en það sann- færðist þegar það kom upp á efri hæðina og á móti því gaus eldur og reykur. Varð fólkið að hverfa á brott hið snarasta og stóð á endum, að þegar það kom út í Austurstræti kvað við mikill hvellur á efri hæð er þar varð mikil gassprenging. Ei t * Idurinn breiðist út Hægur andvari var þegar eldur- inn kom upp og var í fyrstu óttazt um húsin vestan við Hótel Keykjavík. En vindáttin breyttist snögglega svo eid og reyk bar norður yfir götuna og kviknaði fijótlega í húsunum norðanvert við Austurstræti. Magnaðist eld- urinn ákaflega og áður en menn vissu af hafði hann læst sig í 12 hús og brunnu þau á rúmum klukkutíma. Brunavarnir Reykja- víkur voru lítt skipulagðar á bessum tíma, seinlegt að kalla íiðið út, tækjakostur ónógur svo og skipulagning á slökkvistarfi. Við bættist reynsluleysi við að berjast við slika stóreida og vatns- skortur, en vegna frosts var frosið i einhverjum brunahönum. Þó iókst að verja nokkur hús frá- skemmdum. Á brunasvæðinu rikti hin mesta ringulreið og er t.d. þessa lýsingu af brunanótt- inni að finna i Morgunblaðinu frá þessum tíma: „Eldhafið var nú svo ógurlegt að litlar líkur voru taldar á því að takast mundi að hefta frekari út- breiðslu þess. Stóð þá allur Mið- bærinn i voða. Hið eina lán í þessu óláni var það, að veður var kyrrt, að eins hægur vestan blær og hjálpaði það til þess, að stöðva eldinn að vestan. Tókst brunalið- inu aó bjarga Isafold, húsi Ölafs Sveinssonar og húsi Gunnars Þor- björnssonar. Hreptu þau litlar skemdir eða engar. í nýja póst- húsinu kom upp eldur, en hann varð slöktur. Einnig varð því hamlað að Godthaab kveikti í nokkru húsi út frá sér. Var ægi- legt um að litast niðri i bænum um þetta léytí. Hvert stórhýsið á fætur öðru stóð í ljósum loga og léku eldtungurnar hátt við himin. Reykurinn var svo mikill i stræt- unum, að eigi sá handaskil oft og einatt. Símþræðir féllu niður og flæktust um fætur manna, en hvarvetna voru vagnar á ferð og vatnsslöngur bornar, en neista- flugið var sem þétt hríð. Alls- staðar voru menn að reyna að bjarga og voru borin út húsgögn úr mörgum húsum, sem þó eigi kviknaði í. Varð af öllu þessu svo mikil þröng á götunum að trauðla varð þverfótað, enda streymdi að fólk jafnt og þétt til þess að horfa á bálið. Var mönnum eigi rótt innanbrjósts og er þetta hin mesta skelfing sem dunið hefir yfir höfuðstaðinn." Þegar birta tók um morguninn blöstu rjúkandi rústirnar við aug- um bæjarbúa og þá varð mönnum fyrst ljós hin gífurlega eyðilegg- ing eldsins og verðmætatjón. Mið- bær höfuóstaðarins var i rúst. RifjaÖ upp pegar eldur lagðl mlðborg Reykjavfkur nánast l rúst tyrlr réttum 60 árum. 12 hús brunnu og tveir menn förust. Tveir menn förust Tveir menn fórust í þessum mikla bruna. Annar þeirra, Run- ólfur Steingrimsson, vinnumaður hjá frú Margréti Zoéga hótelstýru á Hótel Reykjavik, svaf í herbergi uppi á lofti. Vegna eldsins var ekki hægt að komast upp til hans og gera honum viðvart og brann hann í herbergi sínu. Hinn maðurinn, Guðjón Sigurðsson úr- smiður, eigandi Ingólfshvois, eins hússins sem brann, var vakandi þegar eldsins varð vart. Er hann sá, að eldur var kominn i hús sitt vildi hann freista þess að fara með vatnsslöngu upp á þak þess. Töldu menn það hió mesta óráð en hann anzaði því engu heldur hljóp^upp stigann með vatnsslöng- una. Komst hann upp á efstu hæð- ina gn mun hafa kafnað þar i reyk. anum. Húsin sem brunnu voru vátryggð á tæpar 500 þúsund krónur og er þá allt annað ótalið, svo sem vörubirgðir þeirra verzlana sem i húsunum voru en þær munu hafa verið um 15 tals- ins. Var eignatjónið metið á aðra milljón króna sem að sjálfsögðu hefur verið geysimikið fé í þá daga. Húsin sem brunnu að öllu eða einhverju leyti voru þessi: 1. Hótel Reykjavík brann til ösku með öllu föstu og lausu. Sjálft húsið var vátryggt fyrir 30 þúsund krónur en allt innan- stokks var óvátryggt. Hefur tjón hótelstýrunnar Margrétar Zoéga verið mjög mikið. 2. Vöruhúsið á horni Austur- strætis og Pósthússtrætis brann alveg og var þar engu bjargað nema verziunarbókum Th. Thor- steinsson, sem rak vefnaðarvöru- búðir á neðri hæð. Vörubirgðir hans voru vátryggðar fyrir 90 þús- und krónur. A efri hæð rak ungfrú Sigríður Zoéga ljósmynda- stofu og brann þar allt. 3. Godthaabsverzlun, sem áður var íbúðarhús Péturs Péturssonar biskups, brann alveg og allar vör- ur, en vörulagerinn mun ekki hafa verið mikill. 4. Herdísarhús vestan við Hótel Reykjavík brann að megtu leyti. Þar rak Hjálmar Guðmundsson kaupmaður verzlun og einnig var í húsinu lítið kaffihús s'em rekið var af Hótel Reykjavík. Vörur í verzlun Hjálmars voru vátryggðar fyrir 3000 krónur. 5. Hús Landsbanka Islands brann að miklu leyti. Veggir stóðu uppi og aðeins skrifstofur bankastjóranna stóðu eftir heilar og voru þær fyrst á eftir notaðar sem afgreiðsla bankans. Öll skjöl og bækur bankans komu Hér stendur bruninn sem hæst. Hótel Reykjavík og Austurstræti 14 eru hrunin, vinstra megin sést Herdfsarhús hálfbrunnið og fjær sést Landsbankinn alelda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.