Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 48
ÆNGIR" Aætlunarstaðir: Blönduós — SÍKlufjörður I (jjögur — Hólmavik Búóardalur — Heykhólar I Hvammsiangi — Flateyri—Bildudalur | Stykkishólmur —Hif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-6060 & 2-60-66. SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1975 Berið BONDEX á viðinn má/ningh/f i 25 ára afmæli Þjóðleikhússins ÞAÐ er mikið um dýrðir hjá Þjóðleikhúsinu í dág, því að liðin eru 25 ár frá þvf vígsla hússins Sáttafundir um helgina SAMNINGAFUNDUR hófst hjá sáttasemjara i kjaradeilu báta- sjómanna klukkan 16 í gær. 1 dag klukkan 16 hefst fundur í kjara- deilu mjólkurfræðinga og eftir helgina mun sáttasemjari kalla til sin aðila i deilu flugmanna, flug- freyja og togarasjómanna. Jafntefli hjá Friðrik BIÐSKÁK Friðriks Ólafssonar og Spánverjans Visier úr 10. umferð skákmótsins á Las Palmas í Kanaríeyjum lauk með jafntefli. Hefur Friðrik nú 5 vinninga. 1 gærkvöldi átti hann að tefla við Sovétmanninn Tal og hafði Frið- rik svart. Tal er fyrrverandi heimsmeistari i skák. fór fram. Hátíðahöldin hefjast þegar kl. 12.30 1 dag er allir starfsmenn Þjóðleikhússins koma saman til fundar 1 Þjóðleik- húsinu og stofna með sér sam- eiginlegt starfsmannafélag. Sýning á Kardimommubænum verður kl. 2 i dag en Torbjörn Egner, höfundur þess barnaleiks, sem átt hefur dæmalausum vin- sældum að fagna, er kominn til landsins og verður viðstaddur sýninguna. Egner gerir það raun- ar ekki endasieppt, því að hann hefur gefið öll höfundarlaun sín vegna sýningar Þjóðleikhúss- ins á Kardimommubænum nú i sérstakan sjóð til að efla sam- skipti milli norsks og íslenzks leikhúsfólks. Þetta er orðin tölu- verð upphæð og að lokinni sýn- ingu á Kardimommubænum í dag veróur í fyrsta sinn veitt úr þess- um sjóði. Kl. 5 í dag verður síðan móttaka í Kristalsalnum í tilefni afmælis- ins og þar verða flutt stutt ávörp og gjöfum veitt móttaka. Klukkan 8 í kvöld er svo frumsýning á Afmælissyrpu Þjóðleikhússins og til hennar er boðið öllum þeim sem ljáð hafa Þjóðleikhúsinu krafta sína á liðnum árum — svo sem leikritaskáldun, tónskáldum, hljómsveitarmönnum og öðru starfsfólki. Leikarar, söngvarar og dansarar flytja í Afmælis- spyrpunni brot úr verkum sem Þjóðleikhúsið hefur flutt á starfs- ferli sinum og leitazt er við að hafa sömu leikendur í sömu hlut- verkum eins upphaflega var — eftir þvi sem við verður komið. Brezku fyrirtæki fal- in björgun Hvassafells VATRYGGJENDUR Hvassafells hafa falið brezka björgunarfirm- anu Riston Beazeley í Southamp ton björgun skipsins og þar mcð hafnað tilboði fslenzka fyrir- tækisins Björgunar hf. Er björg- unarskip frá fyrirtækinu, Life- line að nafni, komið til Flateyjar. Björgunarskipið kom tii Húsa- vikur í fyrrakvöld og siðdegis í gær hélt það út til Flateyjar. Skip þetta er mjög vel búið öllum tækj- um til björgunar að sögn Hjartar Hjartar hjá SlS. Starfsmenn brezka björgunarfyrirtækisins hafa þegar hafið störf og i gær unnu þeir að því að dæla sjó úr lestum Hvassafells svo þeir gætu frekar áttað sig á skemmdum skipsins. Um helgina ætluðu Lionsmenn á Húsavik að vinna við að flytja skemmda áburðinn úr skipinu en eins og fram hefur komið í Mbl. hefur vátryggjandi áburðarfarmsins gefið þeim þann áburð. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ I ALDARFJÓRÐUNG — Þessi mynd var tekin fyrir 25 árum í fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið var lýst upp í tilefni vígslu þess. Nánar greinir frá vígsluhátíðinni á bls. 10 í blaðinu í dag og fjallað er um þátt Þjóðleikhússins í menningarlífinu í forustugrein. Ríkið kaupir Grundar- 13,2 milljónir Skilmannahreppi 1 Hvalfirði um kaup á 80 hektara landi undir málmblendiverksmiðju, en í þessu landi er Grundartangi þar sem fyrirhugað er að reisa málm- blendiverksmiðjuna. Fyrir landið greiðir rfkið 7,2 milljónir króna og auk þess 6 milljónir fyrir hafn- araðstöðu á staðnum eða samtals 13,2 milljónir. Á undanförnum mánuðum hafa staðió yfir samningaviðræður milli ríkissjóðs og eigenda Klafa- staða um kaup á hluta af jörðinni, en eigendur jarðarinnar eru þrjú systkin. Hefur tekizt samkomulag um fyrrgreint verð og greiðslu- fyrirkomulag. Allir aðilar samn- ingsins hafa ritað undir hann að undanskildum fjármálaráðherra en hann mun að öllum líkindum undirrita samkomulagið á allra næstu dögum. Kaupsamningur- inn þarf að hljóta staðfestingu Alþingis, en stofnun málmblendi- verksmiðju ríkisins og Union Car- bide á Grundartanga liggur nú fyrir þinginu til umræðu og ákvörðunar. Sem fyrr segir er land það sem ríkissjóður kaupir 80 hektarar eða 800 þúsund fermetrar og kostar þvi hver fermetri landsins 16,50 krónur ef miðað er við að kaupverð landsins sé 13,2 milljón- ir króna. Þrjár orustuþotur í námunda við GuDfaxa ISLENZK farþegaþota, Gullfaxi, sem var á leið til Kaupmanna- hafnar varð f gærmorgun fyrir óþægindum væntanlega vegna hinna umfangsmiklu heræfinga, sem Sovétrfkin standa nú fyrir á Norður-Atlantshafi. Er Gullfaxi var skammt frá Færeyjum flugu þrjár orustuþotur þvert á stefnu Gulifaxa um 2000 fetum undir farþegaþotunni. Flugstjórinn á þotunni tilkynnti um þetta um kl. hálftíu í gærmorgun. Ekki var unnt að greina hverrar þjóðar orustuþoturnar voru en Ifklega má telja, að þær taki þátt í heræfingum Sovétrfkjanna á N-Atlantshafi þessa dagana. Álandseyja- sýningin opnuð í dag SYNINGAMUNIR á Alands- eyjasýninguna í Norræna hús- inu voru væntanlegir til lands- ins í gær með flugvél — nokkr- um klukkustundum eftir að menntamálaráðherra hafði opnað sýningu á þeim f Norr- æna húsinu og sett Álands- eyjavikuna. Búið var að kveðja út fjölda listamanna og hag- leiksfólks sem ætlaði að vinna að uppsetningu sýningarinnar f nótt, þannig að hafi allt gengið að óskum eiga munirn- ir að vera komnir á sinn stað f dag og til sýnis almenningi. tangaá SAMNINGAR hafa tekizt milli rfkissjóðs og eigenda Klafastaða f Miklir rekstrarörðuleikar Utgerðarfélags Akureyringa Fær þriggja ára frest til að auka hlutafé um 100 milljónir „Jtl, ÞAÐ er rétt, að þær óskir hafa komið fram frá viðskipta- banka okkar að hlutafé Utgerðar- félags Akureyringa verði aukið um 100 milljónir króna til að bæta hlutfallið milli eigin fjár og lána, og er þetta mál nú í athug- un,“ sagði Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri U.A., f samtali við Morgunblaðið í gær. 1 Islendingi á Akureyri segir nýlega um þetta mál, að staða Utgerðarfélagsins stöðvast innan skamms, verði ekki unnt að afla láns til að grynna á viðskipta- skuldum U.A. Blaðið hefur það eftir Bjarna Einarssyni, bæjar- stjóra, að krafa þessi sé í raun sett fram vegna beiðni U.A. um fyrir- framgreiðslu til þess að leysa rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Bjarni Einarsson segir ennfremur, að ekki sé hægt að reka fyrirtæki til lengdar á þann hátt sem U.A. hafi verið rekið að undanförnu en hann telji þetta mál leysanlegt af hálfu Akur- eyrarbæjar, sem á 60% hlutafjár á móti 20% í eigu KEA og ann- arra 20% í eigu einstaklinga. Samkvæmt því kemur í bæjarir.s hlut að greiða 60 milljónir króna og segir bæjarstjórinn að bærinn gæti hugsanlega látið 41,5 millj. króna skuld U.A. við fram- kvæmdasjóð Akureyrarbæjar breytast í hlutafé og afla þess sem þá er eftir með öðrum hætti. Krafan um hlutafjáraukning- una er sett fram af sérstakri nefnd skipuðum fulltrúum Seóla- banka, Útvegsbanka, Landsbanka og ráðuneytis og hefur Utgerðar- félaginu verið gefinn þriggja ára frestur til aó ganga frá hlutafjár- aukningunni. Slagsmál á LÖGREGLAN f Reykjavík þurfti f fyrrinótt að hafa afskipti af slagsmálum tveggja manna, þar sem litlu mátti muna að illa færi. Tveimur drukknum mönnum sinnaðist í húsi á Grettisgötunni og kom til handalögmála milli þeirra. Barst leikurinn alla leið af Grettisgötunni og niður á Snorra- braut, og var þá annar mannanna kominn með búrhníf að vopni. Þegar lögreglan kom að lágu Snorrabraut reyndar báðir mennirnir i valnum og hnífurinn nokkuð þar frá. öðrum þeirra hafði þá tekizt að koma lagi á enni andstæðings síns með hnífnum og blæddi mjög úr sárinu. Að sögn lögreglunnar voru báð- ir mennirnir svo ölvaðir að erfitt reyndist að fá út úr þeim nánari upplýsingar um upphaf rimmu þeirra, en þeir voru báðir fluttir í slysadeildina, þar sem gert var að meiðslum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.