Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.04.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1975 29 Verzlunarstjóri — Sölustjóri Óskum að ráða mann til að annast sölu á alls konar skrifstofu- tækjum og búnaði ásamt fleiru. Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun er nauðsynleg, en einnig kemur til greina tæknimenntaður maður með reynslu i sölustörfum. Umsóknir um aldur, menntun og starfsreynslu leggist inn á Morgunblaðið merkt „V-6859". Með umsóknir er farið sem algjört trúnaðarmál. Skrifstofustarf Viljum ráða nú þegar eða frá n.k. mánað- armótum stúlku á skrifstofu. Þarf að hafa gott vald á vélritun og helst að hafa einhverja reynslu við skrifstofustörf. Karnabær, Laugavegi 66, sími 281 55. Gjaldkeri óskast Tryggingafélag vill ráða gjaldkera. Nokk- ur bókhalds- og vélritunarkunnátta nauð- synleg. Umsóknum ásamt menntun og fyrri störf sé skilað til Mbl. fyrir 24/4 1975 merkt: „Gjaldkeri — 7398." — Minning Ingibjörg Framhald af bls. 31 reyndi að styðja hana á allan hátt. Þrek Ingibjargar hafði dvínað, svo að tvisýnt var um bata, og annar hjartauppskurður var hættulegur. En það var ekki nema um tvennt að velja. Stuttu áður en þær systur fóru út, sagði hún við mig. ,,Ég er nú farin að hugsa fyrir því að koma frá mér þeim munum sem hafa verið hjá mér, frá æskuheimilinu.” Mér varð hálfvegis hverft við, og las á milli línanna. Meira var ekki um það rætt. Eftir þessa miklu aðgerð lék líf hennar á þræði í marga sólarhringa. Það var mikil reynsla fyrir systurina, sem sat við sjúkrarúm hennar allar stundir er hún mátti því við koma. 1 þetta sinn voru settar tvær stállokur í hjartað. Það undrar víst engan þótt erfitt reynist að samræma stál og vöðva, varð læknum það fljótlega ljóst að ein- hver galli var á annarri lokunni, og hann var ekki hægt að lagfæra nema með öðrum skurði, en það var alveg útilokað, til þess hafði hún ekkert þrek. Eftir að hún kom heim aftur lá hún á Landspítalanum. Á heim- sóknartimum var hún sjálf hrókur alls fagnaðar. „Ég held að ég sé nú óðum að mannast," sagði hún og hló. „Þó að það sé nú ekki alveg eins og það á að vera þarna inni fyrir. Þar urgar eitthvað ein- kennilega stundum.“ Það var ekki verið að kvarta. Um tíma leit út fyrir einhvern bata, en það mátti engu muna. Hún dvaldi um tíma á Vífilsstöð- um. Þaðan fór hún einn daginn til rannsóknar nióur á Landspit- ala. Þá fékk hún leyfi til þess að koma heim til eiginmannsins. Þótt það væri aðeins einn dag- partur, gaf það okkur nýja von, en næsta nótt varð henni erfiö á Vifilsstöðum. Þótt hún væri sjálf veikburða reyndi hún að hlynna að sambýliskonu sinni, sem var mjög sjúk og illa haldin. Hún naut þess að fórna sér fyrir aðra, oglátagottaf sérleiða. Það mun hafa verið ættarfylgja, ásamt hennar eigin andlega þroska. Næsta dag var hún orðin fárveik og var flutt á Landspital- ann. Baráttan var háð upp á líf og dauða. „Eg veit ekki hvers við eigum að biðja,“ sagði Sigriður systir hennar við mig, meðan á striðinu stóð. Ég skildi hana. Bollu hefði ekki komið vel að verða ósjálfbjarga. Hún kunni ekki að hlífa sér. Þótt hún yrði að fá heimilishjálp einu sinni í viku, var það hennar meðfæddu hús- móðurhæíileikum að þakka að heímilið var ávallt fagurt og vist- legt. Fimmta desember síðastlið- inn var stríðinu lokið. Þrengingin úti. Það hafa vissulega orðið fagnaðarfundir með ástvinunum á Ijóssins landi. Eg held að hún hafi sjálf verið alveg viðbúin, þeg- ar kallið kom. Það hefur brostið traustur hlekkur í keðjunní, sem tengir saman vandamenn og vini. Þegar horft er á auða bilið fyllist hjart- að trega en þegar litió er hærra, inná svið hins ósýnilega, eilífa, finnur maður svo greinilega að öryggið er aðeins að finna við há sæti náðarinnar í himinhæóum, og við skynjum að þaó er sann- leikur, eins og öll oró Jesú Krists, að trúin er máttur, sem getur flutt fjöll. Filippía Kristjánsdóttir. Skrifstofustúlka óskast Tryggingafélag vill ráða stúlku til ritara og bókhaldsstarfa (vélbókhald). Vélritunar- kunnátta áskilin. Umsóknum ásamt uppl. um menntun og fyrri störf sé skilað til Mbl. fyrir 24/4 1 975 merkt: „Ritari 7399". —----------m GALANT'75. 2 jadyra kr. 978 þús. 4ra dyra m/hallanlegum sætisbökum, útvarpi, færanlegu stýri^^ ogklukku kr.lOOTþtís Allt á sama stað Laugavegi 118- Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJALMSSON HE Fyrir sumardaginn Jakkaföt, telpu og drengja úr riffluðu flaueli og denim. Stærð 2ja—10 ára. Verð frá 3.495 - Telpuúlpur og drengjajakkar úr riffluðu flaueli. Verð 4.785,- Ungbarnaúlpur, blússur fyrir börn og fullorðna. Verð frá 1150.00- + Rúllukragapeysur, verð frá 495,- Margar gerðir af smekkbuxum verð frá 690.- Sokkabuxur fyrir börn og fullorðna Sundfatnaður fyrir börn og fullorðna. Mikið úrval af ungbarnafatnaði. Prjónagarn. Póstsendum. Bella, Laugavegi 99 (Gengið inn frá Snorrabraut) Sími26015.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.