Morgunblaðið - 20.04.1975, Síða 37

Morgunblaðið - 20.04.1975, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 37 A fmœliskveðja: Sigurður Stefánsson fyrrv. símaverkstjóri Á morgun 21. apríl 1975 verður 80 ára Sigurður Stefánsson, fyrr- verandi simaverkstjóri, Stórholti 24 Reykjavík. Sigurður er fæddur að Varmadal á Rangárvöllum og dvaldi þar fyrstu árin. Föður sinn missti Sigurður ungur, eftir and- lát hans flyst hann með móður sinni að Krókskoti i Flóa og dvaldi þar nokkur ár, siðan flytj- ast þau í Þingvallasveit og dvaldi Sigurður þar í mörg ár og einnig móðir hans. Þar gekk Sigurður i skóla að Kárastöðum og i Þing- vallabænum en þar var þá börn- um kennt. Sigurður fór snemma að vinna og var fljótséð að þar fór táp- mikill og duglegur unglingur sem ekki lét sér alit fyrir brjósti brenna, þó eitthvað bjátaði á i lífinu. A sínum unglingsárum vann Sigurður hjá Sigmundi á Brúsastöðum sem þá rak veitinga- og gistihúsið að Vaihöll á Þing- völlum og var hann þá oft hesta- sveinn og fylgdarmaður ferða- manna um Þingvallasvæðið. Sigurður var einnig á fleiri bæj- um i Þingvallasveit, Mjóanesi, Selkoti og fleiri bæjum. Alstaðar þar sem hann vann likaði eins vel við hann, og snemma fundu menn að hann var rammur að afli, og var hann hinn eftirsóttasti vinnu- kraftur, enda var hann og er enn samanrekinn vöðvakarl. A þessum árum kynntist Sigurður vel Þingvallasveit í heild, þvi hann var eftirtektar- samur og þekkti öll örnefni og svo að segja hverja þúfu þar, enda hefi ég ekki fyrir hitt eins kunnugan mann á Þingvallasvæð- inu og Sigurð, enda þykir honum vænt um staóinn og margar eru ferðir hans þangaó eftir aó hann fluttist suður til Reykjavikur, en þangað flyst hann með móður sinni i von um arðbærari vinnu og þeir flutningar fóru ekki fram með bíl heldur á sinum tveimur fótum, annað þekktist ekki i þá daga. Þegar suður kom vann hann ýmis störf til sjós og lands, þar á meðal á síldveiðum og á bátum á vetrarvertíðum. Arið 1914 réðst Sigurður til Landssima Islands og vann þar og hjá Bæjarsima Reykjavikur þar til hann var rúmlega sjötugur, en þá segja lög til um að menn skuli hætta störfum þrátt fyrir að mikió sé eftir af starfskröftum eins og var og er hjá honum. Siguróur starfaði hjá Bæjarsima Reykjavikur sem flokksstjóri og siðar verkstjóri, hann var skipað- ur linuverkstjóri 1. jan. 1946 og fylgdi honum ávallt úrvals vinnu- kraftur og vikingsanda Sigurðar gekk vel að halda góðum mönn- um, því hann var stjórnsamur og vinur vina sinna og söfnuðust því aðeins góðir menn i kring um hann. Fljótlega eignaðist Sigurður bát eftir að hann gifti sig og fór að búa, og með dugnaði og elju var það mjög góð búbót, því hann reri á bát sfnum til rauðmagaveiða og Góð hákarla- og rauðmagaveiði Borgarfirði eystra, 17. apríl. — í GÆR veiddust hér á bát Vig- fúsar Helgasonar þrír fuil- orðnir hákarlar á sömu línu norður af Héraðsflóa. Auk þess er hér nú svo mikil rauð- magaveiði, að menn sem stund- að hafa þá veiði um árabil muna ekki annað eins. Jafn- framt er óvenjulega gott útlit með grásleppuveiði. I sambandi við fréttirnar um spellvirkin á Vatnsskarði telja sumir of sagt að tala um eyði- leggingu fatnaðar, enda mun ekki um beina eyðileggingu að ræða á fatnaðinum, þar sem hann var aðeins rifinn upp úr umbúðunum og dreift um víg- völlinn. Einhvers staðar frá kom líka frétt um stuld á fatn- aði, sem reyndist ekki á rökum reist. á fengsæl fiskimið i nágrenni við Reykjavik, og oft kom hann með góða veiði heim og var þá örlátur á aflann til kunningja. Sigurður var mjög góð skytta og skaut margan fuglinn og eins sel sér til skemmtunar og ánægju og einnig var fuglinn matreiddur á hans heimili. Það góð skytta var Sigurður talinn að löggæslan í Reykjavik fékk hann til að aflífa ýmis húsdýr, en í þá daga áttu ekki margir byssur i Reykjavik, og tókst honum ávallt vel til með það verk, eins og-allt annað sem hann lagði fyrir sig. Öll þessi vinna var unnin utan venjulegs vinnutima og um helg- ar. Margar ferðir fór Sigurður til rjúpu á Hellisheiði og víðar óg var þá allt gengið. I þessum ferðum fylgdi Sigurði tík sem hann átti og var mjög góð til að sækja fugl- inn. Hét hún Kola. Snemma tók Sigurður bílpróf og er með fyrstu bílstjórum i Reykjavík. Er skir- teinisnúmer hans númer 599 og enn ekur Sigurður þó áttræður sé orðinn og hefur átt marga bila um ævina. Hann hefur yndi af ferða- lögum og ferðast mikið, enda maður kunnugur landi sínu, einn- ig hefur hann ferðast á erlenda grund oftar en einu sinni. Mikla ánægju hafði hann af ferðum sín- um til Kaupmannahafnar, en þar átti hann góðan vin. Ég sem þessar línur skrifa var eitt sinn að veiða í Þingvallavatni og var þá Sigurður staddur rétt hjá, heyrði ég þá skothvell, skömmu siðar kom Sigurður upp að bíl sinum og var þá með mink í annarri hendi, en hann hafði skot- ið minkinn þar sem hann var að veiða, og var það áreiðanlega ekki sá fyrsti sem hann skaut. Það var ávallt gaman að hitta Sigurð á ferðalögum þvi hann var glaður og léttur og hittinn í svörum svo að fyndnin rann upp úr honum án þess að hann vissi af. Areiðanlega hugsa margir hlýtt til Sigurðar á þessum tímamótum og senda honum hlýjar kveðjur. Haminjudagur i lífi hans var 15. maí 1923 er hann giftist konu sinni Guðfinnu Sveinsdóttur sem lést 2. april s.l., og var mikill söknuður að þegar hún lést. Þá heyrði ég hann segja að öll él birti upp um sióir, en þar er gamalt spakmæli sem mikill sannleikur felst í. Fimm dætur eignuðust þessi hjón, ein þeirra dó nýfædd, en fjórar eftir lifa og eiga sín heimili. Barnabön Sigurðar eru tíu talsins og þrettán eru barna- barnabörn hans svo hann ber afa nafnið með réttu. Ég óska honum inniiega til hamingju á þessum timamótum og vona að honum endist heilsa og kraftar enn um árin. Ég sem þessar linur skrifa er þakklátur fyrir að vera að tengjast fjölskyldu hans og vona að við eigum eftir að vera saman enn um hríð. Sigurður verður að heiman á afmælisdaginn. Bj.G. — Harald Framhald af bls. 15 lifandi atburður. Ekki eitthvað sem einhvern tima var gert ein- hvers staðar úti i heimi. Hún er hér og nú. Þess vegna er hún geysilega góður vettvangur til að koma á framfæri hlutum sem manni finnast umhugsun- arverðir varðandi manneskj- una og heim hennar.“ „Það er óhætt að segja það, að það sé gaman að starfa að þessari sýningu i Iðnó. Sam- starfið er einkar gott. Leikarar eru yfirleitt fremur næmt fóik, eiga því auóvelt með að komast hjá árekstrum við samstarfs- fólk sitt og gott með að vinna saman. En það sem er fyrst og fremst sjarmerandi við að vinna niðri í Iðnó er hversu auðvelt er að ná til áhorfenda, vegna nálægðarinnar. 1 þessu litla húsi skapast einmitt náið samband við meðleikarana og áhorfendur, — við umhverfið allt.“ „Jú, auðvitað held ég að hvern einasta listamann hljóti að dreyma um að geta starfað eingöngu að list sinni á meðan hann er að þessu á annað borð. Ef það er rétt að tækifæri fyr- ir unga leikara virðist færri nú en áður, þá má t.d. nefna að fyrir fáum árum gafst ungum leikurum tækifæri, — að vísu iila eða ólaunuð —, til að spreyta sig i áhugamannaleik- félögum á borð við Litla leikfé- lagið, Grímu, Leiksmiðjuna o.fl. á meðan þeir komust ekki að hjá leikhúsunum. Nú er þetta úr sögunni þvi miður." „Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir þvi að litlu leikfé- lögin lognuðust út af. Kannski er sú mikilvægasta, að fólk hef- ur einfaldlega ekki efni á að eyða nótt eftir nótt í ókeypis vinnu. Það var lika fyrst og fremst fólk nýútskrifað úr leik- listarskólunum sem hélt þess- ari starfsemi á loft. Margir þeirra eru nú komnir til starfa hjá öðru hvoru leikhúsanna, en á meðan höfðu skólarnir lagzt niður og endurnýjun því litil átt sér stað. Þarna hefur því orðið nokkurra ára gap. Nú ætti hins vegar að fara að rætast úr, og ég held að SAL sé einmitt núna að útskrifa sinn fyrsta árgang. Þá ætti það eiginlega að koma að sjálfu sér að siikar leikgrúppur myndist, — sem væri óskandi. Þetta eru mjög skemmtileg innskot i leikiistarlífið í borg- inni, auk þess sem þetta þrosk- ar hæfileika sem annars ættu þess kannski litinn kost að dafna, og veitir íslenzkum leik- ritahöfundum vettvang til nokkurrar tiiraunastarfsemi." SIUBIH OHH Islenzkt Hugvit eg Hsmlverli Veiztii m betri ieese? á þeim vanda, sem upp kemur þegar skipta þarf stórum herbergjum, eða þegar skilja þarf á milli herbergja, án þess að nota fasta, heila veggi? STUÐLA-SKILRÚM leysir ekki aðeins þennan vanda, heldur opnar jafnframt ótal mögu- leika. STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. STUÐLA-SKILRÚM henta einnig sem hillur upp við vegg. STUÐLA-SKILRÚM sem eru að öllu leyti úr viði, eru fáan- leg í öllum viðartegundum, og einnig bæsuð í ýmsum litum. Teikning: Þorkell G. Guðmundsson, innanhússarkitekt. Smíðastofa, Trönuhrauni 5. Sími: 51745. SVERRIR HALLGRÍMSSON — Sverrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.