Morgunblaðið - 17.05.1975, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1975
Greiðsluhalli ríkissjóðs:
3,3 milljarðar 1974
Geir Hallgrímsson
Viðskiptaþing Verzlunarráðs Is-
lands 1975 hefst þriðjudaginn 20.
maí n.k. kl. 13.30 í Kristalsal
Ilólel Loftleiða. Þingið hefst með
ávarpi Geirs Hallgrímssonar for-
sætisráðherra. Síðari dag ráð-
stefnunnar mun Gylfi Þ. Gíslason
fyrrum viðskiptaráðherra flytja
ávarp. Við setninguna mun
einnig flytja ávarp Gísli V.
Einarsson formaður Verzlunar-
ráðsins. Viðfangsefni þingsins er
hlutverk verzlunar og verðmynd-
unar í frjálsu markaðskerfi.
A þriðjudag mun Þráinn
Eggertsson hagfræðingur flytja
erindi um frjálst hagkerfi og hlut-
verk verðmyndunar með hliðsjón
af þeim árangri, sem mismunandi
búskaparhættir skila. Guð-
mundur H. Garðarsson formaður
V.R. mun ræða um gildi frjáls
markaðsbúskapar frá sjónarhóli
launþega. Prófessor Ölafur
Björnsson mun ræða um þróun
verðlagsmála og verðlagslöggjaf-
ar síðustu áratugi og Ólafur
Davíðsson hagfræðingur mun
skýra hvernig verðmyndun fer
fram í dag í hinum ýmsu fram-
leiðslugreínum.
Á miðvikudag hefst viðskipta-
þingið kl. 12, en síðdegis ræðir
Þorvarður Eliasson um verðlags-
löggjöf og framkvæmd verðlags-
eftirlits. Árni Arnason fjallar um
eftirlit með óheilbrigðum við-
skiptaháttum Guðmundur Einars-
son formaður Neytendasamtak-
anna mun ræða hvaða fyrirkomu-
lag verðlagsmála tryggi bezt hags-
Myntuppboð
LISTMUNAVERZLUNIN Klaust-
urhólar heldur myntuppboð í dag,
laugardag. Verður uppboðið i
Tjarnarbúð og hefst klukkan 14.
-SAMNINÓAR VtAFA TEKIST
UM LAUNAKJÖR ORGANISTA
Gylfi Þ. Gíslason
muni neytenda. Prófessor Guð-
mundur Magnússon fjallar um á
hvern hátt stjórnvöld geta haft
áhrif á verðlag og um tilefni og
afleiðingar slíkra afskipta.
Báða dagana munu fara fram
panelumræður. Fyrri daginn
verður fjallað um þær breytingar,
sem gera þarf á hagkerfinu til
þess að atvinnurekstur skili þjóð-
inni beztum árangri Síðari daginn
verður rætt um ýmsa þætti verð-
lagsmála og þá framtíðarskipan
verðlagseftirlits, sem stefna ber
að.
SÚREFNISSKORTUR er þegar
farinn að segja til sín í vélsmiðj-
um og á bifreiðaverkstæðum,
vegna verkfallsins í Aburðarverk-
smiðjunni, sem er framleiðandi
þess súrefnis, sem notað er í land-
inu. Jónas Jóhannsson, yfirverk-
sljóri i lsaga, sem er dreifingar-
aðili súrefnisins sagði að enn
væru engin stórverkstæði stopp
af þessum sökum og treindu verk-
stæðin sér súrefnið og notuðu allt
öðru vísi en við eðlilegar kring-
umstæður.
Sjúkrahúsin fá jafnframt allt
súrefni sitt frá Isaga. Jónas sagði
að enn væri enginn hörgull súr-
efnis í sjúkrahúsunum og væru
þau birg fram yfir hvítasunnu. Þá
kæmi að því, að endurnýja þurfi
birgðír þeirra. Sagði Jónas jafn-
framt að Isaga seldi ekki súrefni
vegna sjúkrahúsanna og héldi til
haga birgðum fyrir þau. Jónas
KVEÐINN hefur verið upp hjá
sýslumanni Gullbringusýslu dóm-
ur í máli skipstjórans á Sæfara
RE 77, sem tekinn var fyrir
meintar ólöglegar togveiðar á
friðaða svæðinu útaf Krísuvfkur-
bjargi um s.l. helgi. Var skipstjór-
inn dæmdur I 400 þúsund króna
sekt og 45 daga fangelsi, afli og
veiðarfæri voru gerð upptæk.
Þess má geta, að ekki er nema
FJÁRMALARAÐHERRA lagði í
gær fram á Alþingi ríkisreikning-
inn fyrir árið 1974. Gjöld rfkis-
sjóðs árið 1974 reyndust 41,8
milljarðar króna, en tekjur 37,7
milijarðar króna. Gjöld umfram
tekjur reyndust því vera 3.287
milljónir króna. Matthías Á.
Mathiesen f jármálaráðherra
sagði á Alþingi í gær, að hækkun
skulda ríkisins hefði numið 3863
millj. kr. árið 1974. Sú breyting
hefði annars vegar komið fram í
óhagstæðum greiðslujöfnuði um
2.294 millj. kr. og óhagstæðum
lánajöfnuði um 1.569 millj. kr.
Fjármálaráðherra sagði, að
greiðslujöfnuður með þrengri
skilgreiningu þ.e. jöfnuður sjóðs
og bankareikninga, hefði verið
óhagstæður um 3.171 millj. kr. Ef
skuldaaukning á lánareikningum
við Seðlabankann um 220 millj.
kr. væri talin með væri greiðslu-
jöfnuðurinn þannig skilgreindur
óhagstæður um 3.391 millj. kr.
Ráðherra sagði, að stærsfu gjalda-
liðir hefðu verið eins og áður
framlög til Tryggingastofnunar
ríkisins og atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs eða 12,1 milljarður
króna, sem væri 2 miíljörðum kr.
umfram fjárlög. Til niður-
greiðslna og uppbóta á útfluttar
landbúnaðarafurðir hefðu farið
4,6 milljarðar kr. eða 2,7 milljörð-
um umfram fjárlög. Gjöld til
vegagerðar hefðu numið 3 millj-
kvaðst ekki bera neinn kvíðboga
fyrir súrefnisskorti fyrir sjúkra-
húsin, þar sem verkalýðsfélögin
hefðu ávallt sýnt mikla lipurð
vegna þeirra og bjóst hann ekki
vjð því að standa myndi á undan-
þágu fyrir súrefnisframleiðslu til
sjúkrahúsanna nú fremur en
endranær — ef til þess þyrfti að
koma að leitað væri eftir henni.
Samkvæmt upplýsingum
Hjálmars Finnssonar, forstjóra
Áburðarverksmiðjunnar, hefur
ástand mála í sambandi við áburð-
inn ekki breytzt frá því er Mbl.
skýrði frá því siðast, en þá var frá
því skýrt að Aburðarverksmiðj-
unni hefði tekizt að senda út á
nær allar hafnir landsins þann
áburð, sem þangað átti að fara.
Ætti því ekki að koma til vand-
ræða, fyrr en lengri tími líður —
og vonandi verður kjaradeilan
leyst fyrir þann tíma.
hálfur mánuður sfðan þessi sami
bátur var færður til hafnar fyrir
ólöglegar veiðar aðeins 2 sjómíl-
ur útaf Eyjafjallasandi. Var þá
sami skipstjóri með bátinn og var
hann dæmdur í 330 þúsund
króna sekt og30 daga fangelsi hjá
bæjarfógetanum I Vestmannaeyj-
um.
Það var s.l. laugardag að þyrla
Landhelgisgæzlunnar stóð Sæfara
örðum kr. eða 960 milljónum kr.
umfram fjárlög. Samtals væri hér
um að ræða 19,6 milljarða kr. eða
48% af gjöldum ríkissjóðs og um
5,8 milljarða kr. umfram fjárlög
eða um 50% af gjöldum umfram
fjárlög.
Matthías Á. Mathiesen sagði, að
gjöld ríkisreikningsins vegna
markaðra tekna og notkunar láns-
fjár og sérstakra gjaldaheimilda
hefðu numið 2,6 milljörðum
króna umfram það sem fjárlög
ætluðu. Ef tekið væri tillit til
STEyPA er nú alls staðar gengin
til þurrðar á Stór-
Reykjavíkursvæðinu vegna vcrk-
fallsins I Sementsverksmiðjunni.
Síðasta steypustöðin sem átti
steypu var steypustöð Breiðholts,
og gekk steypa þar til þurrðar í
fyrrakvöld. Steypustöðin h.f. og
B.M. Vallá seldu síðustu steypuna
á þriðjudagskvöldið. Áhrif þessa
eru þau að múrar eru þegar verk-
lausir, en trésmiðir geta enn
haldið áfram uppslætti móta, sem
byrjað var á. Astandið á bygg-
ingarmarkaðinum mun verða
mjög alvarlegt, ef ekki semst upp
úr miðri næstu viku — var sam-
dóma álit þeirra, sem Mbl. ræddi
við í gær.
Sigursteinn Guðsteinsson hjá
B.M. Vallá sagði að í raun þyrfti
fyrirtækið að segja upp starfs-
fólki, en það myndi þó ekki gera
það fyrstu vikuna í von um að
verkfallið leystist. Hefur öll
vinna þó verið skorin niður og er
aðeins unnin knöpp dagvinna.
Sigursteinn sagði að menn hefðu
búizt við því að steypa yrði
kannski til eitthvað lengur, m.a. í
Steypustöðinni, en sú trú hafi
verið á misskilningi byggð. Því
væru múrarar nú unnvörpum
verklausir um allan bæ. Sagði Sig-
ursteinn að þeir yrðu allir at-
vinnulausir í næstu viku, svo og
trésmiðir úr því. Hann gat þess að
samkvæmt upplýsingum Bene-
„ÞEGAR allt er tekið með í reikn-
inginn metum við þetta 50% tjón
en Hvassafell er vátryggt fyrir 7
milljónir þýzkra marka,“ sagði
Sverrir Þór deildarstjóri hjá
Samvinnutryggingum er Mbl.
ræddi við hann í gær. Vátrygg-
tvisvar
mánuði
að veiðum 0,6 sjómílur inni á
friðaða svæðinu útaf Krisuvíkur-
bjargi. Var hann með sitt fyrsta
tog í veiðiferðinni. Var bátnum
skipað að koma til hafnar. Sigurð-
ur Hallur Stefánsson fulltrúi
sýslumannsins í Gullbringusýslu
fékk málið til meðferðar og kvað
hann upp dóminn í fyrradag.
Meðdómendur voru Þorsteinn
Einarsson og Árni Sigurðsson
skipstjórar. Skipstjórinn á
Sæfara RE 77 áfrýjaði ekki dóm-
inum til hæstaréttar en í fyrra
tilfellinu, þegar hann var dæmd-
ur í Vestmannaeyjum, áfrýjaði
hann til hæstaréttar.
þessarar sjálfvirku gjaldfærslu
utan fjárlaga næmu umframgjöld
8,9 milljörðum kr. eða um 28%
umfram fjárlög og þessar sér-
stöku heimildir.
Fjármálaráðherra sagði, að
tekjur ríkissjóðs hefðu numið
35,7 milljörðum króna eða 8,5
milljörðum umfram fjárlög. Þetta
er í fyrsta sinn, sem ríkisreikn-
ingurinn, A-hluti, er lagður fyrir
Alþingi með þessum hætti aðeins
rúmum fjórum mánuðum eftir að
reikningsárinu lauk.
dikts Davíðssonar ynnu um 3 þús-
und manns í byggingariðnaðin-
um, en hann myndi fljótlega fara
að lamast. Bjóst Sigursteinn við
að um miðja næstu viku myndu á
annað þúsund manns verða at-
vinnulausir vegna verkfallsins í
Sementsverksmiðjunni. Sagði
hann að þetta ástand skapaðist á
allra versta tima fyrir byggingar-
iðnaðinn — eða einmitt þegar
bjartsýni og lif hefði verið að fær-
ast yfir hann, eftir erfiðan vetur.
Sveinn Valfells, verkfræðingur
hjá Steypustöðinni, sagði að
engar ákvarðanir hefðu verið
teknar hjá fyrirtækinu um upp-
sagnir starfsfólks, en ef verkfallið
leystist ekki, — sem allir vonuðu
— yrðu uppsagnir óhjákvæmileg-
ar. Ljóst væri að fyrirtækið gæti
ekki staðið við óbreytt útgjöld á
sama tíma og tekjur þess færu
niður í ekki neitt. Sveinn sagði að
þegar gætti mikils samdráttar,
þvf að þegar hefði öll eftir- og
næturvinna stöðvazt. Væri það
mikið tjón t.d. fyrir þá aðila, sem
ynnu hjá steypustöðvunum, þvi
að um það bil helmingur tekpa
þeirra væri af eftir- og nætúr-
vinnu. Þá segði verkefnaleysi
þegar til sín á byggingarsvæðun-
um og ástandið kæmi við allan
byggingariðnaðinn. Bjóst hann
við því að um 1.500 til 2.000
manns yrðu verkefnalausir eftir
Framhald á bls. 47.
ingarupphæðin reiknuð í íslenzk-
um krónum er 455 milljónir svo
samkvæmt því reiknast tjónið á
um 225 milljónir króna.
Hvassafellið verður dregið upp
í slipp hjá Slippstöðinni á Akur-
eyri i dag og þá verður fyrst hægt
að meta með nákvæmni hve
miklar skemmdir hafa orðið á
skipinu. Sverrir Þór sagði, að
menn væru með lauslegar getgát-
ur um tjónið og hann vildi ekki
tala af meiri nákvæmni en það,
að 100 milljónir nægðu ekki til að
gera við skipið og 30 milljónir
nægðu ekki til að greiða björg-
unarlaun og annan kostnað við
björgun skipsins. Sverrir sagði að
á næstunni yrði leitað tilboða í
viðgerð á skipinu. Það væri geysi-
mikið verk, t.d. væri álitið að
botninn væri að mestu ónýtur.
Samningsaðilar
vísari um vísitöluna
SAMNINGAFUNDUR ASl og vinnuvcit*
enda, sem boðaður var klukkan 16 I gær stóð í
tæplega 2 klukkustundir. A fundinum gerðu
hagfræðingar ASÍ og VSÍ grein fyrir athug-
unum sfnum á vfsitölumálinu. Næsti fundur
er ráðgerður á þriðjudag eftir hvftasunnu, en
þá mun fyrirhugað að Jón Sigurðsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, og Klemenz
Tryggvason, hagstofustjóri, geri grein fyrir
spám um verðlagsþróun næsta misseri.
Viðskiptaþing V.L
hefst á þriðjudag
Afleiðingar verkfalls í Aburðarverksmiðju:
Súrefnisskorts gæt-
ir í vélsmiðjum
Sjúkrahúsin eiga súrefnisbirgðir
fram gfir hvítasunnu
Sæfari RE tekinn
í landhelgi á V2
Skipstjórinn dœmdur í samtals 730
þús. króna sekt og 75 daga fangelsi
Astandið í bgggingariðnaðinum:
••
011 eftir- og nætur-
vinna skorin niður
HvassafeU:
Tjónið metið á 225 millj.