Morgunblaðið - 17.05.1975, Síða 4

Morgunblaðið - 17.05.1975, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA f 'Á'l CAR REIMTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Fa 'ALUR? FERÐABILAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbikar — stationbilar — sendibilar — hópferðabilar. Enskunám í Englandi Sumarnámskeið Scanbrit verður í Bornemouth 12. júlí—16. ágúst. Eyðið sumarleyfinu við að bæta enskukunnáttuna í fögru umhverfi. Uppl. gefur Sölvi Ey- steinsson, sími 14029. Grásleppu- net Lækkað verð Dökkbrún girnisnet, 11 möskva djúp, möskvastærð IOV2”. Girni nr. 10 kr. 1.100.-. Girni nr. 12 kr. 1.290.-. HtÍAtant G. (iJJLiAjQn F ''sími 20000 PHILIPS BÍLAPERUR MARGAR GERÐIR HEILDSALA heimilistæki sf SÆTÚNI 8 — S. 24000 Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: eiminn skortir ekki yfirlæti. Menn eru sifellt að sigrast á vandamálum og verk þeirra eru ekki vanmetin af þeim sjálfum, þegar sigranna er minnst eða . frægðarverkin afhjúpuð. Jón sterki lifir enn góðu lífi. Okkur hefur tekist að sigrast á hinum tæknilegu erfiðleikum á þess- um vettvangi eða hinum, full- kominn tækjabúnaður vakti heimsathygli, hið flókna kerfi brást ekki, vegna frábærra hæfileika vísindamanna og tæknifræðinga. Mikilsverðum áfanga var náð á lei.ð til þess markmiðs, sem konungurinn, forsetinn, eða foringinn settu í upphafi, er þeir birtu þá áætl- un, sem nú er i framkvæmd. Orðið, fullkomið, er notað i auknum mæli um verk mann- anna. Sú saga er sögð, að á velmektardögum hins forna Rómaveldis hafi keisararnir jafnan gætt þess, þegar þeir héldu hinar íbúðarmiklu sigur- göngur, að hafa þræl að baki sigurvegaranum á stríðsvagnin- um, sem hvíslaði með vissu millibili í eyra hans: Mundu, að þú ert dauðlegur maður! Það virðist ekki vanþörf á, að minna sigurvegara tuttugustu aldar á þá staðreynd, að þeir eru ein- ungis ófullkomnir menn, jafn- vel þótt þeir svífi dálítinn spöl út fyrir þessa litlu plánetu, sem við byggjum. Undirrót margra þeirra skelfilegu atburða, sem skráðir verða á söguspjöld þessa tímaskeiðs, er sú, að ein- staklingar eða þjóðir hafa ofmetnast, telja sig hafa allt í hendí sér; farsæld heimsins eða tortíming séu háðar ákvörðun- um þeirra. Guð fái engu breytt, enda sé hann ekki gildur í vísindastöðvum, viðskiptamið- stöðvum eða i þingsölum og á stjórnarsetrum. Guð. Hvers vegna erum við ennþá að tala um Guð? Hvers vegna eru menn að læra þau óraunhæfu fræði, sem eru einungis undir- búningur þess, að flytja boðskap Jesú Krists, að prédika Guðs orð. Lengi var sagt hér á landi, að það væri vegna þess að arðvænleg embætti freistuðu þeirra. Nú er miklu vænlegra til veraldlegrar velgengni að læra einhverja iðn eða þá að ganga á verzlunarskóla. Hvers vegna er þá verið að kenna þessar gömlu og úreltu Biblíu- sögur í barnaskólunum, náms- grein, sem fer í taugarnar á fjölmörgum róttækum og víð- sýnum kennurum? Hvað varðar menn um Adam og Evu og örk- ina hans Nóa? Þetta er mörgum brennandi og brýn spurn. Fer ekki þessum ósköpum að linna? Það verður ekki menntamála- ráð eða ráðherrar, sem hafa kirkjumál að aukastarfi, ekki eínu sinni biskupar, sem taka ákvörðun um það. Hver gerir það þá? Andi Guðs. Það verður Guð, faðir vor á himnum, sem tekur ákvörðun um það, hve lengi hann þolir mönnunum að vaða reyk og hreykja sér, hve lengi hann leyfir þeim óáreitt- um að lítilsvirða kristna trú. Sá heilagi Andi er staðreynd, ekki nein séreign Hvítasunnu- manna, heldur Iifir í samfélagi Hátíð andans kristinna manna um allan heim og hvergi augljósari en í kirkj- unni, sem stendur fyrir mátt hans. Það er ekki vegna girni- legra embætta, sem þjónar kirkjunnar ganga fyrir altari Guðs, ófullkomnir og óverðug- ir. Til guðsþjónustunnar erum við knúin af sama leyndar- dómsfulla aflinu. Það afl er heilagur Andi, huggarinn, sem Jesús segir, að faðirinn sendi í hans nafni. „Hann mun kenna yður allt og minna yður á allt, sem ég hefi sagt yður,“ sagði Jesús. Hann prédikar sífellt i sálu þinni og minni. Hann lætur okkur ekki í friði, ef við breytum gegn því boðorði sem felur i sér lögmálið og spá- mennina. — Rætt er um friðvana, leitandi sálir; að hann eða hún séu leitandi. Sumir vilja jafnvel halda því fram að kirkjan sé leitandi. Væri þvi svo háttað, þá er eitthvað meira en litið að. Þá er kirkjan ekki ' lengur sú stofnun, er grund- völluð var á hinum fyrsta hvíta- sunnudegi. Þá veitti kirkjan viðtöku þeim friði, sem Jesús Kristur gefur með heilögum Anda, þeim friði sem gróð- ursettur var i hjörtu þeirra, sem fagnandi gengu út i opinn dauða fyrir trú sína og hrædd- ust hvorki sverð, eld né óarga- dýr. Sú bæn, sem er flutt i þeirri trú, býr yfir þeim sigur- mætti, sem leysir öll vandamál, er á vegi okkar verða. „Svo er án bænar sálin snauð, sjónlaus, köld, dauf og réttsteindauð.orti séra Hallgrimur. Ef kirkjan er leitandi, þá er það ekki leit eftir nýjum Guði eða nýju fagn- aðarerindi, heldur leit að ráð- um til að stöðva þá ringulreið, sem i heiminum ríkir, ráðum til þess að einstaklingurinn þurfi ekki að komast i bráðan lífs- háska til þess að finna þá lausn, sem hann leitar að og til þess að átta sig á þvi, að huggarinn er i heiminum; heilagur Andi Guðs lifir í kirkjunni, í þeirri þjón- ustu, sem þú getur hæglega orðið virkur i þar. Þá getur þú með fögnuði játað: „Ég trúi á heilagan Anda, heilaga almenna krikju, samfélag heil- agra, fyrirgefningu syndanna, upprisu dauðra og eilíft líf. Amen." . Htrj alía Í^einjs-ljfjjgíi-irj-a jái-mrílíCj ' ^eií-'óc l|ir)(-jct.I,II. jjícj Sr'é-ur Íjcesí-ii fjá-íicjij-ar/jjiijij íil-ieitsf-u-ner^-a, sarr-ft eiij-^et-iijij 5017/05 ^^-ar-aifij Tvær umferðir verða spilaðar í dag í úrslitakeppni Islands- mðtsins. Þriðja umferðin hefst kl. 13 og spila þá saman sveitir: Þóris og Helga Jóns og Braga Hjalta og Boga Þórarins og Þórðar. Fjórða umfcrðin verður svo um kvöldið og hefst klukkan 20, þá spila saman sveitir Helga og Þórðar Boga og Þórarins Braga og Hjalta Þóris og Jóns A morgun hvítasunnudag verða svo spilaðar fimmta og sjötta umferðin en mótinu lýk- ur á mánudag en þá verður sjöunda umferðin spiluð. Hefst spilamennskan kl. 13 báða dagana. Sýningartaflan verður notuð í dag og á morgun og verður einhver leikjanna sýndur í hverri umferð. Ahorfendur eru velkomnir. xxxxxx Frá Bridgefélagi kvenna. Eftir 3 umferðir f parakeppni félagsins eru eftirtalin pör efst: stig. Steinunn Snorradóttir — Agnar Jörgensson 392 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Þorsteinn Erlingsson 382 Unnur Jónsdóttir — Jón Baldursson 374 Margrét Ásgeirsdóttir — Vilhjálmur Aðalsteinss. 373 Sigríður Pálsdóttir — Jóhann Jóhannsson 363 Anna Guðnadóttir — Kristján Guðmundsson 361 Kristjana Steingrímsdóttir — Gunnar Vagnsson 360 Esther Jakobsdóttir — Guðmundur Pétursson 354 Guðríður Guðmundsdóttir — Sveinn Helgason 353 Lóa Kristjánsdóttir — Baldur Asgeirsson Meðalskor: 324 stig. 349 4. og næstsfðasta umferð verður spiluð þriðjudaginn 20. maí kl. S.e.h. stundvíslega í Domus Mediea. Bridgefélag Hafnarf jarðar hauð Bridgefélagi kvenna til keppni mánudaginn 14. apríl s.l. og var spilað f Skiphól, 10 sveitir frá hvoru félagi. Bridge- félag kvenna vann þessa keppni með 120 stigum gegn 80 stigum Bridgefélags Hafnar- fjarðar. A.G.R. • n rmnmmi* Htff**"***"****

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.