Morgunblaðið - 17.05.1975, Síða 14

Morgunblaðið - 17.05.1975, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAI 1975 Petta gerðist líka... Síðustu stundir Vladimirs Komarovs Baodarfkjamenn „hleruðu" siSustu stundir Vladimirs Komarovs höfuðsmanns, þegar bilun i geimfari hans olli þvi, að það þeyttist stjórnlaust i átt til jarðar, þar sem vis dauðinn beið hins sovéska geimfara. Þessi atburður gerðist í april 1967, en Bandarikjamenn hafa þagað yfir vitneskju sinni um hann þartil nú fyrirnokkrum dögum. þegar Winslow nokkur Peck, fyrrum starfsmaður við bandaríska hlustunarstöð i Tyrk- landi, skýrði loks frá þessu. „Dauðastriðið" stóð i fullar tólf stundir, og Bandarikjamennirnir heyrðu hvert orð sem fór á milli geimfarans og landa hans niðri á jörðinni. Peck segir: „Ég get ekki lýst þvi, hve þetta var átakanlegt, en um leið var það ótrúlega áhrifarikt ..." Þegar örlög Komarovs máttu heita ráðin, talaði Kosygin við hann frá skrifstofu sinni i Kreml, og mátti heyra á röddinni hve forsætisráðherrann var hrærður. „Þú og þinir likar hafa unnið stærstu afrekin i sögu Sovétrikjanna," sagði hann. „Við munum aldrei gleyma þér." Komarov kvaddi lika konuna sina, sem i örvæntingu sinni gat litið annað sagt en að endurtaka i sífellu: „Ég elska þig. Ég elska þig. ' Sovéskir geimvísindamenn voru líka i sifelldu sambandi við geimfarann og gerðu örvæntingarfullar tilraunir til síðustu stundar til að bjarga lífi hans. En undir lokin virtist hann yfirbugast. Bandaríkjamennirnir heyrðu þegar hann hróðapi: „Þið verðið að gera eitthvað! Ég vil ekki deyja!" Litla stórveldið Það er búið að skrifa og skrafa svo mikið um atburðina í Suð-austur Asíu á undanförnum vikum, að fjöldinn allur af smáum og stórum atriðum hefur bókstaflega drukknað í fréttaflóðinu. Ætli menn átti sig til dæmis almennt á því, að svo gífurlegt magn af stríðstólum féll í hendur Norður-Víetnöm- um að þeir gætu nú skákað fram þriðja stærsta herafla veraldar; einungis Kinverjar og Sovétmenn stæðu þcim þar á sporði. Saigonstjórnin skilaði semsagt nær öllum vopnabirgðum sínum óskertum í hendur Norðanmönnum. Breska blaðið Daily Telegraph nefnir til dæmis: 600 skriðdreka af Pattongerð, 500 flugvélar af ýmsu tagi (þar á meðal yfir 100 orustuvélar og 32 fjögra hreyfla Hercules- vélar), aragrúa brynvarinna bíla, 1500 fallbyssur af öllum stærðum og gerðum og loks hundruð þúsunda bandarískra hermannariffla og annarra smærri vopna. Þá er ótalinn floti Suður-Víetnama, en andvirði alls þessa herfangs er sagt nema fimm þúsund milljónum dala. 0g þú líka, félagi Kmeri? Fyrsta reynsla Sovétmanna af hinum nýju valdhöfum Kambódíu var vægast sagt heldur óskemmtileg. Þeim varð ekki vært í sendiráði sínu fremur en öðrum eriendum sendimönnum og komust loks við illan leik yfir í sendiráð Frakka, þar sem hundruð annarra flóttamanna höfðu þegar leitað hælis. Rauðu kmerarnir sýndu Rússunum engu meiri linkind en öðrum útlendingum. Þeir gerðu aðsúg að þessum „félög- um" sínum frá Moskvu þegar þeir reyndu að bjarga sendiráðsfánanum. Sovétmennirnir urðu auk þess fyrir barsmíð og einn þeirra var með Ijótt sár eftir byssusting að mönnum sýndist, þegar hann komst loks til franska sendiráðsins. Og loks átti það fyrir Rússunum að liggja að vera gerðir brottrækir úr Kambódíu rétt eins og starfsbræður þeirra frá löndum „heimsveldissinnanna". Vík frá mér, CIA Kissinger verður varla láð það þó hann sé dálitið rislágur um þessar mundir, en hann er samt enn sem fyrr eitt helsta frétta- efni heimsblaðanna. Nú er það nýjasta af honum, að vinátta hans og CIA hafi kólnað allmikið upp á síðkastið. Utan- rikisráðherrann kvað vera farinn að tregðast við að lesa skýrslur og spár leyniþjónustunnar um helstu „hættu- svæði" heimsbyggðarinnar, en þó einkanlega þau i Asiu og i Austurlönd- um nær. Hann ráðfærir sig i staðinn við ýmsa sérfræðinga um alþjóðamál, sem hann hefur fundið sér sjálfur. Karlmenn krefjast kvenréttinda Þá kom loksins að þvi, að karlmenn kvörtuðu undan misrétti kynjanna. Karlmennirnir við þá deild bresku tollgæslunnar, þar sem starfsfólkið ber einkennisbúning við vinnu sína, hafa kvartað undan því opinberlega, að kvenfólkið njóti þar meiri friðinda. Bæði kynin fá einkennisföt og regnkápu sér að kostnaðarlausu. en kvenfólkið að auki (veina karlmennirnir) bæði skó og sokkabuxur. — Það fylgir þó ekki sögunni. hvort breskir tollþjónar af „sterkara kyninu" ætli að byrja að ganga i sokkabuxum. Sitt lítið af hverju Juan Vila Reyes, 47 ára gamall kaupsýslumaður i Barcelona, sem var ákærður fyrir að svikja sem samsvarar 70 milljónum sterlingspunda útúr spænska rikinu, hefur verið dæmdur i 223 ára fangelsi. Þrír aðrir sakborningar „sluppu" með 108 ár hver . . . . Indverskir landamæra- verðir fullyrða, að þeir hafi haft hendur í fiðri bréfadúfu, sem Pakistan- arnir hafi þjálfað og gert út af örkinni með örsmáa myndavél undir öðrum vængnum, til þess að taka myndir af hernaðarmannvirkjum i Kashmir. . . Og loks er þess að geta, að þegar forstöðumaður bókasafns eins i Oxfordshire í Bretlandi tilkynnti fyrir skemmstu, að hann mundi ekki næstu þrjár vikurnar innheimta dagsektir fyrir þær bækur, sem mönnum hefði láðst að skila á réttum tima, þá kom einn viðskiptavinur- inn röltandi með bók undir handleggnum og þakkaði kærlega fyrir lánið. Hann hafði fengið hana lánaða árið 1918. MORGinnuaiB fvrir 50 árum AKUREYRI — Hjer eru nú málaferli víðtæk á ferð- inni. Fyrsta tilefni þeirra var greinarkorn, sem birtist í 14. tbl. Dags, um Sigurgeir Daníelsson, hreppstjóra á Sauðár- króki. Stefndi hann fyrst ritstjóranum fyrir æru- meiðingar, og er það mál þegar komið í dóm. Næst gerist það, að 80 Sauð- kræklingar birta í ís- lendingi mótmæli og yfir- lýsingu út af Dagsgrein- inni, sem svo ritstjóri Dags telur ærumeiðandi fyrir sig, og hefir þegar lagt drög til málshöfðunar gegn þeim, sem skrifað höfðu undir. En meðal þeirra eru sýslumaðurinn, sóknarpresturinn, hjeraðslæknirinn og fleiri málsmetandi menn á Sauðárkróki. Upp að Kolviðarhóli er hægt að komast í bifreið nú, en ekki lengra. Snjór er að mestu tekin af Hellisheiði. Sextíu og níu húsasmiði hefir bæjarstjórnin nú viðurkent að mættu standa fyrir smíði húsa hjer í bæ. Mótorbáturinn „Skjald- breið" stundar síldveiði vestur í Jökuldjúpi með reknetum um þessar mundir. í fyrrakvöld kom svo mikið síldarhlaup í reknetin á örstuttri stund að þau sukku. Kl. 1 1 um kvöldið var sama og ekk- ert komið í netin, og kl. 1 2 voru þau sokkin. 25 aura kosta Bollapör í dag. Nokkur hundruð steikarapönnur á 1,50. — Baldursgötu 1 1. au<;i.ysin<;asimi\n EK: 22480 Hvað gerðist á hvítasunnu? Hvítasunnudagur er stofn- dagur kristinnar kirkju. Hvað merkir orðið „kirkja"? Orðið „kirkja" þýðir hús Drottins. Sumir lita á kirkjuna sem stofnun, hús, prestur og með- hjálpari. Þetta er ekki rétt. Kirkjan er samfélag trúaðra þar sem trúaðir koma saman til að tilbiðja, uppbyggjast og þjóna Drottni. Lúther útskýrir þriðju grein trúarjátningar- innar: Greinin sjálf: „Ég trúi á Heilagan anda, eina, heilaga, almenna, kristilega kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefning syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf.“ Utskýring Lúthers: „Ég trúi, að ég geti eigi af eigin skynsemi eða krafti trúað á Jesúm Krist, minn Drottin, né til hans komist, heldur hafi Heilagur andi kallað mig með gleðiboð- skapnum, upplýst mig með gjöfum sínum, helgað mig og haldið mér í réttri trú, eins og hann kallar gjörvalla kristnina á jörðunni, safnar henni saman, upplýsir hana og helgar og heldur henni við Jesúm Krist í hinni réttu, einu trú. I þessari kristni fyrirgefur hann dag hvern ríkulega mér og öllum trúuðum allar syndir; og á síðasta degi mun hann upp vekja mig og alia dauða, og gefa mér og öllum trúuðum í Kristi eilíft líf. Það er vissulega satt.“ Við uppstigninguna sagðist Kristur ekki ætla að skilja læri- sveina sína eftir munaðarlausa, hann ætlaði að senda Heilagan anda til þeirra, og segir svo í Postulasögunni frá þessum at- burði: Post. 2,1—4. Þetta var furðulegur at- burður í margra augum, enda voru viðbrögðin eftir því. Menn af öllum þjóðum voru staddir í Jerúsalem og heyrðu postulana tala á sínum tungum, og spurðu hvað getur þetta verið? Aðrir sögðu þá vera drukkna af sætu víni. Þá reis Pétur upp og hóf að útskýra þennan atburð. — Hann vitnaði fyrst í einn spá- mannanna. Jóel, kafla 3, 1—2, en þar er sagt fyrir um þessa viðburði, og rakti í stuttu máli hvernig fyrirætlun Guðs kom fram með Jesú. „Þegar hann því nú er upp hafinn með Guðs hægri hendi, og hefir af föðurn- um fengið fyrirheitið um heilagan anda, hefir hann út- helt honum, sem þér sjáið og heyrið.“ „En er þeir heyrðu þetta, stungust þeir í hjörtum og sögðu við Pétur og hina Merkasla <ákn lleilags anda er dúfa á leiú niður. postulana: Hvað eigum vér að | gjöra bræður? En Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til i fyrirgefningar synda yðar, og þér munuð öðlast gjöf heilags anda; því að yður er ætlað fyrir- heitið og börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru — öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín.“ (v. 37—39.) Þeir, sem trúðu boðskap Péturs voru síðan skirðir og það voru hvorki meira né minna en 3.000 manns, og kaflinn endar með orðunum: „Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu.“ Postularnir héldu sér stöðugt saman, mörg tákn og undur gerðust af þeim, og ennþá sjást merki þess að Guð er enn að starfi. Hefur þú tekið eftir starfi Guðs? um það sem koma átti. Sfmon Pétur, sem áður hafði verið hræddur við þernu eina, útskýrði atburð hvítasunnunnar fyrir mannfjöldanum. Myndirnar eru úr N.T. útgáfu The Bible Society í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.